Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 17 ERLENT London. The Daily Telegraph. Var Kobbi kviðrista bandarískur læknir? ÞVI er haldið fram í nýrri bók, að Kobbi kviðrista hafi í raun verið bandarískur hómópati og skurð- læknir að nafni Francis Tumblety. Byggja höfundar bókarinnar, lög- reglumennirnir Stewart Evans og Paul Gainey, kenningu sína á áður óbirtu bréfi, sem John Littlechild lögregluforingi og yfirmaður sér- deildar Scotland Yard skrifaði árið 1913. í bréfinu segir, að Tumblety hafi verið grunaður um að hafa myrt fjórar vændiskonur í East End í London árið 1888 en hann var hand- tekinn eftir síðasta morðið þegar kona, sem hann leigði hjá, fann blóðbietti á skyrtunni hans. Var hann ákærður fyrir kynferðisafbrot en látinn laus gegn tryggingu. Hataði konur Tumblety flýði til Ameríku áður en málið var tekið fyrir og Scot- land Yard tókst ekki að hafa uppi á honum eftir það. Manndrápunum í London linnti en skömmu síðar voru framin nokkur morð í Nic- aragua og Jamaica, sem þóttu minna á Lundúnamorðin. Við rannsóknir sínar í Bandaríkjunum komst Gainey að því, að Tumb- lety, sem hafði ætlað sér að setja upp hómópatastofu í Englandi, hafði átt nokkurt safn af krukkum, sem allar innihéldu leg úr konu. Gainey komst einnig að því, að Tumblety hefði fyllst hatri út í konur þegar hann uppgötvaði, að kona hans var farin að vinna á' vændishúsi. Segir hann einnig, að eina áreiðanlega lýsingin á Kobba kviðristu eigi við Tumblety. Klúðrið falið? „Sá mikli áhugi, sem alltaf hefur verið á gátunni um Kobba kvið- ristu, hefur nærst á þeirri von, að einhvers staðar fyrirfyndist gulnað blað, sem gæti varpað nýju ljósi á þessa atburði ársins 1888. Little- child-bréfið gerir einmitt það,“ seg- ir Gainey. „Að frátalinni beinni játningu kemst það næst því að upplýsa málið. Það sýnir, að lög- reglan var nær því að leysa það en nokkurn grunaði og hugsanlega var þagað um það til að fela hvern- ig því var klúðrað." í bókinni, sem heitir „Leigjand- inn“ og kemur út í næsta mánuði, segir, að bréf Littlechilds hafí verið sent blaðamanni að nafni George R. Sims og síðan verið selt uppboðs- fyrirtækinu Sotheby’s. Eftir það safnaði það ryki í fornbókaverslun í 40 ár en var þá selt konu nokk- urri og bóksala í London. Hún átt- aði sig á mikilvægi þess og í febr- úar 1993 hafði hún samband við Stewart Evans. Leigiihúsnæðis- hneykslið í París Mál Juppe rannsakað París. Reuter. DEILD innan franska dómsmála- ráðuneytisins, sem fer með spill- ingarmál, hefur hafið rannsókn á ákvörðun Alains Juppes, forsætis- ráðherra Frakklands, um að lækka leigu á leiguíbúð í eigu Parísar- borgar, sem hann hafði útvegað syni sínum. Að sögn embættis- manna takmarkast vald deildar- innar við álitsgjöf og er óvíst hvort niðurstaða rannsóknarinnar muni leiða til formlegrar rannsóknar. Hennar er að vænta undir lok sept- embermánaðar. í síðustu viku lýsti saksóknari ríkisins því yfir að Juppe yrði ekki sóttur til saka vegna þessa máls, þar sem að ekki væri hægt að sýna fram á að hann hefði sjálfur hagnast á því. Hann mun taka ákvörðun um hvort af málssókn verður þegar honum berast niður- stöður rannsóknar dómsmálaráðu- neytisins. Margir með lága leigu Mál Juppe er hluti af enn stærra máli sem hefur komið ríkisstjórn hans afar illa. í ljós hefur komið að fjölmargir stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk og listamenn fengu íbúðir í eigu Parísarborgar á leigu á lágu verði í borgarstjóratíð Jacques Chiracs forseta. Hjálpaði fjölskyldunni Juppe hefur viðurkennt að þeg- ar hann var embættismaður hjá borginni fékk hann íbúð í einu af bestu hverfum borgarinnar á leigu, sem hann býr enn í. Þá hefur hann ekki neitað fréttum um að hann hafi útvegað börnum sínum, fyrrverandi eiginkonu og hálf-bróður sínum ódýrum leigu- íbúðum. Neitar hann því að hafa gert nokkuð rangt og lagasérfræð- ingar hafa komist að þeirri niður- stöðu að hann hafi ekki brotið nein lög. Þó eru uppi efasemdir um hvort að sú ákvörðun hans að lækka leigu á íbúð, sem sonur hans bjó í, um 1000 franka, um 13.000 kr., standist lög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.