Morgunblaðið - 07.09.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
r
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 15
i rr \
Neytendaþjónusta Sjóvár-Almennra
Hlutlaus endurskoðun og
aðstoð í ágreiningsmálum
HJÁ Sjóvá-Almennum var nýlega
sett á laggirnar sérstök neytenda-
þjónusta, sem á að greiða úr ágrein-
ingsmálum sem upp kunna að koma
um tjónabætur eða önnur samskipti
félagsins og viðskiptavina þess.
Neytendaþjónustunni er ætiað að
vinna sem hlutlaus aðili hvenær sem
einhver telur sig órétti beittan og
jafnframt tryggja viðskiptavinum
félagsins að mál þeirra fái eðlilega
og skjóta meðferð.
Olafur B. Thors, framkvæmda-
stjóri Sjóvár-Almennra, segir að
framtakið sé leið til aukinnar neyt-
endavemdar og eigi að flýta fyrir
úrlausnum og eyða misskilningi sem
upp kann að koma. Öllum kvörtun-
um og ábendingum sé sinnt og í
hveiju tilfelli sé kannað hvort
ákvarðanir eða viðbrögð félagsins
standist faglega skoðun eða al-
mennar kröfur um gæði og þjón-
ustu.
15-20% ágreiningsmála
breytast
Þótt hlutverk neytendaþjón-
ustunnar sé að annast öll ágreinings-
mál, sem upp kunna að koma, er
mat á sakarskiptingu vegna öku-
tækjatjóna ekki innan verksviðs
hennar. Slík mál eru eins og áður i
höndum tjónanefnda tryggingafé-
laga, en er skotið til úrskurðamefnd-
ar í vátryggingarmálum, fáist ekki
viðunandi lausn þar.
Aðspurður segir Ólafur að í þeim
tilvikum sem neytendaþjónustan telji
viðbrögð og ákvarðanir félagsins
óaðfmnanlegar, eða viðskiptavinir
uni ekki breytingartillögum, leiðbeini
neytendaþjónustan um hvaða leiðir
em færar fýrir viðkomandi að leita
réttar síns og aðstoði jafnframt við
slík málskot sé þess óskað.
Ólafur B. Thors segir að þjónusta
af þessu tagi eigi sér hliðstæður
erlendis og hafí gefið góða raun.
Ekki sé óaigengt að niðurstöður í
allt að 15-20% ágreiningsmála
breytist eftir skoðun eins og neyt-
endaþjónustu Sjóvá-Almennra sé
ætlað að sinna, enda geti þeir sem
snúi sér til neytendaþjónustunnar
treyst því að hlutleysis sé gætt. Þar
sé kappkostað að leitað álits óvil-
hallra sérfræðinga ef á þarf að
halda.
Forstöðumaður neytendaþjón-
ustunnar er Brano Hjaltested, en
neytendaþjónustan heyrir undir
framkvæmdastjóra félagsins.
Föt, föndur og
myndbönd í vörulistum
HBD pöntunarfélag tók nýverið
við umboði JCPenney vörulistanna,
sem er einn stærsti almenni vöru-
listinn í Bandaríkjunum.
Ennfremur hefur HBD pönt-
unarfélagið, sem stofnað var í apríl
sl., umboð fyrir EHos, eins stærsta
póstlista Norðurlanda, Domesticat-
ion frá Bandaríkjunum, sem er listi
með rúmteppi, gardínur og
borðdúka, Victoria’s Secret, sem
býður upp á kvenfatnað og kven-
undirfatnað, Knorr Hobby föndur-
lista frá Þýskalandi og Lightning
Video listann, en úr honum geta
viðskiptavinir pantað myndbönd
og geisladiska frá Bretlandi.
Hólmgeir Baldursson, eigandi
HBD, segir að pöntunum hafi
fjölgað jafnt og þétt frá því félag-
ið tók til starfa. Félagið verði til
húsa að Skúlagötu 63 fyrst um
sinn, en verði flutt í Smára-
hvammsland í Kópavogi eftir ára-
mót og þar verði jafnframt opnuð
verslun.
Nýir vörulistar eru komnir og
kosta frá 300-700 kr., en sé pant-
að úr listunum fást þeir endur-
greiddir.
EIMSKIP
Skráning á
Verðbréfaþing íslands
Skuldabréf Hf. Eimskipafélags íslands 1. flokkur A 1995 hafa
verið skráð á Verðbréfaþing íslands.
Útgáfudagur og nafnverð skuldabréfa
' Útgáfudagur bréfanna var 30. júní 1995. Nafnverð
skuldabréfanna var samtals 300 milljónir króna og voru þau
seld í lokuðu útboði á tímabilinu 19. júní 1995 til 30. júní 1995.
Annað
Skráningarlýsingu, samþykktir og reikninga Hf. Eimskipafélags
íslands og önnur gögn um félagið má nálgast hjá
Fjárfestingarfélaginu Skandia hf., Laugavegi 170,
105 Reykjavík.
\ # .
Auglýsing þessi er einungis birt I upplýsingaskyni.
Skandia
Fjárfestingarfélagiö Skandia hf.
löggilt verðbréfafyrirtæki,
Laugavegi 170,
simi 561 9700.
Haldið í Bolholti 4, 4. hæð.
14. sept.-5. okt. þriðjúd./fimmtud. kl. 20.00-22.15 (7
skipti). Námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni
að stríða og/eða eru að ganga i gegnum mikla
breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til að slaka á
og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða
þekking á jóga nauðsynleg.
Ath.! Opnir tímar hefjast 12. sept. og
verða á þriðjud. og fimmtud. kl. 18.15-19.30.
Upplýsingar og skráning: Voga Studio
Ásmundur Gunnlaugsson, jógakennari, s. 565-1441 og 552-1033 milli kl.
10.00-12.00 og 20.00-22.00 daglega.
Dagskrá RúRek 1995
Fimmtudagur 7. september
Kl. 21.30 Leikhúskjallarinn:
Philip Catherine og tríó Björns Thoroddsens.
Philip Catherine og Björn Thoroddsen gítarar, Gunnar Hrafnsson
bassa og Gunnlaugur Briem trommur.
Aðgöngumiðaverð kr. 1.200.
Kl. 22.00 Fógetinn:
Kvartett Reynis Sigurðssonar.
Rúnar Georgsson tenórsaxófón, Reynir Sigurðsson víbrafón, Birgir
Bragason bassa og Marteen van der Valk trommur.
Hornið:
Kjallarahljómsveit Péturs Grétarssonar.
Óskar Guðjónsson tenórsaxófón, Eyjólfur B. Alfreðsson fiðlu og
víólu, Hilmar Jensson gítar og Pétur Grétarsson trommur ásamt
hljómbandi og myndbandi.
Aðgöngumiðaverð kr. 500.
Jazzbarinn:
Kvartett Sigurðar Flosasonar.
Sigurður Flosason altósaxófón, Eyþór Gunnarsson píanó, Lennart
Ginman bassa og Einar Valur Scheving tfommur.
Kringlukráin:
Kombó Ellenar
Eðvarð Lárusson gítar, Þórður Högnason bassa og Birgir Baldursson
trommur.
Söngvari: Ellen Kristjánsdóttir.
assleikskólinn fvrir 3ia-5 ára:
rkviss undirbúningur fyrir allan d
Byrjendur ogframhald.
Við vitum hvað er bestfyrir bömin.
Kennslustaðir: Engjateigur 1, Frostaskjól,
Fjörgyn, Gerðuberg og Stjömuheimilið Garðabæ.
Barnadansar fyrir 4-6 ára:
Innritun í síma 568 9797 - 568 7580
Danssmiðja Hermanns Ragnars ’rf
Enyjateig 1, 105 Reykjavík^) 568-9797 og 5 6 8 - 7 5 8 0