Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LÍÚ vill frest á — slegpibúnaðarskyldu THskipnn inn örygRÍsbtinað fiskiskipa á EES (vinnslu Önnur rök, scm LÍÚ tilgreinir í • |jcbsu saníbnndi eru |)au, að nú sé 1 vcrið að vlnna að sctningu tilskipun* ^ nr um samræmdar reglur yin ör- ( VECÍsbÚnað fiskiskina é P.vrMn<jWn Því miður strákar. Samkvæmt EES mega ekki vera meiri möguleikar á að bjargast hér en í hinum aðildarríkjunum... Rök Vegagerðar fyrir nýrri Borgarfjarðarbraut Veðravíti þar sem brautin er nú BIRGIR Guðmundsson, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðarinnar í Borgarnesi, segir að Vegagerðar- menn hafí fullan skilning á sjónar- miðum landeigenda og ábúenda í Reykholtsdalshreppi, sem mótmælt hafa áformum um að Borgarfjarð- arbraut verði lögð á svokallaðri neðri leið, frá Varmalæk að Klepp- járnsreykjum og sagt var frá í Morg- unblaðinu á fimmtudag. Minni hagsmunir verði hins vegar að víkja fyrir meiri og að rök fyrir því að leggja nýja veginn um jarðir Stóra-Kropps og Ásgarðs séu sterk- ari en rök þeirra sem vilja að vegur- inn verði lagður á svipuðum stað og hann er nú Að sögn Birgis voru aðrar veglín- ur skoðaðar nægilega vel til að hægt væri að taka ákvörðun um hvar væri best að leggja veginn og að Skipulag ríkisins hefði ekki gert athugasemd vegna þess. Ef skipu- lagsstjóra hefði þótt eitthvað á skorta viðvíkjandi undirbúningi málsins hefðu hann kallað eftir ýt- arlegri upplýsingum. „Við hönnuð- um þijár leiðir, línu 1 sem Skipuiag ríkisins valdi, og h'nur 2a og 2b. Menn frá Skipulaginu meta öll rök, bæði okkar sem eru á fleiri tugum síðna, landeigenda og annarra og komast að þessari niðurstöðu," seg- ir Birgir.' Lítum ekki framhjá óþægindum af veginum Þá segir hann að Vegagerðar- menn hafi ekki litið framhjá þeim óþægindum sem vegurinn muni valda bændum heldur þvert á móti lagt ýmislegt til til að minnka þau. Sum rök bændanna eigi rétt á sér en það séu bara önnur rök sterkari t.d. bæti vegurinn samgöngur í hér- aðinu og krappar beygjur og brattir vegkaflar heyri sögunni til með til- komu nýja vegarins. Samgönguefnd sveitarfélaga á Vesturlandi hafi auk þess samþykkt veglínuna og það hafi Svæðisskipulagsnefnd hreppa norðan Skarðsheiðar líka gert. „Vegagerðin starfar fyrir hönd al- mennings og verður að gæta hags- muna hans. Vegurinn er ekki til vegarins vegna heldur fyrir notend- ur hans.“ Birgi fínnst Jón Kjartansson, bóndi á Stóra-Kroppi, taka full djúpt í árinni þegar hann talar um að jörð sín verði ónýt ef vegurinn verði lagð- ur á fyrirhugðum stað. „Vegir liggja um bújarðir víða á landinu. Á Hálsi í Kjós er t.d. nýbúið að leggja göng undir þjóðveginn en um hann fara um 2600 farartæki á dag. Það væri hugsanlegt að gera það einnig við Stóra-Kropp en það væri ekki gott til eftirbreytni að byggja göng und- ir veg þar sem ekki fara fleiri bílar um en 300 á dag því Vegagerðin myndi þá gera lítið annað en að byggja undirgöng um allt land.“ Ekki í óþökk íbúa Að sögn Davíð Péturssonar, for- manns Samgöngunefndar sveitar- félaga á Vesturlandi, er veðravíti þar sem vegurinn er nú og að veð- urfarslega sé neðri leiðin hagkvæm- ari. Jóni Kjartanssyni hafi einnig verið boðið að veglínan yrði færð íjær húsum hans en hann hafi ekki svarað því. Af þeim sex jörðum sem veglínan fer urri eru einungis tveir landeig- endur andsnúnir henni. Davíð telur að nýja veglínan sé síður en svo í óþökk íbúa héraðsins. Deila Óðals og Kaffi Reykjavíkur Dómur hafnar lögbanni HERAÐSDOMUR Reykjavíkur stað- festi í gær synjun sýslumannsins í Reykjavík við beiðni Kaffí Reykjavík- ur hf. um að lögbann yrði sett á starf- semi veitingahússins Óðals við Aust- urstræti. Eins og fram hefur komið töldu eigendur Kaffi Reykjavíkur að rekst- ur veitingahússins stangaðist á við ákvæði í kaupsamningi þeirra og Vals Magnússonar, stofnanda Kaffi Reykjavíkur, en þar var kveðið á um að Valur mætti ekki hefja starfsemi kaffihúss eða rekstur með svipuðu sniði og Kaffi Reykjavík næstu 3 ár. Málið byggðist á því að Valur stæði að stofnun og rekstri Óðals. Því var mótmælt af hálfu Vals enda væri sonur hans, Magnús Freyr, eigandi staðarins og veitingamaður. Eftir að sýslumaður hafði hafnað að leggja lögbann á starfsemina var synjunin kærð til Héraðsdóms, sem staðfesti hana í gær. í niðurstöðum Guðjóns St. Marteinssonar héraðs- dómaia segir m.a. að hvorki Valur Magnússon né Penson hf, sem áttu aðild að kaupsamningnum standi að rekstri Veitingahússins Óðals og geti tengsl feðganna Vals og Magn- úsar Freys ekki leitt til þess að rekst- ur sem Magnús standi að verði talinn bjóta í bága við samkomulagið jafn- vel þótt í ljós komi að Valur hafi lánað syni sínum fjármuni eða að- stoðað hann með ráðgjöf. Islenskir dýrlingar Rit um dýrlinga- átrúnað á Islandi í fjögur hundruð ár Margaret Cormack argaret Cormack er bandarískur miðaldafræðingur sem hefur nýlega birt bók sem er að grunni til dokt- orsritgerð um íslenska dýrlinga og dýrkun þeirra frá kristnitökunni til ársins 1400. Margaret hefur lengi haft áhuga á íslandi og íslenskum fræðum eða allt frá því að hún komst í kynni við íslensku í Har- vard-háskóla þar sem Ein- ar Haugen var kennari hennar. Segist hún fyrst hafa lært forníslensku af Einari en síðan hafí hún komið hingað til lands fyrir um sextán árum að nema málið betur. „Ég var svo heppin að mér var komið fyrir í sveit á Vorsabæ á Skeiðum en húsfreyjan þar var afskaplega dugleg við að kenna mér málið. Hún hlýddi mér yfir málfræðina á meðan hún sat að hannyrðum. Hún bannaði líka krökkunum á bænum að tala við mig ensku þannig að ég varð að tala íslensku. Þessi kona var góður íslenskukennari og bjó mig vel undir nám við Háskóla íslands um haustið.“ - En hvernig fékkstu áhuga á ÍSlenskum dýrlingum? „Það var prófessor Peter Fo- ote sem benti mér á að skrifa um þetta efni. Hann vildi reynd- ar að ég skrifaði sérstaklega um Þorlák Þórhallsson helga en ég vildi frekar skrifa yfirlitsritgerð um dýrlinga og dýrlingaátrúnað á íslandi. Eg ætlaði raunar fyrst í stað að skrifa um Snorra-Eddu og goðsagnir. Það rann hins veg- ar fljótlega upp fyrir mér að þessar sögur voru allar skrifaðar af kristnum mönnum og því gæti verið sniðugt að skoða hversu kristnir íslendingar hefðu í raun verið á þessum tíma og hvað það þýddi að vera kristinn.“ - Hver var niðurstaðan? „Helsta niðurstaðan var sú að dýrlingaátrúnaður íslendinga var í megindráttum sambærileg- ur við það sem gerðist annars staðar í Evrópu. Menn hafa oft velt því fyrir sér hvort írsk áhrif hefðu ekki verið mikil í þessum efnum en svo reyndist ekki vera.“ - Hafði heiðinn siður engin áhrif þar á? „Nei, svo virðist sem hann hafi ekki haft nein veruleg áhrif. Líklega var heiðnin heldur ekki tíðkuð mjög af íslendingum eftir kristnitökuna. Það er auðvitað erfítt að full- yrða um þetta vegna skorts á heimildum en mikill hluti þjóðarinn- ar hlýtur að hafa verið kristinn áður en siðurinn var lög- tekinn hér árið 999 eða 1000, annars hefði þetta aldrei gengið svona vel fyrir sig.“ - Bókin þín er fyrst og fremst uppflettirit? „Þetta er uppsláttarrit sem skýrir frá heimildum um tignun dýrlinga á íslandi um fjögur hundruð ára skeið og hvernig hægt er að nota þær. Þarna er öllu safnað saman sem vitað er um dýrkun dýrlinga á Islandi á þessum tíma. í bókinni er m.a. skrá yfír kirkjur sem reistar voru hér á landi á þessum tíma og helgaðar dýrlingum. Þetta eru ►MARGARET Cormack er fædd í Suður-Afríku árið 1952 en hefur búið í Bandaríkjunum frá fjögurra ára aldri. Hún lauk BA-prófi frá Harvard- háskóla . í samanburðarmál- fræði 1974. Hún kenndi ensku í Þýskalandi í eitt ár eftir próf- ið en fór svo til Skotlands þar sem hún náði sér í gráðu frá háskólanum í Saint Andrews. Doktorsprófi lauk hún frá Yale-háskóla 1983 með ritgerð um dýrlinga á Islandi. Margar- et kenndi ensku við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja vetur- inn 1985-1986. Hún var við rannsóknarstörf við The Ukra- inian Research Institute við Harvard-háskóla í fimm ár en síðastliðin fimm ár hefur hún kennt við Smith-háskóla í Massachusetts. í haust mun hún svo hefja kennslu í College of Charleston í Suður-Karól- ínu. Margaret hefur m.a. hlotið styrki frá Fullbright-stofnun- inni og Vísindasjóði. um 400 kirkjur. Ég skoða þessar heimildir gaumgæfilega í bók- inni og reyni að átta mig á eðli íslensks dýrlingaátrúnaðar. Einnig er fjallað um það á hvern hátt íslendingar vegsömuðu dýrlinga sína en þeir virðast ekki hafa borið sig að á annan hátt en tíðkaðist annars staðar í Evr- ópu. íslendingar skáru sig þó úr á einn hátt. Það kom í ljós að þótt dýrlingar væru alls staðar svip- aðir að gerð þá eru illar vættir mismunandi eftir löndum. Og hvað þetta varðar eru tröllin séríslenskt fyr- irbæri." - Islendingar eignuðust sinn fyrsta dýrling seint? „u <*, u. tólftu öld var ísland eina landið í Norður-Evrópu sem ekki átti sinn eigin dýrling, jafn- vel Orkneyingar áttu sér sína eigin dýrlinga. Þetta hlýtur að hafa verið afskaplega pínlegt fyrir íslendinga. Það er ekki fyrr en Þorlákur kemur til sögunnar sem íslendingar eignast sinn eig- in dýrling. Og það er mjög merki- legt að um leið og leyfi hafði verið veitt til að heita á Þorlák þá dreifðist dýrkun hans mjög hratt út um iandið. Fólk hefur sennilega verið mjög fegið því að hafa eignast sinn eigin dýrl- ing.“ Lærði ís- lensku af hús- freyjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.