Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
FIMMTUDAGUR 7. SEPrEMBER 1995 13
MINNISVARÐINN er
staðsettur á lóð Dvalar-
heiniilisins Áss.
Hög'gmynd af
Gísla Signrbjörns
syni afhjúpuð
Hveragerði - Höggmynd af Gísla
Sigurbjörnssyni, fyrrverandi for-
stjóra Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grundar og Dvalarheimilisins
Áss/Ásbyrgis, var afhjúpuð í Hvera-
gerði síðastliðinn sunnudag.
Eftirlifandi eiginkona Gísla, frú
Helga Björnsdóttir, afhjúpaði minn-
isvarðann, en fjórar dætur þeirra
hjóna voru einnig viðstaddar athöfn-
ina auk annarra gesta.
I ávarpi Einars Mathiesen bæjar-
stjóra kom fram að bæjarstjórn
Hveragerðis hafi í október 1993
samþykkt tillögu Hans Gústafsson-
ar, þáverandi bæjarfulltrúa, um að
gerð skyldi brjóstmynd af Gísla
Sigurbjörnssyni forstjóra, honum til
heiðurs vegna brennandi áhuga hans
og margháttaðs stuðnings við menn-
ingar- og framfaramál Hvergerð-
inga. Búnaðarbanki íslands ákvað
einnig að heiðra Gísla með því að
taka þátt í að reisa minnisvarðann.
Til verksins var fenginn Helgi Gísla-
son, myndhöggvari úr Reykjavík.
Minnisvarðanum hefur verið fundinn
staður á lóð Dvalarheimilisins Áss,
gegnt Hveragerðiskirkju.
Gísli Sigurbjörnsson var fæddur í
Reykjavík árið 1907. Hann var son-
ur hjónanna Guðrúnar Lárusdóttur
alþingismanns og séra Sigurbjörns
Á. Gíslasonar. Gísli tók við starfi
framkvæmdastjóra Elli- og hjúkr-
unarheimilisins Grundar árið 1934,
en faðir Gísla var einn af aðalhvata-
mönnunum að stofnun þess. Árið
1952 var Gísli fenginn til að annast
rekstur nýrrar stofnunar fyrir aldr-
aða í Árnessýslu. Upp úr því var
Dvalarheimilið Ás stofnað í Hvera-
gerði. Gísli stýrði því síðan næstu
32 árin, eða allt til dauðadags, en
hann lést í janúar árið 1994. Það
var í gegnum rekstur Áss sem Hver-
gerðingar kynntust Gísla og hans
störfum. Uppbygging á þjónustu
fyrir aldraða hófst með komu hans
til Hveragerðis og hefur staðið óslit-
ið síðan. Gísli var framsækinn og
metnaðarfullur fyrir hönd sinnar
stofnunar og bæjarfélagsins. Setti
hann á stofn Rannsóknastöðina
Neðri-Ás í Hveragerði og bauð er-
lendum sem innlendum fræðimönn-
um aðstöðu til að stunda rannsóknir
og fræðistörf til lengri og skemmri
tíma.
Félagsstarfsemi og framfaramál
Hveragerðisbæjar voru Gísla hug-
leikin. Hann studdi dyggilega bygg-
ingu Hveragerðiskirkju á sínum
tíma, sem og ýmiss konar félags-
og menningarstarfssemi í bæjarfé-
laginu. Með framlögum sínum vildi
Gísli ýta undir og treysta grunn að
uppbyggingu félags- og menningar-
mála í Hveragerði.
Með minnisvarðanum vilja Hver-
gerðingar heiðra minningu mikils
athafnamanns og um leið þakka
fyrir þann hlýhug sem Gísli Sigur-
björnsson sýndi bæjarfélaginu.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
VERÐLAUNAHAFARNIR með viðurkenningarskjöl sín ásamt formanni
umhverfisnefndar, Ester Þorbergsdóttur.
Umhverfisverðlaun veitt á Þórshöfn
Þórshöfn - í fyrsta sinn í sögu
Þórshafnar veitti umhverfis- og
fegrunarnefnd á vegum Þórs-
hafnarhrepps verðlaun fyrir
fegurstu garðana og einnig
umhverfi fyrirtækja. Nefndin
er skipuð áhugasömu fólki sem
vill leggja áherslu á fegrun
umhverfisins og aukna gróður-
rækt í þorpinu.
Þrír garðar í einkaeign fengu
viðurkenningu og einnig fyrir-
tæki. Garðurinn við Fjarðarveg
27 fékk fyrstu viðurkenningu,
en þar býr Guðný María Jó-
hannsdóttir. Flestar hennar
tómstundir hafa farið í að rækta
og hlúa að garðinum sem ber
þess vel merki og stóra öspin í
garði hennar afsannar það sem
áður hefur verið haldið fram,
en það er að hér á Þórshöfn
þrífist ekkert nema alaskavíðir
og arfi.
Aðra og þriðju viðurkenningu
fengu garðarnir á Sunnuvegi 10
og Pálmholti 4, en eigendur
þeirra eru annars vegar hjónin
Erla og Konráð Jóhannsson og
hins vegar mæðgurnar Guð-
björg Guðmundsdóttir og Elsa
Jóhannsdóttir. Umhverfi sveita-
býlanna var einnig tekið út og
þar fékk bærinn Syðri-Brekkur
viðurkenningu, en hann er í eigu
lijónanna Ulfars Þórðarsonar og
Kristínar Kristjánsdóttur.
Fyrirtækin hafa einnig gert
mikið átak í sínum umhverfis-
málum og er Sparisjóður Þórs-
hafnar þar fremstur í flokki.
Hraðfrystistöð Þórshafnar fékk
einnig viðurkenningu og varð
framkvæmdastjóranum, Jó-
hanni A. Jónssyni, það að orði,
að fyrir nokkrum árum hefði
það þótt saga til næsta bæjar
að HÞ fengi verðlaun fyrir
snyrtilegt umhverfi. Síðustu ár
hefur áhugi fólks hér í plássinu
aukist á því að rækta og fegra
umhverfi sitt og ef áfram verður
samstaða um þá stefnu eru íbú-
arnir hér í góðum málum.
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
FRU Helga Björnsdóttir, ekkja Gísla Sigurbjörnssonar, ásamt
Einari Mathiesen bæjarstjóra og dætrum þeirra Gísla,
þeim Nínu, Guðrúnu, Helgu og Sigrúnu.
GESTIR á Forskoti Ormsteitis tóku þátt í jógaæfingum undir
stjórn Kristbjargar Kristmundsdóttur jógakennara.
Ormsteiti
Sumn blótað og haustið móttekið
Egilsstöðum - Ormsteiti verður
haldið á Egilsstöðum og Héraði
um næstu helgi. Þar verður sumri
blótað og haustið móttekið í dag-
skrá sem stendur í fimm daga.
Samkomutjald hefur verið sett
upp r hjarta Egilsstaðabæjar og
fer dagskráin þar að miklu leyti
fram. Utan þess að skógardag-
skrá verður haldin í Hallormsstað.
i
Heilt hreindýr
grillað á teini
Forskot Ormsteitis var haldið
sl. fimmtudág og fór þá fram
kynning á öllum dagskráratriðum
Ormsteitis. Einn dagur dagskrár-
innar verður helgaður hreindýrinu
sérstaklega og verður þá boðið
upp á sýningu og sölu á hrein-
dýravörum í tjaldinu stóra. Skarp-
héðinn Þórisson líffræðingur
verður með erindi um dýrin. Góð-
ir gestir segja veiðisögur og aðal-
atriðið verður þegar heilt hreindýr
verður grillað á teini og gestum
boðið smakk.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
JON Atli Gunnlaugsson og
Þráinn Skarphéðinsson
sýndu Uxadans við mikla
kátínu gesta á Forskoti
Ormsteitis.
Flugeldasýning
í lok sumars
Á markaðsdegi munu bændur
mæta með uppskeru sína og
Borgfirðingar með sjávarafurðir.
Handverksfólk verður með sölu á
gripum sínum í tjaldinu og að
kvöldi þess dags verður skotið upp
flugeldum og sumarið kvatt.
R
í.kT
ef tii
lii r
d a
n