Morgunblaðið - 28.07.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.07.1995, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ -■ FRÉTTIR Sýnið sauð- kindinni sóma ALLIR hafa sína skoðun á sauðkindinni. Menn segja hana hafa eytt gróðri en aðrir halda því fram að hófleg beit sé grónu landi nauðsynleg. Svo deila menn um fjölda sauðfjár í land- inu, verðmyndun lambakjöts og flest annað sem skepnunni við- kemur. Hins vegar eru flestir sólgnir í lambakjöt og eflaust eru margir til að fullyrða að íslenskt lambakjöt sé það besta í heimi, hvort sem samanburður sé fyrir hendi eða ekki. Hvað sem því líður getur maður vænst þess að sjá stöku kind með lömbin sín út um allt land, jafnvel á örfoka melum hálend- isins. A okkar strjálbýla landi fara hagsmunir ökuþóra og sauðkindarinnar ekki alltaf saman. I sumum tilfellum eru beitarlönd afgirt og hafa menn þá litlar áhyggjur af ferðum fénaðar en í öðrum tilfellum verða menn að sýna sauðkind- inni og afkvæmum hennar þá tillitssemi sem hún á skilið. List- hneigður bóndi á Barðaströnd- inni málaði þetta skilti til að minna ökuþóra á að þeir eru ekki einir í heiminum. Morgunblaðið/Albert Jónasson Ný reglugerð um lyf tekur gildi um mánaðamótin Einstök lyf lækk- uð um allt að 24% Bændur nýta slæjur í Borgarfirði NOKKRIR bændur í Hrútafírði hafa fengið leyfi yfirdýralækn- is til að nýta slæjur á tveimur túnspildum í Borgarfirði. Sig- urður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, segir að leyfíð hafi verið gefið því landið hafí verið vel girt, friðað fyrir fjárbeit og ekki hafi verið notaður hús- dýraáburður. Leyfi þarf til að flytja hey á milli vamarhólfa vegna hættu á að smitsjúk- dómar berist á milli landsvæða. Sigurður sagði að snjó- þyngsli og kuldi hefðu þær afleiðingar að margir bændur gætu átt í erfíðleikum með að afla heyja fyrir veturinn. „Menn hafa verið að bíða í lengstu lög í voninni um hlý- indi og vætu og kannski er ekki öll nótt úti enn með það. En auðvitað er betra að hafa fyrirhyggju og afla sér heyja áður en komið er fram á vet- ur. Á sumrin er miklu auðveld- ara með alla flutninga og meiri möguleiki að fínna hættulausa staði vegna smitsjúkdóma," sagði hann í því sambandi. NÝ REGLUGERÐ um greiðsluþátt- töku Tryggingastofnunar í lyfja- kostnaði, sem tekur gildi 1. ágúst, hefur þegar haft þær afleiðingar að verð á einstökum lyfjum hefur lækkað um allt að 24% undanfarnar vikur, að því er fram kemur í frétt frá Tryggingastofnun. Reglugerðin felur í sér að tekið verður upp viðmiðunarverð lyfja sem eiga sér samsvarandi sam- heitalyf. Þátttaka sjúkratrygginga í lyfjakostnaði verður óbreytt fyrir þau samheitalyf sem eru á eða undir viðmiðunarverðinu. Ef dýrara ljrf er valið greiðir sjúklingur mis- muninn. Viðmiðunarverðið miðast við smásöluverð ódýrasta samsvarandi lyfs að viðbættum 5%. Reynsla ann- arra þjóða, sem tekið hafa upp þetta kerfi, sýnir að verð dýrari samheita- lyfja lækkar fljótlega niður í viðmið- unarverð, að því er fram kemur í tilkynningunni. Talsverður verðmunur hefur ver- ið á einstökum samheitalyfjum hér- lendis en hann hefur farið ört minnkandi undanfarið. Sem dæmi má nefna að algengt geðlyf hefur lækkað úr 19.728 kr. í apríl í 15.409 kr. og hefur því lækkað í verði um tæp 24%. Sú verðlækkun, sem þeg- ar hefur orðið á samheitalyfjum, þýðir yfir 50 milljóna króna lækkun á lyfjareikningi landsmanna miðað við notkun þessara lyfja í fyrra. Skylt að kynna ódýrari samheitalyf Fram kemur að lyfjafræðingum sé skylt að kynna sjúklingum þann möguleika að velja ódýrara sam- heitalyf ef það er fyrir hendi og verðmunurinn er meiri en 5%. Vilji læknir ekki;að lyfjafræðingur breyti ávísuðu lyfí í ódýrara samheitalyf verður hann að rita R með hring utan um fyrir aftan heiti lyfsins á lyfseðlinum. Sjúklingar eiga kost á að velja ódýrari Iyf Sjúklingur með R-merktan lyf- seðil, sem gefinn var út fyrir 1. júlí 1995, getur beðið lækni um nýjan lyfseðil og fengið þannig tækifæri til að velja ódýrara lyf. Lyfjafræðingur getur einnig hringt í lækni og fengið leyfí til að breyta R-merktum lyfseðli þannig að sjúkl- ingur eigi kost á að velja ódýrara lyf. Stuðningsmenn Margrétar Frímannsdóttur skila framboði hennar til formennsku „Flokksmönnum fjölg- ar sé þeim treyst fyrir verkefnum“ SJÖ stuðningsmenn Margrétar Frí- mannsdóttur þingmanns afhentu í gærmorgun Sigríði Jóhannesdóttur, formanni framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins, framboð Mar- grétar til formennsku í flokknum, einni stundu áður en framboðsfrest- ur rann út. Tveir skiluðu framboðum í for- mannskjörið, Margrét og Stein- grímur J. Sigfússon. Atkvæða- greiðsla fer fram bréflega dagana 29. september til 13. október. Eng- inn skilaði aftur á móti framboði til varaformanns og hefur fram- boðsfrestur verið lengdur um tvær vikur til hádegis þann 10. ágúst. Táknrænt fyrir ný vinnubrögð Listi með nöfnum 99 meðmæl-- enda úr flestum kjördæmum var lagður fram með framboðstilkynn- ingunni. Birna Bjarnadóttir, bæjar- fulltrúi í Kópavogi og forsvarsmað- ur stuðningsmanna Margrétar, sagði í samtali við Morgunblaðið að um 60 manns á listanum væru úr Reykjavík og af Reykjanesi. 60% meðmælenda væru karíar en hún kvaðst ekki vilja greina frá því hvort þingmenn flokksins væru meðai meðmælenda. Stuðningsmenn Margrétar lýstu yfir því á blaðamannafundi eftir afhendingu framboðsins að þeir væru ósáttir með það að flokks- starf væri unnið í of þröngum hópi. Birna taldi það vera táknrænt að stuðningsmenn Margrétar hafí skil- að framboði hennar til formennsku. „Þetta er einkum táknrænt fyrir þau nýju vinnubrögð sem við viljum taka upp í flokknum,“ sagði Birna. Reynt að laða ungt fólk að „Við sýnum það í verki að al- mennu flokksfólki sé treyst fyrir ábyrgðarmiklu verkefni eins og því að undirbúa framboð. Á Suðurlandi hafa Margrét og aðrir flokksmenn reynt að laða að ungt fólk í flokk- inn, fá því verkefni og treysta þeim fyrir þeim. Við trúum því að við getum eflt flokksstarf og fjölgað flokksmönnum um allt land einmitt með þessum hætti. Flokksmönnum fjölgar sé þeim treyst fyrir verkefn- um fyrir flokkinn,“ sagði hún. Birna telur mjög mikilvægt að styðja við bakið á flokksmönnum í bæjar- og sveitarfélögum um allt land. Hún segir að Margrét stefni að þessu og af þeim sökum styðji margir sem unnið hafi að sveitar- stjórnarmálum Margréti. Morgunblaðið/Kristinn BIRNA Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi i Kópavogi, afhenti Sigríði Jóhannesdóttur, formanni framkvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins, tilkynningu um framboð Margrétar Frímannsdóttur til formennsku í flokknum í gær. Stuðningsmenn Margrétar full- yrtu að ásakanir sem settar hefðu verið fram í fjölmiðlum síðustu daga, þess efnis að skrifstofa Al- þýðubandalagsins væri notuð í þágu Margrétar í kosningabaráttu henn- ar, væru algjörlega tilefnislausar. Birna viðurkenndi að vaxandi titrings gætti í herbúðum for- mannsframbjóðendanna tveggja. Hún kvaðst þó vona að kosninga- baráttan yrði aldrei hörð og óvæg- in. „Við viljum gjarnan hafa þessa baráttu innan flokksins en minna í fjölmiðlum. Alþýðubandalagið hef- ur gengið í gegnum of mörg átök í gegnum árin,“ sagði Birna. Bílvelta BÍLL valt skammt austur af Höfn í Hornafirði síðdegis í gær. í bílnum var þýskt par og hlaut það engan skaða af. Að sögn lögreglunnar á Höfn voru tildrög veltunnar þau að þýski ökumaðurinn ók á lamb og við það missti hann stjórn á bílnum sem fór eina veltu ofan í skurð. Lambið var stuttu síðar aflíf- að á staðnum. Ríkisspítalarnir Fækka þarf starfsfólki DAVÍÐ Á. GUNNARSSON, for- stjóri Ríkisspítalanna, segir að spara þurfí 100 til 200 milljónir í rekstrinum á síðari hluta þessa árs. Hluta af þeirri fjárhæð verður mætt með fækkun starfsfólks. Samráð haft við starfsmenn Davíð segir að starfsfólki verði fækkað á deildum þar sem starf- semin hefur farið fram úr fjárlög- um. „Við þurfum að fækka um svona 80 starfsmenn,“ sagði Davíð. „Þetta verður ekki gert á einu bretti og reynt verður að hafa samráð við I starfsmenn. Ekki verður ráðið í j störf þeírra sem eru að hætta af öðrum ástæðum og hugsanlega verður starfsfólk flutt á milli staða. Hugsanlega hafa einhveijir áhuga á að taka kauplaust leyfi og von- andi verða tilvikin fá þar sem koma þarf til uppsagna." Starfsemin á Ríkisspítölunum jókst að meðaltali um 10% á fyrri- 1 hluta ársins og því þarf að draga saman í rekstrinum um 100 til 200 * milljónir fram að áramótum. j Ekki nema 1-2% vandans „Starfsfólksfækkunin er aðeins hluti af því sem við erum að gera. Hugsanlega þarf að draga úr starf- semi og lyfjakostnaði, sem hefur verið mjög hár. Við erum ekki að tala um nema 1-2% vandamála í j okkar rekstri, en tölurnar sem um ræðir eru svo stórar, hvert prósent [ af sjö milljörðum eru sjötíu milljón- I ir. Það er erfitt að meta stöðuna þangað til við sjáum hvernig sumar- ið hefur komið út. Sem betur fer hafa kjaradeilur ekki truflað starf- semi spítalanna í ár og það felst mótsögn í því að þegar afköstin eru mikil og spítalinn gengur vel þá lendum við í þeim sérkennilega i vanda að eyða meiru en ríkissjóður . hefur efni á að greiða," segir Davíð. -------------------- Hafnarfjarðarbær Fulltrúar skipaðir í tækniráð í Á BÆJARRÁÐSFUNDI í Hafnar- firði í gær voru skipaðir þrír full- trúar í nýstofnað framkvæmda- og tækniráð. í ráðið voru skipaðir Jóhann G. Bergþórsson verkfræðingur, Sig- þór Jóhannesson verkfræðingur og Magnús Jón Árnason kennari. I samþykkt um framkvæmda- og ) tækniráð segir að í því skuli sitja þrír menn með tæknimenntun, en Magnús uppfyllir ekki það skil- ' yrði. Magnús lét bóka að hann tæki sæti í nefndinni á grundvelli 41. greinar sveitarstjórnarlaga, en þar er kveðið á um að sveitarstjórn- armenn eigi rétt á setu í nefndum á vegum sveitarstjórnarinnar. Framkvæmda- og tækniráð á að fjalla um og samræma fram- , kvæmdir á vegum bæjarfélagsins. Ráðið á einnig að vinna að gerð ) þriggja ára áætlunar og fjárhags- | áætlunar bæjarsjóðs og á að vera til ráðuneytis og aðstoðar bæjar- verkfræðingi. Það á að vinna að málum sem bæjarráð felur því, en getur líka tekið upp mál að eigin frumkvæði. Á bæj arraðsfundinum voru einnig skipaðir þrír fulltrúar í hag- ræðingar- og sparnaðarráð; Ellert J Borgar Þorvaldsson og Tryggvi Harðarson fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar og Valgerður Sig- I urðardóttir fyrir minnihlutann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.