Morgunblaðið - 28.07.1995, Page 8

Morgunblaðið - 28.07.1995, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Meðaltalsgrá turinn 7-0 BTGMunJc? —%/w Þetta er alveg orðið óþolandi, maður er kominn með hellu fyrir annað ... Víða að glæðast veiði LAXVEIÐIN hefur víða tekið vel við sér á nýjan leik eftir að það hlýnaði í veðri og þykknaði upp. Nú er enn stórstreymi og ljóst að göngum er ekki lokið. Hins vegar er vatnsleysi farið að hrjá í sumum ám. Laxá í Kjós orðin vatnslítil Laxá í Kjós er orðin afar vatnslít- il og stendur það veiði nokkuð fyrir þrifum, því mjög mikill lax er í ánni. Að sögn Páls G. Jónssonar eru komnir nærri 450 laxar á land og er það þokkalegt miðað við að- stæður, en fremur lítið miðað við hve mikill lax er í ánni. „Ég var sjálfur með Bandaríkjamanni við Alabakkana í vikunni, það var logn og lítið vatn og Kaninn hreinlega fraus er hann sá í ána. Laxarnir skiptu einhvetjum hundruðum. Þetta er einmitt þess háttar staður þar sem laxinn getur hlaðist upp þegar vatnið er lítið, en það eru fleiri slíkir staðir í ánni,“ sagði Páll í gærdag. Góð veiði í Haffjarðará Mjög góð veiði hefur verið í Haf- fjarðará og í gærdag voru komnir yfir 400 laxar á land og lax enn að ganga. Uppistaðan í veiðinni er mjög vænn smálax, 5-7 pund, en það eru einnig boltar innan um. Gott vatn er enn í ánni þar sem Oddastaðavatn hefur mjög jafna stöðu. Glæðist aftur í Miðfjarðará „Það byrjaði hópur ítalskra veiðimanna á sunnudaginn og þetta var þungt hjá þeim í byijun. En í gær veiddu þeir 15 laxa og höfðu þá fengið alls 30 stykki. Vikan á undan gaf 100 laxa þann- ig að þetta virtist allt vera að koma. Þessir 15 sem þeir fengu gefa fyrir- heit um að eitthvað gerist í stór- streyminu, enda er það haft fyrir satt að mikill lax er að sveima í sjónum og það hlýtur að koma að því að hann gengur í ána. Annars er sá lax sem er genginn vel dreifð- ur um svæðið. Helst að maður hafi áhyggjur af því að Vesturá og Núpsá eru að verða nokkuð vatnslitlar,“ sagði Böðvar Sig- valdason á Barði í Miðfirði í gær- dag. Þá voru komnir um 350 laxar á land. „Það er ekki nóg, en við erum enn vongóðir um að rætist úr og þakklátir á meðan það er ekki ördeyða,11 bætti Jlöðvar við. Gyúfurá í toppformi Nú þegar hefur veiðst meira í Gljúfurá en allt síðasta sumar. Á hádegi á miðvikudag voru komnir 179 laxar á land og veiðimenn sam- dóma um að mikill lax er í ánni, sérstaklega ofarlega. Þar til fyrir tíu dögum eða svo veiddist lítið fyrir ofan veiðihús, þess meira á svæðum þar fyrir neðan. Að undanförnu hafa efri svæðin lifnað svo um munar, en einnig er kominn vísir að því að nýir fískar séu að ganga neðar með vaxandi straum. Nær allur laxinn er 3 til 6 pund, nokkrir 8 til 10 pundaogeinn, sástærsti, 16,4 pund, veiddur á maðk í Efra Kerinu. Upplýsingafulltrúi frá RKÍ til Tanzaníu Flóttamennirnir ekki á heimleið Þórunn Sveinbjarnar- dóttir Fyrir um ári streymdu flóttamenn frá Rú- anda yfir landa- mærin til Tanzaníu. Voru þeir að flýja blóðuga borg- arastytjöld og fjöldamorð heima fyrir. Nú hefur ástandið í Rúanda skánað en ástandið í nágrannarík- inu Búrúndi að sama skapi versnað og eru .nú um 700 þúsund flóttamenn Tanzaníu frá löndunum tveimur. Þórunn Svein- bjarnardóttir, _ sendifulltrúi Rauða kross íslands, er á leið til Tanzaníu til að sjá um upplýsingamál í Benaco-flóttamannabúðum í Ngara-héraði sem liggur að landamærum Rúanda. Rauði krossinn hefur áður sent sendifulltrúa á svæðið, en Þórunn er fyrsti íslenski sendifulltrúinn sem gegnir starfi upplýsingafulltrúa. - Hvernig kom það til að þú fékkst starfið? „Ég fór á námskeið fyrir verð- andi sendifulltrúa hjá Rauða krossi íslands fyrir tæpu ári síðan og það staðfesti grun minn að mig langaði að vinna fyrir RKÍ erlendis. Ég er búin að vera á veraldarvakt RKÍ síðan í vor og þegar mér bauðst að fara til Tanzaníu ákvað ég að slá til. Ég hef lengi haft áhuga á mál- um flóttamanna því það vill oft gleýmast að þegar stríð eða póli- tísk átök eru um garð gengin þá situr oft eftir fólk í sárum sem einhver þarf að hugsa um.“ - / hveiju er starfið fólgið? „Ég á að gegna starfí upplýs- ingafulltrúa. Eg fer sem sagt til að safna upplýsingum, skrifa skýrslur og tilkynningar sem sendar eru til aðalstöðvanna í Genf. Þær eru síðan notaðar til að afla peninga frá Rauða kross félögum um allan heim. Ég sé einnig um samskipti við fjölmiðlafólk og vinn með öðrum hjálparstofnunum á svæðinu að upplýsingaöflun.“ - Hvernig er aðstaðan í flótta- manpabúðunum í Ngara? „Á svæðinu í kringum Ngara í norðvesturhluta Tanzaníu er um hálf milljón flóttamanna frá Rú- anda og Búrúndi. í Benako-búð- unum, þar sem ég mun starfa, dvelja upp undir 200 þúsund manns. Mér skilst að aðstaðan í búðun- um sé nokkuð góð. Heilsugæsla er góð og það er gott skipulag á matardreifingu. Búið er að koma upp húsaskjóli, kömrum og ein- hverri fráveitu. Einnig hefur tek- ist að sjá fyrir aðalatriðinu sem er hreint vatn.“ - Er fólkið á heimleið? „Fólkið sem í búðunum er er ekki á leiðinni neitt. Eins og ástandið er í Rúanda eru litlar lík- ur á að það fari þangað aftur í bráð. Ný stjórn hefur tekið við völdum í Rúanda sem segir að Rúandabúar hafi ekk- ert að óttast ef þeir snúi til baka. En á það ber einnig að líta að heimili margra hafa verið eyðilögð og jarðir teknar af þeim. Það blasir ekkert við að fólk fari heim og gangi að heimili sínu vísu. Rauði krossinn tekur þátt í að hjálpa fólki að flytja heim til sín í samstarfi við viðkomandi stjórn- völd. En Rauði krossinn sem slík- ur hefur ekki umboð-til að segja fólki að koma eða fara.“ - Hvaða augum lítur Tanzaníu- stjórn fóttamennina? „í Tanzaníu eru um 700 þúsund fóttamenn frá Rúanda og Búr- úndí. Því fylgir margs konar álag, ► Þórunn Sveinbjarnardóttir er fædd þann 22. nóvember 1965 í Reykjavík. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1984, BA-prófi í sljórnmálafræði frá Háskóla íslands árið 1989 og meistara- prófi í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins University í Bandaríkjunum árið 1991. Að námi loknu starfaði hún i háift ár hjá Rauða krossi íslands við að aðstoða víetnamska flótta- menn. Árið 1992 var hún við störf hjá EFTA í Genf í Sviss en undanfarin þijú ár hefur Þórunn verið framkvæmda- stýra Kvennalistans. Hún er einnig varaþingkona flokksins í Reykjavík. Þórunn er dóttir hjónanna Önnu Lárusdóttur og Sveinbjarnar Hafliðasonar. bæði efnahagslegt og álag á byggðir í landamærahéruðum. Tanzanía er fátækt land og getur ekki eitt og sér annað þessum fjölda og séð um hann. Ég las það einhvers staðar að stjórnvöld í Tanzaníu hefðu áhyggjur af að annar eins fjöldi af flóttamönnum kæmi frá Búrúndí ef upp úr syði þar. Manni skilst af fréttum þaðan að lítið þurfí til þess. Þetta eru skiljanlegar áhyggjur því þetta er gífurlegur mannfjöldi sem kemur yfir landamærin allslaus og heim- ilislaus.“ - Hversu mikið starfsfólk er Al- þjóða Rauði krossinn með íNgara? „Á svæðinu starfa um 40-50 sendifulltrúar. Með þeim starfar fíöldinn allur af sjálfboðaliðum frá Tanzaníska Rauða krossinum. Starfið í Ngara er allt unnið í samstarfi við Rauða krossinn í Tanzaníu sem er lykillinn að þessu öllu saman. Til dæmis þarf ég að finna einhvern úr Tanzaníska Rauða krossinum til að vinna með mér.“ - I hverju hefur undir- búningur þinn verið fólginn? „Undirbúningurinn hefur verið fólginn í að fá spraut- ur, lyf gegn malaríu og fara í læknisskoðun til að athuga hvort maður er við líkamlega og andlega heilsu. Einnig hefur maður þurft að koma öllum pappírum í lag og svo auðvitað lesa sér til og safna þeim gögnum sem maður getur. Ferðin hefst svo með viðkomu í Genf þar sem tveir dagar fara í undirbúning." - Hvernig leggst starfið í þig?_ „Þetta leggst vel í mig. Ég hlakka til en óneitanlega fylgir þessu streita því ég veit ekki hvað bíður mín á svæðinu, en ég veit að þetta verður krefjandi." í stríðslok situr eftir fóik I sárum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.