Morgunblaðið - 23.07.1995, Page 3

Morgunblaðið - 23.07.1995, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 B 3 BROS ER GOTT í HEITU LOFTSLAGI ANDREA Sompit Siengboon ó skrifstofunni sinni á Tryggingastof nun rikisins Bros er bara bros en ekki merki ANDREA Somgit Siengboon tælenskur Islendingur. Hún hefur búið hér í átta og hálft ár og náð góðum tökum á íslenskunni. Hún er með kenn- aramenntun frá Tælandi sem hefur nýst henni vel hér á Iandi. Hún vinnur nú á Trygginga- stofnun en starfaði áður í efna- laug og í versluninni Mikla- garði. Andrea stundar líka nokkur aukastörf. Hún kennir tælensk- um börnum móðurmál sitt í miðstöð Nýbúa. Hún kennir þeim að tala, lesa og skrifa og líka um asiska menningu. Það hefur sýnt sig að móðurmáls- kennslan bætir námsárangur þeirra í grunnskólanum. Þau öðlast meira sjálfstraust og þeg- ar þau heimsækja Tæland líður þeim ekki eins og útlendingum og geta talað við afa sinn og ömmu. A Tælandi er líka annað letur, skylt kínverku táknunum. Tungumálið heitir Thaí. Miðstöð Nýbúa starfrækir túlkaþjónustu og Andrea starf- ar þar. Hún er túlkur og túlkar til dæmis á spítölum milli lækna og tælenskra sjúklinga. Hún túlkar jafnframt fyrir Félags- málastofnun. Andrea kennir tælenska matargerð á nám- skeiðum í Tómstundaskólanum. Hún þýðir líka bréf. Hún kvart- ar ekki yfir aðgerðaleysi. islendingar eru með fimar tær Andrea segir að það hafi ver- ið erfitt að koma úr tælenskum menningarheimi og fara inn í íslenskan. Hugsun og hátterni fólksins byggir á ólíkum hefð- um. Það má til dæmis ekki kyssa konur á kinnina og fólki er ekki heilsað með handabandi heldur með því að leggja lófana saman og hneigja sig. Það er mikill ósiður að snerta hárið á öðrum, meira segja á foreldrum sínum. Höfuðið er nefnilega heilagasti hluti líkamans og það væri virð- ingarleysi að snerta það. Andrea hefur tekið eftir því að íslendingar nota mikið fæt- urna til að gera ólíklegustu hluti, eins og að benda, slökkva á sjónvarpi, opna skúffur eða loka hurðum. Það þekktist ekki í Tælandi. Þannig getur munur- inn birst á skemmtilegan hátt. Tælendingar eru lengi við kvöldverðarborðið, að minnsta kosti klukkutíma. Það er venjan að borða rólega og segja fátt. Hitinn leikur þar stórt hlutverk. Loftslagið er heitt og Andrea telur það hafa mikil áhrif á hegðun fólks og skapferli. Ró- legheitin skapast vegna hitans. Þar veldur æsingur óbærilegri Iíðan. Hann ofhitar líkamann. Reiði er heit tilfinning og veldur vanlíðan í heitu loftslagi. Bros hefur ekki ofhitun í för með sér. Þess vegna brosa Asíubúar mikið. Hið góða skap Asíubúa er líka sprottið af hitanum. Þeim er eðlislægt að vera í góðu skapi. Andrea staðfestir að í Tæ- landi sé karlmaðurinn húsbónd- inn á heimilinu og látið sé eins og hann hafi alltaf rétt fyrir sér. Hann ráði og konan þjóni. Konan hugsar um heimilið, börnin og karlinn. Staða kon- unnar núna er fremur slæm. Þær eru farnar að vinna úti og kemur það sem viðbót við allt hitt. Hún vonar að þetta muni breytast eins og það hefur gert á íslandi. Hún hafði því ekki mikinn áhuga á að giftast í Tælandi. Andrea telur að þjóðir sem búi við kalt loftslag geri íbúana þunga á brún. íslendingar hafi þykkari skel en Asíubúar, sem taki dálítinn tíma að komast í gegnum. Islenska þjóðin er dug- leg og hörð af sér að hennar mati. Tælendingum og öðrum Asíubúum sem hún þekkir líkar vel að búa hérna. Þeir eru ánægðir og myndu að öðrum kosti ekki búa hérna. Vanda- málin sem þeir glíma við eru ekkert öðruvísi en gengur og gerist. Þau eru um fjölskyld- una, fjármál og atvinnu. En almennt líður þeim vel. Andrea hefur sjálf ferðast víða og Island er landið sem hún hefur valið. Hér er rólegra andrúmsloft en víða annars staðar á Vesturlöndum, fá- mennara og gott sljórnarfar. Engir hermenn sem arka um göturnar með rifla á öxlinni. Hér er ekki hætta á stríði. Andrea telur að fslendingar misskilji stundum Asíubúana. Ef tælensk stúlka brosir á veit- ingahúsi þá heldur íslenskur karlmaður að henni lítist vel á hann og langi jafnvel til að sofa hjá honum. Það er mikill mis- skiIningur.Bros þeirra þarf ekki að merkja neitt, það er bara bros. Ef það táknar eitthvað, þá er það vingjarnleiki og frið- ur. Annað sem Asíubúar eins og Tælendingar eru aldir upp við er að hjálpa án þess að óska eftir að fá hjálpina endur- goldna. Það er ekkert óeðlilegt við nágranna sem bankar á dyrnar og segir: „Eg eldaði of mikinn mat. Við getum ómögu- lega klárað hann. Það væri gott ef þú gætir þegið hann.“ Tæ- lendingar eru opnir og frjálsir í fasi. Andrea telur að Asíubúar geti lært af íslendingum og íslendingar af Asíubúum. Það þarf ekkert til þess nema viya. Andrea er búddhatrúar eins og flestir Tælendingar. Hún starfar í tíu manna hópi sem ætlar að stofna hið Búddhíska félag Taílands og íslands. Fé- lagið hélt nýlega Búddhatrúar- hátíð, eða 15. júlí síðastliðinn. hjálpa þeim. í Menntaskólanum við Hamrahlíð er til dæmis stuðn- ingshópur nemenda af erlendum uppruna og í Upplýsinga- og menningarmiðstöð Nýbúa, Faxa- feni 12 Reykjavík, hafa verið starfrækt.ir vinahópar með góðum árangri. Enginn veit I jölda útlendinga meö fasta búsetu á íslandi Suðaustur-Asíubúar skera sig úr vegna hörundslitar og skásettra augna. Fjöldi þeirra undir lok níunda áratugsins á ís- landi fór því ekki fram- hjá fólki. Fjöldi fólks hér frá Evrópulöndum er hins vegar ekki eins áberandi. Fjöldi As- íubúa skýrist meðal annars af því að ætt- ingjar aðfluttra fá hér dvalarleyfi sem ferðamenn. Þeir endurnýja leyfið reglulega og eru ekki taldir með í íbúaskrá Hag- stofunnar. Asíubúar eru af þess- um sökum vantaldir á landinu og í raun veit enginn hvað þeir eru margir. Hagstofan skráir þá sem hafa lögheimili á landinu en ekki langtímaferðamenn. íslenskan ríkisborgararétt geta þeir fengið sem hafa búið hér í 10 ár með lögheimili í 5 ár. Kaupmátturinn er meiri á Is- landi heldur en í löndum eins og Tælandi, Filippseyjum og Víet- nam. Hann er líka ein af ástæðum veru SA-Asíubúa hér. Atvinnu- tækifæri þeirra eru flest í fisk- vinnslu en margir Asíubúar starfa líka á ýmsum dvalar- stofnunum, á sjúkra- húsum, hótelum og veit- ingahúsum. Straumur SA- Asíubúa lá lengi til Bandaríkjanna, sem var fyrirheitna landið. ís- land er öðruvísi og As- íubúar sem kjósa það sem nýtt föðurland hljóta að gera það vegna þess að þeir sjá framtíð sína bjartasta hér. ÁI lútta íslendingar hafa tekið á móti víetnömsku flóttafólki í þremur hópum. Fyrst kom 34 manna hóp- Suðaustur Asíubúar verða senni- lega fjöl- mennasti hópur að- fluttra á íslandi. ur árið 1979. í þeim hópi voru Suður-Víetnamar, margir af kín- verskum ættum, sem höfðu hrak- ist undan ofsóknum kommúnista. En eins og kunnugt er tóku kommúnistar völdin í sameinuðu Suður-og Norður-Víetnam. Það gerðist eftir ósigur Bandaríkja- manna í Víetnamstríðinu og fall Saigonstjórnarinnar í apríl 1975. 30 Víetnamar komu til íslands árið 1990 og jafnmargir 1991. I þessum tveimur liópum voru að mestu Norður-Víetnamar, sem höfðu flúið bág lífskjör í heima- landi sínu; atvinnuleysi og hungur. Auk þeirra hafa 57 aðstand- endur flóttamanna komið hingað til lands á vegum svokallaðrar áætlunar um sameiningu fjöl- skyldna. Rauði kross íslands skipulegg- ur komu flóttafólks í umboði ríkis- stjórnarinnar. „Kjarninn í því starfi er að veita flóttamönnum sem hingað koma leiðsögn inn í þjóðfélagið í eitt ár,“ segir Hólm- fríður Gísladóttir, deildarstjóri félagsmála hjá Rauða krossinum. „Þeim er boðið upp á íslensku- kennslu og kennt að vera vakandi fyrir réttindum sínum og skyldum í þjóðfélaginu. Þá höfum við reynt að vera flóttafólkinu sem fjöl- skylda og veitt þeim öryggi og aðstoð ef þörf krefur,“ segir Hólmfríður. Víetnamarnir, sem komu hing- að, byijuðu í störfum sem krefj- ast ekki mikillar íslenskukunn- áttu. „Sumir hafa fengið ný at- vinnutækifæri þegar þeir hafa náð tökum á tungumálinu en það gildir ekki um alla. Aðrir _____ hafa farið út í sjálfstæð- an atvinnurekstur,“ segir Hólmfríður. Hún hvetur Islendinga til að tala íslensku við aðflutta Asíubúa og reyndar alla útlendinga sem flytja til landsins. „Þannig bjóðum við þá velkomna og hjálpum ____________ þeim um leið að aðlagast þjóðfélagi okkar.“ Hvaó er aólögun? Kristín Njálsdóttir er forstöðu- maður menningarmiðstöðvar Nýbúa. Hún spyr „Hvað er aðlög- un?“ Það er ekki að breyta sér alveg. Það er röng tegund af að- lögun. Hún er að halda sínum einkennum og finna jafnvægi milli tveggja menninga. Umburð- arlyndið er heillavænlegast til að aðlögun nýrra íslendinga heppn- ist sem best. íslendingar þurfa að venjast því að stór hópur manna tali bjagaða íslensku. Eng- lendingar eru alvanir að heyra sérkennilegan enskufrainburð og samkvæmt könnun tekur það _________ þijár kynslóðir Asíu- fólks að verða fulln- uma í ensku. Asíubúarnir á íslandi eru viðkvæmur hópur, auðsæranlegur og auð- velt að koma honum í uppnám. Því er nauð- synlegt að sýna nær- færni. Kristín segir að _____ við getum lært mikið af þeim; gestrisni og listina að gleðjast, skipulagningu og hagsýni. Suðaustur-Asíubúar verða sennilega fjölmennasti hóp- ur aðfluttra á íslandi. Þeir og við þurfum að klífa örðugasta hjallann sem er tungumálið. Ef það heppn- ast, hverfur hættan á einangrun. Fjöldi Asíubúa skýrist meðal annars af þvl að ættingjar aðfluttra fá hér dvalar- leyfi sem ferðamenn. AGFA háskerpu Þátttökuseðlar fást á öllum útsölustöðum AGFA. Skilafrestur á myndum og seðlum (ein mynd með hverjum seðli) er til 31. ágúst 1995. öllum þátttökuseðlum skal skilað til Heimilistækja hf. Sætúni 8, 105 Reykjavík, merkt „Sumargleði". 75 verðlaunahafar fá AGFA myndavélasett með rafhlöðum og filmu 3- verúlaun 75 verðlaunahafar fá stóra tösku með Lego System Freestyle™ kubbum mur á þœrl Leitað er eftir skemmtilegustu Ijósmynd sumarsins! Dómnefnd skipuð aðilum frá AGFA 1. verðiaun °9 LEGO velja bestu Helgardvöl í Legoland garðinum myndimar. (Fyrir tvo fullorðna og tvö börn) AGFA ^ DREIFINGARAÐILAR: HEIMILISTÆKI HF. • SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500 OG O. JOHNSON & KAABER • SÆTÚNI 8 • SÍMI 562 4000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.