Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 2 7 ’ahúsin veita sem víðast um landið lús við hlið þess gamla. Á Seyðis- gð upp þarfir „Við höfum rætt þessa hugmynd við sérfræðinga," sagði Matthías Hall- dórsson. „Við héldum fund með bein- asérfræðingum og þvagfærasérfræð- ingum og þeir töldu þetta vera erfitt í framkvæmd. Öll aðstaða úti á landi er verri. Þar er ekki sérhæfðt starfs- fólk sem læknarnir þurfa á að halda. Það er því ekki nóg að flytja skurð- lækninn út á land. Með honum þurfa að fara svæfingalæknar og skurð- stofulið. Auk þess þarf að flytja með ýmis tæki sem ekki er auðvelt að flytja á milli. Sérfræðingarnir sögðu á fundinum að það væri vitlaust að loka sjúkrahús- um í Reykjavík og senda lækna og sjúklinga út á land þar sem aðstaðan er verri,“ sagði Matthías. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði að ekki yrði gerð til- laga um lokun sjúkrahúsa á lands- byggðinni í fjárlögum næsta árs, en hins vegar væri ljóst að hætt yrði við áform um frekari uppbyggingu. Hún sagði sjálfsagt að leita allra leiða til að gera rekstur sjúkrahúsa á lands- byggðinni hagkvæmari, m.a. með breytingu á rekstri þeirra, en ekki mætti gleyma því að þau gegndu vissu öryggishlutverki. Ingibjörg sagðist hafa uppi áform um að fækka sjúkrahús- stjórnum á landsbyggðinni og fela stjórnunum að skipta föstum ijárveiting- um milli einstakra sjúkra- stofnana í stað þess að Alþingi gerði það. Þetta ætti að verða til þess að heimamenn leituðu allra leiða til að hagræða og ná sem mestu út úr þeim fjármunum sem varið yrði til heilbrigðismála. Endurskipulagning gæti sparað 800 milljónir Símon Steingrímsson, verkfræðing- ur og sérfræðingur í sjúkrahúsrekstri, vann tölulegar upplýsingar fyrir sjúkrahúsanefndina. Hann bjó til mód- el þar sem reynt er að áætla þörf fyrir sjúkra-, hjúkrunar- og dvalarrám á landsbyggðinni. Á grundvelli þessa mats er kdstnaður við sjúkrahúsaþjón- ustuna metin. Niðurstaðan er að hægt sé að spara 782 milijónir með endur- skipulagningu á þjónustunni. Rétt er að taka fram að módelið gerir ekkj ráð fyrir að skipulagsbreytingin leiði til aukis kostnaðar á sjúkrahúsum í Reykjavík. Símon sagðist telja að þessi niður- staða skýrslunnar stæðist, en tók jafnframt fram að talsverðan tíma tæki að ná fram slíkum sparnaði jafn- vel þótt stjórnmálamenn myndu ákveða að fara að tillögum skýrslu- höfunda. Hann sagði að stjórnmála- menn hefðu tekið tillit til tillagna skýrslunnar um að efla sjúkrahúsið á Akureyri og styrkja fæðingardeildina á Selfossi. Þeir hefðu hins vegar ekki enn sem komið er sýnt nein merki um að þeir ætluðu að fara að tillögum nefndarinnar þar sem hún gerði til- lögu um niðurskurð. Símon sagði það sína skoðun að þegar í stað ætti að taka ákvörðun um að breyta sjúkrahúsunum á Seyð- isfirði og Stykkishólmi í hjúkrunar- heimili. Það væri ekki þörf fyrir 26 rúma sjúkrahús á Seyðisfirði, en íbú- ar þar eru innan við 900. í skýrslu sjúkrahúsanefndar segir að eitt al- mennt sjúkrarúm nægði, sex hjúkr- unarrám og fjögur dvalarrúm. Símon sagði heldur ekki þörf fyrir fimm hæða sjúkrahús á Stykkis- hólmi, en þar búa innan við 1.500 manns. Eins væri mikil þörf fyrir endurskipulagningu á sjúkrahúsa- þjónustu á Norðurlandi vestra. Hann benti á að sjúkrahúsakostnaður á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra væri svipaður, en sjúkrahús á Norðurlandi vestra sinntu aðeins 50% sjúklinga á svæðinu, hinir færu ann- að, og sjúkrahús á Norðurlandi eystra sinntu 83% af sínum sjúklingum. Líka þörf á breytingum í Reykjavík Símon sagði að þó enginn vafi léki á að hægt væri að koma sjúkrahúsa- þjónustunni á landsbyggðinni fyrir með hagkvæmari hætti mættu menn ekki gleyma því að þau tækju til sín aðeins 3,5 milljarða á meðan heildarfj- ármagn til heilbrigðisþjónustunnar væri yfir 30 milljarðar. Með ályktun um -offjárfestingu í sjúkrahúsaþjón- ustu á landsbyggðinni væru læknaráð Landspítala og Borgarspítala að reyna að koma sér undan því að taka ti! í eigin garði. Símon sagði að það væri hægt að gera betur í endurskipulagn- ingu heilbrigðisþjónustunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Þörf væri að endur- skipuleggja endurhæfingu og tauga- lækningar í Reykjavík og nágrenni. Hann benti á að endurhæfmgarþjónusta væri veitt á Reykjalundi, Hveragerði og á Grensás- deild. Landspítalinn ræki taugadeild og Borgarspít- alinn væri með tauga- skurðdeild. Þessi þjónusta væri of dreifð. Með endurskipulagn- ingu mætti ná fram hagræðingu og betri þjónustu. Símon sagði einnig nauðsynlegt færa bráðamóttöku á Vífiisstöðum inn á Landspítalalóð. Þá sagðist hann vera þeirrar skoðunar að megin ha- græðingin af sameiningu Borgarspít- ala og Landakots hefði ekki verið nýtt með því að færa barnadeild Landakots milli húsa í stað þess að sameina bamadeildina við barnadeild Landspítala. Þar hefðu menn einfald- lega tekið ranga ákvörðun. Sjúklingar sækja mikið suður þó að sjúkrahús sé í heimabyggð i járfestingu 5. Sjúkrahús á landsbyggðinni. Heimamenn óskuðu eftir nokkur hundruð fermetra viðbyggingu. Landiæknisembættið taldi að sú bygging nægði og var þá tekið til- lit til þess að sjúkrahúsið taki við aðgerðum frá nærliggjandi minni sjúkrahúsum. Niðurstaða: Heimamönnum boð- in 5-6 sinnum stærri viðbygging! Bygging er nú hafin! 6. Tvær byggingar áætlaðar fyr- ir elli- og hjúkrunarheimili á stöð- um úti á landsbyggðinni, þar sem engir biðlistar voru og heimaþjón- usta rýr. Forsenda fyrir nýrri elli- og hjúkrunarheimilisbyggingu er að þörfin sé fyrir hendi þrátt fyrir vel skipulagða heimaþjónustu. 7. Heilsugæslustöð 1974. Áætlaðar 4.000 heimsóknir á ári. Svar landlæknis: Lagt til að byggt verði fyrir rúmlega 2.000 heimsóknir á ári. Niðurstaða: Áætlað að byggja fyrir 4.000 heimsóknir ári þrátt fyrir að fjöldi heimsókna sé tæp- lega 2.000 á árunum 1986-87! 8. Stór viðbygging ásaint skurð- stofuaðstöðu úti á landi. Landlæknir lagðist gegn þessari byggingu vegna fámennis á svæð- inu og nálægðar stórs sjúkrahúss. Niðurstaða: Lokið við byggingu. BRESKIR hraðliðar manna 105 mm fallbyssu á Igmanfjalli við Sarajevó. Reuter Friðargæslu SÞ í Bosníu lokið AÐFARANÓTT miðviku- dagsins 30. ágúst hófu Sameinuðu þjóðirnar og Atlantshafsbandalagið stríð gegn Bosníu-Serbum við Sarajevó, Gorazde, Tuzla og Mostar í Bosníu. Þegar flugvélar NATO hófu loftárásir og hraðliðar SÞ byijuðu að skjóta sprengi- og fallbyssukúlum á víghreiður Serbanna lauk friðargæslu SÞ í Bosníu. Vesturveldin, og þá sér- staklega Bandaríkin, Bretland og Frakkland, hafa tekið af skarið og reyna nú að koma á friði, í stað þess að láta nægja að gæta hans. Tæplega eitt hundrað flugvélum var beitt við loftárásirnar, sem eru um- fangsmesta hernaðaraðgerð sem NATO hefur nokkru sinni ráðist í. En mikilvægi árásanna felst fyrst og fremst í því að þær sýna fram á að SÞ hafa brugðist hlutverki sínu í fyrr- um Júgóslavíu. Fréttaskýrendur telja líklegt að þessari sendiför samtak- anna, þeirri dýrustu í sögu þeirra, sé eiginlega lokið. Alþjóðaherinn ekki á förum Þó er ólíklegt að alþjóðaher muni hverfa á braut fyrir fullt og allt. í maí síðastliðnum sagði Rupert Smith, yfirmaður alþjóðlega heraflans á svæðinu, að líklegt mætti teljast að alþjóðaher í einhverri mynd „yrði á ferðinni hérna mun lengur en ráða- menn í löndum heijanna eru búnir undir.“ Nú þykir sýnt að í framtíðará- ætlunum um Bosníu verði gert ráð fýrir að svæðisbundin öryggisbandalög á borð við NATO, Vestur-Evrópusam- bandið (VES) og Evrópusambandið (ESB) verði í fararbroddi, en ekki SÞ. Atburðarásin sem leiddi til árás- anna á miðvikudag virðist hafa verið óhjákvæmleg, ejns og oft vill verða á Balkanskaga. Á mánudag létust 37 óbreyttir borgarar og 90 særðust þeg- ar sprengikúlur lentu á markaðstorgi í Sarajevó. Eftir nákvæma athugun komust Rupert Smith og menn hans að þeirri niðurstöðu að það væri „eng- um vafa undirorpið" að Bosníu-Serbar bæru ábyrgð á árásinni. Serbarnir báru það af sér, eins og þeir hafa alla jafna gert, og sögðu að Bosníu- múslimar hefðu ráðist á sitt eigið fólk. Þetta var í fjórða sinn, á innan við fjórum mánuðum, sem ráðist var á óbreytta borgara í Bosníu með þessum hætti. í byijun maí urðu sprengjur Serba 11 múslimum að bana í út- hverfí Sarajevó. Smith krafðist þess að NATO gerði loftárás, en borgara- legir embættismenn í Zagreb komu í veg fyrir það. NATO samþykkti 25. júlí og 2. ágúst stefnumarkandi ályktanir um aðgerðir til að vernda griðarsvæðin í Bosníu. Að sögn Árna Páls Árnason- ar, sendiráðsritara hjá fastanefnd ís- lands hjá NATO, eru allar ákvarðanir bandalagsins teknar samhljóða og voru íslendingar aðilar að fyrrnefnd- um ályktunum. Gæsluliðar í gíslingu Síðla í maí fór Smith aftur fram á loftárásir, eftir að Serbar höfðu skotið fosfórsprengjum að einni fjölförnustu götunni í miðborg Sarajevó. Loftárás-' irnar voru gerðar, en runnu út í sandinn þegar tæplega 400 SÞ-liðum Árásir NATO og SÞ á Bosníu-Serba sýna svo ekki verður um villst að friðargæsla í Bosníu hef- ur brugðist. í stað þess að gæta friðar verður nú hafist handa við að koma á friði. SKILYRÐI SÞ Eftir harðar árásir á víghreiður Bosníu- Serba hefur yfirmaður SÞ í Bosníu, Bernard Janvier, sett skilyrði _______ Undantekning er Engin tveggja kílómetra svæði þungavopn verði umhverfis höfuðstöðvar Innan við 20 kmN^ Bosníu-Serba í Pale fjarlægð frá Sarajevó | Skilyrði sem Bosníu-Serbar skulu lúta 1 Öll vopn verði í að minnsta kosti tssEw 20 km fjariægð frá Sarajevó Sveitir SÞ fái að fara allra sinna ferða óhindraðar © Leyniskyttur i Sarajevó hætti árásum og flugvöllurinn verði opnaðuraftur REUTER Vopnahlé verði samþykkt og látið afáreitni á griðasvæöum SÞ í Gorazde og Tuzla var safnað_ saman og þeir hnepptir í gíslingu. Á meðan þessu fór fram vörpuðu Serbar bensínsprengju á Tuzla, og 71 beið bana, mest ungt fólk og námsmenn sem höfðu leyft sér að njóta þess fágæta munaðar að eiga kvöldstund í vinahópi. Ekki fór mikið fyrir atvikinu í fjöl- miðlum þá, en þetta var mannskæð- asta árás sem gerð hafði verið á óbreytta borgara frá því stríðið hófst fyrir þremur árum. í síðasta mánuði lögðu Serbar und- ir sig griðarsvæði SÞ í Srebenica, þar sem tæplega hálf milljón fólks af mis- munandi þjóðerni hafði dvalið við þröngan kost. Múslimsir skæruliðar á svæðinu höfðu látið til sín taka og Serbar gripu tækifærið og réðust á bæinn og þorpin í grenndinni. Þúsunda múslima er enn saknað, og byssumenn Serba eru sakaðir um að hafa myrt hundruði óvopnaðra manna og drengja, sem sumir voru varla eldri en tólf ára. Frá upphafi átakanna í Bosníu hafa stríðsherrar Serba þar verið sjálfum sér samkvæmir að einu leyti, það er að segja, í eigin ósamkvæmni. Einn daginn eru þeir árásaraðilinn, en þann næsta eru þeir orðnir fórnarlambið. Leiðtogi þeirra, Radovan Karazdic, hélt uppteknum hætti á miðvikudag- inn þegar hann fordæmdi „óréttlætan- lega og miskunnarlausa árás NATO,“ en sagði um leið að „Bosníu-Serbar [væru] hvergi bangnir, einarðari en nokkru sinni í baráttunni fýrir ríki sínu.“ Orðunum fylgt eftir Eftir að Bosníu-Serbar lögðu undir sig griðasvæði SÞ í Srebrenica voru þeir varaðir við því að réðust þeir á óbreytta borgara á hinum griðar- svæðnunum i Gorazde og Sarajevó myndi flugher NATO bregðast við „af fullri hörku.“ Þeim orðum var fylgt eftir aðfaranótt miðvikudagsins. Núverandi framkvæmdastjórn SÞ hefur lýst því yfír að friðargæsla sé einungis möguleg að fengnu samþykki yfirvalda á þeim stað þar sem hún á að fara fram, eða viðkomandi ríkis- stjórna. Ef SÞ færu öðru vísi að hefðu samtökin „farið yfír Mogadishu-mörk- in“, og tekið afstöðu gegn og lýst stríði á hendur einum aðila, líkt og Bandaríkjamenn gerðu gegn Mo- hamed Farah Aidid í Mogadishu, höf- uðborg Sómalíu, fyrir tveimur árum. Þeir sem hafa lært af nöturlegri reynslu í Bosníu segja að þessi stefna hafi verið ómöguleg frá upphafi, eins og komið hafi í ljós þegar SÞ reyndu að láta til sín taka í Sómalíu og Rú- anda. „Friðargæsla SÞ hefur ekki leyst deilumál í fjörutíu ár,“ sagði einn gagnrýnandi. Friðargæsla byggð á samþykki, segja gagnrýnendur, hefur lítið að segja þar sem stjórnleysi rík- ir, eins og víða er í Bosníu og Rúanda núna. Auknar friðarlíkur? Afleiðingar árásanna á miðviku- daginn eiga enn eftir að koma fylli- lega í ljós. Til skemmri tíma litið get- ur verið að friðarlíkur í Bosníu hafi aukist, en samkomulag er enn utan seilingar. En yfirmenn liðsafla SÞ og NATO hafa loksins látið til skarar skríða og reynt að létta umsátrinu um Sarajevó, reka Serba á brott með þungavopn sín og opna leiðir í lofti og á landi til borgarinnar. Þegar skráfað var fyrir vatn, gas og rafmagn til íbúanna í sumar, og sprengjum ausið yfír þá í staðinn, lét nærri að Sarajevóbúar gæfust upp, allir sem einn. Nú er að koma vetur, og engar horfur voru á að hörmungum fólksins í borginni myndi linna. Þess vegna sáu yfírmenn liðsafla SÞ og NATO ekki annan kost en að bregðast við síðustu sprengjuárás, sem varð 37 manns að bana á mánudaginn. Þeir sem þykjast hafa vit á málun- um hafa varað við því hversu tak- markaðan árangur loftárásir beri, og hættunni sem hjálparstarfi stafi af þeim. En eins og ónefndur embættis- maður SÞ sagði á miðvikudaginn: „Við gerum okkur grein fyrir hætt- unni sem fylgir þessum aðgerðum, en að gera ekki neitt myndi hafa enn verri afleiðingar." Byggt á The Daily Telegraph

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.