Morgunblaðið - 07.09.1995, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
TILBOÐIN
GARÐAKAUP
QILDIR TIL 10. SEPTEMBER.
Svínahnakki m. beini. 698 kr.
Mamma besta pizzur 298 kr.
Libby's ananas sneiðar 'A dós 37 kr.
Gevalía cappuccino Tampico karíba ávaxtasafi 11tr. Tampico sítrus ávaxtasafi 1 Itr. 179 kr. 98 kr. 98 kr.
Kraft salat dressing 3 í pk. 49 kr.
10-11 BÚÐIRNAR QILDIR FRÁ 7.-13. SEPTEMBER
Bakarabrauð gróf 98 kr.
Goða skinka 1 kg Kellog’s Kornflakes 500 g 689 kr. 169 kr.
Skólajógúrt, allartegundir Nóakropp150g 29 kr. 125kr
Axa musli 129kr.
Rjómaskyr stór dós 119 kr.
Kit-Kat3 í pk. 99 kr.
Hi-C6saman 87 kr.
Nesquick 1 kg Wesson matarolía 1,41 387 kr. 199 kr.
Bónus saltkjöt kg Sórvara í Holtagörðum 359 kr.
Rúllukragabolur kr. 587
Skólabolir kr. 497
Handhrærivél ' ' kr. 1.690
Brauðrist kr. 1.790
Alba hljómtækjasamst. m/útvarpi, segulb.,
2 hátölurum og geislaspilara kr. 13.900
Álways Ultradömubindi, 2 pk.
148 kr.
548 kr.
HAGKAUP
QILDIR TIL 16. SEPTEMBER.
Prins póló 24 stk. x 40 g
699 kr.
Torky þurrkur 2 rl.„ boxfylgir
NÓATÚN
QILDIR 7.-10. SEPTEMBER
Lambaskrokkar hálfir kg.
489 kr.
Haust hafrakex 250 g
Myllu fjölskyldubrauð 1 kg
Jakobs píta taco
Krydduð pítubuff 4 stk.
99 kr.
99 kr.
89 kr.
279 kr
Unghænur kg.
Saltað hrossakjog 3 kg.
Reykt folaldakjöt kg.
399 kr.
199 kr.
399 kr.
349 kr’
Humallfiskibollur390g 99 kr.
íslenskt kínakál 1 kg 139 kr.
McCainfranskar kartöflur 1 kg 189 kr.
11-11 BÚÐIRNAR
QILDIR FRÁ 7.-13. SEPTEMBER.
Lambalifur 1 kg 98 kr.
FJARÐARKAUP Bóndabrauð 98 kr.
GILDIR 7. OG 8. SEPTEMBER Brauðskinka 1 kg 685 kr.
Svínarifjasteik 423 kr. Lifrarkæfa 1 kg 299 kr.
Laushakkað nautahakk 598 kr. Kindakæfa 1 kg 499 kr.
Kínakál kg 98 kr. Hangiálegg 1 kg 1.498 kr.
Samlokubrauð 98 kr. Epli Jonagold 1 kg 75 kr.
Bacon-flögur 49 kr. Appelsínur 1 kg 119 kr.
Súkkulaði hafrakex 200 g 39 kr. KASKO KEFLAVÍK
Bacon steik kg 698 kr. VIKUTILBOÐ
BÓNUS Burton’s Bourbon kex 39 kr.
CoOptekex 29 kr.
Samsölubeyglur 97 kr. Poppmaís 500 g 49 kr.
Bonduelle grænar baunir'/2 39 kr.
Núðlur 19kr.
Þykkmjólk 39 kr.
7% afsláttur af unnum kjötvörum i 7% afsíáttur af brauði og kökum. í kæli
MIÐVANGUR HAFNARFIRÐI QILDIR TIL OQ MEÐ 10. SEPTEMBER
Saltað hrossakjöt 1 kg 133kr.
Reykt folaldakjöt 1 kg 360 kr.
Ölpylsa, áleggsbréfið 99 kr.
Veiðipylsa, áleggsbréfið 99 kr.
Emmess sumarkassi 397 kr.
Tommi og Jenni 'A I 29 kr.
Ungaegg 1 kg 249 kr.
KattasandurlOkg 299 kr.
SKAGAVER HF. AKRANESI
HELQARTILBOÐ
R.P. Nat shampoo 139 kr.
Tempo þurrkur 89 kr.
Nóakropp 139 kr.
Vínber blá 165 kr.
Melónurgular 90 kr.
London lamb 799 kr.
Rúlluterta brún
Sparnaðarskinka
259 kr.
898 kr.
ÞÍN VERSLUN
Sunnukjör, Plúsmarkaðir Grafarvogi,
Straumnes, 10/10 Hraunbæ og
Suðurveri, Breiðholtskjör,
Garðakaup, Melabúðin, Hornið
Seifossi, Vöruval ísafirði og
Bolungarvík og Hnífsdal, Þín verslun
Seljabraut, Grímsbæ og Norðurbrún,
Verslunarfélagið Siglufirði, Kassinn
Ólafsvík og Kaupgarður í Mjódd.
GILDIR 7.-13. SEPTEMBER
Þurrkryddað lambalæri 1 kg Dilkalifur pökkuð 1 kg 749 kr. 149 kr.
Hrossabjúgu, 2 stk. 99 kr.
Dole rúsínuröOOg Tilda jasmín hrísgrjón 500 g 119 kr. 99 kr.
Maxwell House kaffi 500 g 388 kr.
Jonagoldepli 1 kg 59 kr.
íslenskargulrætur 299 kr.
KEA NETTÓ
GILDIR 6.-11. SEPTEMBER
Hangiframpartur 1 kg 698 kr.
Maískorn 432 g 44 kr.
Lassi hrísgrjón 227 g 95 kr.
McVities súkkulaðikex 200 g 69 kr.
Fig Rolls kex 200 g 85 kr.
Perur 1 kg 68 kr.
Mandarínur 1 kg 98 kr.
Flögur 100g 69 kr.
Verslanir KÁ
GILDIR FRÁ 7.-13. SEPTEMBER
Londonlamb 1 kg 799 krTj
Kindabjúgu 1 kg 394 kr.
Kartöflusalat 1 kg 419 kr.
Bakarabrauð 620 g 99 kr.
Appelsínur 1 kg 98 kr.
Bökunarkartöflur 1 kg 109 kr.
Honey Nut Cheerios 565 g 289 kr.
Heinz bakaðar baunir 420 g 39 kr.
Setta, Hrlngbraut 49
TILBODIN QILDA ÚT SEPT.
LjúffengarSettusaml. og'/j I kókdós 149kr.
Glóðvolg vaffla m/rjóma+rjúkandi kakó99 kr.
Newmans popp 3 pokar í pk. 97 kr.
Nýjar myndbandsspólur 199 kr.
Tæp fimm ár eru síðan sunnudagsopnun verslana var heimiluð á höfuðborgarsvæðinu
Stórmarkaðir
á sunnudögiim
Morgunblaðið/Þorkell
NY verslun, Kaupgarður, var í gær opnuð í Mjóddinni í
Reykjavík þar sem Kjöt og fiskur var áður til húsa.
LANGUR opnunartími mat-
vöruverslana hefur tíðkast í
Bandaríkjunum í flölmörg
ár og þar eru jafnvel til verslanir
sem hafðar eru opnar ailan sólar-
hringinn allan ársins hring. Aðrar
vestrænar þjóðir virðast hægt og
sígandi fylgja í fótspor þeirra þó enn
sé vísast langt í að fólk geti keypt
í matinn um miðjar nætur hérlendis.
Það er ekki langt síðan óheimilt
var að hafa verslanir í Reykjavík
opnar á sunnudögum. Reykvíkingar
gerðu sér þá ferð í næstu bæjarfélög
og lögðu t.d. margir leið sína í Vega-
mót á Seltjarnarnesi þar sem þeir
gátu fengið brýnar nauðsynjar sem
gleymdist að kaupa fyrir helgina.
Fyrir tæpum fimm árum tók gildi
reglugerð sem heimilaði sunnudags-
opnun verslana. Kaupmenn voru
fljótir að tileinka sér nýja hætti og
á undanförnum árum hefur það
færst mjög í vöxt að matvöruversl-
anir á höfuðborgarsvæðinu séu hafð-
ar opnar alla daga vikunnar, jafnt
sunnudaga sem aðra daga.
VR mótfallið
Verslunarmannafélag Reykjavík-
ur tekur lengdum opnunartíma hins
vegar ekki fagnandi. Guðmundur
B. Ólafsson, lögfræðingur þar á bæ,
segir að mörg rök hnígi að því að
verslunareigendur ættu ekki að hafa
lokað á sunnudögum. Það sé t.d.
hætta á að ákvæði í lögum um einn
hvíldardag í viku verði brotið og að
ástæða sé til að óttast vinnuálag á
starfsfólk verslana m.a. vegna
óreglulegs vinnutíma og að það bitni
t.d. á fjölskyldulifi. Þá hljóti vöru-
verð að hækka þar sem kostnaður
kaupmannanna hljóti að aukast þeg-
ar verslanirnar eru opnar á hefð-
bundnum frídögum.
Góð reynsla
Óskar Magnússon, forstjóri Hag-
kaups, segir að það séu hrein við-
skiptaieg sjónarmið sem ráði því að
verslanir fyrirtækisins séu hafðar
opnar á sunnudögum. „Hagkaup er
enginn brautryðjandi í þessum efn-
um en við vildum ekki dragast aftur
úr þegar aðrar verslanir fóru að
hafa opið.“
Hann segir að þeir hafi góða
reynslu af sunnudagsopnuninni og
að þá fái fjölskyldur kærkomið tæki-
Helgi hvíldardagsins
virðist hverfa jafnt og
þétt og nú er svo komið
að fólk, að minnsta kosti
á höfuðborgarsvæðinu,
getur farið í matvöru-
verslanir hvaða dag vik-
unnar sem því hentar
best. María Hrönn
Gunnarsdóttir skoðaði
þróunina.
færi til að fara saman og kaupa
inn. Verslunarferðimar verði að
skemmtun frekar en kvöð og að allt
sé miklu afslappaðra.
Óskar segir að til að bregðast við
því að verslanirnar séu hafðar opnar
sífellt lengur hafi verið hannað kerfi
til að sjá til þess að fólk vinni ekki
lengur en eðlilegt geti talist. Um
tólf hundruð manns starfi hjá fyrir-
tækinu en að einungis um sjö hund-
ruð séu við störf í einu. Ef málum
væri ekki þannig háttað yrði launa-
kosnaður óyfirstíganlegur vegna yf-
irvinnu starfsfólksins þannig að
hagsmunir fyrirtækis og starfsfólk
fari saman. Þá hafi fyrirtækið ný-
lega auglýst eftir starfsfólki vegna
sunnudagsopnunar Hagkaups í
Kringlunni og um 150 manns sótt
um. Óskar segir að margir starfs-
kraftar fyrirtækisins séu skólafólk
og að það gangi síðan fyrir þegar
fólk sé ráðið til sumarafleysinga.
Einungis ein Bónusverslun, versl-
unin í Holtagörðum, er höfð opin á
sunnudögum og segir Jón Ásgeir
Jóhannesson, framkvæmdastjóri
Bónus, að þannig ætli þeir hjá Bón-
us að hafa það. Að sögn Jóns Ás-
geirs eru tvær ástæður helstar fyrir
því að verslunin er höfð opin þá.
Bónusverslanir séu ekki hafðar opn-
ar á virkum dögum nema eftir há-
degi og því hafi Bónusmenn viljað
koma til móts við þá sem ekki hafi
tök á að koma þá. Auk þess hafi
þeir viljað styrkja þær verslanir sem
eru undir sama þaki og þeir í Holta-
görðunum.
Ein Bónusbúð
Bónusverslunin hefur verið höfð opin
á sunnudögum í rúmt ár. Jón Ás-
geir segir að viðskipti á sunnudögum
hafi verið að sækja á en á móti komi
að þau þynnist aðra daga, „enda
borðar fólk ekki fleiri máltíðir þó
verslanir hafi opið lengur," segir
hann.
Átta starfsmenn eru á sunnudags-
vaktinni, þar af eru sex skólafólk.
Fastir starfsmenn Bónus fá frí á
sunnudögum en að sögn Jóns Ás-
geirs er mikil spurn eftir vinnu á
sunnudögfum.
Ákveðinn tími negldur niður
Klukkuverslanirnar svokölluðu
eru opnar á sunnudögum jafnt sem
aðra daga. Ingibjörn Hafsteinsson,
verslunarmaður í 10-10 í Suðurveri,
var fyrstur til að opna klukkubúð í
Norðurbrún í Reykjavík í apríl 1991.
Hann segist hafa opnað klukkubúð-
ina sína vegna þess að fólk ruglist
í ríminu þegar verslanir séu hafðar
opnar á mismunandi tímum. Hann
hafi viljað negla niður ákveðinn opn-
unartíma sem væri sá sami alla viku-
daga og sem fólk gæti treyst. Þá
segir hann að kaupmenn hafi orðið
að svara því að farið var að bjóða
dagvörur í bakaríum, söluskálum,
blómabúðum og bensínstöðvum en
þar sé opnunartími rúmur.
Ingibjörn segir að í fyrstu hafi
helst þeir sem unnu langan vinnudag
nýtt sér sunnudagsopnunina en að
nú sé salan á sunnudögum svipuð
og aðra vikudaga. Hann segir að
starfsfólk sitt þurfi ekki að vinna
um helgar ef það vilji það ekki og
að það sé fyrst og fremst skólafólk
sem vinni á sunnudagsvöktunum.
Ekki eins arðbært og áður
Örn Ingólfsson, framkvæmda-
stjóri Kaupáss sem starfrækir 11-11
verslanirnar, er sama sinnis og Jón
Ásgeir og Ingibjörn og segir að
sunnudagar séu ekki slakari dagar
en laugardagar og föstudagar. Hann
segir að vinnuálaginu sé jafnað á
starfsfólkið og að Kaupássmenn vilji
heldur hafa marga starfsmenn en
fáa til að hafa upp á að hlaupa. Þá
segir hann að þeir hafi með lengingu
opnunartímans verið að reyna að ná
til fólksins í hverfunum en að nú
þegar stóru verslanirnar séu einnig
farnar að hafa opið á sunnudögum
sé þetta ekki eins arðbært og áður
var.
Nokkrar hverfaverslanir og versl-
anir á landsbyggðinni hafa samein-
ast undir nafninu Þín verslun með
það að markmiði að ná hagstæðum
innkaupum, lægra vöruverði og til
að verða samkeppnisfærar við stór-
markaði.
Flestar Þinnar verslunar búðirnar
sem eru á höfuðborgarsvæðinu eru
opnar á sunnudögum en þó eru und-
antekningar þar á. í gær var t.d.
verslunin Kaupgarður, sem tilheyrir
keðjunni, opnuð í Mjóddinni í
Reykjavík og segir Davíð Ólafsson,
verslunarstjóri, að í stað sunnudag-
sopnunar verði lögð áhersla á góða
þjónustu við viðskiptavini m.a. með
því að bjóða upp á gott kjötborð,
nýbakað brauð og heita rétti bæði
í hádegi og síðla dags.
Það eru mun fleiri dagvöruversl-
anir en hér eru nefndar, stórar og
smáar, sem nýta sér heimildina til
að hafa opið á sunnudögum. Fleiri
og fleiri nýta sér þann möguleika
að kaupa í matinn í rólegheitum og
eru fegnir að sleppa við langar bið-
raðir og steitu á föstudagssíðdegi
eftir erilsaman vinnudag. Þeir eru
þó enn margir sem ekki finnst við-
eigandi að fara í búðir á sunnudög-
um og þykir miður að helgi hvíldar-
dagsins skuli sífellt minnka.