Morgunblaðið - 28.07.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.07.1995, Qupperneq 23
22 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VINNUFRAMLAG OG OFSKÖTTUN SKATTBYRÐI einstaklinga hefur vaxið svo und- anfarin ár, að hún er orðin vinnuletjandi. Inn- heimtuhlutfall í staðgreiðslu nemur nú 41,84%, en var 35,2%, þegar hún var tekin upp árið 1988. Hér kemur til aukin skattheimta bæði ríkis og sveitarfé- laga. Margir skattgreiðendur mega nú auk þess búast við viðbótarútsvari, þar sem ýmis sveitarfélög hafa nýtt sér heimildir að fullu, og er því útsvarshlut- fallið hærra en staðgreiðsluprósentan segir til um. Ein helzta ástæðan fyrir þessari miklu skattbyrði er áralöng umframeyðsla ríkisins og sveitarfélag- anna. Skattheimtan hefur gengið svo langt, að ein leiðin til að auka ráðstöfunartekjurnar er að minnka launa- tekjur, þ.e. að minnka við sig vinnu. Um þetta sagði Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, þegar hann kynnti niðurstöður álagningar fyrir árið 1994: „Tekjutenging skatta, bóta og almannatrygginga veldur því nú, að jaðarskattar eru í mörgum tilfellum orðnir svo háir, að fólk getur hækkað ráðstöfunar- tekjur sínar með því að lækka launatekjur.“ Fjár- málaráðherra boðaði, að ríkisstjórnin muni athuga þessi atriði nánar og hyggist ljúka fyrir lok ársins 1996 vinnu við skattkerfisbreytingar. Bragð er að þá barnið finnur. Ríkið er örugglega farið að missa skatttekjur vegna ofsköttunar, auk þess sem þjóðfélagið í heild tapar á því, að launþeg- ar dragi úr vinnuframlagi til að minnka skattaálög- ur. Ástæða er því til að fagna yfirlýsingu fjármála- ráðherra um endurbætur á skattkerfinu. Hins vegar er gert ráð fyrir alltof löngum tíma til endurskoðun- ar, þ.e. til loka næsta árs, sem þýðir að skattgreiðend- ur þurfa að bíða til 1997 hið minnsta þar til úrbæt- ur koma til framkvæmda, en þó trúlega til 1998. Fjármálaráðherra upplýsti ennfremur, að einungis einn af hverjum þremur framteljendum greiði tekju- skatt, en hinir tveir greiða annaðhvort engan skatt eða fá endurgreiðslur, þegar bætur eru teknar með. Þetta sýnir einnig brotalöm í skattkerfinu. Ekki getur talizt eðlilegt, að einungis þriðjungur framtelj- enda beri tekjuskattsbyrðina, en tveir þriðju séu þiggjendur, því slíkt brenglar afstöðu borgaranna til þjóðfélagsins, sem þeir bera sameiginlega ábyrgð á. ' í yfirliti fjármálaráðherra urrö álagningu skatta nú eru nokkur atriði sem vekja athygli sérstaklega. Þar má nefna að hagur atvinnufyrirtækjanna heldur áfram að batna, en hins vegar halda skuldir heimil- anna áfram að vaxa, eða um 9% árið 1994. Skulda- söfnunin er að mestu leyti vegna íbúðakaupa og svo námslána. Það verður að teljast eðlilegt. Hins vegar bendir fjármálaráðherra á, að ein skýring skuldasöfn- unar heimilanna sé auðveldari aðgangur að lánsfé, m.a. í opinbera húsnæðislánakerfinu. Þess má geta, að 22 þúsund framteljendur skulduðu meira en þeir eiga 1994, en aftur á móti áttu ríflega 85 þúsund eignir umfram skuldir. Ríkisstjórnin vinnur nú að fjárlagagerð fyrir næsta ár, en hún ráðgerir að minnka fjárlagahallann niður í 4 milljarða. Brýn nauðsyn er á því að hætta halla- rekstri ríkissjóðs og ekkert má sveigja stjórnarflokk- ana af þeirri braut. Aukin efnahagsumsvif munu auðvelda ríkisstjórninni þetta ætlunarverk, en vafa- laust verður einnig að skera verulega niður í ríkis- rekstrinum til að ná settu marki. Eitt er víst, að ríkisstjórnin getur ekki gengið í skrokk á skattgreiðendum. Þeir þola einfaldlega ekki meira, sem bezt má sjá af ummælum fjármála- ráðherra. Seðlabankinn telur marga ókosti við stimpilgjaldtöku og að viðskipti færist úr landi Yfirlit yfir stimpilskyldu og stimpilgjald á íslenskum fiármagnsmarkaði Stimpil- Stimpil- ^skylda gjald Ríkissjóður: Spariskírteini Nei Ríkisbréf, ríkisvíxlar Nei Fjárfestingarlánasj.: Húsbréf, húsnæðisbréf Nei Aðrir fjárf.lánasjóðir í eigu ríkisins Nei Bankar og sparisjóðir: Bankabréf, bankavixlar Nei Eignarleigur: Bréf eignarleiga (vaxtaiaus og/eða án trygginga) Já Víxlar Já Hlutdeildarskírteini: Já Bréf sveítarfélaga: Skuldabréf (vaxtal. og/eða án trygg.) Já Skuldabréf Já Víxlar Já Bréf fyrirtækja: Skuldabréf (vaxtal. og /eða án trygg.) Já Skuldabréf Já Víxlar Já Hlutabréf Já 0,5% 0,25% 0,5% 0,5% 1,5% 0,25% 0,5% 1,5% 0,25% 2,0% Bréf einstaklinga: Skuldabréf (vaxtal. og/eða án trygg.) Já 0,5% Skuldabréf Já 1,5% Víxlar Já 0,25% Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldi * og hlutfall þeirra af heildartekjum ríkissjóðs <p c ■o c 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 1990 1991 1992 1993 1994 Aætl. 1995 * Tekjur af stimpilgjaldi og þinglýsingum, en um 97% af tekjunum eru vegna stimpilgjalda. Hindrar þróun á fj ármagnsmarkaði Seðlabankinn telur að stimpilgjöld leiði til minni veltu á verðbréfum, hafi áhrif á stöð- ugleika fjármagnsmarkaða og leiði til þess að — viðskipti flytjist til annarra íanda. I grein Omars Friðríkssonar kemur fram að í frum- varpsdrögum í fjármálaráðuneytinu er lagt til að stimpilgjöld verði tengd lánstíma, þau verði lækkuð eða felld niður af markaðsverðbréfum en gjaldstofninn verði breikkaður. GAGNRÝNI á stimpilgjald- töku ríkisins verður sífellt háværari og er m.a. bent á að gjaldið leggist illa á ein- staklinga í greiðsluerfiðleikum, hindri þróun á nútíma fjármagnsmarkaði og valdi efnahagslegu óhagræði. Stimpilgjald er óbeinn skattur sem rennur í ríkissjóð en gjaldið er greitt af stimplun ýmissa verðbréfa og er upphæð þess mishá eftir tegundum verðbréfa en algengast er að af ai- mennri lántöku sé greitt 1,5% stimpil- gjald. Hér er um umtalsverðan tekju- stofn fyrir ríkissjóð að ræða en á sein- asta árí námu tekjur ríkisins af stimp- ilgjaldi og þinglýsingum um 2,4 millj- örðum króna, þar af voru um 97% upphæðarinnar vegna stirhpilgjalda. Á yfirstandandi ári er áætlað að stimpil- gjöld skili ríkissjóði 2.435 millj. kr. 2-2,5% af heildartekjum ríkissjóðs á hverju ári eru vegna stimpilgjalda._ Peningamáladeild Seðlabanka ís- lands tók saman greinargerð um stimp- ilgjöld og hugsanleg áhrif þeirra á þró- un ijármagnsmarkaða sl. haust. Niður- staða Seðlabankans var m.a. sú að stimpilgjöld leiði til minni veltu á þeim verðbréfum sem þau eru lögð á, hafí áhrif á verð þeirra og á stöðugleika markaða. Stimpilgjöld leiði til þess að viðskipti flytjist til landa þar sem þau eru lægri eða að viðskiptin færist yfir á önnur verðbréfaform, til að komast hjá skattlagningu. „Stimpilgjöld leiða til þess að útgáfa verðbréfa verður minni vegna þess að kostnaður við út- gáfu verður meiri. Auk þess verður eftirspum eftir stimpilgjaldsskyldum bréfum minni vegna þess að gjaldið dregur úr ávöxtun þeirra. Því lengri sem líftími verðbréfsins er því minni áhrif hefur stimpilgjaldið. Lögunum um stimpilgjöld frá ,1978 þarf að breyta þannig að þau hindri ekki eðlilega þróun á ís- lenskum verðbréfamarkaði, jafni samkeppnisstöðu þeirra aðila sem starfa á ís- lenskum fjármagnsmarkaði og samkeppnisstöðu inn- lends fjármagnsmarkaðar gagnvart erlendri samkeppni án þess að tekjur ríkissjóðs skerðist mikið,“ segir í greinargerðinni. Einnig er bent á að stimpilgjald á hlutdeildarskírteini skerði ávöxtun verðbréfasjóða og þar með versni samkeppnisstaða þeirra gagnvart öðrum innlendum spamað- arkostum og erlendum verðbréfasjóð- um. Stimpilgjaldið geri það kostnaðar- samara fyrir eigendur hlutdeildarskír- teina að fiytja fjárfestingu sína á milli verðbréfasjóða. „Útgefendur stimpilskyldra skulda- bréfa geta sloppið með að greiða 0,5% stimpilgjald í stað 1,5% með því að hafa bréfin vaxtalaus óg/eða án trygg- inga. Það virðist vera að útgefendur markaðsskuldabréfa fari þessa leið. Rökin fyrir mismunandi gjaldi eftir formi skuldabréfa eru vandfundin og ekki getur verið æskilegt að ýta mönn- um frá því að gefa út bréf með „hefð- bundnu" fyrirkomulagi til þess eins að komast hjá aukinni skattheimtu. Yrðu stimpilgjöld afnumin eða lækkuð, myndi útgáfa skammtíma- markaðsverðbréfa fyrirtækja og sveit- arfélaga væntanlega aukast og um leið myndi markaður fyrir skamm- tímafjárskuldbindingar styrkjast," segir í greinargerð Seðlabankans. Verðbréfaútgáfa ríkissjóðs, ríkis- stofnana að íjárfestingarlánasjóðum meðtöldum, banka og sparisjóða er stimpilgjaldsfijáls en yfirgnæfandi hluti stimpilgjaldstekna ríkissjóðs er vegna útlána lánastofnana og afsala vegna eignaviðskipta. Lán vegna kaupa á fiskiskipum á vegum Fisk- veiðasjóðs hafa verið undanþegin gjaldinu með sérstöku heimildar- ákvæði í fjárlögum. Fyrir stimplun skulda- bréfa þegar skuldin ber vexti og er tryggð með veði eða ábyrgð, skal greiða 1,5% af fjárhæð bréfs. Ef skuldabréfíð uppfyllir ekki annaðhvort skilyrðið að bera vexti eða vera með tryggingu er stimpilgjaldið 0,5% af fjárhæð bréfsins. Af afurða- lánum sem bera vexti og eru tryggð með veði eða ábyrgð skal greiða 1% stimpilgjald og fyrir stimplun víxla skal greiða 0,25% af fjárhæðinni. Framsal á verðbréfum er stimpil- fijálst. Fyrir stimplun hlutabréfa er greitt 2% stimpilgjald af fjárhæð bréf- anna en framsal hlutabréfa og útgáfa jöfnunarhlutabréfa er stimpilfijáls. Friðrik Sophusson ijármálaráðherra segir ljóst að stimpilgjöld valdi óhag- ræði á íslenskum ijármagnsmarkaði og því séu nú ýmsar breytingar í undirbún- ingi. Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um stimpilgjald hafa legið fyrir hjá fjármálaráðuneytinu frá því í vor en tillögurnar eiga þó eftir að fá umijöllun í ríkisstjóm og þingflokkum. Ekki stendur til að fella niður stimpil- gjöld enda segir íjármálaráðherra ekki einfalt mál að afnema stimpilgjaldið, því þá yrði nauðsynlegt að afla ríkis- sjóði tekna eftir öðrum leiðum. í frumvarpsdrögunum er ekki gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs skerðist umtalsvert þrátt fyrir breytingarnar. Tillögurnar miða annars vegar að því að lækka stimpilgjaldsprósentuna af ákveðnum verðbréfaformum og hins vegar að breikka gjaldstofninn til að afla nýrra tekna á móti þeim sem tap- ast við það að lækka hlutföllin. Áð sögn Friðriks er í frumvarpsdrögunum bent á nauðsyn þess að lækka eða jafnvel að hverfa frá stimpilgjöldum af markaðsverðbréfum og að tengja stimpilgjald af skuidaskjölum við láns- tíma. „Það liggur í augum uppi að það er ósanngjamt að borga ákveðið hlutfall af upphæð- inni eingöngu en ekki af tímalengd skuldaskjal- anna,“ segir Friðrik. Hann bendir einnig á að ýmsir samningar séu undanþegnir stimpilgjöldum og kannski sé eðlilegt að breyta því á sama tíma og rætt sé um að undanþiggja eða lækka stimpilgjaldshlutfall markaðsverð- bréfa. Nefnt hafi verið að leggja stimp- ilgjöld á t.d. sölu aflaheimilda og ýmsa leigu- og sölusamninga. „Það hafa þó engar ákvarðanir verið teknar um hvort eða hvenær frumvarpið verð- ur lagt fram. Ég geri ráð fyrir að þetta verði skoðað á næstunni með tilliti til þess að flutt verði frumvaip á næsta þingi,“ segir Friðrik. Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings hf. og formaður Samtaka verðbréfafyrirtækja, segir að stimpil- gjöld séu tímaskekkja. Guðmundur segir að íslenskir verðbréfasjóðir standi mjög höllum fæti gagnvart er- lendum sjóðum því íslensku sjóðirnir þurfi að greiða stimpilgjald af hlut- deildarskírteinum, en stimpilgjald er ekki lagt á skírteini í erlendum verð- bréfasjóðum. Hann segir að menn verði að gæta að því í þessu sam- bandi að hindranir á fjármagnsflutn- ingum til annarra landa hafí verið felldar niður. „Um leið og við erum að fella niður þessa múra, verðum við líka að sjá til þess að samkeppnisstað- an hér sé hin sama og erlendis. Það væri mjög bagalegt ef fjárfestar á íslandi sæju sér hag í því að fjárfesta frekar í erlendum sjóðum en innlend- um, vegna þess að stimpilgjöld eru þarna í veginum," segir hann. Guðmundur bendir einnig á að á öðrum Norðurlöndum hafi stimpilgjöld af öllum verðbréfum sem snerta við- skipti í kauphöllunum, verið felld niður vegna þess að þau voru talin trufla verulega viðskipti með þessi bréf. í skýrslu um stimpilgjaldtöku í ýmsum löndum, sem tekin hefur verið saman á vegum OECD, kemur fram að af 20 OECD-löndum, sem samanburður- inn náði til, séu engin stimpilgjöld lögð á ijármagnsfærslur í 13 löndum. í skýrslunni segir að í löndum OECD hafi þróunin verið sú að afnema eða lækka stimpilgjöld á fjármagnsfærsl- um. Er gjaldið yfirleitt mun lægra í þeim löndum sem leggja á stimpilgjöld en hér á Iandi eða á bilinu 0,1-0,5%. Þessi gjaldtaka ríkisins hefur einnig verið gagnrýnd fyrir það hversu þung- bær hún er skuldurum sem eiga í al- varlegum greiðsluerfiðleikum og þurfa að skuldbreyta lánum sínum. „Það er með öllu óásættanlegt að ríkið sé að hagnast á þessum fjárhagsvanda," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtak- anna. Hann telur að í ljósi skuldastöðu heimilanna megi gera ráð fyrir að skuldarar muni í auknum mæli fara fram á skilmála- breytingar á lánum sínum til að kom- ast undan stimpilgjaldinu. Verslunarráð íslands hefur lagt til að stimpilgjald af skammtímaverðbréf- um verði lækkað og stimpilgjald af hlutabréfum verði fellt niður. Einnig verði stimpilgjald af hlutdeildarskír- teinum verðbréfasjóða fellt niður, þar sem um tvísköttun sé að ræða og loks verði að tryggja jafnstöðu milli ríkis- pappíra og annarra verðbréfa gagnvart stimpilgjöldum. Jónas Fr. Jónsson, lög- fræðingur Verslunarráðs, segir að draga megi í efa að síðast talda atriðið standist markmið samkeppnislaga. Rætt um stimpilgjald á sölu afla- heimilda Engin stimpil- gjöld í 13 OECD- löndum FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 23 FERÐALÖG Hvert skal lialdið um verslunarmannahelgina? Mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelg- in, er að viku liðinni og margir famir að hugsa sér til hreyfíngs. Fjölskyldu- og útihá- tíðir verða haldnar víða um landið svo sem venja er, stórar og smáar, og er verð að- göngumiða mjög mismunandi. María Hrönn Gunnarsdóttir hefur tekið saman yfírlit yfír hátíðir helgarinnar fyrir þá sem ekki hafa gert upp hug sinn um hvert skal haldið. AÐ VENJU er margt í boði um verslunarmannahelg- iha. Fjölskylduhátíðir verða áberandi og er víða lögð áhersla á hóflega notkun áfengis eða algert bindindi. Nú verður í fyrsta skipti haldin al- þjóðleg tónlistarhátíð í anda Hróars- kelduhátíðarinnar í Danmörku og verða þar hátt í 40 hljómsveitir og plötusnúðar, innlendir og erlendir, þar á meðal Björk. Stígamót, samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, hafa á undan- förnum árum sinnt ráðgjöf, gæslu, áfallahjálp og aðhlynningu á útihátíð- um um verslunarmannahelgi. Að þessu sinni verður höfuðáhersla lögð á forvarnarstarf í vikunni fyrir versl- unarmannahelgina og hafa veggspjöld og upplýsinga- og fræðslubæklingar verið gefin út. Ef mótshaldarar óska þess senda samtökin fulltrúa sína á staðinn og verða þeir m.a. á Kirkju- bæjarklaustri. Ilér á eftir fer samantekt á hátíðum sem haldnar verða víðs vegar um land- ið um verslunarmannahelgina, sem er frá 4. til 7. ágúst. Suðurland Bindindismótið að Galtalæk verður að venju hajdið um verslunarmanna- helgina. íslenskir ungtemplarar standa að mótshaldinu. Fjölbreytt dagskrá verður í boði frá morgni til kvölds alla h'elgina. Spaugstofan verð- ur á staðnum sem og Magnús Schev- ing og sr. Pálmi Matthíasson. Hljóm- sveitirnar Sixties, Nátthrafnar, Skíta- mórall og Reggae on ice leika fyrir dansi. Þá verður m.a. hægt að fara á hestbak og í gönguferðir og börnum er boðið í leikhús. Aðgöngumiðar kosta 4.300 krónur fyrir 16 ára og eldri, 3.500 fyrir 13 ára til 15 ára og ókeypis er fyrir aðra. Yarla þarf að minna á að algert áfengisbann er í Galtalækjarskógi. Á Kirkjubæjarklaustri verður haldin alþjóðleg tónlistarhátíð. Fyrir- tækið UXI annast undirbúning hátíð- arinnar í samvinnu við fjölmarga inn- lenda og erlenda aðila. Hátt á fjórða tug hljómsveita og plötusnúða verður á staðnum. Samið hefur verið við ell- efu erlendar hljómsveitir s.s. Prodigy, Drum Club og Chapterhouse. Af ís- lenskum hljómsveitum má nefna Unun og Pál Óskar, SSSól, 3T01, Bubbelfli- es og Björk. Miðaverð er 7.600 og ókeypis er fyrir börn yngri en 12 ára. Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum verður að venju haldin í Heijólfsdal. Meðal skemmtikrafta á hátíðinni að þessu sinni verða Tweety, Vinir vors og blóma, Karma, Hálft í hvoru, Borgard- ætur, Björgvin Halldórsson, Laddi og Örvar Kristjánsson. Kynnir verður Árni Johnsen. Hátiðin verður með hefðbundnu sniði en upphaf hennar er rakið til þess er Vestmannaeyingar komust ekki vegna veðurs á þjóðhátíð á Þingvöllum í tilefni þúsund ára Is- landsbyggðar árið 1874. Aðgangseyr- ir er 6.500 krónur. Seldar verða pak- kaferðir frá Reykjavík, Selfossi, Þor- lákshöfn, Hellu og Bakkaflugvelli. Frá Reykjavík kostar pakkinn um 12.000 krónur ef farið er með flugi en rúmar 9.000 krónur ef farið er með rútu og Heijólfi. Frá Selfossi og Þorlákshöfn kostar pakkinn 8.600 krónur. Ef farið er með flugi frá Hellu kostar það ásamt aðgöngumiða tæpar 11.000 krónur en frá Bakka 9.500. í Vík í Mýrdal verður haldin fjöl- skylduhátíð eins og undanfarin níu ár. Dagskrá hátíðarinnar snýst að mestu leyti um útivist, leiki og íþrótt- ir. Öflug gæsla verður á tjaldsvæðinu allan sólarhringinn. Á laugardags- morgninum fer fram AGFA-ljós- myndamaraþon og fá þátttakendur afhenta eina 12 mynda ljósmyndaf- ilmu og fjögur verkefni að kljást við. Vegleg verðlaun eru í boði. Þá verður m.a. haldið víðavangshlaup, veiði- keppni og söngvarakeppni barna og unglinga. I Kirkjubæjarkoti í Fljótshlíð halda Hvítasunnumenn landsmót sitt, Kot- mót, og eru allir velkomnir. Þar verð- ur fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurs- hópa, s.s. biblíulestrar, unglingasam- koma og barnamót. Aðgangsmiðinn kostar 5.000 krónur en fyrir stakan dag kostar 1.800. I Múlakoti í Fljótshlíð verður haldin Fjölskylduhátíð Flugmálafélagsins. Þar verður m.a. sýnt listflug, fallhlíf- arstökk, módelflug, vélflug og svif- drekaflug. Einnig verður sérstök dag- skrá ætluð börnum. Að Úlfljótsvatni verður haldið Fjölskyldumót Úlla. Þar gefst fólki m.a. tækifæri til að prófa bjargsig, og vatnasafarí, fara í gönguferðir og taka þátt í Ólympíuleikum Úlfljóts- vatns. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og 500 krónur fyrir börn 6-12 ára. Börn undir 6 ára aldri fá ókeypis að- gang. Tjaldstæðið að Laugarvatni verður opið um verslunarmannahelgina. Boð- ið verður upp á dagskrá sem miðast fyrst og fremst við þarfir fjölskyldu- fólks. Gæðatröllið Laugi ekur gestum tjaldstæðisins í sund, farið verður í leiki og á laugardagskvöldið verður varðeldur kveiktur og flugeldum skot- ið á loft. Á sunnudeginum verður Ols- en Olsen keppni og um kvöldið verður dansað við tjaldmiðstöðina. Austurland Á Neskaupstað verður haldin í þriðja skipti fjölskylduhátíðin Neista- - flug ’95 og verður hún með . svipuðu sniði og áður. Ferðafélag Neskaupstaðar stendur að hátíðinni. Að- gangseyrir er enginn og “ boðið verður upp á frí tjald- Meðal skemmtikrafta verða Fjölskylduhá- tíðir verða haldnar víða Skipulög ð hátíðarhöld u m verslunarmannahetginaj Siglufjörður '• Skagaströnd ' /jjf*— /\ V Akureyri Miðgarður ',\i U \ ■■ \ , A Vopnafjörður (•■ A ‘leskaupstaður 4 Hellnar ( AVatnaskógur ALaugarvatn Útfijótsvatn 4 Galtalækur " ■ N\ .Kirkjulækjarkpt^rkjubæjaíMaustur . \AMúlakot r VestmannaeyjarA Galtalækur: Bindindismót. Fjölskylduhátíð. Greiða þarf fyrir aðgang. Kirkjulækjarkot: Kotmót. Greiða þarf fyrir aðgang. VíkíMýrdal: Víkurhátíð. Fjölskylduhátíð. Frítt inn á svæðið. Kirkjubæjarklaustun Alþjóðleg tónlistarhátíð. Áfengisbann á tónleikasvæði. Greiða þarf fyrir aðgang. Múlakot: Fjölskylduhátíð Flugmálafélagsins. Úlfljótsvatn: Fjölskyldumót Úlla. Greiða þarf fyrir aðgang. Laugarvatn: Dagskrá á tjaldsvæðinu fyrir fjölskyldufólk. Vestmannaeyjan Þjóðhátíð. Greiða þarf fyrir aðgang. Vatnaskógur. Sæludagar. Fjölskylduhátíð. Greiða þarf fyrir aðgang. Hellnan Snæfellsásmót. Greiðaþarf fyriraðgang. Skagaströnd: Kántrýhátíð. Fjölskylduhátið. Miðgarður: Miðnæturtónleikar. Siglufjörður: Síldarævintýri. Fritt inn á svæðið. Akureyri: Halló Akureyri. Fjölskylduhátíð. Neskaupstaður: Neistaflug ’95. Fjölskylduhátíð. Greiða þarf fyrir aðgang. Vopnafjörður: Vopnaskak ’95. Fjölskylduhátíð. Greiða þarf fyrir aðgang að einstökum dagskráriiðum. stæði. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar ásamt Helgu Möller, bítlahljómsveitin Sixties, Páll Óskar og milljónamær- ingarnir, Sólstrandargæjarnir og Ózon. Auk þess verður boðið upp á fjölda skemmtiatriða. Hápunktur há- tíðahaldanna verður á sunnudegi, sem endar með varðeldi og flugeldasýn- ingu í Lystigarði bæjarins. Vopnaskak ’95 verður haldið á Vopnafirði um verslunarmannahelg- ina. Þar verður m.a. haldið unglinga- ball þar sem hljómsveitirnar Sixties og Bananas leika fyrir dansi. Einnig verða leiktæki, götuleikhús og útimarkaður á hátíðinni auk töfram- annsins Mighty Garreth sem sýnir kúnstir sínar. Á laugardaginn verður Burstafellsdagur en þá verða gamlar vinnuaðferðir sýndar og lummur bak- aðar á hlóðum. Vesturland Sæludagar í Vatnaskógi verða haldnir í Vatnaskógi á vegum Skógar- manna KFUM í samvinnu við einstakl- inga og hópa innan kirkjunnar. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir. Sælu- dagar eru áfengislaus hátíð og verður þar margt á döfinni fyrir alla aldurs- hópa. Haldnar verða kvöldvökur, farið í ratleik og keppt í róðri á vindsæng- um svo fátt eitt sé talið. Aðgangseyr- ir er 2.700 krónur fyrir gesti utan þá sem eru yngri en 13 ára og eldri en 67 ára, þeir fá ókeypis aðgang. Þá er veittur afsláttur fyrir fjölskyldur með unglinga undir 16 ára aldri. Snæfellsássmót verður haldið á Brekkubæ á Hellnum. Dagskrá móts- ins verður rýmri en undan- _______ farin ár svo fólk fái tæki- færi til að tengjast og kynnast. Lögð verður áhersla á námskeið og dagskrá sem gestir móts- ins geta tekið virkan þátt í. Þar kenn- ir margra grasa svo sem heilunar- vígslu, hópheilunar, rúnanámskeiðs, samskiptanámskeiðs og grasaferðar. Bandarískur vökumiðill verður meðal annarra á mótinu. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og ókeypis fyrir börn yngri en 14 ára. Norðurland Kántríhátíð á Skagaströnd er ætluð fjölskyldufólki. Á dagskrá verða rat- leikir, vatnsfótbolti, útitónleikar, kántrýídansasýning og fieira. Tvennir Margar áfengislausar hátíðir dansleikir verða haldnir öll kvöldin þar sem Hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar og Kúrekamir leika fyrir dansi. Hestaleiga verður starfrækt og áætlað er að halda gospelmessu í kirkjunni. Útvarp Kántríbær verður með sérstaka dagskrá allan sólarhringinn þar sem fram koma ýmsir dagskrárgerðarmenn og að sjálfsögðu verður Hallbjöm Hjartarson staddur á hátíðinni. Norðurlandsmót í golfi verður einnig haldið á Skagaströnd og Blönduósi um verslunarmannahelg- ina. Þar verða spilaðar 36 holur, 18 holur á vellinum við Blönduós og 18 holur á vellinum við Skagaströnd. Síldarævintýrið á Siglufirði verð- ur á sínum stað. Eins og nafnið bend- ir til verður horfið til gömlu og góðu síldaráranna, síld söltuð, síldarsöngv- ar sungnir og harmoníkan þanin. Tí- volí verður opið alla helgina og dans- leikir haldnir á hveiju kvöldi. Á laug- ardaginn verður sjósleðaleiga opin og haldið verður sjóstangaveiðimót. Á Akureyri verður haldin fjöl- skylduhátíðin Hailó Akureyri. Að --------- vanda verður fjölbreytt dagskrá í boði. Franska lúðrasveitin L’enfant de Bayard leikur í göngugöt- unni, farið verður í ratleil- í Kjarnaskógi og dansai verður öll kvöld. Meðal skemmti- krafta verða Sálin hans Jóns míns, Stjórnin, Sigga og Grétar og Pált Óskar og milljónamæringarnir. Þá verður farið í útsýnissiglingu um Eyjafjörð og í siglingu til Hjalteyrar. Hljómsveitin SSSól heldur tvenna miðnæturtónleika í Miðgarði um verslunarmannahelgina, á föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitirna: Sólstrandargæj arnir, Skítamórall BCLB og Bylting troða einnig upp Næg tjaldstæði eru í Varmahlíð 0£ er öll aðstaða þar til fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.