Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Eintónun sálarinnar Sumarsýning á Hulduhólum TONLIST Listasaín Sigurjóns Ólafssonar EINSÖNGUR Ingveldur Ýr Jónsdóttír og Jónas Ingimundarson flylja íslensk ein- söngslög Þriðjudíigurinn 18. júlí 1995 INGVELDUR Ýr Jónsdóttir, mezzosópran, hefur verið fastráðin við óperuna í Lyon og er í hópi þeirra íslensku einsöngvara, sem starfa víðs vegar um heiminn. Það væri fróðlegt að taka saman starfs- sögu íslenskra söngvara en trúlega búa fáar „stéttir" við eins mikil þrengsli heima fyrir en hafa í stað- inn unnið sér nafn erlendis og þar með viðurkenningu á að vera jafn- okar starfsbræðra sinna. Þrátt fyrir erilsaman starfsdag í útlöndum, koma þessir alþjóðlegu listamenn heim til íslands og nú síðast kveður Ingveldur Ýr er hún heldur til Frakklands með því að syngja ein- göngu íslensk söngverk og öll eftir núlifandi tónhöfunda. Fjölbreyti- leikinn, bæði hvað varðar stíl og vinnutækni, sýnir ótrúlega grósku í söngsmíðum, því unnið er ýmist út frá laglínunni, blæbrigðum eða leikrænni túlkun á textanum. Hvað tónstíl snertir er tónmálið bæði tónalt og ótónalt eða sambland af báðum aðferðunum. Fyrsta lagið á tónleikunum er eftir Jón Þórarinsson, Dáið er allt án drauma, við texta eftir Halldór Laxness, stór og tóntegundabundin tónsmíð, sem Ingveldur og Jónas fluttu mjög vel. Tvö lög eftir Oliver Kentish voru næst á efnisskránni, Morgunvers við texta Guðmundar Böðvarssonar og það síðara sér- kennilegt og stemmningsríkt lag við ljóðið Löng nótt eftir Sigríði Einars frá Munaðarnesi. Við frum- flutning seinna lagsins, sem trúlega á eftir að heyrast oftar, léku Ing- veldur og Jónas með fíngerð blæ- brigði á sérlega áhrifaríkan máta. Mamma ætlar að sofna, sem Jór- unn Viðar samdi fyrir mörgum árum við rómantískan texta Davíðs Stefánssonar, og Hjá lygnri móðu, tónsetning undirritaðs, við texta eftir Halldór Laxness, eru tónteg- undabundnar tónsmíðar og var flutningur þeirra hinn besti. Eftir Tryggva M. Baldvinsson voru flutt tvö lög og bæði við ljóð eftir Vil- borgu Dagbjartsdóttur. Það fyrra nefnist Undur, ágætt lag og það seinna, sem var frumflutt, heitir í japönskum þönkum. Tónstíll Tryggva er á köflum nokkuð óráð- inn og leitandi og sveiflast á milli stíltegunda, eins og t.d. í japönsk- um þönkum, sem endar á kontra- punktísku eftirspili, í svipuðum stíl og heyra má hjá J.S. Bach. Bæði lögin voru ágætlega flutt og sýndi Ingveldur Ýr að túlkun hennar hef- ur dýpkað, er kom hvað best fram í seinna lagi Tryggva. Tvö lög eftir Hildigunni Rúnars- dóttur, Líf og ljóð (Þuríður Guð- mundsdóttir) og Meloditimen (Sveinbjörn I. Baldvinsson), eru mjög stílhrein en þó eins og tón- skáldið sé að leita sér að leið frá hinum hefðbundna skólastíl mód- emismans, nokkuð sem allir ungir tónhöfundar þurfa að fást við. Prinsessan á bauninni, eftir John Speight, er gamansamt lag við texta eftir Geirlaug Magnússon og sama má segja um Yfirlýsinguna, eftir Hjálmar H. Ragnarsson, við skondinn texta Magneu Matthías- dóttur en bæði þessi lög voru skemmtilega flutt. Mjög sérkenni- legt en fallegt lag eftir Jónas Tóm- asson, sem hann nefnir, IX, við texta eftir Kristínu Ómarsdóttur, var einstaklega vel flutt og þar spáði Jónas Ingimundarson í blæ- brigðin á sinn meistarlega hátt. Tónleikunum lauk svo með fjórum lögúm eftir Atla Heimi Sveinsson, við kvæði eftir Davíð Stefánsson. Atli lokar þarna hringnum, hafandi kannað ýmis stílbrigði og eins og kominn heim, með perlunni Snert hörpu mína hinipborna dís. Kvæðið er um þrá allra að yrkja þann söng, sem er utan og ofan við mannlegan skilning, þar sem hátimbrun kunn- áttu víkur fyrir eintónun sálarinn- ar. Látlaus og þokkafullur söngur Ingveldar Ýrar í þessu saklausa lagi og blæfagur leikur Jónasar náði hápunkti í þessum göldrótta hörpuleik Atla og Davíðs. Tónleikar Ingveldar Ýrar Jóns- dóttur og Jónasar Ingimundarsonar voru glæsilegir og spönnuðu yfir töluvert vítt svið í túlkun, er sýnir að flytjendur og tónhöfundar hafa nú þegar lagt til gott safnefni í gullastokk íslenskrar söngmenntar en til þeirrar söfnunar hefur Jónas Ingimundarson lagt til mikla og góða vinnu. Jón Ásgeirsson HIN árlega sumarsýning Hulduhóla, Mosfellsbæ, verður opnuð laugardaginn 22. júlí kl. 14. Að þessu sinni sýna tvær listakonur, Rut Rebekka Sigur- jónsdóttir sem sýnir vatnslita- myndir og Sigrún Guðmunds- dóttir sem sýnir skúlptúr. Rut Rebekka hefur haldið fjölmargar sýningar heima og erlendis, einkasýningar jafnt sem samsýningar. Hún lauk námi frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1982. Að þessu sinni sýnir Rut Rebekka 45 vatnslitamyndir. í myndum sínum fjallar hún um ham- skipti náttúrunnar í vorleys- ingum þegar vetur breytist í sumar. Sigrún Guðmundsdóttir sýn- ir skúlptúrverk unnin í tré og járn. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1960-63, Statens handverks- og kunstindustriskole í Osló 1965-66 og Statens Kunstaka- demi í Ósló 1966-69. Hún hef- ur m.a. tekið þátt í mörgum samsýningum á vegum Mynd- höggvarafélagsins í Reykjavík og Félags íslenskra myndlista- manna. Sigrún kennir við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla íslands. Keramikgallerí Steinunnar Marteinsdóttur verður einnig opið á sýningartíma. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 nema mánudaga og stendur til 20. ágúst. Skálholts- hátíð DAGANA 22.-23. júlí verður Skálholtshátíð haldin. Dagskráin hefst á laugardeginum kl. 16 með því að dr. Paul Philippi frá Rúmeníu heldur fyrirlestur í Skálholtsskóla um tengsl helgi- þjónustu og Iíknarþjónustu í kirkjunni. Kl. 18 verður aftan- söngur í Skálholtskirkju og kl. 20 mun dr. Philippi segja frá kirkjunni í Rúmeníu þar sem hann starfar nú sem prófessor. Á sunnudagsmorgninum verð- ur hátíðarmessa kl. 11 þar sem Bolli Gústafsson, vígslubiskup á unni þar sem dr. Guðrún Nordal Hólum, predikar. og dr. Sveinbjörn Rafnsson Kl. 13 verða tónleikar í kirkj- munu flytja erindi um Pál biskup unni. Þar mun Bachsveitin í Jónsson og samtíð hans, en í Skálholti og einleikarar flytja tvo ár eru 800 ár liðin frá vígslu sembalkonserta eftir J.S. Bach, hans. Biskup íslands mun svo en annar þeirra er fyrir þrjá flytja lokaorð og fararblessun. sembala og hinn fyrir ijóra. Þar Veitingar verða fáanlegar í mun Hilmar Örn Agnarsson Skálholtsskóla og hátíðargest- einnig leika orgeltónlist eftir um verður boðið að þiggja síð- Bach. degiskaffi á sunnudeginum í Kl. 16 verður samkoma í kirkj- boði Skálholtsstaðar. Söngtónleikar í Ytri- Njarðvíkurkirkju i DAGNÝ Jónsdóttir ' sópran og Sigríður I Aðalsteinsdóttir j mezzó-sópran ; verða á söngtón- : leikum sem haldnir verða í Ytri-Njarð- i víkurkitju á morg- un, laugardag, og j hefjast þeir kl. 17. Söngkonurnar eru báðar búsettar j í Keflavík. Þær luku báðar 8. stigi j frá Söngskólanum f Reykjavík. j Magnús Jónsson var aðalkennari i Dagnýjar en Elísabet F. Eiríks- ' dóttir aðalkennari Sigríðar. Dagný stundar nú nám í London hjá Annette Thob- son. Sigríður er í framhaldsdeild Söngskólans í Reykjavík hjá Þur- íði Pálsdóttur. Á tónleikunum verða flutt þekkt íslensk og erlend Ijóð, óperuaríur og dúettar. Undirleikari á tónleik- unum er Iwona Laula. Hún fluttist til íslands 1990 og starfar nú við Söngskólann í Reykjavík. Aðgangseyrir að tónleikunum er 700 kr. en frítt fyrir aldraða og öryrkja. Sigríður Dagný Aðalsteinsdóttir Jónsdóttir Míkill fengur TÓNLIST Akurcyrarkirkja GÍTARHÁTÍÐ EINLEIKUR Timo Korhonen fluttí verk eftir Leo Brouwe, Francesco da Milano, Jouni Kaipainen, Olli Koskelin og Miguel Llobet. Miðvikudagurinn 19. júlí kl. 20.30. GÍTARHÁTÍÐ var sett í fjórða sinn í Akureyrarkirkju síðastliðinn miðvikudag. Örn Viðar Erlends- son, framkvæmdastjóri og frum- kvöðull hátíðarinnar flutti setning- arávarp. Hann bauð gesti hátíðar- innar þá Timo Korhonen frá Finn- landi, Eric Vaarzon Morel frá Hollandi, Einar Kr. Einarsson, Sverri Guðjónsson og Kristin H. Árnason velkomna og útnefndi síðan Sigurð Jónsson, gítaráhuga- mann á Akureyri verndara hátíð- arinnar, en hann hefur ásamt Erni borið hitann og þungann af undir- búningnum. Að loknu ávarpi Arnar hófust tónleikar Timo Korhonen sem hef- ur getið sér gott orð víða um heim fyrir gítarleik sinn og er honum jafnvel líkt við „föður gítarsins" Andrés Segovia. íslenskir gítar- unnendur hafa hins vegar farið á mis við list Timos og var ekki laust við að nokkur eftirvænting lægi í loftinu í þéttsetinni kirkjunni. Tónleikamir hófust á verki kú- banska tónskáldsins og gítarleik- ans Leo Brouwer (1939), Paisaje Cubano con Campanas, sem gæti útlagst sem kúbanskt landslag með klukkum. Verkið var samið að beiðni Gaudeamus-stofnunar- innar í Hollandi og var kveikjan af því hinar fjölbreytilegu kirkju- klukkur í Amsterdam. Skemmtileg tónlist þar sem möguleikar gítar- ins eru vel nýttir og naut sín full- komlega í höndum Korhonens. Verkinu lauk með þrástefí flautu- tóna sem Korhonen tengdi á eink- ar fallegan hátt nánast án hlés yfir í Fantasiu og Ricercare eftir endurreisnartónskáldið Francesco da Milano. Tvö gullfalleg stykki í eftirlíkingastíl sem Korhonen lék af stakri snilld, það fyrra ljóðrænt og fallegt og það seinna fullt snerpu og átaka. í kjölfarið, án þess að áheyrendur fengju tóm til að átta sig, fylgdu 3 lög eftir Leo Brouwer, Trenz Piezas Latino Americanos, suður-amerísk gítar- tónlist eins og hún gerist best og vel leikin. Þegar hér var komið sögu fengu áheyrendur loks tæki- færi til áð tjá þakklæti sitt með lófataki, sem þeir notuðu óspart, en það var ekki laust við að sum- um væri brugðið við hina óvenju- legu samsuðu af Brouwer og da Milano. Finnska tónskáldið Jouni Kaipa- inen (1956) samdi Tenebrae op. 39 fyrir einleiksgítar árið 1991 og tileinkaði Timo Korhonen. Lat- neska orðið tenebrae merkir myrk- ur og vísar titill verksins í helgiat- hafnir kaþólskra í páskavikunni. Kirkjurnar eru einungis lýstar upp með kertum og eftir hveija bæn er slökkt á einu kerti þannig að athöfnin endar í algjöru myrkri. Þessa athöfn nefna kaþólskir Tenebrae. Það er greinilegt að upplifun tónskáldsins af helgiat- höfnum sem slíkum er mjög sterk; verkið hefst á hægum inngangi en síðan er byggt upp á sannfær- andi hátt með hraða, styrk, tón- sviði og leikmáta í átt að drama- tískum hápunkti um miðbik verks- ins, síðan er undið ofan af og smátt og smátt kyrrist tónlistin og endar í löngum þögnum sem eru rofnar af og til. Tilganginum var náð, að túlka myrkrið sem smátt og smátt tekur yfírhöndina, en einhvern veginn var eins og að músíklega dytti botninn úr verk- inu. Tenebrae gaf hins vegar Kor- honen gott tækifæri til að sýna snilli sína því hér er um að ræða sannkallað virtúósaverk. Morgunblaðið/Rúnar Þór TIMO Korhohnen, gítarleik- ari í fremstu röð, á tónleikum á Akureyri í fyrrakvöld. Tutte le Corde fyrir einleiksgít- ar og segulband eftir Olli Koskelin (1955), einnig frá Finnlandi, og einnig samið fyrir Timo Korhonen, var næst á dagskrá. Tónefni segul- bandsins var eingöngu unnið úr gítarhljóðum og að mati undirrit- aðs einkar vel heppnað. Verkið formlaust og fljótandi og flutt af sterkri tilfínningu. Síðast á efnisskránni voru 10 katalónsk þjóðlög í búningi Miguel Llober (1878-1938). Sannkallað- ar perlur sem mynduðu sterka og vel uppbyggða heild í meðförum Korhonens. Að síðustu lék Kor- honen tvö aukalög; Recuerdos de la Alhambra eftir Francisco Tár- rega og æfingu eftir Fernando Sor, og sannaði endanlega fyrir áheyrendum þvílíkur afbragðstón- listarmaður hann er. Það er engin spurning að mikill fengur er að komu Timo Korhonen á Gítarhátíð á Akureyri. Hann er gítarleikari í fremstu röð, með góða tækni, einstakt næmi fyrir þeirri tónlist sem hann flytur og kjark til að setja saman efnisskrá sem bragð er af. Hróðmarl. Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.