Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Forneskjutaut ungra fram- sóknarmanna SAMKVÆMT mál- efnasáttmála ríkis- stjómarinnar er að því stefnt, að ríkisvið- skiptabankarnir, Landsbanki og Búnað- arbanki, verði gerðir að hlutafélögum á kjör- tímabilinu. Frá sáttmá- lanum var gengið í stjórnarmyndunarvið- ræðunum í vor, en nú ber svo við, ijórum mánuðum síðar, að mið- stjórn Sambands ungra framsóknarmanna ger- ir harðorðar athuga- semdir við þessa stefnu- mörkun. Sams konar viðhorf hafa einnig nýjega komið fram í máli Guðna Ágústssonar, þingmanns Framsóknarflokksins á Suðurlandi. Þessi sjónarmið koma nokkuð á óvart, einkum athugasemdir SUF. Það var á framsóknarmönnum að heyra fyrir kosningamar í vor, að Eng-a nauðsyn ber til þess, að mati Birgis Ármannssonar, að ríkið reki viðskipta- banka, hvað þá tvo. þar færi nútímalegur flokkur, sem meðal annars viðurkenndi kosti einkarekstrarins. Á þeim forsendum reyndu framsóknarmenn a.m.k. að höfða til ungs fólks og aðiia í at- vinnurekstri í kosningaáróðri sínum. Boðskapur ungra framsóknarmanna nú á haustdögum hefur hins vegar á sér mun forneskjulegri blæ. Breytt rekstrarform gerir gagn Ályktun miðstjómar SUF felur annars vegar í sér áhyggjur af því markmiði að stofna hlutafélög um rekstur bankanna og hins vegar kem- ur fram andstaða við hugsanlega einkavæðingu þeirra. Þegar þetta er athugað, er rétt að hafa í huga, að hér er um tvö aðskilin mál að ræða. Breyting yfir í hlutafélagaformið getur verið hentugur aðdragandi sölu til einkaaðila, en ekki er þar með sagt að einkavæðing sé óhjákvæmi- legt framhald stofnunar hlutafélaga um reksturinn. Slíkt skref verður ekki stigið nema til þess sé fullur pólitískur vilji í þingflokkum ríkis- stjórnarinnar, en því miður er ástæða til að ætla að sú sé ekki raunin hvað Framsóknarflokkinn varðar. Af þessu má ekki draga þá álykt- un, að breyting á rekstrarfyrirkomu- lagi umræddra banka sé ástæðulaus eins og formaður SUF hefur látið í veðri vaka í blaðaviðtölum. Þvert á móti getur stofnun hlutafélaga um reksturinn þjónað mikilsverðum til- gangi. Með því til dæmis að tak- marka ábyrgð ríkisins á bönkunum við hlutafjáreign þess í þeim væri til dæmis stigið stórt skref í þá átt að jafna samkeppnisstöðu þeirra og annarra fyrirtækja á sama markaði, en núverandi fyrirkomulag færir þeim óeðlilegt forskot. Þá má ætla, að hlutafélagaformið geti leitt til skilvirkari ákvarðanatöku, aukinnar ábyrgðar stjórnenda og eflt um leið sjálfstæði þeirra gagnvart hinu póli- Birgir Ármannsson tíska valdi. Þannig væru bankarnir á margan hátt betur í stakk búnir til að mæta aukinni samkeppni og breyttum aðstæðum í fjármálalíf- inu, sem meðal annars má rekja til aðildar ís- lands að Evrópska efna- hagssvæðinu. Einkavæðing æskilegt markmið Þrátt fyrir þennan sjálfstæða ávinning af breytingunni yfir í hlutafélagaformið er því ekki að leyna, að margt mælir með því að selja hlutabréf rík- isins í bönkunum til einkaaðila. Áhrif hins opinbera á fjármagnsmarkaði hér á landi eru alltof mikil og mun meiri en þekkist í þeim þjóðfélögum, sem við viljum yfírleitt bera okkur saman við. Enga nauðsyn ber til þess að ríkið standi yfir höfuð í því að reka viðskiptabanka, hvað þá tvo. Einkaaðilar hafa sýnt það og sannað að þeir eru fullfærir um að hafa rekstur af þessu tagi með höndum og veita þeir viðskiptamönnum sínum síst verri þjónustu en ríkisbankamir. Þessu til viðbótar má svo benda á, að þau miklu áhrif sem stjórnmála- menn geta haft á rekstur ríkisbank- anna geta verið afar dýrkeypt. Stjórnmálamenn hafa í gegnum tíð- ina notað sér áhrif sín í þeim til óeðli- legrar fyrirgreiðslu og atkvæða- kaupa og þjóðin öll hefur þurft að súpa seyðið af óskynsamlegum ákvörðunum um útlán, sem byggst hafa á pólitískum forsendum en ekki viðskiptalegum. Á síðari árum hefur að vísu orðið vart viðhorfsbreytingar til hins betra í þessum efnum, bæði hjá stjórnmálamönnum og banka- stjómendum, en hættan á aftur- hvarfí til fyrri hátta er fyrir hendi meðan bankamir lúta pólitískri stjóm. Einkavæðing bankanna leysir auðvitað ekki öll vandamál í sam- bandi við töpuð útlán og önnur áföll í rekstri, en reynslan sýnir hins veg- ar að með henni væri dregið verulega úr áhættunni. Höfundur stundar nám í lögfræði við Háskóla íslands. GERVIGÆSIR Verð: 1 stk. kr. 990. 12 i kassa -10% afsláttur kr. 10.900. 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. WUTIUFPSm GLÆSIBÆ - SÍMI581 2922 La Baguette Frystiyöruverslun f Opið món,-fóst 11.00 - 18.30, laug. 11.00 -16.00 | Ekta hálfbakað franskt brauðmeti sem bú lýkur við að baka heima hjá bér. Komdu með miðann og þú færð 10% aflátt hjá okkur í dag. Skeifunni 7 Sími: 588 2759 Fæst einnig í: Nóatúni, Laugavegi 116, 105 Rvík. • Sunnubrauði, Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði. Verö Hr.1.690. Einnip innanhössshör frá E, fldidas oq flSISC HAMRABORG20A SlMI 564 1000 - kjarni málsins! FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 31». « streyma Mörkirm 6 (v/hiwma Bilastæði v/búðarveggitW / V&r$ltJi 1. vinningur stefnir í 20 miiljónir króna ^ r '__ - Leikur einn! Fáðu þér miða íyrir kl. 20.20 á laugardagimi. HVlTA B0SIÐ /i§fA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.