Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 7 FRÉTTIR Verkakvenna- félagið Framtíðin Ekkert hefur þokast EKKERT varð af áætluðum fundi samninganefndar ríkisins og Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í gær. Deilu- aðilar hafa ekki tekið ákvörðun um áframhald viðræðna. Enginn tilgangur í að halda annan fund „Það var engin ákvörðun tekin um verkfallsboðun eða annan fund, við sjáum bara til fram yfir helgi," sagði Guðríður Elíasdóttir, formaður félagsins. „Við ræddum okkar mál í Verkamannasambandinu og það var enginn tilgangur í að halda annan fund að svo stöddu.“ Vilja ekki Sóknar- samning óbreyttan Guðríður segir að Framtíð- arkonur vilji fá svipaðan samn- ing og önnur félög heilbrigðis- stétta innan Verkamannasam- bandsins. „Það er búið að bjóða okkur Sóknarsamninginn, en þótt hann sé að mörgu ieyti góður, viljum við fá leiðréttingu á ýmsum atriðum og hærra kaup.“ í Verkakvennafélaginu Framtíðinni eru ófaglærðar starfsstúlkur á Hrafnistu, Sól- vangi og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, rúmlega 300 konur alls. Morgunblaðið/Golli BIRGIR Haraldsson og Baldur Kristjánsson á heimili þess síðar- nefnda þar sem útvarpsstöðin Hringurinn er til húsa. Hringurinn samtengd ur Bylgjunni og FM TVEIR tólf ára gamlir strákar hafa starfrækt útvarpsstöðina Hringinn síðustu daga úr herbergi bróður annars útvarpsstjórans í Sæviðarsundi í Reykjavík. Ut- varpsstjórarnir, Baldur Kristjáns- son og Birgir Haraldsson, segja að útsendingar hafi hafist sl. laug- ardag og dagskrárefnið er tónlist af margvíslegum toga. Þeim félög- um bætist svo góður liðsauki í út- sendingu í dag þegar útvarps- mennimir Gunnlaugur Helgason og Jón Axel Ólafsson verða með á samtengdum rásum FM 95,7, Bylgjunnar og Hringsins frá kl. 15-16. Sent verður út frá Sæviðar- sundi. Um leið verður söfnunar- átak í gegnum Gulu línuna og renn- ur söfnunarféð til Barnaspítala Hringsins. Baldur segir að þeir félagar hafi fengið lánaðan tækja- búnað frá íþrótta- og tómstunda- ráði og sjálfir lögðu þeir fram hljómtækin. Allir ágóði af auglýs- ingasölu og styrkir frá fyrirtækj- um renna einnig til Bamaspítala Hringsins og sagði Baldur að þeg- ar væri búið að safna nálægt 200 þúsund kr. Utsendingar Hringsins nást fremur illa í Vesturbænum en betur austar í borginni og sagði Baldur að heyrst hefði í stöðinni í Borgarfirði. „Við emm í samstarfi við Jón og Gulla. Þeir hringdu í okkar og vildu fá að vera með. Við veltum þessu fyrir okkur í dálitinn tíma en við þurftum að fara á fótboltaæfingu svo við ákváðum bara að leyfa þeim að vera með,“ sagði Baldur. Hann sagði að von væri á góðum gestum í útsendingunni í dag, eins og Kidda bigfoot og Bubba Morthens. Tijárækt félagasamtaka í Heiðmörkinni Nessöfnuður í hóp landnema UM 80 félagssamtök hafa fengið úthlutað reit til tijáræktar í Heið- mörk og á sunnudaginn bættist þar við fyrsti kirkjusöfnuðurinn í Reykjavík, þegar hópur á vegum Nessóknar gróðursetti hátt í 300 plöntur í spildu í Skógarhlíð. Séra Guðmundur Oskar Ólafs- son, sóknarprestur í Neskirkju, seg- ir að samþykkt hafi verið á sóknar- nefndarfundi í vor að leita eftir spildu í Heiðmörk. Skógræktarfélag Reykjavíkur afgreiddi beiðnina og gat nefndin valið út þremur spild- um. Lítið land eftir Óiafur Sæmundsen, deildarstjóri hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, segir að lítið land sé nú eftir í Heið- mörk fyrir svonefnda landnema, félagasamtök sem tekið hafa að sér að gróðursetja tijáplöntur í Heið- mörk. Félögin hafa fengið plöntur og verkfæri hjá Skógræktarfélag- inu og leiðbeinandi segir til um hvemig gróðursetningin fari best fram. Þeir sem fá spildu til úthlut- unar hafa einnig það hlutverk með höndum, auk gróðursetningarinnar, að hlúa að henni á komandi árum, því mun Nesöfnuður standa fyrir ferðum upp í Heiðmörk á komandi árum. Heiðmörk var friðuð árið 1950 og hafa um 80 félagssamtök fengið úthlutað reit á sl. áratugum. Eftir- spurn var mikil áratuginn eftir frið- un Heiðmerkur en upp úr 1960 dvínaði hún en tók aftur kipp í tengslum við ár trésins árið 1980 og átak vegna landgræðsluskóga Guðmundur Óskar Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, og Vignir Sigurðsson, umsjónar- maður Heiðmerkur, við gróð- ursetningu í reit Nessóknar í Heiðmörk. árið 1990. Nú er fremur lítið og rýrt land eftir til skógræktar því á vegum vinnuskólans hefur einnig töluvert verið plantað. Þó hefur engum fyrirspurnum um spildur til gróðursetningar enn verið hafnað en Ólafur telur að ekki verði mikið um úthlutanir úr þessu. Friðland Heiðmerkur er um 2.800 hektarar að stærð, þar af hefur verið plantað í um 8-900 ha, en talsvert stór hluti svæðisins er þakið hraunum og vötnum. Ætlarþú að sœkja um námslán hjá LIN fyrir 1. ágúst? Á Mermtabraut, námsmarmaþjónustu íslandsbanka, eiga námsmenn m.a. kost á lánum í tengslum vib fyrirgreibslu Lánasjóbs íslenskra námsmanna. Lánafyrirgreibslan er í formi stighœkkandi mánabarlegrar yfirdráttarheimildar. Fyrirkomulagib tryggir lágmarkskostnab námsmanna þar sem þeir greiba abeins vexti af nýttri yfirdráttarheimild. í bobi á Menntabraut er mebal annars: • Tékkareikningur meö 50.000 kr. yfirdráttarheimild óháö fyrirgreiöslu vegna LÍN • Vönduö skipulagsbók • Námsstyrkir Debetkort, greiöslukort o.fl. Námsmenn, kynnib ykkur fjölmarga kosti Menntabrautar Komib og rœbib vib þjónustufulltrúa íslandsbanka um fjármálin, þeir hafa sérhœft sig í málefnum námsfólks. v< ■ # ;a * JK'PULAGSBÖK ft nixyhh i n VIHAH toANA OAtAl HIMASHItA fra menntun til framtiðar! MENNTABRAUT Nánisnianmiþjómista íslandsbanka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.