Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
2 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995
FRÉTTIR
Varðskipið Oðinn dregur Sindra VE áleiðis til Islands
Vildu ekki hjálp Norðmanna
Sindrí VE er í eigu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og
Meitilsins í Þorlákshöfn. Búast má við að Sindri verði kominn
til íslands fyrir aðra helgi.
VARÐSKIPIÐ Óðinn hóf að draga
Sindra VE á miðnætti í nótt til
móts við dráttarbát sem ætlar að
draga skipið áfram til Islands.
Sindri VE fékk í skrúfuna á veiðum
í Smugunni í fyrrakvöld, stuttu
eftir olíutöku, með þeim afleiðing-
um að skrúfugír í vélinni eyðilagð-
ist.
Reiknað er með að Óðinn muni
draga Sindra í um hálfan annan
sólarhring, áleiðis til íslands, áður
en dráttarbáturinn mætir skipinu.
Darri Gunnarsson, verkfræðing-
ur Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum, sem á helmingshlut
í Sindra VE á móti Meitli hf. í
Þorlákshöfn, segir að tryggingafé-
lag skipsins hafi samið við eigend-
ur dráttarbátsins og megi búast
við að Sindri verði kominn til ís-
lands fyrir aðra helgi, eða 12.-15.
september.
„Við vildum ekki leita aðstoðar
norsku strandgæslunnar, því við
teljum að samskiptin við Norð-
menn hafi verið þannig að við vilj-
um ekkert hafa við þá saman að
sælda. Við áttum togara sem bil-
aði þama í fyrra, Breka VE, en
fengum ekki viðgerð þar og höfum
því viljað forðast öll viðskipti við
Norðmenn yfír höfuð,“ segir Sig-
hvatur Bjamason, framkvæmda-
stjóri Vinnslustöðvarinnar hf.
Öryggi að hafa Óðin í Smugu
Sindri VE óskaði aðstoðar land-
helgisgæslunnar um klukkan átta
í gærmorgun. „Við voram strax
reiðubúnir að veita þá aðstoð sem
óskað var eftir en jafnframt töldum
við betra að láta kanna aðrar leið-
ir, svo að við gætum haldið áfram
að sinna störfum okkar í Smug-
unni enda mikið öryggi fólgið í að
hafa varðskipið áfram á því veiði-
svæði,“ segir Hafsteinn Hafsteins-
son, forstjóri Landhelgisgæslunn-
ar.
Hann segir að tilvitnun í Sig-
hvat í fjölmiðlum í gærkvöldi, þess
efnis að Landhelgisgæslan hafí
gert kröfur um óheyrilega há
björgunarlaun, komi sér afskap-
lega mikið á óvart. „í gildi eru
ákveðnir taxtar um björgunarlaun
og það hefði gilt sami taxti hvort
sem fiskiskip eða varðskip hefði
komið Sindra VE til aðstoðar, en
það var ekki farið að ræða um slíka
samninga," segir Hafsteinn.
Sighvatur segir að ranglega
hafi verið haft eftir sér í fjölmiðlum
í gær að þessu leyti.
Milljóna tjón
Sindra rak án vélarafls í sjö
vindstiga vestanbrælu í Smugunni
mestan hluta gærdagsins, en veðr-
ið gekk niður þegar kvöldaði og
segir Darri að áhöfn eða skip hafí
aldrei verið í nokkurri hættu. í
áhöfn skipsins eru 25 menn og var
skipið búið að vera á sjó í um 35
daga þegar það fékk í skrúfuna
og hafði veitt 160 tonn af þorski.
Darri kveðst telja að um milljóna
króna tjón sé að ræða fyrir útgerð-
ina, ekki síst þar sem skipið verði
frá veiðum í að minnsta kosti fjór-
ar vikur.
Formaður LIU um staðhæfingar norskra
fíölmiðia um skemmdan Smugufisk
Mistök en ekki al-
geng aflameðferð
„NORÐMENN hafa komist á snoð-
ir um umtal hér heima vegna mis-
taka, sem urðu þegar veiðimennsk-
an bar skynsemina ofurliði og fersk-
fískskip kom með allt of mikinn
afla úr Smugunni. Aflinn var of
gamall til að hægt væri að frysta
hann, hann var saltaður og gæðin
þóttu heldur rýr. Því fer hins vegar
Qarri að svona meðferð afla sé al-
geng,“ sagði Kristján Ragnarsson,
formaður LÍÚ, í samtali við Morg-
unblaðið.
Norskir fjölmiðlar skýrðu frá því
í gær að stór hluti aflans, sem ís-
lendingar veiddu í Smugunni,
skemmdist vegna lélegrar meðferð-
ar íslenskra sjómanna á honum.
Afla sé því oft kastað eða hann
settur í gúanó. í fréttinni er þó
aðeins vísað til eins tilfellis.
Aflinn oftast unninn um borð
„Við erum með 30-40 skip í
Smugunni, flest frystiskip, sem
koma að sjálfsögðu með ferskt hrá-
efni að landi, auk skipa sem salta
um borð. Þá hafa 3-5 ferskfískskip
verið i Smugunni. Þau hafa þurft
að veiða sem mest á sem skemmst-
um tíma, því þau geta ekki verið
úti nema í viku og svo tekur við
4-5 daga heimferð. Þessi skip hafa
gjarnan sett glugga í vörpuna og
losað sig við þann físk sem þau ná
ekki að vinna með góðu móti. Fyrir
nokkra kom ferskfisktogari að landi
með 340 tonn af fiski, sem var
ekki nægilega góður.“
Kristján vísar til togarans Bessa
frá Súðavík. Afli togarans var salt-
aður, þar sem hann var ekki nógu
góður til frystingar. „Þarna urðu
vissulega mistök og ég játti þeim í
samtali við norskan fjölmiðil. Þetta
er hverfandi hluti þess afla sem við
erum að veiða þarna. Gífuryrði
norskra ráðherra og talsmanna
samtaka í norskum sjávarútvegi
vegna þessa vekja mikla undrun
mína. Við viljum umgangast þessa
auðlind af hófsemi og verðum að
gæta þess að svona mistök endur-
taki sig ekki.“
Morgunblaðið/Ásdís
Þingflokkar stj ór narflokkanna funda um fjárlagafrumvarp
Ríkisstj órninni
veitt óskorað umboð
„ÞINGMENN flokksins voru al-
mennt mjög sáttir við þá stefnu sem
fram kemur í fjárlagaframvarpinu,
þótt skiptar skoðanir hafí verið um
ýmis smærri atriði," sagði Geir H.
Haarde, formaður þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins, að loknum fundi
þingflokksins í gær. Friðrik Sophus-
son fjármálaráðherra kvaðst
ánægður með niðurstöðu þingflokka
stjórnarflokkanna. Aðspurður vildi
hann ekki gefa upplýsingar um ein-
stakar sparnaðartillögur.
Þingflokkar Framsóknarflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins veittu
ríkisstjóminni í gær umboð til að
leggja fram fjárlagafrumvarp, sem
gerir ráð fyrir að halli á ríkissjóði
á næsta ári nemi fjórum milljörðum
króna. „Þingflokkarnir standa fast
að baki þeirri stefnumörkun, sem
fram kemur í frumvarpinu og stefnt
er að því að leggja fram hallalaus
ijárlög næsta haust, að óbreyttum
efnahagsforsendum," sagði Friðrik
Sophusson.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í gær eru uppi hugmyndir um
að tengja tekjutryggingu ellilífeyris
við ijármagnstekjur, sem yrði háð
því að tekinn yrði upp fjármagns-
tekjuskattur. „Eg vil ekki skýra frá
einstökum tillögum að svo komnu
máli, enda á enn eftir að útfæra
nánar tekju- og gjaldahlið fram-
varpsins."
Sara til Hull
SEGLSKÚTAN Sara, sem mikið
hefur verið í fréttum að undan-
förnu, var tekin á land í gær og
sett um boð í eitt af flutninga-
skipum Samskipa. Skipið heldur
af stað í dag með skútuna áleið-
is til HuII í Bretlandi.
Frakkinn, Mathieu Morver-
and, er nú aftur orðinn löglegur
eigandi skútunnar, en hann
keypti hana af Gunnari Borg,
sem átt hefur skútuna ásamt
fleirum síðustu þrjú ár. Morver-
and, sem er til vinstri á mynd-
inni, gerði sem kunnugt er til-
raun til að sigla skútunni til
Frakklands í síðasta mánuði, en
var stöðvaður af varðskipi Land-
helgisgæslunnar og dæmdur í
fimm mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir.
Hannes
Hlífar
efstur
HANNES HLÍFAR Stefánsson
sigraði Friðrik Olafsson í fjórðu
umferð Friðriksmótsins í gær-
kvöldi og er í efsta sætinu með
3,5 vinninga. Smyslov vann
Sofiu Polgar og Margeir Pét-
ursson vann Þröst Þórhallsson.
Larsen og Gligoric og Jón L
Ámason og Helgi Áss Grétars-
son gerðu jafntefli. Skák Helga
Ólafssonar og Jóhanns Hjartar-
sonar var frestað.
Margeir Pétursson er í öðru
sæti með 3 vinninga, Jóhann
Hjartarson er með tvo vinninga
og óteflda skák, Smyslov, Sofia
Polgar, Gligoric og Jón L Árna-
son með tvo vinninga, Larsen,
Þröstur og Helgi Áss eru með
hálfan annan vinning, Helgi
Ólasfsson er með vinning og
óteflda skák og Friðrik Olafs-
son er með einn vinning.
Fimmta umferð hefst klukk-
an 17 í dag. Þá tefla Sofía og
Hannes Hlífar, Friðrik og
Helgi, Jóhann og Jón, Gligoric
og Smyslov, Margeir og Larsen
og Helgi Áss og Þröstur.
Otuðu byssu
út um bíl-
glugga
Ungir menn miðuðu byssu á
vegfarendur á Túngötu út um
bílglugga í fyrrakvöld.
Maður hafði samband við
lögregluna og hafði orðið fyrir
því að byssu var miðað á hann
út um bílglugga þar sem hann
var á ferð í grennd við Landa-
kotsspítala.
Lögregla á öllu höfuðborg-
arsvæðinu leitaði bílsins. Bíll-
inn fannst í umdæmi lögregl-
unnar í Hafnarfirði skömmu
síðar og voru ökumaður og far-
þegar færðir á lögreglustöð.
Þar kom í ljós við athugun að
steypt hafði verið upp í hlaup
byssunnar sem mennirnir
höfðu otað að fólki og hún
hafði þannig verið gerð óvirk.
Drukknaði í
Kötluvatni
Raufarhöfn. Morgunblaðid.
79 ÁRA gamall maður, Sigurð-
ur Haraldsson, Núpskötlu á
Melrakkasléttu, drukknaði í
Kötluvatni á þriðjudagsmorgun
þegar hann
var að vitja
um silunga-
net sín þar.
Um
klukkan 11
um morgun-
inn sáu kon-
umar á
bænum bát
Sigurðar við
malarkamb-
inn sem að-
skilur vatnið og sjóinn. Nokkru
seinna var þeim litið til bátsins
aftur og sáu að hann rak vest-
ur með mölinni. Þótti þeim sem
ekki væri allt með felldu og
hringdu í Harald son Sigurðar
sem var á sjó út af Kötluvíkinni.
Haraldur fór strax að bát
Sigurðar og sá að árar og
hækjur Sigurðar voru á sínum
stað í bátnum eins og vant var
meðan Sigurður dró net sín.
Haraldur hafði samband við
Kópasker og bað um aðstoð
þaðan við leit að föður sínum.
Einnig kom lögregla frá Rauf-
arhöfn og með henni kafari.
Þeir fundu lík Sigurðar fljót-
lega á botni vatnsins.
Sigurður Haraldsson var
fæddur árið 1916. Hann lætur
eftir sig eiginkonu og uppkom-
in börn.
Sigurður
Haraldsson.