Morgunblaðið - 07.09.1995, Síða 10
í f c.GGJ M3ím3Tfí3S ViIUOAu'nWR álQAJgHIJOHOlVI
10 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995______________________________________________________________________________ MORGUNBLAÐIi)
FRÉTTIR
Háskólakennarar samþykkja kjarasamning
Hækkunin 6,19-16%
FÉLAGSMENN í Félagi háskóla-
kennara hafa samþykkt nýjan kja-
rasamning félagsins sem undirrit-
aður var í síðustu viku með 99 at-
kvæðum gegn 44.
Guðvarður Már Gunnlaugsson,
formaður félagsins telur að samn-
ingurinn jafngildi 11% launahækkun
að meðaltali fyrir félagsmenn, en
segir að hækkanir séu mismunandi
eftir starfsheitum eða allt frá 6,19%
fyrir þá sem minnst fá og upp í 16%
fyrir þá sem fá mest. Það væru lekt-
orar og hluti af dósentum sem fengju
mesta launahækkun, en þeir sem
minnst fengju væri hátt sett fólk í
stjómsýslu háskólans.
Yfirvinnugreiðslur til hluta
prófessora
Guðvarður sagði að samningur-
inn gilti til ársloka 1996. í honum
væri kveðið á um tvær almennar
launahækkanir, 3,1% frá 1. ágúst
í ár og 3% til viðbótar 1. janúar
næstkomandi.
Að auki kæmi til launaflokka-
hækkun til stórs hóps félags-
manna. Þá er ákvæði í samningn-
um um yfirvinnugreiðslur til pró-
fessora sem hafa litlu yfirvinnu til
að jafna aðstöðu milli prófessora
og þarf að sækja sérstaklega um
þær greiðslur. Guðvarður sagðist
óánægður með að ekki hefði tekist
að koma þess greiðslum inn í dag-
vinnulaunin, en það hefði verið mat
samninganefndarinnar að lengra
yrði ekki komist. Hann hefði verið
nógu sáttur til að skrifa undir
samninginn og mæla með sam-
þykkt hans við félagsmenn, en
væri þrátt fyrir það ekkert himin-
lifandi með hann.
FAST0GNASALA
VITASTÍG 13
552 6020
Í552 6065
Laugarnesvegur
3ja-4ra herb. glæsileg íb. á 3. hæð. Ein íb. á hæð, 91 fm, sem skiptist í stofu,
borðstofu, rúmg. hol, hjónaherb., barnaherb., eldhús og baðherb. Fallegt parket
á gólfum, nýjar innr. íbúö í sérflokki. Suöursvalir. Gott lán áhv.
FÉLAG ilFASTEIGNASALA
Gunnar Gunnarsson,
lögg. fasteignasali, hs. 5577410.
Ljósmyndir á
Sauðárkróki
UÓSMYNDASÝNINGIN Til
sjós og lands hefur verið sett
upp í sýningarsal Safnahúss-
ins á Sauðárkróki. Á sýning-
unni eru 30 ljósmyndir frétta-
ritara Morgunblaðsins.
Okkar menn, félag fréttarit-
ara Morgunblaðsins, efndi fyrr
á árinu til samkeppni meðal
fréttaritara um bestu Ijós-
myndirnar frá síðustu tveimur
árum. Dómnefnd valdi um 30
myndir til verðlauna. Verð-
launamyndirnar voru settar
upp á sýningu sem undanfarna
mánuði hefur farið um landið.
í Safnahúsinu eru helstu
héraðssöfn Skagfirðinga.
Ljósmyndasýningin verður þar
fram yfir helgi og er opin til
skoðunar á opnunartíma
Safnahússins.
Lagtaf
mörkum
ÞESSIR duglegu krakkar létu
ekki sitt eftir liggja í söfnun
Rauða krossins, Konur í neyð, um
helgina og héldu hlutaveltu á
götuhomi. Veðrið lék við þessa
knáu athafnamenn og er ekki við
öðm að búast en að vegfarendur
hafi tekið þeim vel, enda málstað-
urinn góður, og keypt sitthvað
smálegt sem krakkarair höfðu
safnað í kringum sig. Um 25 millj-
ónir króna söfnuðust í söfnun
RKÍ, sem renna til hijáðra flótta-
manna viða um heim, þar á með-
al í ríkjum fyrrum Júgóslavíu.
Morgunblaðið/Ásdís
Viltn hafa það
svart/hvftt eða ílit?
OPIN KERFl HF
BGÐEIND
Við erum í Mörkinni 6 - Sfmi 588 2061 - Fax 588 2062
HP Desk Jet bleksprautuprentarar
HP 320
HP 540
HP 6601]
kr. 26.900
ki*. 28.900
kr. 49.900
HP 850C
HP 1200C
HP I600C
kr. 79.900
ki*. 99.900
ki*. 149.900
HP LaserJet geislaprentarar
HP 4L/ML kr. 55.900 HP 5P ki*. 129.900
HP 4Plus kr. 179.900
VIÐURKENNDUR
SÖLUAOIU
MQNUITA oo ábyrqo
Yfirlýsing-
MORGUNBLAÐINU hefir borizt
eftirfarandi yfirlýsing frá Árna
Samúelssyni:
Undirrituðum finnst stórlega hafa
verið að sér vegið í grein um Stöð
2 sem birtist í Morgunblaðinu sl.
sunnudag.
Þar er haft eftir ónafngreindum
hluthafa úr minnihluta Stöðvar 2
að undirritaður hafi átt þátt í að
reyna að koma í veg fyrir og eyði-
leggja þau viðskipti sem voru í undir-
búningi á milli Stöðvar 2 og erlenda
bankans.
Nefndur minnihlutamaður segir
að undirritaður hafi notfært sér út-
varpsstöðina FM, sem er í eigu Áma
Samúelssonar í Sambíóunum, og lát-
ið leka út frétt um hina nýju sjón-
varpsstöð. Þetta hafi verið gert til
þess eins að skemma fyrir samning-
um.
Undirritaður vill láta nefndan
minnihlutamann vita að frétt um
sama efni birtist á RÚV þriðjudaginn
22. ágúst eða þremur dögum áður
Aths. blaðamanns
Vegna athugasemdar Áma Samú-
elssonar er nauðsynlegt að birta orð-
rétt þann kafla greinar minnar um
viðskipti Chase Manhattan-bankans
og Stöðvar 2 sem hann finnur að:
„Þennan sama dag [föstudaginn 25.
ágúst] komu fréttir í útvarps- og
sjónvarpsstöðvunum um áform nýju
sjónvarpsstöðvarinnar, þar 'sem fram
kom að Árvakur hf., útgáfufélag
Morgunblaðsins, hefði ákveðið að
gerast hluthafi. Einn hluthafi úr
minnihlutanum telur að þessari frétt
hafi verið lekið í fjölmiðla í þeim til-
gangi að reyna að eyðileggja þau
viðskipti sem verið var að ganga frá
milli hluthafa Stöðvar 2 og við er-
lenda bankann. Fréttin hafi haft
slæm áhrif á viðkvæmum tíma. Bend-
ir hann á að þessi frétt hafi fyrst
komið á útvarpsstöðinni FM, sem er
í eigu Áma Samúelssonar í Sambíó-
unum, aðal hvatamanns að stofnun
nýju sjónvarpsstöðvarinnar. Þar var
og var þar fjallað um íslenska sjón-
varpið hf. Lítið er hægt að segja við
því að FM hafi fjallað um þetta
þremur dögum síðar ásamt öðrum
íslenskum fjölmiðlum.
Einnig er rétt að taka það fram
að forsvarsmenn Stöðvar 2 hafa vit-
að um alllangt skeið að samkeppni
væri á næsta leiti og því hafa þess-
ar fréttir varla komið þeim í opna
skjöldu.
Einnig er rétt að umræddur
minnihlutamaður geri sér ljóst að
við hjá íslenska sjónvarpinu hf. gerð-
um allt til að halda þessu leyndu
fyrir fjölmiðlum. Það tókst allvel, eða
allt þar til RÚV birti umrædda frétt.
Þetta var einmitt gert til að hann
fengi tékkann sinn, sem hann hafði
beðið svo lengi eftir.
Að lokum vill undirritaður lýsa
yfir furðu sinni á þeim vinnubrögð-
um bláðamanns Morgunblaðsins að
sannreyna ekki svona sögur fyrir
birtingu.
Árni Samúelsson.
fjallað um íslenska sjónvarpið hf. og
þátttöku Árvakurs hf. í dægurmála-
þætti á föstudagsmorguninn og aðrar
stöðvar tóku málið upp í framhaldinu
og fengu þetta staðfest."
Blaðamanni er kunnugt um að
áður var búið að segja frá því að ný
sjónvarpsstöð væri í undirbúningi,
um það birtist til dæmis frétt hér í
blaðinu fyrir nokkrum vikum. Málið
snýst ekki um það heldur þá skoðun
fyrrverandi hluthafa í Stöð 2 að frétt
um þátttöku Árvakurs hf., útgáfufé-
lags Morgunblaðsins, hafi verið kom-
ið á framfæri við fjölmiðla á við-
kvæmum tíma fyrir seljendur hluta-
bréfanna. Upplýsingar um þátt
Morgunblaðsins komu ekki fram í
frétt Ríkissjónvarpsins 22. ágúst en
frá þeim var greint í dægurmála-
þætti á útvarpsstöðinn FM þennan
tiltekna morgunn, eins og ég fékk
staðfest hjá viðkomandi útvarps-
manni þegar ég vann að greininni.
Helgi Bjaraason.
I
♦
I
í
I
t
I
>
i
I
I
I
I
I
I
I
I
í
I