Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.07.1995, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUgtCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ný frumvarpsdrög gera ráð fyrir breytingum á stimpilgjöldum Hugmyndir um breikkun skattstofns FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að stimpilgjöld valdi óhag- ræði á íslenskum fjármagnsmarkaði en frá því í vor hafa legið fyrir drög að frumvarpi um breytingar á stimpilgjaldtöku í fjármálaráðuneytinu. Þar er m.a. bent á nauðsyn þess að stimpilgjöld af markaðsverðbréfum verði annaðhvort lækkuð eða afnumin og að stimpilgjöld af skuldaskjölum verði tengd við lánstíma, að sögn ijármálaráðherra. Einnig er gert ráð fyrir að skattstofninn verði breikkaður til að afla tekna á móti þeim tekju- missi sem hlytist af öðrum breytingum á stimpilgjaldtökunni. Meðal hug- mynda sem nefndar hafa verið i því sambandi er álagning stimpilgjalda á sölu aflaheimilda og ýmsa leigu- og sölusamninga. Útlit fyrir tap á rekstri ÚA ÚTLIT er fyrir að tap verði á rekstri Útgerðarfélags Akureyringa hf. á árinu. Miðað við reksturinn fyrri hluta ársins gæti tapið í heild orðið A annað hundrað milljónir, sam- Kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, en stjómendur félagsins vinna að því að draga úr því. A síðasta ári varð hagnaður upp á 155 milljónir kr. af rekstri Útgerð- arfélagsins. Lakari afkoma nú er fyrst og fremst rakin til skakkafalla vegna verkfalls sjómanna og lækkunar bandaríkjadals sem hefur tekjutap í för með sér vegna þess hvað stór hluti framleiðslunnar er seldur í doll- urum. Einnig hefur minnkandi grá- lúðuveiði slæm áhrif á reksturinn. Draga úr kostnaði Á móti kemur að karfaveiði togara félagsins hefur gengið vel að undan- förnu og reynt hefur verið að lækka launakostnað með því að draga úr yfirvinnu og spara í veiðarfærum. Þá hefur verið haldið áfram við að bæta framleiðsluna til að auka verð- mæti afurðanna. Háværar raddir hafa komið upp að undanförnu um að breyta stimp- ilgjöldum eða leggja þau niður en að sögn Friðriks er ekki einfalt mál að afnema stimpilgjaldið enda er það umtalsverður tekjustofn fyrir ríkissjóð. Á þessu ári er áætlað að stimpilgjöld skili ríkinu 2.435 millj- ónum króna. Umfjöllun um frum- varpsdrögin er ekki lokið. Seðlabankinn telur ýmsa ókosti við gjaldtökuna í greinargerð sem peningamála- deild Seðlabanka íslands tók saman á seinasta ári, um hugsanleg áhrif stimpilgjaldtöku á þróun ijármagns- markaða, segir að breyta þurfi lög- unum um stimpilgjöld frá 1978, þannig að þau hindri ekki eðlilega þróun á íslenskum verðbréfamark- aði_. I skýrslu OECD um stimpilgjald- töku í ýmsum löndum, sem fylgir greinargerð Seðlabankans, segir að aukið frelsi ljármagnsmarkaða í OECD-löndum hafi leitt til minni skattheimtu á ijármagnsfærslur. Þar kemur fram að í OECD-löndum hefur þróunin verið sú að afnema eða lækka stimpilgjöld á fjármagns- færslur og að af 20 OECD-löndum séu engin stimpilgjöld á fjármagns- færslum i 13 þeirra. Heimtur úr helju ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, bjargaði í gær norskum kajakræðara, Jan Fasting, af ísjaka um 170 sjómílur norður af fslandi. Gæsluvélin TF-SYN hafði þá fundið manninn með hjálp neyðarsendis. Jan fór frá Grænlandi á mánudag áleiðis til íslands, en lenti fljótlega I hafís. Hann slapp undan ísbjörnum sem gerðust áleitnir, en ísinn var svo ógreiðfær að hann ákvað að kalla eftir hjálp. Þyrlan sveif yfir ísnum með nefið upp í vind- inn meðan sigmaður hennar hjálpaði Jan að bjarga föggum sínum. Morgunblaðið/Halldór B. Nellett Næsta leikár LR Nýjungar og ný ís- lensk verk LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýn- ir fjögur ný íslensk leikverk á stóra sviðinu á næsta leikári, þ.á m. nýja leikgerð Bríetar Héðinsdóttur á Is- landsklukku Halldórs Laxness. Á litla sviðinu verður m.a. frumsýnt nýtt verk eftir Ljúdmílu Raz- umovskaju, höfund Kæru Jelenu. Af nýjungum í starfseminni má nefna að í forsal verða hádegisleik- sýningar og myndlistarsýningar. Þar verður einnig flutt kammertón- list fyrir leiksýningar og í hléi. ■ Ný íslensk verk/18 ■ „Ég er þakklátur .. ./4 Mannbjörg þegar trilla sökk MANNBJÖRG varð þegar lítil trilla, Valborg BA 130, sökk 17 sjómílur vestur af Blakk við Patreksfjörð um kl. 23.20 í gærkvöldi. Ekki er vitað um tildrög slyssins en maðurinn, sem var einn á báti, fór í sjóinn en komst um borð í gúmbjörgunarbát skömmu síðar. Ágætis veður var á slysstað. Vélbáturinn Hafliði BA kom að Valborgu eftir að skipveijinn hafði skotið upp neyðarblysi. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Patreksfirði bjarg- aðist skipveiji Valborgar BA í gúmbát og var Hafliði á leið til Patreksfjarðar í nótt með skip- brotsmanninn og var áætlaður komutími þeirra þangað klukk- an tvö. ■ Stefnir í 100 milljóna/15 ■ Hindra þróun/22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.