Morgunblaðið - 28.07.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.07.1995, Qupperneq 1
56 SÍÐUR B/C 169. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Flóttamönnum Sar^jevo. Reuter. Flak Komsomolets Ottast spreng- ingn Kaupmannahöfn. The Daily TelegTaph. NORSK stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þegar í stað yrði hafin rann- sókn á þeim staðhæfingum Rússa að hætta væri á því að kjarnorku- tundurskeyti um borð í rússneska kafbátnum Komsomolets gætu sprungið. „Við höfum farið þess á leit við ráðuneyti vamar- og umhverfismála svo og stofnanir kjarnorkumála að meta hættuna," sagði talsmaður ut- anríkisráðuneytisins. Komsomolets sökk suður af Bjarnarey í apríl 1989 eftir að eldur kom upp í kjarnakljúfi skipsins. Auk hefðbundinna tundurskeyta voru í vopnabúri kafbátsins tvö kjarnorku- tundurskeyti. Samkvæmt heimildum Norðmanna laskaðist annað tundur- skeytið er kafbáturinn sökk. Norskir sérfræðingar segja að lítil hætta sé á ferðum jafnvel þótt tund- urskeytið spryngi vegna mikils dýpis. ♦ ♦ ♦--- A Ihaldsmenn töpuðu BRESKI íhaldsflokkurinn tapaði þingsæti í aukakosningum í Little- borough og Saddleworth í gær. Frjálslyndir demókratar unnu þingsætið með 38% atkvæða en frambjóðandi Verkamannaflokks- ins lenti í öðru sæti með 34%. Ihald- flokkurinn varð að láta sér nægja þriðja sætið með 24%. Ríkisstjórn Johns Majors hefur nú einungis níu þingsæta meirihluta. Japanskeisari í Hiroshima AKIHITO, keisari í Japan, og Michiko keisarafrú leggja blóm að minnismerki í Friðar- og minningagarðinum í Hiroshima í gær, í minningu fórnarlamba fyrstu kjarnorkusprengingarinn- ar í heiminum, 6. ágúst 1945. Keisarahjónin heimsóttu Naga- saki á miðvikudag. FRIÐ ARGÆ SLU S VEITIR Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) fylgdu í gær múslimskum flóttamönnum brott frá griðasvæðinu í bænum Zepa, sem fallinn er í hendur Bosníu- Serbum. Einnig var greint frá því að í hinum enda Bosníu, við landa- mæri Króatíu, væri hópur serb- neskra flóttamanna á flótta undan átökum. Samkvæmt heimildum úr her Bosníu-Serba hafa Bosníu-Króatar, sem eru á bandi múslima, sótt fram á víglínunni milli Tomislavgrad og Gravoho í suðvesturhluta Bosníu og var sagt að þúsundir Bosníu- Serba hefðu yfirgefið heimili sín og haldið norður á bóginn. Hart er barist allt í kringum griðasvæðið í Bihac vestast í Bosníu. Leiðtogar serbneskra uppreisn- armanna í Knin, sem er í Krajina héraði í Króatíu, hafa látið safna liði til að bregðast við sókn Bosníu- Króata. Tillögur Rússa Borís Jeltsín, forseti Rússlands, lagði í gær fram nýjar friðartillögur til að leysa ágreininginn í Bosníu. Rússneska fréttastofan Interfax hafði eftir Igori ívanov aðstoðarut- anríkisráðherra að í tillögum Jelts- íns væri gert ráð fyrir því að beinar viðræður yrðu haldnar milli Bosníu- Serba og stjórnvalda í Sarajevo og viðskiptaþvingunum SÞ á Serbíu yrði aflétt gegn því að Serbar viður- kenndu sjálfstæði Bosníu. Olíklegt er talið að þessi hugmynd fái stuðn- ing Vesturlanda. „Þetta virðist ekki mjög raunsætt," var haft eftir breskum stjórnarerindreka um til- löguna. Bill Clinton Bandaríkjaforseti skoraði í gær á SÞ að standa við skuldbindingar sínar um að styðja harðari loftárásir í Bosníu. Ella yrðu bandamenn að breyta stefnu sinni. ■ Afnám vopnasöIubanns/17 Skaftá í ham SKAFTÁ var sem heljarfljót yfir að líta í gær, en þá náði hlaupið í henni hámarki. Áin bar ógnar- magn af jarðvegi og eðju með sér, m.a. efnið úr um 200 metra löngum vegarkafla. Hér steypist beljandinn niður eftir farvegi Eldvatns, en það vill heimamönn- um til happs, að hlaup úr Skaft- árjökli dreifist í nokkra farvegi. Hlaupið í Hverfisfljóti náði líka hámarki í gær. Að þessu sinni kom hlaupið úr eystri sigkatli jökulsins, en hlaupið í fyrra, sem var mun minna, kom úr vestri katlinum. Gert er ráð fyrir að rennsli ánna verði komið í eðli- legt horf eftir þrjá til fjóra daga. ■ Eitt stærsta hlaup/6 Reuter Rannsókn miðar hægt París. Reuter. SKIPTIBORÐ lögreglunnar í París var sem logandi í gær eftir að heitið hafði verið um 13 milljónum kr. í verðlaun hveijum þeim, sem gætu gefið upplýsingar um þá sem stóðu að hryðjuverkinu í neðan- jarðarlestinni sl. þriðjudag. Að sögn lögreglunnar miðar þó rann- sókninni enn hægt en talið er víst, að sprengiefninu hafi verið komið fyrir í gaskút. Mikilvægasta vísbendingin til þessa er frá lögreglumanni sem ekki var á vakt er var um borð í lestinni. Hann hefur gefið lögregl- unni lýsingu á tveimur aröbum er höguðu sér grunsamlega og fóru úr lestinni á stöðinni á undan Saint- Michel, þar sem sprengjan sprakk. Annað vitni segist hafa séð mann, sem líktist Norður-Afríkubúa, fara úr lestinni á Chatelet-les Halles- stöðinni rétt áður en sprengjan sprakk og gefa klúrt merki, sem virtist beint að farþegunum. Háttsettur maður innan lögregl- unnar sagði að enn væri þó of snemmt að draga einhverjar álykt- anir. Allar ábendingar eru kannaðar þótt yfirleitt sé ekki búist við mikl- um árangri en menn minnast þess, að það voru ríkuleg verðlaun, sem áttu mestan þátt í því, að hryðju- verkahópurinn Action Directe var upprættur 1987. „Hveijir?" var aðalfyrirsögnin á forsíðu dagblaðsins Le Parisien í gær en við spurningunni um það hveijir myrtu sjö manns og slösuðu áttatíu hafa engin svör fengist enn. Enn er mest rætt um alsírska öfga- menn eða Bosníu-Serba en talsmað- ur þeirra síðarnefndu vísaði slíkum vangaveltum á bug í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.