Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verslunin Hagkaup hefur hafið innflutning á 40 dönskum osttegundum 20-30% dýrari en innlendir Morgunblaðið/Golli VIÐSKIPTAVINIR Hagkaups fengu að prófa dönsku ostana í gær. HAGKAUP hefur hafið innflutning á dönskum ostum og er fyrsta send- ingin einungis seld í verslun fyrir- tækisins í Kringlunni. Er verð ost- anna um 20-30% hærra en verð sambærilegra osta sem framleiddir eru hérlendis. Örn Kjartansson, rekstrarstjóri Hagkaups, segir að fluttar hafi ver- ið inn um 40 tegundir af ostum, en lítið magn af hverri tegund. Um er að ræða ijómaosta, gráðosta og ýmiss konar sælkeraosta, en ekki brauðost. Suma ostana þekki fólk af ferðum sínum til Danmerkur. Sem dæmi má nefna að verð á 150 grömmum af bláum eða hvitum Castillo-osti er á bilinu 239-269 krónur og 125 grömm af bragð- bættum smurosti kosta 259 krónur. Öm segir að vissulega hafí verð ostanna þegar búið var að tollaf- greiða þá valdið vonbrigðum. Ost- amir eru fluttir inn utan kvóta og því eru tollar í hámarki. „Þetta er alls ekki það sem menn bjuggust við,“ segir hann. Mætti í því sam'- bandi benda á að ef ekki kæmi á ostana lögbundið aukaálag þá væru þeir um 20-25% ódýrari en þeir inn- lendu. Hann segir að þetta sýni að fólk sem hélt að það myndi fá brauðost og annað á sambærilegu verði og gerist erlendis fái það ekki. Hvað varði framhaldið segir Öm að nú sé búið að opna þessa leið og fari það eftir viðbrögðum hvert áframhaldið verði. Meingallað kerfi Örn segir að Hagkaup sé að skoða ýmsa möguleika á innflutn- ingi og þá með það í huga að sækja um tollkvóta þegar þeir verða aug- lýstir. „Það er ekki hughreystandi að sjá hvaða verð kemur út úr þessu þegar varan er komin inn,“, segir hann. „Þetta er meingallað allt sam- an og þær vömr sem kaupmenn hafa verið að flytja inn sýna og sanna hvesu gallað kerfíð er.“ Hann segir ekki hægt að segja til um það nú hvaða verð verði á vörum sem fluttar verða inn innan kvóta, ekkert sé hægt að segja til um það fyrr en búið er að tollaf- greiða vöruna. Davíð hitti Rhys- Hughes DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra átti í gærmorgun fund með Aneurin Rhys-Hughes sendiherra Evrópu- sambandsins á íslandi þar sem þeir ræddu málefni íslands og Evrópu- sambandsins. Rhys-Hughes er að láta af emb- ætti og er nú staddur í kveðjuheim- sókn á íslandi. Eyjólfur Sveinsson aðstoðarmaður forsætisráðherra sat einnig fundinn í gærmorgun og sagði hann að þar hefðu málefni Islands og ESB verið rædd vítt og breitt. Davíð hefði skýrt fyrir sendiherran- um stöðu íslands og afstöðu ríkis- stjómarinnar til Evrópumála. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Rhys-Hughes að hann hefði orðið mjög hissa þegar hann sá þjóð- hátíðarræðu Davíðs Oddssonar, en þar tók Davíð mjög eindregna af- stöðu gegn mögulegri aðild Islands að ESB. Um þetta sagði Eyjólfur að fundurinn í gærmorgun hefði verið mjög vinsamlegur. „Það er óhætt að segja að sendiherrann hafí mætt þeim sjónarmiðum, sem forsætisráð- herra lýsti, með skilningi." Man sauður hvar lamb gekk HJÓNIN Unnsteinn Hermanns- son og Valdís Gunnarsdóttir ráku fé sitt á fjall í vikunni ogtelst það vera í seinna lagi. Yfirleitt er'fé flutt á fjall fyrstu vikuna í júlí. Hjónin búa i Langholtskoti í Hrunamannahreppi og tók þijá daga að reka féð inn í um miðja afréttina. Enginn bóndi í Hrunamanna- hreppi hefur rekið fé á Tja.ll í um tvö ár og enginn bóndi í Lang- holtskoti í um 20 ár. Nú aka flest- ir bændur fé sínu á fjall á sumr- in en hjónin ákváðu að reka féð með aðstoð annarra langt inn í afréttinn, undir Kerlingarfjöll, þar sem góða haga er að finna og gera úr ferðinni skemmtilega hestaferð um leið. Fyrir þremur árum var fé skorið á bænum vegna riðu og síðasta haust fengu hjónin lömb vestan af Snæfellsnesi. Taldi bóndinn að ef féð væri rekið á fja.ll myndi sannast hið for- kveðna: Man sauður hvar lamb gekk. Myndi féð venjast á betri slóðir í afréttinni með því að reka það. Halldór Jónatansson forsljórí Landsvirkjunar Fiskvinnslufyrir- tæki ekki stóriðja HALLDÓR Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar segist ekki geta fallist á það sjónarmið fískvinnsl- unnar að hún eigi rétt á að telja sig til stóriðju með tilliti til raf- magnskaupa. Hann segir að fisk- Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson vinnslufyrirtæki séu ekki stóriðja í þeim skilningi að þau geti gert sérsamning beint við Landsvirkjun um raforkukaup og fá þau ekki keypta raforku nema með milli- göngu almenningsrafveitna. Til þess að hlutaðeigandi raf- orkukaupandi geti talist til stóriðju þarf hann að kaupa a.m.k. 100 gígavattstundir (Gwh) á ári til eig- in notkunar. Fiskvinnslufyrirtækin eru alls um 290 talsins og segir Halldór að notkun þeirra samanlagt sé um 150 Gwh á ári og meðalorkunotkun þeirra því aðeins um 0,5 Gwh á ári. Verulegur kostnaður við dreifingu Þau noti rafmagn á lægri spennu en þeirri sem Landsvirkjun afhend- ir á úr kerfi sínu. „Því er einsýnt að þeim verður ekki selt rafmagn nema fyrir milligöngu almenn- ingsrafveitna og þá eftir almennri gjaldskrá Landsvirkjunar sem gild- ir fyrir landið allt óháð afhending- arstað og flutningskostnaði í hveiju einstöku tilfelli. Við það bætist álagning dreifiveitna fyrir flutning rafmagnsins á áfanga- stað,“ segir Halldór. Halldór segir að kostnaður við dreifingu raf- magns til fiskvinnslufyrirtækja vítt og breitt um landið sé verulegur og reginmunur á því hvort keypt er rafmagn á 220.000 volta spennu eins og t.d. Járnblendifélagið gerir eða allt niður í 220 volta spennu eins og stór hluti fiskvinnslunnar gerir. Járnblendifélagið noti um fjórum sinnum meiri orku á ári en fiskvinnslan samanlagt og nýting- artími þess er yfir 8.000 stundir á ári en meðalnýting fiskvinnslufyr- irtækja er um 4.000 stundir á ári. „Þá er vert að hafa það í huga að rafmagn er um 1% af rekstrar- kostnaði fiskvinnslunnar en hjá orkufreku iðnfyrirtækjunum þrem- ur, ÍSAL, Áburðarverksmiðjunni og Jámblendifélaginu, er rafmagn um 11-15% af rekstrarkostnaði. Lækkun rafmagnsverðs til fisk- vinjislu getur því ekki skipt sköp- um fyrir afkomu hennar. Lækkun vaxta á skuldum fiskvinnslunnar er hins vegar mun vænlegri leið til bóta fyrir afkomu hennar en lækkun rafmagnsverðs," sagði Halldór. Afleiðingar ölvnnar- aksturs margfaldar AFLEIÐINGAR ölvunaraksturs eru margfaldar fyrir þann sem veldur óhappi undir áhrifum áfengis. Fyrst má telja viðurlög, sekt og/eða varð- hald, svo ökuleyfissviptingu, síðan þá staðreynd að ökumaður situr uppi með tjón á eigin ökutæki og ; að tryggingafélag á endurkröfurétt i á hendur honum vegna tjóns sem hann veldur á öðru ökutæki, fyrir utan hugsanleg meiðsl sem hann i veldur sjálfum sér og/eða öðrum. Viðuriög vegna ölvunaraksturs fara eftir því hvort um fyrsta eða ítrekað brot er að ræða og hve magn vínanda í blóði er mikið. Lágmarksviðurlög sekt og ökuleyfissvipting Við fyrsta brot nemur sekt : 18.000 krónum og ökumaður er j sviptur ökuleyfí í einn mánuð ef vínandamagn er á bilinu 0,60- 0,70%o. Þegar magn vínanda er 0,71-0,85%o er sektin 21.000 kr. og ökuleyfissviptingin er tveir mán- uðir. Þegar magn vínanda er 0,86- 0,99%o er sektin 24.000 kr. og svipt- ingin þrír mánuðir. Þegar magn vín- anda er l,00-l,19%o er sektin 27.000 kr. og sviptingin fjórir mán- uðir. Þegar vínandamagn er 1,20- l,32%o er sektin 30.000 kr. og svipt- ingin sex mánuðir. Þegar vínanda- magn er l,33%o eðá meira er sektin 35.000 kr. og sviptingin tólf mánuð- ir. Við ítrekaðan ölvunarakstur bæt- ist varðhald við sekt og ökuleyfis- sviptingu. Við annað brot nemur sekt 60-70.000 krónum, ökuleyfis- sviptingin er í 2-3 ár og varðhald í 15-20 daga til vara. Við þriðja brot er ekki hægt að kaupa sig frá varðhaldi. Þá er ökuleyfíssvipting ævilöng og ökumaður sætir 30 daga varðhaldi. Við fjórða brot nemur varðhald 60 dögum og við 5. brot þremur mánuðum. Ef menn gerast sekir um að aka eftir að hafa verið sviptir ökurétt- indum fá þeir 35 þús. króna sekt við fyrsta brot. Við annað brot 70 þús. króna sekt, við þriðja brot þurfa þeir að sæta 30 daga varðhaldi, við fjórða brot 60 daga varðhaldi og við fimmta brot þriggja mánaða fangelsisvist. Endurkröfur vegna ölvunar námu 20 milljónum Ef ölvaður ökumaður lendir í árekstri við annan bíl situr ökumaður uppi með tjónið á sínum eigin bfl. Þar fyrir utan á tryggingafélagið endurkröfurétt á hendur ökumannin- um vegna tjónsins á hinum bílnum. Að sögn Sigmars Ármannssonar, framkvæmdastjóra Sambands ís- lenskra tryggingafélaga, er vátrygg- ingafélögum skylt að leggja mál, þar sem tjóni er valdið af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi fyrir endur- kröfunefnd, sem starfar samkvæmt ákvæðum umferðarlaga. Á síðasta ári komu 112 mál frá félögunum til nefndarinnar og sam- þykkti nefndin endurkröfur að ein- hveiju eða öllu leyti í 94 málum. Af þessum 94 málum voru 83 tilvik vegna ölvunar við akstur. Sigmar segir að upphæðirnar í þeim málum nemi tæplega 20 milljónum króna. Heildaifjárhæðirnar í málunum 94 námu rúmlega 20,5 milljónum. Hlutur kvenna er að aukast í þess- um málum. Af þeim kröfum sem endurkröfunefnd samþykkti árið 1992 voru 14% á konur en á síðásta ári var hlutfallið komið í 19%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.