Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ferdinand Smáfólk Svo þú heldur að Jesús hafi Nei, ég efa það. En af hverju? Ef hann hefði átt hund aldrei átt hund? hefðu allir postularnir vilj- að eiga hund... BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Sinnaskipti borg- arstjóra eða hvað? Frá Baldri Hannessyni 24. ÁGÚST sl. svarar borgarstjóri í Mbl. bréfí undirritaðs (Baldurs Hannessonar), sem birtist í Mbl. 18. ágúst. í grein sinni segir borgar- stjóri fullum fetum að Vikur hf. „eigi að rýma hús- næðið“, sem þeir hafa haft á leigu á þriðja ár, án þess að greiða leigu. En í lok greinarinnar seg- ir svo borgar- stjóri: „Við höf- um hins vegar ekki lagt í harðar aðgerðir enn sem komið er og það er spurning HVORT og hvenær menn ákveða að grípa til aðgerða gagnvart leigjendum, sem fara ekki úr húsnæði. Forsvarsmenn fyrirtækisins vita hins vegar að þeir eiga að fara út, en það er skemmti- legra að leysa það með öðrum hætti, en hörku.“ Það er bara svona, þeim hjá Vikur hf. er gert það ljóst núna loksins, eftir rúm tvö ár, án þess að borga leigu, að þeir eiga að fara út. Jafnframt er þeim gert ljóst, að ekki verði hróflað við þeim, ef þeir vilja ekki fara... Verður húsaleiguskuld Vikurs hf. innheimt, eða þurfa þeir bara að borga ef þeir vilja borga, er það ekki líka skemmtilegra, en harka? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri! Vikur hf. fær peninga og húsnæði árum saman hjá Reykjavík- urborg undir því háleita markmiði að verið sé að vinna þróunarvinnu, en það var fljótlega ljóst (líka borgar- stjóra) að Fínpússning sf. mundi tapa miklu fé vegna niðurgreiddrar sam- keppni á markaðnum af þessum ástæðum. Kannske réttlætir borgar- stjóri þessa eignaupptöku hjá Fín- pússningu sf., með þeirri röksemdar- færslu að þarna sé verið að vinna háleitt þróunarstarf. Tii þess að leiða þig út úr þeirri villu, þá langar mig að segja þér að Fínpússning sf. byij- aði fyrst fyrirtækja á íslandi að þurrka vikur og leita markaða er- lendis fyrir þá vöru, en BM Vallá tók upp þráðinn og kostaði miklu til, án árangurs. Mig langar líka að segja þér að Fínpússning sf. er alltaf með einhveija þróunarvinnu í gangi og núna ber hæst endurvinnslu á gleri (2.000 tonn á ári), sem framkvæmd- ir hafa nánast stöðvast við, vegna fjárskorts, sem tilkominn er vegna atlögu þinnar að Fínpússningu sf. Tilraunavinnsla átti að fara í gang síðastliðið vor, en verður ekki fyrr en einhvemtíma í haust, það er að segja, ef okkur tekst að skera niður kostnaðinn. Kostnaðurinn verður ekki skorinn niður, nema með þvi að not- ast við ódýrari og lélegri vélbúnað en upphaflega var ætlað og stofna þann- ig öllu verkefninu í hættu. Þetta er þér að „þakka“ og í fram- haldi af því, ætla ég að endurtaka spurninguna, sem þú lést hjá líða að svara í bréfi þínu 24. ágúst: Ertu tilbúin að bæta Fínpússningu sf. það tjón, sem atferli þitt hefur valdið, t.d. með þvi að greiða húsaleigu fyr- ir Fínpússningu sf. umrætt tímabil, eins og keppinauturirin hefur fengið? Mig langar líka að spyija þig annarr- ar spumingar: Hver er hin raunveru- lega ástæða fyrir því að Vikur hf. fær alla þessa fyrirgreiðslu, en Fín- pússning sf. ekki neina og er jafn- framt látið borga þróunarkostnað Vikurs hf., að hluta á móti Reykja- víkurborg, án þess að fá nokkru um það ráðið? Finnst þér, Ingibjörg, ekki kominn tími til að svara þessum spurningum í fullri einlægni og viður- kenna að þarna hafí ekki verið stað- ið rétt að málum? Að lokum ætla ég að gleðja þig með því að ég mun halda áfram að skrifa um þetta mál þar til ég hef fengið leiðréttingu á mínu máli, hve- nær sem það nú verður. BALDUR HANNESSON, framkvæmdastjóri Fínpússningar hf. Hraðsambönd um himingeiminn Frá Þorsteini Guðjónssyni: í MORGUNBLAÐINU 25. ágúst er frétt af atburði, sem eiginlega hefur ekki gerst enn, en er búist við að verði í september. I fyrirsögn er talað um „ormagöng í tíma og rúmi“ og sagt, að grein sem skýri málið muni birtast í næsta ársfjórðungs- riti konunglega breska stjömufræði- félagsins, en það mun vera eitt hinna virtustu í heimi á því sviði. Þegar texti fréttarinnar er lesinn kemur í ljós, að verið er að tala um „ferðalög yfir ljóshraða milli stjarna". Ég er ekki viss um að lesendur Morgunblaðsins, nema þá lítill hluti þeirra, geri sér grein fyrir hvað þessi frétt þýðir. Hún þýðir, að ný- alssinnar hafa rétt fyrir sér. Hvern- ig sem menn velta þessu fyrir sér á ýmsar hliðar, þá þýðir hún þetta. Þessir menn hafa með skipulegum hætti rökstutt sitt mál um langt skeið. Ég veit reyndar, að þessu hafa menn síst átt von á — en væri nú ekki ráð að staldra aðeins við og hugleiða, hvort verið geti, að einmitt þetta sé það sem í fréttinni felst? Það er reyndar eitt af því, sem menn eiga erfíðast með að með- taka, að undirstöðuuppgötvanir hafí verið gerðar á Islandi og settar fram á íslensku máli. En þetta verður því skiljanlegra sem mönnum er betur ljóst hvemig málið er farvegur hugsunarinnar og svo hitt, hvernig einmitt þetta tungumál hefur margt myndað og geymt í tímans straumi, sem önnur mál hafa glatað. Hugleiðið enn fréttina frá Kon- unglega stjömufræðifélaginu — og' aðrar skyídar úr ýmsum áttum. Látið nú einu sinni verða af því að hugsa málið og spyija ykkur sjálf (á laun) hvort þið eigið í rauninni nokkur skynsamleg mótrök við því sem hér var sagt! ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, talsmaður Félags nýalsinna. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samjiykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.