Morgunblaðið - 07.09.1995, Side 25

Morgunblaðið - 07.09.1995, Side 25
24 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 25 JRwgtiiitfafrfr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur^Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. . KVENRETTINDIERU MANNRÉTTINDI ÞAÐ MÁ endalaust deila um hversu mikil og varanleg áhrif fjölmennar alþjóðlegar ráðstefnur hafa í raun. Færa má sterk rök fyrir því að nær ómögulegt sé að ná sameiginlegri niðurstöðu milli ríkja dieims um flókin og umdeild málefni á borð við kvenréttindi, umhverfismál eða fólksfjölgun. Ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna hefur hins vegar tekist að vekja mikla athygli á mikilvægum málefn- um. Þannig varð umhverfisráðstefnan í Rio de Janeiro til að beina sjónum manna að mörgum alvarlegum umhverfis- vandamálum og í tengslum við kvennaráðstefnuna, sem nú stendur yfir í Peking, hefur kastljósinu verið beint að stöðu kvenna í heiminum, ekki síst í gestgjafalandinu Kína. Hillary Rodham Clinton, eiginkona Bandaríkjaforseta og formaður bandarísku sendinefndarinnar á kvennaráðstefn- unni, gagnrýndi harðlega í ræðu á þriðjudag hvernig reynt hefði verið að skerða tjáningarfrelsi fulltrúa á ráðstefn- unnil Hún beindi einnig spjótum sínum gegn fjölskyldu- stefnu er byggðist á því, að konur væru þvingaðar út í fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Slíkt væri ótvírætt brot á mannréttindum. Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, vék að stöðu kvenna í ríkjum múhameðstrúarmanna og benti á að í Kóraninum væri ekki reynt að einskorða konur við heimil- in. „Kosning [þriggja kvenna sem forsætisráðherra músl- imskra ríkja] batt enda á þá goðsögn ... að staður konunn- ar sé á heimilinu, að það sé skammarlegt, vansæmandi eða félagslega ótækt að múslimsk kona vinni,“ sagði Bhutto. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ávarpaði ráðstefn- una við setningarathöfn hennar á mánudag. Vigdís sagði það mikla framför að menn væru farnir að tengja kjör og réttindi kvenna og afkomu mannkyns. Nú væri sú hugsun talin fáránleg að konur nytu ekki jafnréttis á við karla. Forseti íslands benti hins vegar á að enn byggju margar konur í heiminum við fátækt og að víða væru stúlkum og konum ekki búin sömu lífsskilyrði og körlum. Það væri hlutverk ráðstefnunnar að ráðast á þessi vandamál en ekki einungis viðurkenna að þau væru fyrir hendi. „Kvenréttindi eru mannréttindi og mannréttindi eru kvenréttindi,“ sagði Hillary Clinton í ræðu sinni. Ef kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna tekst að koma þeim skila- boðum áleiðis til heimsbyggðarinnar hefur töluverður árangur náðst. FYRIRTÆKIN OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ FÆRZT hefur í-vöxt á undanförnum árum, að einkafyrir- tæki leggi lið ýmsum þjóðþrifamálum og verji til þess nokkru fé. Nýjasta dæmi þessa er áætlun Eimskipafélags íslands hf. um að taka „fossa í fóstur“. í þeirri áætlun felst, að fyrirtækið kostar framkvæmdir til að bæta aðgang ferðamanna að nokkrum stærstu og fegurstu fossum lands- ins. Fyrir síðustu helgi lauk einmitt slíkum úrbótum við Goðafoss. Þar var aðkomán stórlega bætt með því að færa til afleggjarann frá þjóðveginum, bílastæði stækkað og fellt betur að umhverfinu, göngustígar lagðir og ráðstafan- ir gerðar til gróðurverndar. Loks var sett upp skilti, sem lýsir náttúru og sögu staðarins. Forstjóri Eimskipafélags- ins, Hörður Sigurgestsson, sagði er úrbæturnar við Goða- foss voru kynntar, að fyrirtækið muni á næstu árum stuðla að slíkum aðgerðum við nokkra af helztu fossum landsins, m.a. Dettifoss, þar sem ferðamenn hafa stórslasast fyrr í sumar, Skógafoss og Fjallfoss (Dynjanda). Þessar aðgerðir Eimskipafélagsins eru til mikillar fyrir- myndar og þakkarverðar. Minna má á, að ýmis önnur fyrir- tæki hafa lagt miklum þjóðþ'rifamálum lið og kostað til þess verulegum fjármunum. Má nefna þar stuðning Skelj- ungs hf. við skógrækt og Olíuverzlunar Islands hf. við land- græðslu. Þessi dæmi mega verða hvatning til fleiri fyrirtækja um að verja nokkru af ráðstöfunarfé sínu til stuðnings við verkefni, sem koma þjóðinni allri til góða. Mörg gera það nú þegar með ýmsum hætti, t.d. stuðningi við hvers konar góðgerðarfélög. Slíkur stuðningur skilar sér áreiðanlega aftur til fyrirtækjanna, þar sem allur almenningur iilýtur að meta þá þjóðfélagslegu ábyrgð sem 'þau sýna. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands á Egilsstöðum Morgunblaðið/KG Lúpinan hefur sannað gildi sitt LUPINAN hefur þegar sann- að gildi sitt sem þýðingar- mikil uppgræðsluplanta, segir í ályktun sem sam- þykkt var samhljóða á aðalfundi Skóræktarfélags Islands sem hald- inn var á Egilsstöðum. Þá var lýst áhyggjum yfir þeim áformum að gera Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins að deild í Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Slík innlimun yrði til þess að rjúfa tengsl milli rann- sóknastöðvarinnar og annarra deilda skógræktarinnar og skóg- ræktarfélaganna í landinu. Þá yrði ekki séð að slík tilhögun leiddi til sparnaðar án þess að skerða skóg- ræktarrannsóknir. Minnt á fyrirheit Á fundinum var samþykkt tillaga þar sem minnt er á fyrirheit sem gefin voru við gerð núverandi bú- vörusamnings um tveggja milljarða króna framlag til skógræktar og landgræðslu. Aðeins hafi verið veitt- ar um 100 milljónir af fjárlögum til þessa verkefnis og er skorað á stjórnvöld að standa við gefin lof- orð. Jafnframt er skorað á landbún- aðarráðherra, umhverfisráðherra og fjárlaganefnd að veita það fjármagn sem þarf til að hægt verði að ljúka úrvinnslu og gefa út niðurstöður könnunar á birkiskógum Islands sem fyrst. Enn fremur var samþykkt tillaga, þar sem skorað er á landbúnaðarráð- herra að hann beiti sér fyrir því að á fjárlögum ársins 1996 verði aftur fjárveiting til Landgræðslusjóðs til stuðnings þýðingarmiklu áhuga- mannastarfi skógræktarfélaganna í landinu. Reglur um úthlutun styrkja verði endurskoðaðar Fundarmenn þökkuðu Skeljungi hf. lofsverðan áhuga og stuðning við skógrækt í landinu og skoruðu á Skógrækt ríkisins að fylgja þeirri braut, sem kynnt var á aðalfundin- um á Húsavík. Ef framhald yrði á því samstarfi var farið fram á að reglur um úthlutun styrkja til skóg- ræktarfélaga yrðu endurskoðaðar. Skorað var á Kaupmannasamtökin, forsvarsmenn Hagkaups og Bónuss að sjá til þess að skóræktarfélögin í landinu nytu góðs líkt og hingað til af þeim ágóða sem yrði af sölu burðarpoka í verslunum. Kynning á landi til skógræktar Samþykkt var á fundinum að skógræktarfélagið kynnti í fjölmiðl- um hvers konar land hentar til skóg- ræktar. Jafnframt að kynnt yrði veðurfarslegt gildi skóga og hvernig beita má skógrækt á skipulegan hátt til þess að bæta veðurfar í helstu byggðakjörnum landsins. Samþykkt var tillaga um árlegt átak í söfnun og sáningu birkifræs og bent á að æskilegt væri að Skóg- ræktarfélag íslands og Landgræðsl- an kynntu verkefnið almenningi og nemendum í skólum landsins. Fjármagn verði tryggt Samþykkt var að beina þeim til- mælum til Skógræktar ríksins, land- búnaðarráðherra og bændasamtak- anna að bændum utan nytjaskóga- marka yrði gert kleift að stunda skógrækt á jörðum sínum með h!ið- stæðum kjörum og bændum á nytja- skógaijörðum. Skorað var á Alþingi og ráðherra að sjá til þess að tryggt yrði nægilegt fjármagn með sér- merktri fjárveitingu á fjárlögum til plöntukaupa til Landgræðsluskóga á næstu árum, þannig að náð yrði því takmarki að gróðursetja að lág- marki 1,5 milljónir plantna árlega á vegum verkefnisins. Stjórnarkjör Gjaldkeri félagsins, Baldur Helgason, átti að víkja úr stjórn og gaf hann ekki kost á sér til endur- kjörs. í hans stað var kjörin Sigríð- ur Jóhannsdóttir. Aðrir í stjórn eru Hulda Valtýsdóttir, Sveinbjörn Dagfinnsson, Þorvaldur S. Þorvalds- son, Björn Árnason, Vignir Sveins- son og Sædís Guðlaugsdóttir. Kosið er árlega um þijá menn í varastjórn og á fundinum voru kjörin þau Olaf- ía Jónsdóttir, Magnús Jóhannesson og Hólmfríður Finnbogadóttir. 1 Hallormsstaðarskógi Vísir að nytjaskógi „VIÐ erum komin í hóp skógræktarþjóða," sagði Þór Þorfinnsson skógarvörður á Hallormsstað, þegar lokið var mælingu á hæsta tré landsins 20 metra Rússalerki sem gróðursett var árið 1937. Sagði hann að þegar talað væri um erlenda nytjaskóga væri miðað við 20 metra meðalhæð og því væri þetta merkur áfangi sem náðst hefði á Hallormsstað þegar fyrsta tréð náði 20 metrum. Leikið í skógi TÓNLIST rauf þögnina í skóginum þegar gestir nálguðust lerkilund- inn háa. Þar voru þeir Jón Guðmundsson sem lék á flautu og Charles Ross á fiðlu frumfluttan óð til skógarins eftir Charles. Nýting skógarafurða ÞAÐ VAR Davíð Oddsson forsæt- isráðherra sem festi útskorinn skjöld á tréð að viðstöddum fulltrú- um á aðalfundi Skógræktarfélags íslands, sem haldinn var á Egils- stöðum. Forsætisráðherra tilkynnti jafnframt að ráðuneyti hans hefði ákveðið að veita 500 þúsund krónur til að efla nýtinga íslenskra skógar- afurða. Þá er einnig hugmyndin að komið.verði upp sameiginlegum viðarlager í Reykjavík þangað sem handverksfólk og aðrir geta leitað og nýtt þann við sem til fellur. Gestir gengu um skóginn og starfsmenn skóræktarinnar kynntu vinnubrögð við skógarhögg og mátti heyra kallað „timbur," þegar bolir féllu. Kurlvinnsla og borðvið- arsög vöktu m.a. óskipta athygli. Skógarmannaskál AÐ GÖNGU lokinni buðu skógarbændur á Héraði upp á hressingu og þar tóku skógræktarmenn og -konur lagið svo undir tók í skóginum. FASKRUÐSFJORÐUR HORFUR eru á að einhver bið verði á því að hjúkrunarheimili verði reist á Fáskrúðsfirði. jpl {. liaEl is W I j ÍM4HS g f ' Byggingii hjúkrun- arheimilis frestað INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra hefur til- kynnt sveitarstjórnum Búðar- hrepps, Fáskrúðsfjarðar- hrepps og Stöðvarhrepps að frestað verði byggingu 12 rúma hjúkrunar- heimilis á Fáskrúðsfirði. Búið var að bjóða framkvæmdina út og opna tilboð. Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, sagði að sú ákvörðun hefði verið tekin í heil- brigðisráðuneytinu að fresta öllum framkvæmdum í heilbrigðisþjónustu sem áformað hefði verið að fara út í, öðrum en þeim sem búið væri að gera skriflega verksamninga um við verktaka. Þessi ákvörðun væri hluti af sparnaðaraðgerðum ráðuneytis- ins. Gert ráð fyrir að með stöðvun framkvæmda takist að spara 400 milljónir króna á þessu og næsta ári. Þá er einnig gert ráð fyrir að framlengja tímabundna lagaheimild til að veita fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til rekstrar í heilbrigðisþjón- ustu og er gert ráð fyrir að þannig aflist um 80 milljónir króna til viðbót- ar. Fjármunir ekki til Þórir sagði að á næstu dögum yrði fleiri aðilum tilkynnt um frestun framkvæmda. Hann vildi ekki nefna hvað aðrar framkvæmdum yrði fre- stað, en sagði ljóst að byggingu heil- sugæslustöðva á höfuðborgarsvæð- inu myndi frestast og eins yrðu fram- kvæmdir við K-byggingu Landspítal- ans stöðvaðar. Kostnaðaráætlun vegna byggingar fyrsta áfanga hjúkrunarheimilisins hljóðaði upp á rúma 41 milljón króna, en heildarkostnaður við bygginguna var áætlaður um 80 milljónir. Fjár- málaráðherra og fyrrverandi heil- brigðisráðherra undirrituðu samning við sveitarfélögin þijú um byggingu hjúkrunarheimilis á Fáskrúðsfírði skömmu fyrir kosningar í vor. Heilbrigðisráðherra hef- ur ákveðið að fresta 511- um nýjum framkvæmd- um í heilbrigðiskerfínu. Ráðherra hefur þegar til- kynnt að ekkert verði af byggingu hjúkrunar- heimilis á Fáskrúðsfirði, en framkvæmdir voru við það að hefjast. „Okkar sjónarmið er að það sé ekki rétt að veija fjármunum til bygginga nýrra heilbrigðisstofnanna þegar við höfum ekki nægilega mikla peninga til að reka þær stofnanir sem við_ starfrækjum í dag,“ sagði Þórir. í bréfi heilbrigðisráðherra til sveit- arstjórna Búðarhrepps, Fáskrúðs- fjarðahrepps og Stöðvarhrepps segir að samkvæmt vistunarskrá séu nú þrír einstaklingar metnir með þörf fyrir hjúkrunarrými í þeim sveitarfé- lögum sem að framkvæmdinni standa. Ljóst sé að frestun fram- kvæmda komi sér illa fyrir þessa einstaklinga sem horft hafi vongóðir til vistunar á hjúkrunarheimilinu, sem og aðstandendur þeirra. í lok bréfsins segir að ráðuneytið sé reiðu- búið til að vinna með heimamönnum að því að finna viðunandi lausn á vandamálum fólksins. Verkefnum forgangsraðað Þórir sagði að heilbrigðisráðherra hefði tekið ákvörðun um að for- gangsraða verkefnum innan heil- brigðisþjónustunnar og leggja slíka áætlun fyrir Alþingi á haustþingi 1996. Hann sagði að samkvæmt lög- um um heilbrigðisþjónustu bæri að gera áætlun um forgángsröðun verk- efna, en það hefði hins vegar ekki verið gert. Þórir sagði að í þessari áætlun væri brýnt að taka ákvörðun um hvernig ætti að haga áframhaldandi framkvæmdum við K-byggingu Landspítalans. Áætlað er að þær framkvæmdir sem eftir eru við bygg- inguna kosti 2,4 milljarða. Áform voru uppi um að framkvæma fyrir 150 milljónir á næsta ári, en fallið hefur verið frá þeim. * Furðurleg ákvörðun Steinþór Pétursson, sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði, segir að ákvörðun ráðuneytisins sé furðuleg í ljósi þess að búið hafi verið að gera samning um framkvæmdina og búið að bjóða hana út. Það sé ekkert rætt við sveit- arfélögin heldur fái þau bara allt í einu bréf um þessa ákvörðun. Aðspurður sagði hann að það ætti eftir að koma endanlega í ljós hvort, ákvörðun ráðuneytisins stæði. Ríkis- “ stjórn og ráðherrar ættu eftir að fjalla um niðurskurðinn og hann vonaðist til að þessi ákvöðrun yrði endurskoðuð. Það gegndi furðu að hægt væri að rifta samningi sem hefði verið undirritaður í vor af tveimur ráðherrum fyrri ríkisstjórn- ar. Steinþór sagði að dvalarheimili hefði verið byggt á Fáskrúðsfírði árið 1987 og alltaf hefði verið gengið út frá að hjúkrunarheimili yrði reist í tengslum við það. Mikil þörf væri fyrir hjúkrunarheimilið. Dvalarheimil- * ið væri alltaf fullt og á dvalarheimil- um út á landi væri dregið í lengstu lög að senda fólk frá sér. „Þannig að inn á dvalarheimilinu er nú þegar fólk sem þarf hjúkrunarheimilispláss í raun og vera fyrir utan það að héð- an af staðnum eru þó nokkrir ein- staklingar sem eru í vistun annars staðar,“ sagði Steinþór.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.