Morgunblaðið - 01.09.1995, Síða 25

Morgunblaðið - 01.09.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 25 AÐSEIMDAR GREINAR Landhelgis- gæsla o g bj örgunarstörf Athugasemd við grein Einars Sigurjónssonar Helgi Hallvarðsson FYRIR nokkru skrif- aði Einar Siguijónsson, forseri Slysavarnafé- lags Islands, grein í Morgunblaðið sem hann nefnir: „Ómetan- leg reynsla." í þeirri grein, sem því miður er meira og minna full af hæpnum fullyrðing- um og rangindum, seg- ir Einar t.d. að gagn- kvæmt traust ríki á milli sjómanna og Til- kynningaskyldunnar, því að með upplýsingar, sem sjómenn veiti um staðsetningu sína, sé farið sem trúnaðarmál. Ég veit ekki betur en upplýs- ingar, sem birtast í ýmsum blöðum um staðsetningar íslenskra fiski- skipa í kringum landið, séu komnar frá Tilkynningaskyldu Slysavarna- félagsins. Forseti Slysavarnafélags- ins hlýtur að verða krafinn nánari skýringa á þeirri fullyrðingu sinni, Fela þessi orð í sér, spyr Helgi Hallvarðsson, yfirhylmingu? þegar hann segir: „Trúnaður í þess- um efnum var ástæða þess, að Land- helgisgæslunni var ekki falinn rekst- ur Tilkynningaskyldunnar á sínum tíma, þótt sumum fyndist það koma til álita. Talið var, að vegna eðlis starfsemi Landhelgisgæslunnar myndu sjómenn í einhverjum tilfell- um (leturbr. mín - H.H.) skirrast við að gefa henni upp nauðsynlega nákvæmar staðsetningar." Er um að ræða veiðar í Iandhelgi? Á Einar við með þessum, „ein- hveijum tilfellum" að þar sé um að ræða sjómenn að veiðum i landhelgi og þeir myndu því ekki senda Land- helgisgæslunni staðsetningu sína ef Tilkynningaskyldan væri á hennar vegum? Aftur á móti væri óhætt að senda Tilkynningaskyldu Slysa- varnafélagsins slíkar staðsetningar vegna hins „gagnkvæma trausts sjó- manna og Tilkynningaskyldunnar." Ég get ekki túlkað orð hans öðru- vísi en að hér sé hann að gefa í skyn yfirhylmingu. Ég vona að for- seti Slysavarnafélagsins geri sér fullkomna grein fyrir ábyrgð sinni á að gefa slíkt í skyn. A einum stað í greininni segir Einar, eftir að hafa sagt frá aukinni sjósókn lítilla vélbáta: „Á sama tíma hefur skipakostur Landhelgisgæsl- unnar, sem að hluta til gegnir einn- ig aðstoðar- og björgunarhlutverki, dregist saman.“ Það er eins og það hlakki í forseta Slysavarnafélags íslands við að þarna skuli hlekkur brostinn í öryggismálum sjómanna. Staðreyndin er sú, Einari til glöggv- unar, að Landhelgisgæslan hefur orðið að herða sparnaðarólina, eins og allar aðrar ríkisstofnanir. Hún hefur gert það með því að leggja einu skipi yfir sumarmánuðina, en haft öll þijú skipin í notkun yfir þijá veðraverstu mánuði ársins. Eins og sýndi sig í fyrrasumar, og aftur í ár, með Smuguveiðum íslenskra fiskiskipa í Barentshafi getur Land- helgisgæslan gert það skip, sem lagt hefur verið, klárt með stuttum fyrir- vara. Þegar Landhelgisgæslan var stofnuð áriö 1926 var eitt af hennar æðstu markmiðum „landhelgisgæsla og björgunarstörf“ og er þetta mark- mið Landhelgisgæslunnar enn í fullu gildi. Mun svo verða áfram um ókomna tíð. í framhaldi af þessu má ekki gleyma þeim sterka ör- yggishlekk í leitar- og björgunarstarfsemi Landhelgisgæslunnar sem eru auk varðskip- anna TF-SIF, TF-LIF og TF-SYN. Miklar breytingar framundan Að iokum þetta. Framundan eru miklar breytingar á tilkynn- ingaskyldu skipa með tilkomu sjálfvirkra sendinga í gegnum gervihnetti, þar sem eftirlit með fiskveiðum og öryggi fara saman. í framhaldi af því hafa varðskipin gert skuggaleitir í fjörð- um og flóum umhverfis landið fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Þar hefur verið leitað veikra bletta gervi- hnattasendinga. Allt er nú til reiðu í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fyrir móttöku á sjálfvirkum gervi- hnattasendingum frá skipum. Land- helgisgæslan hefur síðastliðin þijú ár verið með slíka gervihnattamót- töku frá eigin skipum og flugvél. Því er Landhelgisgæslan vel í stakk búin til að taka að sér hið nýja til- kynningakerfi sem verður í senn bæði eftirlits- og öryggiskerfi, þar sem bæta mætti við þeim erlendu fiskiskipum, sem hér hafa fengið veiðiheimildir á takmörkuðum svæð- um innan efnahagslögsögu okkar. Landhelgisgæslan hefur í raun rekið slíka tilkynningaskyldu í fjöida ára vegna erlendra fiski- og rannsóknar- skipa, sem hér hafa haft leyfi sjáv- arútvegsráðuneytisins til tímabund- ina fiskveiða eða sjávarrannsókna innan efnahagslögsögu íslands. Höfundur er skipherra hjá Land- helgisgæslunni. Konur og börn í neyð: Hundruð þúsunda manna reiða sig á Rauða krossinn HUNDRUÐ þúsunda manna í gömlu Júgó- slavíu eru nú á stöðug- um flótta frá einni vígl- ínu til annarrar. Um- fang starfs Rauða krossins í löndunum hefur vaxið mjög á síð- ustu mánuðum og vik- um, ekki síst í kjölfar innrásar Króata í Kraj- ina-hérað. Við það lentu um 200 þúsund manns á vergangi og flótta og eru tugþús- undir þeirra enn fastir á vegum inn í Bosníu og Serbíu. Að auki var mannfall mikið við átökin í Krajinu og fjölmargir eru særðir og þurfa bráðnauðsynlega á læknishjálp að halda. Nærri eitt þúsund manns starfa nú á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins í fyrrum Júgóslavíu, þar af um 160 erlendir sendifulltrúar. Alls er Rauði krossinn með liðlega 30 skrifstofur og hjálparstöðvar í fyrr- um Júgóslavíu. Þessa stundina er þar einn Islendingur, Maríanna Csillag, hjúkrunarfræðingur, en á undan- förnum misserum hafa tíu sendifull- trúar RKÍ verið við störf þar syðra og enn einn heldur til starfa í Bos- níu á næstu dögum. Þegar upp úr sauð í Krajina stóð svo vel að allar vörugeymslur Al- þjóðaráðs Rauða krossins í fyrrum Júgóslavíu, s.s. í Beigrad, Bihac, Pale, Tuzia og víðar, voru fullar — enda hefur mesti vandinn alla tíð verið sá að koma hjálpargögnum til þurfandi. Flutningar gagna eru gríð- arlega tímafrekir, enda þarf iðulega að fá leyfi margra aðila til að fara með einn flutningabíl um 20 kíló- metra langan vegarkafla. Til sumra borga og landshluta er alls ekki hægt að fara. Sem dæmi má nefna að ekki hefur verið flogið með hjálp- argögn til Sarajevo síðan fyrir miðjan mars. Það hafði m.a. þær afleiðingar að loka varð stóru „götueldhúsi" í borginni, sem rekið hafði verið í sam- einingu af Alþjóðaráði Rauða kross- hönd, segir Guðjón Magnússon ins og þýska Rauða Við getum i'étt hiálpar- krossmum. ------_--------------_—z------- I vöruskemmum Rauða krossins hefur verið safnað matar- pökkum, hreinlætisvör- um, teppum, lyfjum og fleiru. Stórar sveitir manna á vegum Rauða krossins vinna við að útvega hreint vatn og flytja vatn á milli staða við gríðarlega erfiðar aðstæður — og oft. er Rauði krossinn eina al- þjóðlega hjálparstofn- unin sem fengið hefur leyfi yfirvalda til að fara inn á svæði flóttamanna Guðjón Magnússon, og minnir á söfnun fyrir konur og börn í neyð á sunnudaginn. til að veita þar líkn, lina þjáningar og hjálpa þeim, sem eru of máttfam- ir til að komast lengra, í öruggt skjól. Hundruð þúsunda manna njóta þess- arar aðstoðar í dag. Ef ekki væri fyrir hjálparstarf Rauða krossins væri þetta fólk jafnvel enn alls- lausara en það er í dag. Fyrstu sex mánuði ársins flutti Rauði krossinn þúsundir tonna af matvælum og öðrum hjálpargögnum inn í Bosníu-Herzegóvínu og nokkur þúsund tonn af fræum og áburði, sem gert hefur liðlega 200 þúsund íjöl- skyldum (einni milljón manna) kleift að heíja eigin matvælaframleiðslu. Reiknað er með að heildarkostnaður við hjálparstarf Rauða krossins í fyrrum Júgóslavíu á þessu ári verði liðlega sex milljarðar íslenskra króna. Tugþúsundir til viðbótar hafa not- ið góðs af skilaboðaþjónustu Rauða krossins. Daglega fara þúsundir skilaboða á milli ættingja og vina, sem misst hafa hver af öðrum i umróti stríðsátakanna. Þá heim- sækja sendifulltrúar Rauða krossins fangabúðir og fangelsi víðsvegar og heimsóttu þeir m.a. í síðasta mánuði hluta þeirra karlmanna, sem fluttir höfðu verið frá Srebrenica þegar Serbar lögðu það griðasvæði undir sig. Verulegur hluti flóttamannanna, sem nú hrekW frá einni víglínu til annarrar í gömlu Júgóslavíu, er kon- ur og börn. Maríanna Csillag hefur til dæmis sagt frá því að 60% flótta- mannanna frá Srebrenica hafi verið börn undir 5 ára aldri í fylgd með mæðrum sínum. Margt af þessu fólki er orðið gjör- samlega örmagna á sál og líkama. Það á sér enga ósk heitari en að fá að lifa eins og við hér á íslandi — í friði og öryggi. Við getum ekki leyst allan vandann sem við er að etja á Balkanskaga — en við getum rétt þessu fólki hjálparhönd. Rauði kross Islands hvetur lands- menn alla til að taka vel á móti sjálf- boðaliðum Rauða kross íslands sem ganga í hús á sunnudaginn og safna framlögum fyrir konur og börn í neyð. Höfundur er kross Islands. formaður Rauða Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikii úrval af allskonar buxum Opib ó laugardögum Nýbýlavegi 12, simi 554 4433. QAXöÁMn saman Danssmiðjan og Dansskóli Hermanns Ragnars sameinast ífrobæru húsnæði að Engjateig 1. Innritun stendur yfir á haustnámskeiðin. Bamadansar, samkvæmisdansar, Jassleikskólinn, kántrýdansar, stepp, rokk... Kennslustaðir: Engjateigur 1, Frostaskjól, Gerðuberg, Fjörgyn Grafarvogi og Stjömuheimilið Garðabæ. ...þú kemur - við kennum. Danssmiija Hermanns Ragnars

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.