Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Danskir lögreglumenn komnir til landsins vegna árásarmáls * Níu Islendingar yfírheyrðir TVEIR danskir rannsóknarlög- reglumenn eru nú staddir hér á landi til að yfirheyra níu ís- lendinga vegna óupplýstrar árásar á danska stúlku í miðbæ Hróarskeldu í Danmörku í mars síðastliðnum. Er þetta í annað skipti sem mennimir eru yfirheyrðir, en þeir vom á slátraraskóla í Hróarskeldu ásamt 10 öðmm Islendingum þegar atburðurinn var framinn. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins komu rann- sóknarlögreglumennirnir til landsins í gær og hófust þá handa við að undirbúa yfir- heyrslurnar, sem að öllum lík- indum hefjast í dag. Verða ís- lenskir rannsóknarlögreglu- menn þeim til aðstoðar við rannsóknina. Verður enginn íslendinganna, sem búsettir em víðs vegar um landið, yfir- heyrður án samþykkis. 722 yfirheyrðir Samkvæmt frétt í danska dagblaðinu BT í gær mun eng- inn íslendinganna vera gmnað- ur um verknaðinn. Rannsókn málsins hefur verið umfangs- mikil og hefur lögreglan í Hró- arskeldu yfirheyrt 722 manns vegna árásarinnar en þeir era litlu nær að leysa málið. V ararannsóknar lögreglu- stjórinn í Hróarskeldu, Stens- balle að nafni, vildi í BT í gær ekki uppiýsa að hverju íslend- ingamir yrðu spurðir en sagði þó að þeir hefðu ekki neinn einn grunaðan. Hann sagði að rannsókn árásarinnar væri sér- kennileg að því leyti að enginn virtist vita neitt um málið. Það gerðist ákaflega sjaldan. Fannstilla útleikin og meðvitundarlaus Hin 18 ára Janne Truegaard fannst illa útleikin og meðvit- undarlaus fyrir utan stórmark- að í miðborg Hróarskeldu að- faranótt sunnudagsins 19. mars. Rúmum klukkutíma áður sást til hennar þar sem hún yfirgaf nálægan dansstað í fylgt ljóshærðs manns. A þessum tíma sóttu 19 ís- lendingar námskeið í slátrara- skólanum í Hróarskeldu og hluti þeirra var að skemmta sér á danstaðnum Ritz umrætt kvöld. Voru þeir yfirheyrðir í mars af lögreglu í Hróarskeldu. Ástæða þess að lögreglan vill hafa tal af mönnunum á ný er að hún hefur undir höndum nýjar upplýsingar um málið. Telur lögreglan að ljóshærði Janne Tmegaard maðurinn sé árásarmaðurinn. Honum er lýst sem vöðvastælt- um tvítugum manni og er talinn vera um 1,70 cm á hæð. Hann var með Jjóst stuttklippt hár sem var burstaklippt í vöngum og hnakka. Var hann klæddur í svartar buxur og gráa peysu með grænu og rauðu mynstri. Á batavegi Janne hefur verið meðvit- undarlaus frá því ráðist var á hana og um tíma var talið að hún kæmist aldrei til meðvit- undar á ný. Nú er hún á bata- vegi, en ólíklegt er talið að hún geti borið kennsl á árás- armanninn. Læknir hennar segir sjaldgæft að fórnarlömb svona alvarlegra árása muni nokkuð um verknaðinn. Arnar Sigurmundsson um vaxta- álag fjárfestingarlánasjóða Betur stæð fyrir- tæki leita annað ARNAR Sigurmundsson, formaður samtaka fiskvinnslustöðva, segir að ákveðin hætta sé á því að sumir af fjárfestingarlánasjóðum atvinnulífs- ins séu að verðleggja sig út af mark- aðnum með of háu vaxtaálagi. Hann segir að Fiskveiðasjóður sé að lenda í vissum erfiðleikum því betur stæð fyrirtæki í sjávarútvegi séu farin að leita annað eftir lánsfjármagni. Amar segir að vaxtaálag sjóð- anna, sem nú er 2,3%, raski ró fyrir- tækjanna en sjóðimir ieggi það ofan á lánin vegna þess að oft er um end- urlán á erlendum lánum að ræða. Amar segir að ekki þurfi endilega að leita til útlanda eftir hagstæðari lánum en hjá íslenskum fjárfesting- arlánasjóðunum. Hann segir að e.t.v. beinist nú harðari gagnrýni að Fisk- veiðasjóði en ella vegna þess að sjóð- urinn hefur oftast það góðar trygg- ingar fyrir endurgreiðslum. Meiri líkur á útlánatöpum „Þeir finna fyrir því í Fiskveiða- sjóði að fyrirtækin eru farin að velta þessum málum fyrir sér. Innlendar bankastofnanir era í sömu sporum, því hætta er á því að betur stæð fyrirtæki, hvort sem þau era í sjávar- útvegi eða öðrum atvinnugreinum; leiti annað, á innlendan eða erlendan markað. Áhætta bankastofnananna eykst þar sem meiri líkur eru á út- lánatapi í framtíðinni en ella. Hættan hjá bankastofnununum er sú að bet- ur stæð fyrirtæki leiti út úr hefð- bundnum bankaviðskiptum innan- lands, láta bjóða í sín lán og nái árangri í þessum efnum. En það er náttúralega grandvallaratriði að þessi fyrirtæki standi vel og hafi sýnt góða afkomu og eigið fé. Þetta þýðir það að bankamir verða að leita eftir öðram lántakendum og bjóða þeim lánsfé með jafnvel enn hærri vöxtum því útlánahættan er meiri,“ sagði Arnar. Hann segir að bankarnir geti brugðist við þessu með lækkun út- lánsvaxta eða með því að flokka betur fyrirtækin. „Þetta myndi kannski ekki hjálpa illa stæðum sjáv- arútvegsfyrirtækjum, en kannski miðlungs- og betur stæðum fyrir- tækjum,“ sagði Amar. ■ Hráefnisverð/22 Tekinn á 140 ÖKUMAÐUR bifhjóls var sviptur ökuleyfí í gærkvöldi eftir að hafa verið tekinn á rúmlega tvöföldum leyfilegum hraða á Miklubraut. Hraði bifhjólsins mældist 140 kíló- metrar á klukkustund en vert er að minna á að hámarkshraði á Miklu- braut er 60 km/klst. Ökumenn era sviptir ökuskírteini sínu sé hraði öku- tækja 50 km/klst. framyfir leyfileg- an hámarkshraða. Ný þjónusta Flug- bj örgunar sveitar Fólk flutt út á flugvöll FLUGBJÖRGUNARSVEITIN hefur stofnað Flugfarþegaþjónustuna, sem ætlað er að sjá um að fólk sem er á leið til útlanda komist á þægilegan máta út á Keflavíkurflugvöll. „Við urðum að hugsa upp ein- hveijar nýjar leiðir í fjáröflun, og þessi leið varð fyrir valinu,“ segir Garðar Forberg, sem sér um að koma fyrirtækinu á legg. Þjónustan er með því sniði að far- angurinn er sóttur til farþega kvöld- ið fyrir brottför, eða um morguninn ef brottför er síðdegis. Þá er líka farið með farseðilinn út á flugvöll. Klukkustund áður en Hreyflll sækir farþegana er hringt og látið vita. Þeir eru svo keyrðir út á flugvöll þar sem brottfararspjaldið bíður þeirra og þeir geta gengið beint inn í fríhöfnina. Fyrsti dagurinn sem þessi þjón- usta var í boði var í gær. Þóknunin fyrir þjónustuna er 2.980 krónur og rennur allur ágóði af fyrirtækinu til Flugbjörgunarsveitarinnar. -----♦ ♦ ♦----- Byggingarvísitala Yerðbólgan mælist 2% VÍSITALA byggingarkostnaðar hef- ur hækkað um 0,15% frá síðasta mánuði og launavísitalan um 0,6% samkvæmt útreikningum Hagstofu íslands. Nýja byggingarvísitalan er 204,6 stig og gildir fyrir ágúst. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,4% og undanfarna þijá mánuði um 0,5%, sem jafngildir 2% verð- bólgu á ári. Launavísitalan er 139,6 stig. Samsvarandi launavísitala, sem gild- ir við útreikning greiðslumarks fast- eignaveðlána er 3.052 stig í ágúst. fcinii^- || - - ; ■lLJ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Mótmæltu heræfingu UM þrjátíu hernámsandstæð- ingar lögðu leið sína að Rock- well-ratsjárstöð varnarliðsins á Miðnesheiði í gærkvöldi til að mótmæla heræfingunni sem nú stendur yfir á íslandi. Fólk- ið kom á einkabílum um hálf- níu og stóð við í um klukku- tíma. Mótmælin fóru friðsam- lega fram og höfðu þátttak- endur sig ekki í frammi að öðru leyti en því að minna á nærveru sína. Fór lögreglan til móts við hópinn til að gæta þess að enginn færi inn á svæð- ið við ratsjárstöðina, sem er afgirt, en þurfti engin afskipti að hafa. Segir lögreglan tvö ár síðan hernámsandstæðingar gerðu síðast vart við sig á Keflavíkurflugvelli. Álján tillögur um aðgerðir til að fyrirbyggja greiðsiuvanda heimilanna kynntar Skuldaaðlögun og þak á inn- heimtukostnað SKULDAAÐLÖGUN, stimpilgjald sem tekur mið af lánstíma og nýr gjaldstofn skuldbreytingalána, miðaður við eftirstöðvar láns en ekki upphaflega lánsfjárhæð, eru meðal tillagna í áfangaskýrslu samráðsnefndar um greiðsluvanda heimilanna sem kynnt var á blaða- mannafundi í gær. Lagt er til að heimildir lögmanna til að krefjast innheimtukostnaðar af vanskilaskuldum verði takmark- aðar, að lánastofnanir fjölgi gjald- dögum afborgana, lánstími verði lengdur og lánshlutfall hækkað, auk þess sem upplýsingar til þeirra sem ábyrgjast lán þriðja aðila og þeirra sem hyggja á lántöku verði stórauknar. Samráðsnefndin var sett á fót að ósk Páls Péturssonar félags- málaráðherra á seinasta ári og hefur ráðherra óskað eftir því að nefndin sitji áfram og geri frekari tillögur til lausnar greiðsluvanda heimilanna. Kynnti nefndin sér m.a. nýlegar kannanir Félagsvísindastofnunar og Húsnæðisstofnunar á hús- næðisaðstæðum, skuldum heimila og vanskilum við byggingalána- sjóðina, en þar kom m.a. fram að 1. janúar sl. voru á átjánda þúsund lántakendur í vanskilum við bygg- ingalánasjóðina, með rúma tvo milljarða króna. Þar af voru 10 skuldarar þremur mánuðum á eftir með greiðslur, en á áttunda þúsund með vanskil sem voru þriggja mánaða eða eldri. Einnig höfðu 37% allra svarenda í könnun Fé- lagsvísindastofnunar á aldrinum 25-39 ára lent í vanda með að standa í skilum með venjuleg út- gjöld heimilisins. Lagabreytinga þörf Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði ljóst að margar tillögur nefndarinnar kölluðu á lagabreyt- ingar og unnið yrði að þeim fyrir næsta haust. Ábendingum nefnd- arinnar yrði einnig beint til hlutað- eigandi ráðuneyta og stofnana og hvatti ráðherra m.a. til að störfum nefndar á vegum fjármálaráðu- neytis sem vinnur að tillögum um breytingar á stimpilgjöldum yrði hraðað eftir megni. Páll kvaðst einnig telja mjög mikilvægt að setja þak á inn- heimtukostnað lögmanna og að auðvelt væri að benda á dæmi um „mjög ósanngjarna" gjaldtöku hjá innheimtumönnum. Hann muni fara fram á það við dómsmálaráð- herra að ganga í þessi mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.