Morgunblaðið - 28.07.1995, Page 31

Morgunblaðið - 28.07.1995, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ1995 31 FRÉTTIR Ný verslun í Borgarkringlunni Morgunblaðið/Júlíus. Fimmtán þús- und skópör FYRSTI skógámurinn, sem Steinar Waage skóverzlun hf. hefur safnað notuðum skóm í á þessu ári, er nú tilbúinn til flutn- ings og fer til hjálparstofnunar kirkjunnar í Þýzkalandi. í gámn- um eru um 15 þúsund pör. Fyrirtækið safnaði notuðum skóm til hjálparstarfs fyrir tveim- ur árum og fóru þá þrír gámar úr landi. Til fyrirtækisins var nú leitað eftir hjálp fyrir íbúa Grænhöfða- eyja og var ætlunin að senda skóna með skipi, sem þangað á að fara í haust. Söfnunin gekk hins vegar svo vel, að þegar kom- ið var í gáminn, var ákveðið að senda hann til Þýzkalands og hefur annar gámur þegar verið tekinn frá fyrir fleiri skó. A myndinni er Snorri Waage að ganga frá gámnum til Þýzka- lands. Gönguferð um Vestureyna HEFÐBUNDIN helgardagskrá í Viðey er fólgin í gönguferð með leiðsögn á laugardögum. Annan hvern sunnudag er messa í Við- eyjarkirkju, en alla sunnudaga er staðarskoðun kl. 15.15. Auk þess er ljósmyndasýning opin í Viðeyjarskóla alla eftirmiðdaga og svo er hestaleiga starfandi alla daga. Tjaldstæði eru einnig leyfð í eynni. Á morgun verður gönguferð um Vestureyna. Farið verður frá kirkjunni kl. 14.15. Ferðin tekur um einn og hálfan tíma og rétt er að vera vel búinn til fótanna. Á sunnudag kl. 14 messar sr. Þórir Stephensen og fermir í messunni einn dreng. Sérstök bátsferð verður með kirkjugesti kl. 13.30. Eftir messu verður svo staðarskoðun. Veitingar eru seld- ar í Viðeyjarstofu. Bátsferðir eru úr Sundahöfn á klukkustundar fresti frá kl. 13 um helgar. Stokkur undir stubbana ÆSKULÝÐSSAMBAND íslands hefur hrundið af stað náttúru- verndarátaki sem kallast „Stubbastokkur náttúrunnar vegna“, til verndar íslenskri nátt- úru. Áfengis- og tóbaksverslun rík- isins lét hanna „stokk“ sem er ætlaður undir vindlingastubba og tyggigúmmí. Stokkurinn er framleiddur í plastverksmiðjunni Sigurplasti í Mosfellsbæ. Hann er íslensk hugmynd og hönnun NÝLEGA opnaði í Borgar- kringlunni verslunin Dekor. Verslunin hefur á boðstólum silfurfatnað, bæði fyrir dömur og herra, slæður, bindi, jakka, stuttbuxur, náttföt o.fl. Stærsti vöruflokkur verslunarinnar er handsaumuð bútasaumsrúm- teppi í mismunandi gerðum. og hefur verið framleiddur í nokkrum litum. Stokkurinn er lítið stærri en Opal-pakki. Stokkurinn er opnaður að ofan með því að lokið er dregið frá. Við opið er lítil stálfjöður sem hægt er að nota til að drepa í vindlingum. Síðan er vindlinga- stubbnum stungið í stokkinn og lokið dregið fyrir aftur. Ef um tyggjónotanda er að ræða þá er hægt að snúa lokinu við þá er fjöðurin ekki fyrir, síðan má tæma stokkinn í næstu rusla- tunnu þegar stokkurinn er orðinn fullur. Fátt er leiðinlegra þegar gengið er um náttúru Islands en að sjá vindlingastubba og tyggjó- Einnig er verslunin með silki- bútasaumsteppi. Sérstakt tækifærisverð er á öllum vör- um verslunarinnar þessa dag- ana. Afgreiðslutími er frá kl. 10-18.30 virka daga og 10-16 laugardaga. Rekstraraðilar eru Om Arnarson og Sophus J. Bjömsson. klessur á víð og dreif, segir í fréttatilkynningu. íslandsbanki og Olíuverslun íslands gerðust styrktaraðilar átaksins. Stokknum verður dreift á afgreiðslustöðum íslands- banka, Olís og hjá langferðabíla- stöðvum um land allt. ■ GÖTULEIKHÚSIÐ setur upp útisýningu í porti Hafnar- hússins við Tryggvagötu á föstudagskvöldið kl. 23. Þar verður sett upp skrautsýning þar sem við sögu koma karlakórinn Silfur Egils, sönghópurinn Gall- iard, fimleikamenn úr Ármanni, rokkhljómsveit og ýmsir aðrir. Flugdagur Flugtaks á Reykjavíkur- flugvelli FLUGSKÓLINN Flugtak heldur sinn árlega flugdag á morgun, laugardag. Eins og áður verður mikið um að vera og má þar nefna listflug, fallhlífarstökk, lágflug farþegaþotna, svifflug, útsýnisflug með flugvélum og þyrlum, flug módelflugvéla o.fl. Dagskráin stendur frá kl. 14-16 og verður við gamla flug- turninn á Reykjavíkurflugvelli. Útsýnisflugið hefst kl. 13 og stendur til kl. 18. Grillaðar pylsur og kók á staðnum. Allir velkomir og aðgangur ókeypis. Gróðurkorta- námskeið HIÐ íslenska náttúrufræðifélag efnir til námskeiðs í notkun og gerð gróðurkorta laugardaginn 12. ágúst. Námskeiðið hefst kl. 10 í fund- arsal Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins á Keldnaholti á korta- kynningu og starfsaðferðum, en síðan fara fram hagnýtar æfing- ar úti í náttúrunni sjálfri. Leiðsögumenn verða náttúru- fræðingarnir Ingvi Þorsteinsson, Einar Gíslason og Guðmundur Guðjónsson. Námskeiðið er ætlað almenningi, skipulagsaðilum og öðrum sem hafa not af gróður- kortum í starfi sínu. Skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu HÍN. HROSSARÆKTARBÚIÐ á Árbakka á Landi í Rangárþingi. A Hrossaræktarbúið á Arbakka Hestasýningar alla laugardaga SÖLUSÝNINGAR á folöldum og kynbótahrossum verða á hrossa- ræktarbúinu á Árbakka í Land- sveit alla laugardaga í sumar líkt og verið hefur undanfarin ár. Hrossin á Árbakka eru öll af Kolkuóssgrein hins þekkta Svaða- staðastofns, en ræktun þessa gæð- ingakyns má rekja allt aftur til miðrar 18. aldar. Mörg hrossanna frá Árbakka hafa tekið þátt í sýning- um og keppni á undanfömum ámm og em sum þeirra meðal hæst dæmdu kynbótahrossa landsins. Folöldin í sumar eru undan bæði þekktum kynbótahestum og ung- um, vel ættuðum og efnilegum ungfolum. Meðal þeirra má nefna Sokka frá Kolkuósi, Loga frá Skarði og Vökul og Svaða frá Ár- bakka. Á sölusýningunum eru til sýnis hryssur og stóðhestar á öllum aldri og nokkrir tugir folalda. Sýning- arnar eru sem fyrr segir alla laug- ardaga, en einnig er unnt að skipu- leggja sýningar aðra daga, sé þess óskað. Utsölumarkaður Olís OLÍS opnaði útsölumarkað í 500 fm sölutjaldi við þjónustustöðina Álfheima í gær. Á útsölunni kennir ýmissa grasa; þar verða til sölu gasvörur ýmis- konar, allra handa viðleguútbúnað- ur, leikföng, grill o.m.fl. Verðlækkun frá almennu útsölu- verði er umtalsverð en dæmi eru um að vara lækki um allt að sjötíu prósent. Útsalan verður opin frá 12-20 í í dag, föstudag, og frá 10-18 laug- ardag og sunnudag. Haukadal í Biskupstungum laugardaginn 29. júlí kl. 13:30-17:00 verður opinn dagur í Haukadalsskógi ■ Við förum í gönguferðir, Mustum á tóMist og gæðum okkur á veitingum í skóginum. ■ Tréálfurinn kemur og heilsar upp á bömin og gefur þeim eitthvað skemmtílegt til minningar um sig. Veltíbíllinn frá Ökuleikni verður á staðnum. ■ Þið akið sem leið liggur að Geysi og þaðan er leiðin greið inn í Haukadalinn. Takið fram gönguskóna og gangið með okkur um skóginn. íslenskir skógar eru fyrir þig og þeir eru forvitnilegri en þig grunar. MYLLAN M Skógrækt meö Skeljungi Við grillum SS pylsur í Myllubrauði, og rennum því niður með Pepsí. Einrng verður El-Marino kafh á könnunni, Frónkex og Oscars sveppasúpa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.