Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 35 JÓHANN G.F. JÓNSSON + Jóhann G.F. Jónsson fæddist í Reykjavík 12. mars 1921. Hann andaðist á Hrafnistu 24. ág- úst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Jónsson, fæddur 24. júní 1972, dáinn 13. júlí 1957, og Lilja Sig-urjónsdóttir, fædd 16. desember 1888, dáin 23. mars 1976. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum á Grímsstaðarholt- inu ásamt þremur systrum sinum og var Jóhann þeirra elstur, síðan Anna Fjóla, Soffía Lilja og Auður. Jóhann ELSKU Jói frændi er nú farinn héð- an eftir erfið veikindi en samt bjóst ég ekki við að kallið myndi koma svo fljótt, enda gerði ég ráð fyrir að hann myndi ná sér eins og í öll hin skiptin. Þegar ég sest niður og reyni að skrifa nokkrar línur þá er svo margs að minnast. Ég var svo lánsöm að fá að vera hjá honum og ömmu þó að mamma og pabbi væru í næstu íbúð á Grímsstaðarholtinu. Ég man þegar ég var barn og hann var að koma af sjónum hversu mikil til- hlökkun það var, því þá fékk ég að fara með honum í bæinn og það var alltaf sami rúnturinn, fyrst niður á skrifstofu Bæjarútgerðarinnar og síðan niður á bryggju til að spjalla við aðra sjóara og svo var farið að útrétta og ýmislegt fleira og svo fékk ég ís eða eitthvað annað og oft var farið niður að Tjörn til að sjá endurnar eða þegar hann kom úr siglingu þá var alltaf eitthvað handa frænkunum í pokahorninu. Það var svo gott að eiga svona frænda sem alltaf hafði tíma fyrir mann. Þegar ég eignaðist mín börn fengu þau að njóta þess að eiga frænda sem bjó heima hjá afa og ömmu. Jói frændi var einstaklega barn- góður og var alveg sama um öll lætin því oft gat verið glatt á hjalla hjá mömmu og pabba þegar barna- börnin mín fóru að koma og hvað hann var ánægður þegar hann fékk yngsta barnabarnið í heimsókn til sín á Hrafnistu nokkrum dögum áður en hann dó. Elsku Jói frændi, ég þakka þér fyrir allt og allt. Ég, Kiddi og börnin mín munum ávallt minnast þín með ást og hlýju. Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum því dauðinn til Hfsins oss leiðir sjá lausarinn brautina greiðir. í jörðinni sáðkomið sefur uns sumarið ylinn því gefur. Eins Drottin til dýrðar upp vekur það duft, sem hér gröfin við tekur. (Stef. Thor.) Elsku mamma, pabbi, Auður, Soffía, Dídí og elsku systur mínar, ég votta ykkur öllum samúð mína. Okkar söknuður er mikill en minn- ingin um elsku Jóa frænda lifir. Ég vii þakka starfsfólkinu á Hrafnistu fyrir góða umönnun síðustu 2 árin. Þórunn. Nú ertu látinn, elsku frændi minn. Mig langar að minnast þín með örfá- um orðum, minnast liðinna stunda og hvað þú varst mér góður frændi. Ég man þegar þú komst heim af sjónum, hvað ég hlakkaði til að sjá þig og fara með þér niður í bæ og gefa öndunum brauð sem amma var búin að skera niður handa okkur. Svo tóku börnin mín við og þú fórst með þau niður í bæ. Ég man þegar þau voru yngri og sögðu, ég ætla til frænda og spjalla við hann. Þú hafðir alltaf tíma fyrir þau. Við munum sakna þín elskulegur frændi minn. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann sem veitti birtu og frið. átti 6 hálfsystkini sem öll eru látin nema Gunnhildur Jónsdóttir. Jóhann kvæntist aldrei en bjó lengst af hjá systur sinni, Onnu Fjólu, og mági, Þor- birni Jónssyni. Jó- hann fór að stunda sjóinn á unglingsá- rum og stundaði hann sjóinn meira og minna yfir 40 ár og útskrifaðist úr Stýrimannaskólan- um 1950. Hann verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga. Indælar minningar hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Lilja og fjölskylda. Elsku Jói minn. Mig langar að þakka þér öll góðu árin sem ég átti með þér og allar ljúfu minningarnar sem streyma um huga minn núna á kveðjustundinni. Þú varst örugglega besti frændinn sem nokkur gat átt. Ég hef alltaf haft trú á líf eftir þetta líf svo að ég veit að við munum hittast aftur þegar ég hef lokið minni jarðvist, þess vegna missir maður aldrei í raun ástvini sína heldur kveður þá aðeins um stundarsakir. Þínu starfi er lokið og þú ert kominn þangað sem ljósið og kærleikurinn er. „Að deyja er eins og að smeygja sér úr of þröngum skóm.“ (Úr bók Emmanúels.) Vertu bless elsku frændi. Jóna Soffía. Elsku Jói frændi hefur nú kvatt þennan heim eftir erfið veikindi. Mér finnst ég hafa verið svo lánsöm að hafa haft Jóa frænda og ömmu inni á heimili foreldra minna, þegar ég var alast upp á Hjaltabakkanum. Ljúfar minningar streyma um huga minn. Frændi var mikið að heiman vegna sjómennskunnar og því fylgdi að hann fór oft í siglingar og þá var beðið með spenning í maganum, því aldrei kom hann tóm- hentur heim. Alltaf eitthvað með handa frænkunum sínum. Því varð mér hugsað er ég fékk fregnina að hann væri allur, að elsku börnin mín fengu ekki að njóta barnelsku hans nema í nokkur ár. Við höfum verið að búa okkur undir þetta, en þvílík- ur skellur þegar að því kemur, það er ólýsanlegt. Það var eins og að eiga tvo pabba á sama heimili. Elsku mamma og pabbi, missir ykkar er svo milill. Það var oft glatt á hjalla þegar við allar ijórar syst- urnar saman komnar, með börnin okkar lítil. Það voru fjórtán stykki og þegar hamagangurinn var orðinn ansi mikill var reynt að hasta aðeins á þau. Þá kom ávallt frændi þeim til bjargar og sagði: Verið ekki að skamma blessuð börnin, þau mega þetta alveg. Frænda er sárt saknað af börn- unum, mikið grátið og mikið spurt. Elsku Jói frændi, ég, Már og börn- in munum ávallt minnast þín með mikilli ást. Ég veit að þú ert hjá elsku ömmu og afa og hálfsystkinum þínum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minningu þína elsku frændi rninn. Þín nafna, Jóhanna. Elsku Jói frændi. Nú þegar þú ert farinn frá okkur streyma allskonar ljúfar minningar í huga mér. Erfitt er að koma hugs- unum í orð því það er svo margs að minnast. Ég man eftir því þegar þú fórst með mig niður í bæ að gefa öndunum brauðt. í einum slík- um leiðangri þegar við vorum að fara út úr strætó lokaðist hurðin á mig og vagninn færðist smá spöl áður en bílstjórinn varð þess var. Það sem ég man best úr þessari ferð var hvað þú hélst fast utan um mig, eins og þú vildir vernda mig frá öllu illu. Þannig líður mér núna. Mig langar að skríða í fangið á þér eins og ég gerði þegar ég var lítil og finna ástina og hlýjuna sem þú áttir svo auðvelt með að gefa. Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að sjá þig sitjandi við skrifborðið þitt að ráða krossgát- ur. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig með söknuð í hjarta. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Guð geymi þig, elsku Jói frændi. Anna Kristín, Viktor og börn. Elsku Jói frændi er farinn frá okkur eftir erfið veikindi. Mun ég alitaf sakna hans og á ég margar góðar minningar um hann. Þegar ég var yngri er mér alltaf minnisstæðast þegar Jói frændi tók mig og Jóa bróður minn með sér niður í bæ á laugardögum. Það var alltaf farið niður að tjörn, svo löbb- uðum við um bæinn með honum og hittum gamla holtara og menn sem voru með honum til sjós. Svo á eftir var alltaf farið og keyptur ís sem bróðir minn gat aldrei klárað. Svo Jói frændi kláraði hann á hlaupum á leið í strætó til að fara heim til ömmu og afa. Ég man að við systkin- in og frændsystkinin hrekktum hann alltaf eins á gamlárskvöld. Alltaf með hurðasprengjum á hurðina eða á skápinn bjá honum. En eins og alltaf þegar við kölluðum í hann kom hann og var alltaf jafn ánægður að sjá okkur hvort sem það voru hurða- sprengjur eða ekki. Þó að hann hafi vitað af þeim kom hann alltaf bara fyrir okkar. „Nú legg ég augun aftur ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Guð geymi þig, elsku Jói frændi minn. Elín Rós. Elsku Jói frændi. Nú þegar þú ert farinn hefði ég ósk- að þess að hafa átt fleiri stundir með þér. Það var samt alltaf jafn ánægju- legt að koma til Reykjavíkur og hitta þig. Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur. Ég man svo vel eftir öllum skemmtilegu sögunum þínum þegar þú sagðir frá hvernig þú lékst með Fram. Það var alltaf uppáhalds sagan mín. Mér finnst svo skrítið að þú sért farinn en alltaf þegar ég lít inn í gamla herbergið þitt sé ég þig við skrifborðið með krossgátu. Ég mun sakna þín en ég veit að ég mun sjá þig aftur og þú munt alltaf vera uppáhalds frændi minn. Sofðu vært hinn síðasta blund uns hinn dýri dagur ljómar Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgun stund. (V. Briem.) Kær kveðja, Hafdís. SESSELJA ERLENDSDÓTTIR + Sesselja Er- lendsdóttir var fædd 15. júlí 1924 í Reykjavík. Hún lést í Landspítalanum 24. ágúst sl. Sesselja var yngsta barn hjónanna Maríu Guðmundsdóttur, f. 24. sept. 1883, d. 14. feb. 1979, og Er- lendar Þorvaldsson- ar söðlasmiðs, f. 14. júní 1880, d. 21. sept. 1938. María og Erlendur eignuðust 9 börn, þar af kom- ust 6 á fullorðinsár og eru nú fjögur á lífi. Sesselja giftist 1. des. 1945 Eggert Isakssyni, f. 4. júlí 1921, skrifstofustjóra í Hafnarfirði. Börn Sesselju eru: 1. Ellert, f. 1. ág. 1946, flugvirki, kvæntur Júlíönu Guðmundsdóttur póst- starfsmanni. Sonur Ellerts: Ellert Birg- ir, f. 18. des. 1978. 2. Erla María, f. 25. sept. 1948, kennari. Hennar maki er Steindór V. Guð- jónsson, kennari. Dætur Erlu: Helena Rúnarsdóttir, f. 17. des. 1968, og Anna Lísa Rúnarsdóttir, f. 1. ág. 1971. 3. Guðbjörg Edda, f. 13. jan. 1951, lyfja- fræðingur, gift Ey- jólfi Þ. Haraldssyni lækni. Þeirra synir: Eggert, f. 22. ág. 1981, og Haraldur Sveinn, f. 15. mars 1985. 4. Eggert ísak, f. 26. apríl 1961, d. 10. nóv. 1964. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 1. september, kl. 13.30. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en þar er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði' er frá. (V. Briem) Með þessum orðum viljum við minnast ömmu Sessu, sem nú hefur kvatt þennan heim. Barátta hennar við erfið veikindi er nú á enda, og við huggum okkur við það að nú líður henni betur. Þær voru ófáar stundirnar sem við eyddum á Arn- arhrauninu hjá ömmu og afa þegar við vorum litlar. Þar var alltaf eitt- hvað spennandi að gera og ótrúleg- ustu hluti var að finna í skápunum hjá ömmu. Við gátum endalaust leikið okkur með gamla kjóla, skó og skartgripi, og í eldhúsinu leynd- ist alltaf eitthvert góðgæti. Amma var mikil hestakona og fengum við oft að koma með henni í hesthúsið að gefa. Einnig fórum við með henni í marga reiðtúra og var þá oft komið við i Bragganum í Hvalfirði. Þrátt fyrir að vera sjálf hætt að fara á bak, vegna veik- inda, tók hún samt að öðru leyti nokkurn þátt í hestaferðum fjöl- skyldunnar. Nú síðast um verslun- armannahelgina lét hún sig ekki vanta í Braggann fremur en endra- nær. Amma og afi ferðuðust líka mjög mikið til útlanda og komu víða við, m.a. í Asíu og Afríku. Alltaf fannst okkur mjög spenn- andi þegar þau komu heim og amma dró gjafir til okkar upp úr ferðatöskunum. Enn meira spenn- andi var þegar við fengum að fara með í ferðir. Ógleymanlegt þótti okkur þegar við vorum á Spáni og amma stakk sér með glæsibrag ofan af 3 m háum stökkpalli. Sund- drottningin sýndi að hún hafði engu gleymt. Elsku amma, nú ert þú farin í annað ferðalag, við óskum þér góðrar ferðar og biðjum Guð að blessa þig. Minningu þína munum við geyma í hjarta okkar. Vertu yfir og allt um kring, í eilífri blessan þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Anna Lísa og Helena. Þær eru margar íslensku kon- urnar sem unnið hafa óeigingjarnt starf í ýmsum líknarfélögum og lagt fram tíma og krafta án ann- ars endurgjalds en þeirrar gleði sem það veitir að rétta öðrum hjálp- arhönd. Danska skáldið Etlar orðar þetta fallega: „Gleðin er eins og ljósið. Ef þú kveikir það fyrir aðra skín það á sjálfa þig.“ í dag kveðjum við eina af þessum konum, Sesselju Erlendsdóttur. Hún gekk í Thorvaldsensfélagið í febrúar 1966, þar voru henni falin ýmis trúnaðarstörf, meðal annars sat hún lengi í stjórn félagsins. Allt sem Sesselja vann fyrir félagið sitt leysti hún af hendi með myndarskap og samviskusemi. Sesselja átti við erfið veikindi að stríða síðustu árin, þann kross bar hún af miklu æðruleysi. Að leiðarlokum kveðjum við félagskon- ur í Thorvaldsensfélaginu Sesselju með virðingu og þökk fyrir allar góðu samverustundirnar. Eftirlifandi eiginmanni, bömum og öðrum vandamönnum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Þóra Karitas Árnadóttir. Kveðja frá saumaklúbbnum Af eilífðarljóma bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar. Ben.) Kær vinkona er látin. Við sitjum eftir hnípnar, vinkonur hennar óg vermum okkur við hinar góðu minningar frá samverustundum liðinna ára. Já, það er margs að minnast þegar fólk hefur átt sam- leið um áraraðir og tekið þátt bæði í gleði og sorgum hvers ann- ars. Svo hefur verið með okkur í saumaklúbbnum. Við glöddumst hver' með annarri þegar börnin okkar voru að vaxa úr grasi og ljúka hinum ýmsum áföngum í líf- inu og svo tóku barnabörnin við og hjá sumum okkar barnabarna- börnin. Alltaf var fylgst með af áhuga og skipst á upplýsingum og myndum þegar komið var sam- an. Sesselja og fjölskylda hennar fór ekki varhluta af áföllum í lífinu frekar en margur annar. Sorgin knúði dyra í tvígang með mjög sviplegum hætti. En sumum er það gefið að vaxa við slík áföll og var Sesselja ein af þeim. Eðlislæg still- ing hennar og trúartraust hjálpaði henni að vinna úr sorginni og gat hún jafnframt miðlað öðrum af hugarjafnvægi sínu. Elskuleg vinkona, megi eilífðar- ljósið umfaðma þig í æðri veröld. Far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt. Við sendum Eggerti og öðrum ástvinum hennar einlægar samúð- arkveðjur. Hulda, Ingibjörg,01öf og Þórunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.