Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Bretar kenna írum um
frestun leiðtogafundar
London, Dublin. Reuter, The Daily Telegraph.
Hætta á að friðarumleitan
irnar renni út í sandinn
Kynþátta-
hatur vitnis
lagt fyrir
kviðdóm
Los Angeles. Reuter.
KVIÐDÓMENDUR í máli
bandaríska ruðningskappans
O.J. Simpson, sem sakaður er
um að hafa myrt eiginkonu sína
og vin hennar, hlýddu í vikunni
á upptöku af tali lögreglu-
mannsins Marks Fuhrmans,
þar sem hann fer niðrandi orð-
um um blökkumenn. Meirihluti
kviðdóms og Simpson eru
svartir á hörund og saka veij-
endur Simpsons Fuhrman, sem
rannsakaði málið í upphafi, um
kynþáttahatur. Fullyrða þeir
að hann hafí komið blóðugum
hanska fyrir á heimili Simpsons
til að beina grun að honum.
Það var handritshöfundurinn
Laura McKinny sem gerði upp-
tökurnar á tíu ára tímabili, frá
1985-1994, og í þeim notar
Fuhrman orðið „surtur“ 42
sinnum. Fuhrman og McKinny
unnu að gerð kvikmyndahand-
rits um erfíðleika sem lögreglu-
konur lenda í þegar þær eru á
ferð í hverfum þar sem glæpa-
tíðni er há. Hefur verið fullyrt
að Fuhrman hafi fært í stílinn
er hann lýsti lífi lögreglumanna
fyrir auðtrúa handritshöfund-
inum.
BRETAR sögðu í gær að Irar ættu
sökina á því að leiðtogafundi þjóð-
anna, sem átti að vera í gær, var
frestað á síðustu stundu. Stjórn
Johns Majors, forsætisráðherra
Bretlands, kvaðst hvergi hvika frá
þeirri afstöðu sinni að hafna aðild
Sinn Fein, stjórnmálaarms írska
lýðveldishersins (IRA), að samn-
ingaviðræðum um framtíð Norður-
írlands meðan IRA neitaði að láta
vopn sín af hendi. Deilan hefur orð-
ið til þess að friðarumleitanirnar,
sem hófust í lok ársins 1993, hafa
aldrei verið í jafn mikilli hættu frá
því IRA lýsti yfir vopnahléi fyrir
rúmu ári.
Sú krafa bresku stjómarinnar að
IRA afvopnist hefur valdið þrátefli
í tilraunum til að koma á friði á
Norður-írlandi síðustu vikumar.
Forystumenn Sinn Fein hafa varað
við því að afstaða Breta geti leitt
til þess að IRA bindi enda á vopna-
hléið.
írar hafa lengi sagt að IRA láti
ekki nein vopn af hendi fyrr en sam-
komulag næst um frið á Norður-
íriandi og því sé stefna bresku
stjórnarinnar dæmd til að mistakast.
Breskir embættismenn sögðu að
ráðamenn á írlandi ættu einir sökina
á því að leiðtogafundinum var frest-
að. „Afstaða þeirra breyttist. Þeir
þurfa að útskýra hvers vegna,“ sagði
hátt settur embættismaður í London.
„Við viljum auðvitað halda áfram ...
En boltinn er núna í Dublin."
írska stjórnin óskaði eftir því að
fundinum yrði frestað í fyrrakvöld
eftir að útséð var um að írskir og
breskir embættismenn næðu sam-
komulagi um að skipuð yrði aiþjóð-
leg nefnd til að fylgjast með afvopn-
un IRA og vopnaðra hreyfínga mót-
mælenda á Norður-írlandi.
írska stjórnin varð ókvæða við
ásökunum Breta um að hún hefði
fallið frá stuðningi við slíka eftirlits-
nefnd vegna þrýstings frá Sinn Fein.
„Sinn Fein ræður ekki stefnu stjórn-
arinnar," sagði Dick Spring, varafor-
sætisráðherra og utanríkisráðherra
írlands. „Stefna stjórnarinnar ræðst
af þeirri kröfu að við komum öllum
aðilum deilunnar að samningaborði
til að ræða saman og leiða síðan
deiluna til lykta með friðarsamn-
ingi.“
„Uppgjöf" hafnað
Breskir og írskir embættismenn
gerðu örvæntingarfullar tilraunir til
að bjarga leiðtogafundinum í fyrra-
kvöld. Major ræddi við John Brut-
on, forsætisráðherra írlands, í að
minnsta kosti hálfa klukkustund í
síma til að freista þess að finna
lausn á deilunni. Viðræðurnar héldu
áfram í gær en ljóst var að deilan
yrði ekki leyst nema með verulegum
tilslökunum af hálfu Ira eða Breta.
írskir embættismenn sögðust
vona að fundurinn yrði haldinn í
næstu viku. Spring sagði að Bruton
væri að kanna hvort hægt yrði að
fresta fyrirhugaðri ferð forsætisráð-
herrans til Kanada um helgina eða
stytta hana vegna málsins.
Spring sagði að meðal annars
væri verið að ræða þann möguleika
að IRA gæfí út yfirlýsingu sem gæti
orðið til þess að deilan leystist. Heim-
ildarmenn sögðu að írska stjómin
vonaðist til þess að Sinn Fein gæti
fengið írska lýðveldisherinn til að
lofa því að beita ekki vopnum nema
á hann yrði ráðist. Talsmenn Sinn
Fein sögðu hins vegar slíkt jafngilda
„uppgjöf" af há'fu IRA.
Major í vanda
John Major hefur lítið svigrúm til
að gefa eftir í deilunni vegna veikr-
ar stöðu stjórnarinnar á breska þing-
inu. Stjórnin er aðeins með níu sæta
meirihluta og þarf að reiða sig á
stuðning flokka norður-írskra mót-
mælenda, sem vilja að Norður-írland
lúti áfram yfirráðum Breta og ljá
ekki máls á viðræðum við Sinn Fein
meðan IRA heldur vopnum sínum.
Tilslakanir af hálfu Majors myndu
einnig mæta andstöðu innan þing-
flokks íhaldsmanna.
Tony Blair, leiðtogi breska Verka-
mannaflokksins, kvaðst styðja af-
stöðu Majors.
Bretar telja Bmton meiri raun-
sæismann en tveir síðustu forverar
hans en hann er sagður undir mikl-
um þrýstingi frá stuðningsmönnum
IRA og írskum þjóðernissinnum um
að styðja afstöðu Sinn Fein.
Kjarnorkusprenging Frakka á Mururoa
Hörð viðbrögð
við tilrauninni
VIÐBRÖGÐ við tilraunasprengingu
Frakka á þriðjudagskvöld hafa verið
hörð út um allan heim, en með mis-
jöfnu móti.
Norðurlöndin gáfu út sameigin-
lega mótmælayfirlýsingu, þar sem
lýst er „vonbrigðum ... með til-
raunasprengingar Frakka, sem og
tilraunasprengingar Kínveija, í ljósi
þess að á ráðstefnu fyrr á þessu ári
um samninginn um bann við dreif-
ingu kjarnavopna gengust kjama-
vopnaveldin undir þá skuldbindingu
að forðast tilraunir með kjarna-
vopn.“ Tilraununum er Iýst sem
skrefi afturábak í viðleitni þjóða
heims til að stöðva útbreiðslu kjarna-
vopna og Frakkar eru hvattir til að
hætta við allar frekari tilrauna-
sprengingar.
í Kaupmannahöfn klifruðu rót-
tækir kjarnavopnaandstæðingar upp
á þak sendiráðs Frakklands og aðrir
hlekkjuðu sig við inngang þess. Lög-
reglan sagðist hafa íjarlægt á frið-
samlegan hátt sex mótmælendur
Greenpeáce.
Fulltrúar á óopinberu kvennaráð-
stefnunni fordæmdu tilraunaspreng-
ingu Frakka og kröfðust banns við
öllum kjarnorkutilraunum.
Kohl forðast fordæmingu
Helmut Kohl, kanzlari Þýzkalands,
ávarpaði þýzka þingið í gær vegna
tilraunasprengingarinnar. Hann tók
mjög varfæmislega til orða í ummæl-
um sínum. Hann ítrekaði andstöðu
Þýzkalands við allar kjamorkutil-
raunir og að hann hefði við mörg
tækifæri sagt vini sínum Jacques
Chirac hug sinn. Hins vegar lagði
hann áherzlu á að vinnátta Þýzka-
lánds og Frakklands væri svo mikil-
væg, að hann vildi ekki gera neitt
sem kynni að stofna henni í hættu.
Kjarnorkutilraun
Frakka á eldfjalia-
eyjunni Mururoa
ONámustokkur, allt aö 610
metra djúpur er grafinn
niður í hraunlög. Þá er
sprengjan látin síga niður í
stokkinn ásamt tækjum til
að mæla geislavirkni og
höggbylgjur í kjölfar
sprengingar. Gögn um
sprenginguna berast til
mælitækja á yfir-
borðinu, sekúndu
brotum áöur en
höggið splundrar
skynjurunum.
(Teikningin er
ekki f réttum
hlutföllum)
Yfirborö sjávar
Andstæðingar kjarnorku-
he
0 tilrauna Frakka hafa
áhyggjur af því aö útkulnað
eldfjalliö sem Mururoa stendur á,
sé mikið sprungið eftir tilrauna-
sprengingar á undanförnum
árum. Telja sumir aö geisla-
virk efni berist út í sjóinn
um sprungurnar eða að
hluti eldfjallsins láti
undan og falli
saman.
OStór hveifing verður til við sprenginguna, all að 100 metra víð. Lengra frá
bræðir hitinn bergið, sem er bráðið í nokkrar mínútur en breytist svo gler,
en þaö umlykur þau geislavirku efni sem myndast við sprenginguna.
Knight-RidderTribune
Hugsanleg NATO-aðild Eystrasaltsríkja
Andstaða Rúss-
lands ítrekuð
Rijja. Reuter.
RUSSAR eru algerlega andvígir því
að Eystrasaltsríkin fái inngöngu í
Atlantshafsbandalagið, NATO, en
hafa ekki sett fram nein rök gegn
ósk ríkjanna um aðild að Evrópusam-
bandinu, ESB. Kom þetta fram í lett-
neska dagblaðinu Diena .
Vitnar blaðið í Sergei Krylov, að-
stoðarutanríkisráðherra Rússlands,
sem segir að stækkun NATO í aust-
ur og þar með aðild Eistlands, Lett-
100
70
40
GB
lands og Litháens sé ógnun við ör-
yggi Rússlands. „Gerist það að
NATO veiti næstu nágrönnum okkar
aðild, eykst ógnunin við öryggi okkar
og við munum verða að grípa, ekki
aðeins til efnahagslegra og pólitískra
aðgerða, heldur einnig hemaðar-
legra,“ sagði Krylov í samtali við
fréttaþjónustu Eystrasaltsríkjanna í
Moskvu sem Diena vitnar til.
Fréttastofan segir að þegar Krylov
tali um hernaðarlegar aðgerðir eigi
hann við að styrkja herdeildirvið
landamæri að NATO-ríki.
Eystrasaltsríkin þrjú hafa talið
NATO-aðild lykilatriði i utanríkis-
stefnu sinni frá því að þau fengu
sjálfstæði árið 1991.