Morgunblaðið - 28.07.1995, Side 20

Morgunblaðið - 28.07.1995, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónskáldið klórar í koparinn Morgunblaðið/Rúnar Þór HAFLIÐI Hallgrímsson tónskáld hengir upp myndir sínar í Listasafninu á Akureyri. Hafliði Hallgrímsson tónskáld opnar mynd- listarsýningu í Lista- safninu á Akureyri laugardaginn 29. júlí. Sverrir Páll hitti Hafliða að máli og forvitnaðist um mynd- listarstörf tónlistar- mannsins. Á sýningunni sem er i vestursal safnsins eru 35 myndir sem Hafliði hefur gert á undanfömum þremur árum, en hluta myndanna hefur hann áður sýnt, í Skálholti fyrir tveimur árum, í Hallgrímskirkju á síðasta sumri og auk þess á nor- rænni menningarhátíð í Colchester. Við opnun sýningarinnar í dag mun Helga Bryndís Magnúsdóttir leika nokkur píanótónverk Hafliða. Tvennir tónleikar á myndlistarsýningu tónskálds í tengslum við sýningu Hafliða verða tvennir tónieikar í Listasafn- inu á Akureyri. 2. ágúst kemur þar fram Tríó Reykjavíkur, Halldór Haraldsson píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem leikur á fiðlu, og Gunnar Kvaran sellóleikari. Á tónleikunum verður leikin tónlist eftir Hafliða Hall- grímsson, meðal annars verk sem hann hefur tileinkað hljóðfæraleik- urunum hveijum fyrir sig. Þama verður einleikur og tvíleikur og loks samleikur þar sem tríóið leikur verk sem Hafliði samdi til minning- ar um John Tunnell, konsertmeist- ara Skosku kammersveitarinnar, en fyrir tilverknað hans segist Hafliði hafa sest að í Skotlandi þar sem hann starfaði meðal annars í þessari hljómsveit. Á tónleikum í Listasafninu 13. ágúst leikur Helga Bryndís Magn- úsdóttir fjöimörg píanótónverk eft- ir Hafliða. „Þetta em mörg smá verk en flutt í bálkum,“ segir Hafl- iði. „Meðal verkanna eru 13 ný píanóstykki og 10 af þeim em sér- staklega samin fyrir nemendur Tónlistarskólans á Akureyri. Þetta er eins konar þakklætisvottur minn fyrir dvölina í Davíðshúsi. í verkun- um era meðal annars ýmsar minn- ingar frá Akureyri og úr umhverf- inu hér, til dæmis eitt sem heitir Klettahljómur og er um það þegar ég reyndi einu sinni að heyra álfa- söng í kletti hérna, eins konar ímynduð álfatónlist, annað heitir Fyrir utan Tónlistarskólann og þar heyrist meðal annars í bakgmnni í nemanda sem er að æfa skala. Eitt stykkið heitir Helgimynd og er kannski tilvitnun í litla bútinn úr Coventry-dómkirkjunni sem er á einum stað í glugga í Akureyrar- kirkju. Þá eru á dagskránni 3 verk sem ég samdi fyrir spænskan píanóleikara sem pantaði hjá mér verk sem tengdust myndlist og ég samdi þau og tileinkaði Mondrian. Ennfremur eru þarna fjögur þjóð- lög sem ég útsetti einu sinni fyrir Philip Jenkins píanóleikara sem lengi kenndi hér á Akureyri." Hafliði Hallgrímsson býr í Edin- borg og er þar aðiii að grafíkverk- stæði sem hann segir mjög vel búið tækjum. Þangað segist hann fara fjórum sinnum á ári til að vinna og prenta, en plöturnar geri hann heima, grípi í það einstöku sinnum á kvöldin að teikna á þær og stundum láti hann prenta þær fyrir sig. „Ég er fyrst og fremst tónskáld og helga tónsmíðum mest- an minn tíma. Eg hef lagt einieika- rastarfið að mestu á hilluna enda var ég búinn að spila svo mikið og víða að mér fannst komið nóg. Ég hafði auk þess alltaf stefnt að tón- smíðastarfinu. Hins vegar hef ég alltaf haft mikinn áhuga á mynd- list, stundað sýningar og farið á námskeið. Ég iít á myndlistariðkun mína fyrst og fremst sem hvíld frá tónsmíðunum, enda set ég mér ákveðin mörk, fæst bara við graf- ík.“ Hafliði sagðist ekki hafa sér- stakan áhuga á að sýna mikið, en stofninn að sýningunni væri til og hefði verið sýndur áður en þó hafi hann bætt töluvert miklu við það sem áður var. En hvert er mynd- efni tónlistarmannsins og á það samleið með tónsmíðunum? Að gera það sem manni er tamt „Myndefnið er allt milli himins og jarðar. Það er gott að vera áhugamaður í þessu því það gefur mér frelsi og frelsið er mér mikil- vægt. Við könnumst við hand- bragð. Við könnumst við hlut eða verk og getum sagt að þetta hafi þessi gert. í hvom tveggja sem ég fæst við, tónlistinni og myndlist- inni, er ég að reyna að finna það sem mér er eðlilegt, eða að gera mér það svo tamt, að það verði mér eðlilegt. Þannig held ég að sé svipað handbragð á verkum mín- um. Þegar ég skrifa nótur skrifa ég til dæmis smátt og fínlega og þegar ég klóra með nál í koparinn er það líka fínleg vinna. En grafík- in er mér eingöngu hvíld frá tón- smíðunum og tónsmíðar eru gríðar- lega tímafrekt starf. Þetta tvennt er algerlega aðskilið og ég vinn að myndunum eingöngu á kvöldin og ekki nema nokkmm sinnum í mán- uði. Menn verða að hafa eitthvað til að gleyma sér við utan aðal- starfsins. Sumir fara í golf, sumir í siglingar eða hestamennsku, en þetta em mínar sparistundir.“ Hafliði Hallgrímsson fluttist frá Akureyri til Reykjavíkur árið 1958 og til útlanda fiutti hann 1964 og hefur lengst af búið í Skotlandi. Hann segist ævinlega hafa komið heim að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á ári, haldið tónleika, samið tónverk, oft sérstaklega fyr- ir tiltekna tónlistarmenn, sýnt myndlist og með þessu lagt sinn skerf til íslenskrar menningar. Hann segist sannfærður um að sá skerfur væri ekki stærri þótt hann hefði búið hér heima allan þennan tíma. Þetta sé sér mjög mikils virði, „og það er mér ekki síst mikilvægt að fá tækifæri til að vera með í menningarlífínu á Akureyri og þátttakandi í þeirri miklu menning- amppbyggingu sem hér hefur átt sér stað á síðustu ámm þegar Listagilið hefur fyllst af metnaðar- fullu menningarstarfi." ROGER Sayer organisti. Enskur organisti í Hallgríms- kirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 30. júlí leikur breski organistinn Roger Sayer á fimmtu orgeltónleikum sumarsins í Hallgrímskirkju. Tón- leikarnir hefjast kl. 20.30. Roger Sayer er organisti og tónlistarstjóri dómkirkjunnar í Rocherster á Eng- landi þar sem hann hefur starfað síðan 1989. Á síðasta ári var hljóð- rituð geislaplata þar sem hann lék á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju og er sá diskur að koma út um þessar mundir á vegum breska útgáfufyr- irtækisins Priory. Sayer er nýkom- inn úr orgeltónleikaferð um Norður- löndin. Fyrst verður leikin tónlist frá rómantíska tímabilinu eftir Widor og Howells. Þá verða flutt þrjú verk sem ekki hafa verið flutt áður hér á Islandi. Heiti þeirra eru Lag fyrír túbu eftir Norman Cocker, Dauðadans Hamborgar eftir sviss- neska tónskáldið Guy Bovet og Potsdam forleikurinn eftir Barry Fergusson en hann er forveri Roger Sayers sem dómorganisti í Rochest- er. Að lokum leikur hann verk eftir tvö þekkt orgeltónskáldum 20. ald- arinnar: tékkneska tónskáldið Petr Eben franska tónskáldið Maurice Duruflé. Efnisskrá: Allegro úr Orgelsin- fóníu nr. 6 efítr Charles-Marie Wid- or, Rapsódía nr. 1 eftir Herbert Howels, Lag fyrir túbu eftir Nor- man Cocker. Dauðadans Hamborg- ar eftir Gay Bovet Potsdam, forleik- urinn eftir Barry Ferguson, Moto Ostinato úr „Sunnudagstónlist“ eft- ir Petr Eben, Svíta op. 5 eftir Maurice Dumflé. Danska skáldið Hein hannar enn DANSKA skáldið, uppfinninga- maðurinn og hönnuðurinn Piet Hein er enn að, þrátt fyrir að hann sé orðinn 89 ára. Á hverju ári eru kynntir á milli 10 og 15 munir sem hann hefur hannað, þó að ekki sé allt nýtt af nál- inni. Að því er fram kemur í Politiken er ástæðan fyrst og fremst sú að fyrir fimm árum gafst Hein upp á því að henda reiður á bókhaldi og skráningu hugmynda sinna og stofnaði í því skyni fyrirtæki, sem hefur unnið við það síðustu árin að gera skurk í skjalahaugum hans. Mun margt merkra hug- mynda hafa komið þar í ljós og vonast Hein og framkvæmda- sljórar fyrirtækis hans til þess að sem flest af þessu líti dagsins ljós. Ekki hefur enn fengist uppgefið um hvers konar muni er að ræða en á myndinni, sem er tekin 1992, stendur Piet Hein fyrir framan sólúr sem hann hannaði. Tónleikar í Grindavík- Morgunblaðið/Ingibjörg KRISTJANA Helgadóttir, f.v., Geir Rafsson og Arna Kristín Einarsdóttir leika í Grindavíkurkirju á sunnudag. urkirkju Á TÓNLEIKUM sem haldnir verða í Grindavíkurkiiju á sunnudag kl. 18, verður flautuleikur og slagverk í bland. Á efnisskránni verða verk eftir Áskel Másson, Niei Deponte, Debussy, Alice Gomez og Bach. Kristjana Helgadóttir lauk blás- arakennaraprófí frá Tónlistarskóla Reykjavíkur 1994 og burtfararprófi þaðan 1995. Aðalkennari hennar þar var Bernard Wilkinson. Krist- jana stefnir á Sweelinck Conservat- orium í Amsterdam þar sem aðal- kennari hennar verður Peter Ode. Kristjana hefur starfað sem flautu- leikari við Tónlistarskólann í Mos- fellsbæ undanfarin ár og leikið meðal annars með Sinfoníuhljóm- sveit Æskunnar og Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlanda, Orkester Nord- en. Arna Kristín Einarsdóttir lauk einleikaraprófi í flautuleik frá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1990. Aðalkennari hennar var Bernard Wilkinson. Arna Kristín stundaði framhaldsnám við Indiana Univers- ity í Bloomington og lauk Perform- ance Diploma þaðan með láði 1992. Hún stefnir nú að lokaprófi frá Royai Northern College of Music í Manchester í Englandi á næsta vetri. Peter Lloyd hefur verið aðal- kennari hennar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Arna Kristín hefur fengist við kennslu í flautuleik við Tónmenntaskólann í Reykjavík, og meðal annars tekið þátt í tónleikum á vegum Caput-hópsins. Geir Rafnsson slagverksleikari hóf nám við Tónlistarskóla Akur- eyrar 1983 hjá Roar Kvam. Frá árinu 1990 stundaði hann nám við Tónlistarskóla FÍH hjá Reyni Sig- urðssyni, Pétri Grétarssyni, Maart- en van der Valk og Steef van Oosterhout og lauk þaðan burtfar- arprófi vorið 1994. Geir hefur á undanförnum árum leikið reglulega með Sinfóníuhljómsveit Islands, Caput-hópnum, Kammersveit Reykjavikur og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.