Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 IDAG MORGUNBLAÐIÐ Fáðu Moggann til þín í fríinu Morgunblaðið þitt sérpakkað á sumarleyfisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 569 1 1 22 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. - kjarni málsins! Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblaósins og fá blaöið sent á eftirfarandi sölustab á tímabilinu frá til □ Esso-skálinn, Hvalfirbi □ Laufib, Hallormsstað □ Ferstikla, Hvalfiröi □ Söluskálar, Egilsstööum □ Sölustaöir í Borgarnesi □ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri □ Baula, Stafholtst., Borgarf. □ Víkurskáli, Vík í Mýrdal □ Munaöames, Borgarfiröi □ Hlíöarlaug, Úthlíö, Biskupst. □ Bitinn, Reykhoitsd., Borgarf. □ Laugarás, Biskupstungum □ Þjónustumiöstööin Húsafelli □ lijamabúö, Brautarhóli □ Hvítárskáli v/Hvítárbrú □ Verslun/tjaldmiöstöö, Laugarv. □ Sumarhótelib Bifröst □ Verslunin Grund, Flúöum □ Hreðavatnsskáli □ Gósen, Brautarholti □ Brú í Hrútafirði □ Árborg, Gnúpverjahreppi □ Staðarskáli, Hrútafirði □ Syöri-Brú, Grímsnesi □ Illugastaöir □ Þrastarlundur □ Hrísey □ Ölfusborgir □ Grímsey □ Shellskálinn, Stokkseyri □ Grenivík □ Annaö □ Reykjahlíö, Mývatn NAFN__________________________________ . KENNITALA______________________________________ HEIMILI______________________________________________ PÓSTNÚMER______________________SÍMI__________________ Utanáskriftin er: Morgunbla&ib, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags „Bréf félagsmálaráðu- neytisins. UNDIRRITAÐUR vill færa Ragnari Þóroddssyni þakkir fyrir að hafa komið á framfæri við Velvakanda bréfí frá félagsmálaráðu- neytinu þar sem tilkynnt er um veitingu atvinnu- leyfís. Bréfið er birt í Morgun- blaðinu sl. sunnudag. Til- efnið eru villur bæði í ís- lenskum og enskum texta bréfsins. Bréfíð er þörf áminning til þeirra sem reiða sig á tölvuvinnslu umsókna af ýmsu tagi. Þeir, sem til þekkja, vita að nokkum tíma tekur að komast fyrir viliur í tölvu- forritum og stundum virð- ist nánast útilokað að kveða þær niður fyrir fullt og allt. Þetta gildir að því er varðar bréf félagsmála- ráðuneytisins til Ragnars. Hér er um að ræða upp- setningu á bréfí sem notuð var í tilraunum við að tengja saman upplýsingar í gagnagrunni og staðlað form á tilkynningu. Hún átti ekki að vera í tölvufor- rotinu. Þess skal getið að enn ein tilraun hefur verið gerð til að eyða þessari útgáfu bréfsins. Að fenginni reynslu er ástæða til að lofa ekki of miklu þegar tölvutæknin er annars veg- ar. Þó verður að ætla að nú séu dagar prentvillupúk- anna í bréfinu hans Ragn- ars taldir. Gylfi Kristinsson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneyti." Nauðg’un í UNGLINGAÞÆTTI Morgunblaðsins, Hring- borðinu, er 1. ágúst fjallað um þann hrottaskap sem nauðgun er. Rætt er við Steingerði Kristjánsdóttur hjá Stígamótum og einnig sagt frá komungri stúlku sem varð fyrir slíkri lík- amsárás á útihátíð. Steingerður segir að ekkert sé hægt að gera til að koma í veg fyrir nauðg- un og heldur ekki nein rétt viðbrögð til við henni. Þessu vil ég mótmæla. Besta vömin er algjör bindindissemi á áfengi og eiturefni hverskonar (ég er sammála lækni sem sagði í útvarpsviðtali að vímuefni væri of vægt orð yfír óþverrann). Nauðsyn- legt er einnig að vinkonur haldi hópinn og sjálfsagt mál að hver einasta ung stúlka á slíkum hátíðum sé með skátaflautu á sér og líka lítinn hárlakks- brúsa sem sprauta má í augu árásarmanns ef önn- ur ráð bregðast. Best er auðvitað að halda sig heima ef líklegt er að skrílmenni fjölmenni á staðinn. Rannveig Tryggvadóttir, þýðandi. Tapað/fundið Húfa tapaðist VÖNDUÐ húfa frá Útilíf tapaðist sl. mánudag í Kringlunni á 2. hæð líklega milli Hagkaups og Penn- ans. Húfan er úr rauðu efni, með hnapp efst á kollinum og bundin undir höku. Skilvís fínnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 557-2726. Silfurarmband tapaðist SILFURARMBAND merkt Óskari Halldórssyni tapaðist og fannst á Flúðum. Kona (Margrét) búsett í Kópavogi fann armbandið en eigandinn hefur tapað heimilisfangi konunnar og biður hana því að hafa samband við sig í síma 566 7530. Gæludýr Alexander er týndur ALEXANDER, sem er smávaxinn grábröndóttur fress, hvarf að heiman frá sér að Hnoðraholti, Garðabæ, 27. júlí sl. Hann er eymamerktur G-5028 og með rauða ól. Geti ein- hver gefíð upplýsingar um ferðir hans vinsamlega hafíð samband í síma 565-8035 eða 568-6844. Farsi VAISbLASS/ceOCTHHO-T O1993F»rcmC«ftaon^0Brtribul8dby UrteraalPreM SynttaUa „Egvona Otvrw þreytturd fuglafr^L og cLui ■,z BRIDS Umsjón Guöm. Páll Arnarson ÞJÓÐVERJAR hafa á að skipa ungu, en mjög efnilegu liði, sem vafalítið á eftir að láta til sín taka á viðkom- andi Evrópumótum. { leikn- um við Frakka á EM í Vil- amoura sýndi Þjóðveijinn Klaus Reps meira hug- myndaflug en Paul Chemla, en báðir voru þeir sagnhafar í vonlitlum þremur gröndum: Norður gefur, allir á hættu. Norður ♦ DIO ♦ 976 ♦ KDG842 + 43 Vestur Austur ♦ Á98 ♦ 7432 iiiiii:» ♦ Á106 ♦ KG9872 Suður ♦ KG65 ♦ ÁK4 ♦ Á1065 ♦ D5 Útspilið var hjartadrottn- ing í báðum tilfellum og Chemla reyndi strax í öðrum slag að stela níunda slagnum á spaða. En Michael Gro- möller í vestursætinu var vel vakandi. Hann rauk upp með ásinn, lagði niður laufás og spilaði meira laufi: þrír niður og 300 í AV. Reps taldi ólíklegt að svo reyndir spilarar sem Lebel og Mari myndu falla fyrir slíku bragði og beitti öðru, sem hann taldi líklegra tií árangurs. Eftir að hafa tekið fyrsta slaginn á hjartaás fór hann inn í borð á tígul og spilaði laufí á drottninguna!! Mari drap á ásinn og lagði niður spaðaás. Hann fékk tvistinn frá makker, sem er frávísun samkvæmt þeirra aðferðum. Mari hugsaði sig nú um í langan tíma, en ákvað svo að spila meiri spaða. Hann taldi hugsan- legt að Lebel væri með KG72 í spaða, en þá gat hann ekki fómað sjöunni til að kalla í litnum. Reps þakkaði fyrir sig og skráði 660 í dálkinn. Kannski verður þetta spil til þess að Frakkamir taki upp lág-há köll! Víkveiji skrifar... VEGNA Víkverja á miðvikudag- inn hafði Sófus Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, samband við blaðið. Hann kvaðst vilja taka undir með Vík- verja um einstæðan árangur Skaga- manna í knattspyrnu. En hann kvaðst einnig vilja benda á aðstöðu- mun á Akranesi og hér í Reykjavík. Tók hann sem dæmi að í öllum Vesturbænum væru aðeins þrír grasvellir til knattspyrnuiðkunar, allir á svæði KR, umkringdir tveggja metra hárri girðingu. Hvergi væri grasblett að finna fyr- ir krakka, sem vildu leika sér í knattspyrnu. Hins vegar hefði hann frétt að á Akranesi væru 22 gras- vellir, þar af 9 í umsjá Iþrótta- bandalags Akraness. Sófus sagði að sömu sögu væri að segja um körfuboltann. Við Melaskólann væri eina einustu körfu að fínna og þegar haft væri samband við borgaryfirvöld væru svörin þau að ekki stæði til að fjölga körfum því það væri alltaf verið að vinna á þeim skemmdarverk. Sófus sagðist vita til þess að í þekktum körfuboltabæjum úti á Iandsbyggð- inni væru körfur út um allt og nú stæði til að flóðlýsa körfuboltavell- ina svo krakkamir gætu leikið sér í körfubolta allan sólarhringinn. XXX ARNA hreyfir Sófus eftirtekt- arverðu máli. Víða á lands- byggðinni er kapp lagt á það að skapa krökkunum góða aðstöðu til íþróttaiðkana og það hefur skilað sér í afreksfólki síðar meir. Vík- veiji veit t.d. að á Akranesi er íbúða- byggðin þannig skipulög að gert er ráð fyrir túnblettum fyrir krakka til að spila á fótbolta. Á sama tíma kvarta íbúar höfuðborgarinnar yfir því að ekki sé gert ráð fyrir leik- svæði fyrir börnin þegar ný hverfí eru skipulögð. Gaman væri að heyra sjónarmið borgaryfirvalda í þessu máli. xxx VÍKVEJRI þurfti á dögunum að endumýja vegabréfið sitt. Hann skrapp því á ljósmyndastofu og lét smella af sér mynd og ark- aði síðan á lögreglustöðina og skrif- aði umsóknareyðublað. Þegar spurt var hve langan tíma tæki að af- greiða vegabréfíð var því svarað að það tæki allt að 5 daga! Vík- veiji lýsti undmn sinni yfir þessum langa afgreiðslufresti og kurteis afgreiðslustúlkan svaraði því til að það væm svo margir að endurnýja vegabréfín sín núna. Víkveiji hélt í einfeldni sinni að hjá lögreglustjóraembættinu i Reykjavík væri hægt að láta fólk vinna aukavinnu við útgáfu vega- bréfa þegar kúfurinn væri mestur. Það væri ábyggilega gert ef einka- fyrirtæki sæi um útgáfu vegabréfa. í það minnsta ætti embættið að hafa næg fjárráð til þess að láta vinna aukavinnu, því það kostar heilar 4.000 krónur að endurnýja vegabréfið! Þessi upphæð er langt umfram kostnað við endurnýjunina svo Víkverji getur ekki séð annað en þama sé verið að skattleggja fólk. Ætli þetta standist ákvæði þeirra alþjóðasamninga sem við höfum verið að gangast undir á síðustu misserum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.