Morgunblaðið - 07.09.1995, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 7. SEFfEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Alþjóðakvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kína
i
' í'\ /
Reuter
DONNA Shalala, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, reynir að troða sér fram hjá kínverskum
öryggisvörðum þegar þeir meinuðu aðstoðarfólki Hillary Clintons að hlýða á ræðu forsetafrúarinn-
ar á óopinberu kvennaráðstefnunni í Peking í gær.
Reynt að þegja um
heimsókn Hillary
eking. Reuter.
Farþegum
sleppt úr
haldi
UPPREISNARMENN Tamíla-
tígranna á Sri Lanka leystu í gær
úr haldi um 140 farþega á feiju
sem verið höfðu í haldi þeirra í
rúma viku. Tamílarnir hafa enn í
haldi átta manns úr áhöfn feijunn-
ar að því er þeir hafa tjáð Alþjóða-
nefnd Rauða krossins.
Uppreisnarmennimir segja
áhöfnina vera „á lífi og áöruggum
stað“. Þá segja talsmenn Rauða
krossins þá hafa fullyrt frá töku
feijunnar að farþegarnir væru
fijálsir ferða sinna en vandkvæði
væru á að koma þeim til Jaffna
vegna veðurs. Þá er enn ekki ljóst
hversu margir farþegarnir eru þar
sem böm vom ekki skráð á far-
þegalista. Talsmenn Rauða kross-
ins neituðu í gær að upplýsa hvort
uppreisnarmenn hefðu sett skilyrði
fyrir lausn fólksins.
Grænfriðung-
ar biðjast
afsökunar
UMHVERFISVERNDARSAM- .
TÖKIN Greenpeace sendu í fyrra-
dag höfuðstöðvum olíufyrirtækis-
ins Shell afsökunarbeiðni vegna
fullyrðinga þeirra í áróðursherferð
gegn fyrirtækinu, þegar það hugð-
ist sökkva borpallinum „Brent
Spar“ í Atlantshafið fyrir þremur
mánuðum.
Grænfriðungar höfðu fullyrt, að
um borð í borpallinum væru ennþá
um 5.500 tonn af olíu. í afsökunar-
beiðninni segir, að útreikningar
byggðir á sýnum, sem tekin höfðu
verið úr borpallinum og leiddu til
þessarar fullyrðingar, hefðu verið
rangir.
Talsmaður Grænfriðunga sagði
í gær, að samtökin hefðu ekki
hugmynd um, hve mikil olía hefði
verið um borð í „Brent Spar“.
Þetta mál kemur samtökum
Grænfriðunga mjög illa, þar sem
það er talið rýra trúverðugleika
þeirra á sama tíma og þeir standa
í strangri baráttu gegn kjamorku-
tilraunum Frakka í S-Kyrrahafi.
Slapp úr
hrömmum
ísbiarnarins
„ÞEGAR ísbjörninn lagði ekki á
flótta eftir viðvörunarskotin
skildi ég að þetta færi ef til vill
ekki vel,“ sagði Ola Wikman, 49
ára Stokkhólmsbúi sem slapp illa
meiddur úr
hrömmum 310
kílógramma ís-
bjarnar á Sval-
barða í vikunni
sem leið.
„Þegar við
sáum ísbjörnin
var hann um 75
metrum frá
okkur,“ segir
Wikman í við-
tali við Aftenposten á sjúkrahúsi
á Svalbarða. „Hann hélt í áttina
til okkar. í fyrstu var ég ekki
hræddur. Við reyndum að hræða
hann með því að skjóta viðvörun-
arskotum með merkjabyssu, en
björninn varð ekki hræddur, hélt
bara áfrarn."
Isbjörninn varð félaga Wik-
mans, Norðmanninum Helmer
Kristensen, að bana. Kristensen
var með skammbyssu og skaut
tveim skotum að birninum. „ís-
björnin stökk þá á hann. Hann
kastaði byssunni til mín og ég
skaut nokkrum skotum. Þá kast-
aði björninn sér yfir mig. Svo virt-
ist sem hann vildi ná þeim sem
var með vopnið," sagði Wikman.
Björninn felldur
ísbjörninn beit Wikman í
hnakkann, undir vinstra eyra og
vinstri öxl. Hann hefur einnig
djúp sár á hendi eftir hramma
bjarnarins.
Wikman reyndi að kasta byss-
unni aftur til Kristensens. „Mér
heyrðist hann skjóta en það er
erfitt að átta sig á þessu öllu, því
þetta gerðist svo hratt. Síðan sá
ég hann liggja þarna Iíflausan.
Ég sá að björninn hafði bitið hann
til bana.“
Þegar ísbjörninn nam staðar
við lík Norðmannsins gat Wikman
forðað sér. Þyrlá var send á stað-
inn um leið og fréttir bárust af
atburðinum og björninn lagði á
flótta þegar hún kom. Nokkrum
dögum síðar var björninn aflífað-
ur þar sem hann reyndist vera
með skotsár á höfði eftir átökin.
AÐSTOÐARFÓLK Hillary Clintons,
forsetafrúar Bandaríkjanna, neydd-
ist til að standa úti í ausandi rign-
ingu í langan tíma í gær þegar fund-
ur, sem Hillary ávarpaði, var fluttur
inn í hús vegna veðurs. Þykir það
sýna vel hvaða augum kínverskir
ráðamenn líta heimsókn Hillarys og
ræðu hennar á kvennaráðstefnunni
í fyrradag enda er varla minnst á
hana í kínverskum fjölmiðlum. Hill-
ary er hins vegar miðpunktur athygl-
innar meðal kvennanna, þátttakenda
í ráðstefnunum báðum, og í gær tók
Madeleine Albright, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum, undir gagnrýni hennar á
stefnu kínversku stjórnarinnar í fóst-
ureyðingar- og ófijósemismálum.
Hillary Clinton ávarpaði í gær
óopinberu kvennaráðstefnuna en
vegna mikillar rigningar var fundur-
inn, sem átti að vera úti, fluttur inn
í kvikmyndahús. Kínversku öryggis-
verðirnir komu hins vegar í veg fyr-
ir, að margt af aðstoðarfólki Hillary
fengi að fara inn í húsið með henni
og varð það að standa úti í slagveðr-
inu í hálftíma áður en þeir létu sig.
Auk' þess höfðu öryggisverðir fyllt
fremstu sætaraðirnar í húsinu, aug-
ljóslega til að takmarka þann fjölda
kvenna, sem gæti hlýtt á ávarp
bandarísku forsetafrúarinnar. Þeir
gáfu þó sætin eftir þegar að þeim
var lagt.
Hörð gagnrýni
Madeleine Albright, sendiherra
Bandaríkjanna hjá SÞ, herti á gagn-
rýni Bandaríkjanna á Kína í gær
þegar hún sagði á SÞ-ráðstefnunni,
að enga kónu ætti að neyða til fóstur-
eyðingar eða ófijósemisaðgerðar. Þá
réðst hún einnig gegn öðrum mann-
réttindabrotum í Kína.
„Það er með ólíkindum, að ástæða
skuli vera til að kvarta undan tak-
mörkunum á málfrelsi og það á þess-
ari ráðstefnu, sem haldin er á vegum
Sameinuðu þjóðanna og í þeim til-
gangi að ræða opinskátt um réttindi
kvenna," sagði Albright. Bætti hún
því við, að Bandaríkjastjóm myndi
áfram leita eftir viðræðum við stjóm-
völd, sem neita þegnum sínum um
þau réttindi, sem kveðið er á um í
mannréttindayfírlýsingu SÞ.
Á fréttamannafundi að ræðunni
lokinni vildi Albrigt ekkert um það
segja hvaða áhrif ræða hennar og
Hillary myndu hafa á samskipti Kína
og Bandaríkjanna.
Ola Wikman
Sænsk sjónvarpsstöð setur fram nýja kenningu um morðið á Olof Palme
Myrtur í mis-
gripum fyrir
eiturlyfjasala?
FJÖLMIÐLAR hundeltu Christer Pettersson þegar hann
hugðist halda upp á að hafa verið leystur úr haldi árið 1989.
Pettersson sat í fangelsi um tíma, grunaður um morðið, en
var svo látinn laus, því það sannaðist ekki á hann.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
OLOF Palme, forsætisráðherra
Svía, var skotinn í misgripum fyr-
ir eiturlyfjasala, samkvæmt nýj-
ustu kenningunni um morðið.
Morðinginn ætti samkvæmt þessu
að vera Christer Pettersson, sem
áður hefur verið grunaður um
morðið. Kenningin var sett fram
í um þriggja klukkustunda sjón-
varpsdagskrá á TV4, þar sem
blandað var saman leiknum atrið-
um og heimildum. Kenningin hef-
ur ekki hlotið mikinn hljómgrunn
í Svíþjóð, enda eru þarlendir ekki
óvanir æsilegum kenningum um
morðmálið, sem iiggur eins og
mara á Svíum.
Fyrri þátturinn fjallaði ein-
göngu um Palme, jafnaðarmanna-
leiðtogann og síðar forsætisráð-
herrann, sem með sterkum per-
sónuleika og ákveðnum skoðunum
kom sér og Svíþjóð í fréttir víða
um heim. í seinni þættinum var
athyglinni beint að Christer Pett-
ersson. Meðal annars var rætt við
fyrrverandi fangelsisfélaga hans,
sem sagði frá því að Pettersson
hefði átt viðskipti við eiturlyíja-
sala nokkurn, en síðan reynt að
svindla á honum.
í lok þáttarins var svo sett fram
sú kenning að Pettersson hefði
ák^eðið að stytta eiturlyfjasalan-
um aldur. Þá hefði honum hins
vegar ekki tekist betur upp en svo
að hann hefði skotið Palme í mis-
gripum, en þeir tveir, eiturlyfja-
salinn og Palme hefðu verið
áþekkir útlits.
Pettersson hefur áður verið
grunaður um morðið á Palme.
Kærasta Pettersson bjó rétt hjá
morðstaðnum og fleiri vísbending-
ar bentu á Pettersson. Lisbet
Palme, ekkja Palme, sem var með
manni sínum þegar hann var skot-
inn, sagði á sínum tíma að hún
þekkti Pettersson aftur sem
manninn, sem hefði skotið mann
sinn. Pettersson sat í fangelsi um
tíma, en var svo látinn laus, því
morðið sannaðist ekki á hann.
Það vantaði ekki áhrifamikla
uppbyggingu í sjónvarpsþáttun-
um, þar sem áhrifamikil tónlist
var óspart notuð. Strax eftir lok
seinni þáttarins fór fréttamaður
TV4 til Petterssons með mynda-
tökumanni. Þeir bönkuðu upp á
en Pettersson lét þá fá það óþveg-
ið og hótaði þeim öllu illu.
Æfintýralegar skýringar
Svíar kippa sér ekki lengur upp
við ævintýralegar skýringar á
óupplýstu morði forsætisráðherr-
ans fyrrverandi. Þijár helstu skýr-
ingarnar hafa verið að einn maður
hafi framið morðið og þá hugsan-
lega Pettersson, að það hafi verið
hefndarráð Kúrda, eða að sænska
öryggislögreglan hafi staðið að
baki morðinu. Hópur áhugamanna,
sem kallar sig Leynilögreglurnar,
hefur reglulega unnið að rannsókn
málsins og komið fram með ýmsar
kenningar. Ein þeirra er að Palme
hafi lengi skipulagt sjálfsmorð og
fengið leigumorðingja til að leysa
verkið af hendi.
Samsæriskenningin
aftur á kreik
í sumar kom út bók eftir tvo
finnska blaðamenn, bræður, þar
sem þeir taka upp eina af fyrri
kenningum um morðið, lögreglu-
samsærið. Þeir fara í gegnum
rannsóknina lið fyrir lið og sýna
meðal annars fram á hve lögreglan
hafí verið óeðlilega sein að bregð-
ast við. Eftir lestur þessarar bókar
skrifaði Kjell-Olof Feldt blaða-
grein. Feldt er fyrrum fjármálaráð-
herra, gamall vinur og samstarfs-
maður Palme. Hann segir bókina
tvímælalaust hafa vakið hjá sér
óþægilegan grun um að eitthvað
hafí verið bogið við rannsókn máls-
ins frá byijun og segist vona að
Palmeneftidin, sem nú vinnur að
rannsókn málsins, sú þriðja í röð-
inni, hugi vel að þeim atriðum, sem
velt er upp í bókinni.