Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 19 ERLENT Reuter KONUR úr Amnesty Internatíonal-mannréttindasamtökunum stóðu fyrir mótmælum á óopinberu kvennaráðstefnunni í Huairou í gær. Sýndu þær myndir af tólf konum víðs vegar að úr heiminum sem þær segja sæta mannréttindabrotum. Amnesty mótmælir á óopinberu kvennaráðstefnunni Búist við deilum um fóstureyðingar Huairou, Peking. Reuter. MÁLEFNIN á óopinberu kvennaráðstefnunni eru af ýmsum toga. Japanska konan Ayako Yamaguchi notaði t.d. tækifærið til að mótmæla fegurðarsamkeppnum, sagði að allar konur væru fallegar og að karlar hefðu engan rétt til að mæla fegurð kvenna. Slíkt hefði leitt til ýmiss konar ójöfnuðar. FLEST bendir til þess að fóstureyð- ingar verði eitt af aðalmálum kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna sem hefst í Peking á mánu- dag. Marka menn það af yfirlýsing- um formanns sendinefndar Páfa- garðs, sem kom til borgarinnar í gær. Félagar í mannréttindasamtök- unum Amnesty International stóðu í gær fyrir mótmælum á óopinberu kvennaráðstefnunni sem hófst í Huairou á miðvikudag. Sýndu þeir myndir af tólf konum, þar af tveim- ur kínverskum, sem að þeir segja að mannréttindi séu brotin á. Reyndi lögregla ekki að koma í veg fyrir mótmælin. Talsmaður Páfagarðs, Joachim Navarro-Valls, sagði í gær að tak- mark kirkjunnar væri að koma í veg fyrir að umdeildu orðalagi um virð- ingu kvenna yrði breytt og hindra tilraunir til þess að skilgreina mann- réttindi kvenna sérstaklega. Þá sagði Navarro-Valls að um helming- ur uppdráttar að lokaályktun ráð- stefnunnar væri nú „innan sviga“, þ.e. orðalag sem styrr stendur um. Fóstureyðingar og réttindi kvenna til getnaðarvarna eru á meðal helstu deiluatriðana og hefur Páfagarður lagt á það áherslu á að hann sé ekki reiðubúinn til málamiðlana. Sökuðu konur, sem hlynntar eru því að konur hafi val í þessum efnum, STJÓRNVÖLD á Sri Lanka óskuðu í gær eftir því að Alþjóða Rauði krossinn reyndi að semja um lausn 129 manns, farþega og áhafnar feiju sem uppreisnarmenn Tamíla- tígranna rændu á mánudagskvöld. Er þetta önnur beiðni yfirvalda um aðstoð. Talsmenn Rauða krossins segjast nú þegar hafa brugðist við beiðninni og að þeir hafi reynt að ná sambandi við fulltrúa Tamílanna. Öll samskipti við ferjuna hafa verið rofin. Hún liggur við ankeri talsmenn Páfagarðs um að reyna að beina athyglinni frá þeim málum sem raunverulegu máli skiptu, t.d. mannréttindi. Þá gagnrýndi banda- ríska kvenréttindakonan Rosemary Radford Ruether mjög notkun Páfa- garðs á hugtakinu „virðing kvenna“ undan norð-austurströnd Sri Lanka og reyna starfsmenn Alþjóða Rauða krossins nú hvað þeir geta til að ná sambandi við ræningjana. Ekki er vitað hver líðan fólksins um borð er. Her landsins fylgist glöggt með feijunni en heldur sig í hæfilegri fjarlægð eftir að Tamíla-tígrunum tókst að sökkva báti sem notaður var til að ráðast á þá. Tókst her- mönnum einnig að sökkva tveimur bátum skæruliðanna, sem kostaði að minnsta kosti 30 Tamíla lífið. og sagði hana þátt í því að viðhalda „klerka-, einræðis- og miðstýrðu veldi sem stýrt væri af skírlífum mönnum sem hefðu enga þekkingu á fjölskyldulífi eða kynlífi". Ræða Suu Kyi Talsmaður Amnesty sagði í gær að samtökin teldu til verða að vekja athygli á mannréttindabrotum gagn- vart konum í Kína, þar sem óopinber kvennasamtök sættu ofsóknum. Kín- versku konurnar sem Amnesty Int- ernational vakti athygli á í gær eru 51 árs blaðakona og tíbesk nunna. Á sama tíma og mótmælin voru, streymdu konur til að hlýða á ræðu Aung San Suu Kyi, baráttukonu fyr- ir mannréttindum í Búrma, en ræðan var flutt af bandi, sem smyglað var úr landi. í ræðunni hvatti Suu Kyi konur til þolinmæði en jafnframt til þess að vera óhræddar við að tjá sig, tími væri til kominn að konur fengju raunverulegt tækifæri til að láta að sér kveða. „Án þolinmæði er ekki hægt að styrkja grundvöll lýðræðis og virðingu fyrir mannréttindum og erfitt verður að henda reiður á ár- angri í friðarmálum," sagði Suu Kyi. Mun færri komust að en vildu til að hlýða á mál hennar og voru margar konur sárreiðar vegna aðstöðunnar sem þeim var boðið upp á í Huairou. Skæruliðar ræna feiju við Sri Lanka Reynt að semja um lausn farþega .Colombo. Reuter. Opnum Fú-Man-Chú er nýr kínverskur skyndibitastabur á Grensdsvegi 7. Sannkallabir sælkeraréttir, afgreiddir fljótt og örugglega heim til þín eba þú kemur meb alla fjölskylduna og borbar ú stabnum í vistlegu umhverfi. Ókeypis 2 lítra Pepsí ef þú sækir pöntunina sjálfur! Pantabu tímanlega. Grensásvegi 7 Sími 588 5400 E.BACKMAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.