Morgunblaðið - 07.09.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 23
LISTIR
AÐSEIMDAR GREINAR
JAZZ
T ó n 1 c i k a r
RúRek ’95
Kvartett Frits Landesbergen. Frits
Landesbergen víbrafónn, trommur,
Eyþór Gunnarsson píanó, Gunn-
laugur Guðmundsson kontrabassi,
Marteen van der Valk trommur.
Jazzbarinn 5. september 1995.
FRITS Landesbergen er einn af
bestu víbrafónleikurum í Evrópu og
hefur margoft verið veitt margvísleg
verðlaun í sínu heimalandi, Hollandi
fyrir leik sinn. Hann útskrifaðist úr
Tónlistarháskólanum í Amsterdam
1985 og hefur leikið með jafnólíkum
aðilum og Fílharmóníusveitinni í
Rotterdam, þar sem félagi hans van
der Valk leikur einnig, Milt Jackson
og Toots Thielemans, Georgie Fame
og Scott Hamilton. Hann kennir við
Konunglega tónlistarskólann í Haag.
Það var líka auðheyrt á Jazzbarnum
að þama var enginn aukvisi á ferð.
Kvartettinn lék þijú sett og var
ætlun rýnis að sitja þau tvö fyrstu
og halda síðan á vit annarra við-
Frábær
víbra-
fónisti
burða en svo gersamlega heillaður
var hann af víbrafónleik Hollendings-
ins að ekkert varð úr þeim áformum.
Landesbergen er geysilega tekn-
ískur víbrafónleikari, tónn hans er
skýr og sóló löng og viðburðarík og
honum leika allir stílar í hendi. Þá
er hann líka öldungis frábær tón-
smiður þótt þetta kvöld hafi aðallega
skinið í gegn ást hans á suður-amer-
ískri tónlist en þó slæddist með einn
heitur heimiiisblús, Three Kids, þar
. sem gat m.a. að hlýða á snoturt sóló
Gunnlaugs Guðmundssonar sem er
ákaflega áheyrilegur bassaleikari.
Eitt af lögum Landesbergens sem
kvartettinn flutti var Cal’s Mood sem
hann tileinkar bandaríska víbrafóp-
leikaranum og mambókónginum Cal
Tjader sem lést 1982. Falleg samba-
ballaða með löngu einleiksintrói og
niðurlagi sem fyrr en varði var kom-
ið út í Misty Errolls Gamer. Annað
sambalag Landesbergens var Six in
the Park en það og Cai’s Mood er
að fínna á geisladiski hans Melange
frá 1993. Auk hans liggja eftir Lan-
desbergen fjórir diskar, þar af Two
of a Kind frá þessu ári þar sem víbra-
fónleikarinn leikur með helsta pían-
ista Hollendinga, Louis van Dijk.
Hina frægu Bluesette Toots Thi-
elemanns lék kvartettinn undir
sömbumerkjum en ekki í valstakti
eins og algengast er en svalur Killer
Joe var algjör „killer“ í meðfömm
Landesbergens.
Tónleikunum lauk á miklu mambó-
dæmi þar sem Landesbergen tróð ills-
akir við van der Valk á trommusetti.
Þar sýndi þessi frábæri víbrafónleik-
ari á sér aðra hlið en það virðist
næstum sjálfgefið að víbrafónleikarar
séu jafnframt snjallir trommuleikarar,
samanber Lionel Hampton, Victor
Lewis og... Frits Landesbergen.
Guðjón Guðmundsson
NÚ UM helgina verða síðustu
sýningar á söngleiknum Jósep
og hans undraverða skrautkápa
eftir Tim Rice og Andrew Lloyd
Webber í Tjarnarbíói.
Söngleikurinn hefur verið
sýndur við mjög góðar undir-
tektir áhorfenda og gagnrýn-
enda frá miðjum júlí. Nú um
helgina verða tvær fjölskyldu-
sýningar, kl. 17 á laugardag og
sunnudag, en auk þess verður
söngleikurinn sýndur kl. 21 á
föstudag, laugardag og sunnu-
Síðustu
sýningar á
Jósep
dag, en hingað hafa mestmegnis
verið miðnætursýningar um
helgar. Alls verða því fimm sýn-
ingar þessa lokahelgi.
Söngleikurinn fjallar um Jós-
ep, einn af tólf sonum Jakobs,
sem er seldur í þrældóm til
Egyptalands en kemst þar til
metorða eftir að hafa ráðið
drauma faraós um sjö ár ör-
birgðar og sjö ár farsældar.
Alls taka rúmlega tuttugu
leikarar, söngvarar og dansarar
þátt í sýningunni. Leikstjóri er
Kristín G. Magnús, Michael Jón
Clarke tónlistarstjóri og David
Greenall danshöfundur.
Finnskur dúett
MYNPUST
Gallcrí Úmbra
LEIRLIST
Hilkka Jarva og Maijukka Pietiainen
Opið þriðjud.-laugard. kl. 13-18 og
sunnud. kl. 14-18 til 13. september.
Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ MÁ með sanni segja að
íslendingar hafi fengið gott tæki-
færi til að kynnast nokkrum þáttum
finnskrar myndlistar nú í sumar,
en hér er á ferðinni fjórða sýningin
á verkum finnskra listamanna, sem
haldin er í þessum viðkunnalega sal
undanfarna mánuði. Að þessu sinni
er um að ræða verk þeirra Hilkku
Jarva og Maijukku Pietiáinen, sem
báðar eru leirlistakonur með langan
feril að baki.
Hilkka .Jarva stundaði nám við
Helsinki' háskóla áður en hún hélt
til Rómar og hóf þar nám í leirl-
ist. Síðar var hún við nám og
kennslu í Listiðnaðarháskólanum í
Helsinki, en frá 1972 hefur hún
unnið við leirlistina í Pot Viapori
í Sveaborg, sem er félagsvinnu-
stofa á þessu sviði, en þar munu
nokkrir íslenskir leirlistamenn hafa
dvalið og starfað um tíma. Hilkka
hefur tekið þátt í ýmsum samsýn-
ingum á sviði leirlistarinnar síðustu
tvo áratugi, einkum í Finnlandi.
Marjukka Pietiáinen stundaði
einnig nám við Listiðnaðarháskól-
ann í Helsinki, bæði við keramik-
deild og umhverfis- og iðnhönnun-
ardeild, og starfaði um tíma í Pot
Viapori, en hefur rekið eigin vinnu-
stofu frá 1988. Maijukka hefurtek-
ið þátt í fjölda samsýninga víða um
heim á síðasta áratug, m.a í Þýska-
landi, Japan, Skotlandi og á Spáni,
og verið virt á sviði hönnunar ekki
síður en í leirlistinni.
Hér sýna þær stöllur gjörólíkar
hliðar á leirlistinni í verkum sínum.
Hilkka Jarva tengir verk sín brúðu-
gerð öðru fremur, en hún sýnir hér
sex persónur unnar í hábrenndan
steinleir, sem hún kallar einu nafni
„Óperukórinn". Þessir söngvarar
eru allir i stórum og umfangsmikl-
um búningum, og þar sem þeim er
stillt upp í tvær raðir andspænis
hvor annari verður fas hvers og
eins afar persónulegt og ímynd
þeirra heilsteypt.
Þannig gustar af alt-söngkon-
unni (nr. 5), og það er sveifla á
sópran-söngkonunni, þar sem hún
stendur með ögrandi svip (nr. 4);
messosópranin (nr. 6) er hins veg-
ar ímynd hæglætis, kyrrðar og
yfirvegunar, líkt og henni komi rót
hinna ekki við. Litavalið verður
síðan til að skerpa aðgreiningu
þessara þriggja enn frekar. Allt
ber þetta skemmtilegan svip leik-
hússins, þannig að auðvelt er að
hugSa sér að listakonan hafi í huga
ákveðnar persónur óperubók-
menntanna, þó það komi ekki fram
hér.
Maijukka Pietiáinen er á allt
öðrum nótum í sínum verkum, en
hér sýnir hún þijú samstæð verk
úr lágbrenndum finnskum jarðleir,
sem hún gefur saman yfirskriftina
„Veggir milli þessa heims og ann-
ars“. Verkin þijú nefnir hún síðan
alfa, beta og omega til frekari að-
greiningar.
Þessi verk vísa mjög sterklega
til byggingalistar, þar sem hinn
rauði leir rís í flötum blokkum, og
svarti liturinn er notaður til að
marka fleti og skugga, sem og litl-
ar ræmur í hverri blokk, sem má
sjá sem eins konar hlið inn í vegg-
inn.
Mörk lífs og dauða eiga sér marg-
ar myndlíkingar - myrkur, ljós, fljót,
haf, hlið - og hér er komin ein til-
laga í viðbót í það safn. Sé leitað
eftir einhverri innsýn í hvað býr að
baki má frekast segja sem svo, að
hin látlausu form bjóði fremur upp
á ímynd alvöru lífsins eða hryggðar
þeirra sem lenda í verri staðnum
en gleði og hamingju þeirra sem
eiga í vændum eilífa sælu í efra.
En sá lestur líkinga í einfaldan
leirinn hlýtur ávallt að vera per-
sónubundinn.
Eiríkur Þorláksson
Lífskjör á íslandi
í samanburði við
önnur lönd
NÚ ÞEGAR rofað hefur til í ís-
lensku efnahagslífi virðist bölmóður
vera að færast í aukana í fjölmiðla-
umræðu um efnahags- og þjóðfé-
lagsmál. Þetta kemur einkum fram
í umfjöllun ijölmiðla um lífskjör hér
á landi í samanburði við önnur lönd.
Þar hefur verið dregin upp dökk
mynd af lífskjörum íslendinga,
meðal annars með því að setja fram
dæmi um hversu lengi menn eru
að vinna fyrir ýmsum vörum. Jafn-
framt hefur verið gert mikið úr
brottflutningi fólks umfram að-
flutta það sem af er
árinu. Þótt umræða um
þessi efni sé sjálfsögð
er mikilvægt að menn
dragi ekki víðtækari
ályktanir af þessum
dæmum en þau standa
undir.
Samanburður af
þessu tagi er flókinn
og vandmeðfarinn.
Fyrir vikið er hætt við
að menn fái ranga
heildarmynd af lífs-
kjörum þjóða með því
að skoða svona dæmi.
Þetta stafar meðal
annars af því að val
slíkra dæma er ávallt
álitamál, laun og
launadreifingu er erfitt
greina með
að skil-
sambærilegum hætti
og að auki eru launin takmarkaður
mælikvarði á ráðstöfunartekjur og
hag heimila. Til þess að fá heildar-
mynd af lífskjörum íslendinga í
samanburði við aðrar þjóðir er því
nauðsynlegt að horfa einnig á aðra
kvarða en launin. Algengt er að
bera saman lífskjör þjóða á mæli-
kvarða landsframleiðslu á mann.
Einnig má líta á aðra kvarða, svo
sem einkaneyslu á mann og fleiri
stærðir sem sýna neyslu heimil-
anna. Alþjóðaefnahagsstofnanir
hafa á undanförnum árum lagt
mikla vinnu í að gera slíka mæli-
kvarða sem best úr garði í þessu
skyni, meðal annars með því að
leiðrétta landsframleiðslu og einka-
neyslu ríkja miðað við svonefnt PPP
(jafnvirðisgildi gjaldmiðla) sem fel-
ur í sér að tekið er tillit til mismun-
andi verðlags í hlutaðeigandi ríkj-
um. Þótt þessir kvarðar séu ekki
fullkomnir er grundvallaratriði að
hafa þá til hliðsjónar við samanburð
á lífskjörum þjóða.
Landsframleiðsla á mann hér á
landi og í öðrum aðildarríkjum
OECD sýnir að efnahagur íslend-
inga er tiltölulega góður. Einka-
neyslan segir svipaða sögu. Þannig
er landsframleiðsla á mann á ís-
landi meiri en að meðaltali í aðild-
arríkjum OECD og mun meiri en
að meðaltali í OECD-ríkjum Evr-
ópu. Jafnframt hefur hagvöxtur hér
á landi fyllilega staðist samanburð
við OECD þegar litið er yfir nokk-
urt árabil. Þetta kemur glöggt fram
á mynd sem fylgir hér með. Hún
sýnir landsframleiðslu á mann á
íslandi, OECD í heild og OECD
Evrópu fyrir árabilið 1970-1993.
Landsframleiðslan hefur verið PPP-
leiðrétt og ferlarnir á myndinni sýna
vísitölur þar sem OECD í heild hef-
ur verið sett jafnt og 100.
Eins og fram kemur á myndinni
var landsframleiðsla á mann tölu-
vert minni hér á landi en í OECD
í heild í byijun áttunda áratugarins
en svipuð og í Evrópuríkjum OECD.
Hagvöxtur á íslandi var hins vegar
ör á þessum árum og upp úr miðjum
áratugnum hafði landsframleiðslan
náð meðaltali OECD. Landsfram-
leiðslan hélt áfram að vaxa að til-
tölu við OECD næstu árin á eftir
og í byrjun niunda áratugarins var
hún 16% meiri en að meðaltali í
OECD. Þá varð hins-vegar afla-
brestur og afturkippur í þjóðarbú-
skapnum en efnahagslífið náði sér
þó fljótlega á strik á ný, eða um
miðjan níunda áratuginn. Á árunum
1987-1992 hallaði hins vegar undan
fæti, fyrst hratt en síðan hægt, en
frá þeim tíma hefur þróunin að
minnsta kosti verið jafn hagstæð
hér á landi og annars staðar í OECD
og góðar horfur eru á að svo verði
áfram á næstu árum. Landsfram-
leiðslan á mann var um 7% meiri á
árinu 1993 en að meðaltali í OECD.
Annað sjónarhorn á þessa þróun
er röð landanna eftir
verðmæti landsfram-
leiðslunnar á mann.
Árið 1970 var ísland
númer 18 af 24 ríkjum
OECD (25 með Mex-
íkó) en árið 1982 var
það komið í fjórða sæt-
ið. Þótt meiri munur
hafi verið á landsfram-
leiðslunni hér á landi
og meðaltali OECD
árið 1987 var ísland
þó einu sæti neðar á
því ári en 1982. Núna
er landið hins vegar í
níunda sæti. Rétt er
Þórður að taka það fram að
Friðjónsson topparnir tveir, annars
vegar 1982 og hins
vegar 1987, voru í reynd ekki
byggðir á raunhæfum forsendum
því erlend skuldasöfnun og óvenju
hagstæð skilyrði voru þar að verki.
Hlutföllin milli OECD í heild og
Evrópuríkja OECD hafa lítið breyst
Bölmóðurinn að undan-
förnu, segir Þórður
Friðjónsson, hefur
sett meiri svip á fjöl-
miðlaumræðuna en
tilefni er til.
á umræddu árabili. Landsfram-
.leiðslan á mann í Evrópu hefur að
jafnaði verið 10-15% minni en að
meðaltali í OECD í heild.
Af þessu má sjá að bölmóðurinn
að undanförnu hefur sett meiri svip
á fjölmiðlaumræðuna en tilefni virð-
ist til, einkum þegar haft er í huga
að vænlega horfir um að lífskjör
hér á landi geti á næstu árum fylli-
lega haldið hlut sínum í saman-
burði við þær þjóðir sem standa
fremst.
Höfundur er forstjóri Þjóðhags-
stofnunar.
Getur þú axlað
ábyrgð á einu
bamiíneyð?
Einhverstaðar bíður barn þess
að þú takir þátt í framtíð þess.
Fyrir 1.000,- á mánuði gctur þú
fætt. klætt og séð þessu barni
fyrir menntun.
SOS BARNAÞORPIN
Sími 564-2910 e.h.