Morgunblaðið - 20.08.1995, Side 27

Morgunblaðið - 20.08.1995, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 27 MINNINGAR + Lilja fæddist á Þingeyri í Dýrafirði. Hún lést á Hrafnistu 10. ág- úst sl. Hún var elst systkina, dóttir Sig- urðar Fr. Einars- sonar kennara og Þórdísar Jónsdótt- ur, konu hans. Börn þeirra voru níu og fósturbörn tvö. 011 eru þau látin nema fjórar systur. Þær eru Fjóla, gift Steingrími Guð- mundssyni, Þór- unn, sem er vistmaður á Hrafn- istu, Asta, sem er búsett í Bandaríkjunum og Hrefna, sem er gift Kjartani Th. Ingimund- arsyni. Lilja var jörðuð í kyrr- þey 17. ágúst sl. ER ÉG tek mér penna í hönd til að minnast systur okkar er mér efst í huga þakklæti til guðs fyrir að leyfa henni að lifa þessi fjöl- mörgu ár án mikilla þrauta. Hún bar aldurinn vel, enda sérlega skap- góð kona og að eðlis- fari lífsglöð. Hún var þakklát og átti ávallt nóg til að gefa af sjálfri sér. Hún var falleg kona jafnvel fram á síðustu stundu. Lilja var gift Halldóri Sigur- björnssyni frá Bolung- arvík. Þau eignuðust ijögur yndisleg börn, en misstu yngsta barn- ið á unga aldri. Lilja var frábær húsmóðir og myndarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún vann mik- ið af listmunum og eftir hana liggja fjölmargar myndir. Lilja vann lengst af hjá Magnúsi I. Magnússyni stórkaupmanni. Hann var giftur móðursystur ókkar Helgu Jónsdóttur. Á þeim tíma dvaldist ég hjá þeim og var sá tími lærdómsrík- ur fyrir mig. Lilja var mikið fyrir fagra tónlist og söng sjálf af hreinni list og kom það sér vel .fyrir mig, sem þá var að byrja að nema og læra söng. Þau hjónin voru mjög samhent og heimilislíf þeirra gott. Tíminn leið og kom að því að þau fluttust til Reykjavíkur, en ég fylgdi systur minn ætíð eftir. Eftir að börn þeirra voru öll farin af landi brott fórum við að vera meira sam- an á ný, en svo skildu leiðir eins og eðlilegt er eftir að ég gifti mig. Þá flutti ég til Patreksfjarðar og byrjaði nýtt líf. Þau hjón ferðuðust oft út til barna sinna og dvöldu þar langtímum saman og var það dá- samlegt, því milli þeirra ríkti ætíð mikill kærleikur. Síðar, er aldurinn færðist yfir, fluttu þau á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar andaðist Halldór og nú Lilja. Við systurnar og fjölskyldur okk- ar viljum þakka öllum á sjúkrahúsi Hrafnistu, jafnt læknum sem öðr- um, fyrir frábæra umönnun og hlý- hug er þau sýndu Lilju. Við vottum bömum, tengdabörnum og bama- börnum Lilju okkar dýpstu samúð. Ég bið góðan guð að styrkja þau í þeirra djúpu sorg. Elsku Lilja systir, við kveðjum þig með þessum fátæklegu orðum. Kristalsdögg í guðdómsbirtu glitrar, geislandi stjömur gylla haf og sund. I morgunljóma táraflóðin titra, og tónabylgjur fagna þínum fund. Nú ertu sæl vor elskulega systir, sólargeislar kyssa mjúka mund. Friður guðs blessi þig. Hrefna. LILJA SIGURÐARDÓTTIR t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR - frá Guðlaugsvík; Fljótaseli 21, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 18. ágúst. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÓLAFUR ELÍASSON fyrrverandi kaupmaður, Blönduhlíð 27, lést í Landspítalanum þann 18. ágúst 1995. Jón Kristinn Jónsson, Sesselja Ingólfsdóttir, Ari Jónsson, Lára Hrönn Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er mðttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbi@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Skilafrest- ur vegna minningar greina Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Heimilisleg heimsborg á ver&i fyrir alla! Þoð er engin tilviljun að þúsundir Islendinga skuli heimsækja Newcastle og margir fari Jbangað aftur og aftur! Newcastle er borg alsnægta þar sem fólk upplifir ævintýri frá morgni til kvölds. ^ Newcastle býður upp á menningu og mannlíf stórborgarinnar en með einu skrefi er hægt að stíga aftur i aldir og upplifa eldfjörugar miðaldaveislur. Newcastle er borg fyrir þig! Verðið á haustferðunum til Newcastle er eins og allt í þessari vinalegu borg, ótrúlegt en satt. Kr. 22*900 fyrir fjögurra daga ferð í miðri viku. Kr. 219.80C fyrir fimm daga helgarferð. ► Kr. 36.800 fyrír vikuferð. > Kr. 39.800 fyrir tíu daga ferð. Verð mi&ast við staðgreiðslu fyrir 15. september. Innifalið í ver&i er flug, flugvallaskattar, gisting og morgunver&ur, fer&ir til og frá fíugvelli í Newcastle og íslensk fararstjóm. Ver& mi&ast vi& mann í tveggja manna herbergi. FERÐASKRIFSTOFAN Skoðið myndir frá Newcastle og upplýsingar til ferðamanni á Internetinu. Heimasíðan heitir: Welcome to Newcastle heimilisfangið er: http://www.ncl.ac.uk/welcome.html 565 2266 JJ í þessu glæsilega húsi eru enn til leigu tvö pláss á 2. hæð. Hvort rými er 288m2 og er hægt að sameina þau í eitt rými, samtals 576m2. Rýmin eru með sérinngangi og möguleika á lyftu. Aðilum sem áhuga hafa á að leigja umrætt húsnæði er bent á að hafa samband við Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf. í síma 562-2991 lSs'i’i’ingalélug Gvlfa og Giunwrs' 'H'arnartáttMl rX'ki!nrl Síuii 562-2991 l-ax 562-2175

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.