Morgunblaðið - 08.09.1995, Side 14

Morgunblaðið - 08.09.1995, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ k VIÐSKIPTI I > I Hagfræðingar jákvæðir gagnvart nýrri gengisvog krónunnar og víðari fráviksmörkum í gengisskráningu Gengiðmun sveifl- ast meira en áður ÁKVÖRÐUN Seðlabanka íslands um að gengi íslensku krónunnar geti sveiflast um allt að 6% til beggja átta frá miðgengi bankans í stað 2,25% eru litin jákvæðum augum meðal hagfræðinga sem Morgun- blaðið ræddi við í gær. Á það er þó bent að þessi útvíkkun hafí í för með sér meiri sveiflur á genginu, en að verðmyndun á gjaldeyrismarkaði verði eðlilegri. Þá þykir það rökrétt að vægi mynta í gengisskráningar- voginni skuli nú hafa verið breytt til samræmis við hiutdeild þeirra í utan- ríkisviðskiptum Islendinga. Sverrir Sverrisson, hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efnahagsspám ehf. hefur ásamt Yngva Harðarsyni sér- hæft sig í ráðgjöf um gjaldeyrismál. í fréttabréfí fyrirtækisins Gjaldeyris- málum segir að ný gengisviðmiðun og víðari fráviksmörk séu trúverð- ugri við núgildandi aðstæður en fyrri viðmiðun. Sverrir benti á í samtali við Morg- unblaðið að hin nýja gengisskráning- arvog Seðlabankans væri réttari viðmiðun en eldri vog. „Vægi dollar- ans hefur verið of lágt og það hefur komið illa við fyrirtæki sem flytja út á Bandaríkjamarkað. Það er einn- ig alveg Ijóst að útvíkkun á viðmiðun- armörkunum mun leiða af sér meiri sveiflur á genginu en verið hefur og eðlilegri verðmyndun á innlendum gjaldeyrismarkaði. í raun má segja að gengið sé komið á flot eins og tilfellið er í Evrópska myntbandalag- inu. Seðlabankinn þarf því síður að grípa til gjaldeyrisforðans sem er hættulega lítill að okkar mati, eða hækka vexti til að styrkja gengi krónunnar." Aðspurður um hvort hann teldi hættu á að þessi ákvörðun gæti leitt til gengissigs sagði Sverrir: „Kerfís- breytingar sem þessar skapa ávallt aukna óvissu á gjaldeyrismarkaði tii að byija með og gæti það leitt til skammtímalækkunar á gengi krón- unnar. Á móti kemur að vaxtamun- urinn á milli innlends peningamark- aðar og erlendra markaða er hár í augnablikinu sem ætti að hamla gegn hugsanlegri lækkun.“ Hann kveðst hins vegar hafa efa- semdir um tímasetningu þessarar breytingar á gengisskráningarvog- inni. „Islenska krónan er tengd nán- ar við gengi dollars meðan það er sögulega mjög lágt. Ef gengi dollars nær fyrri styrkleika gagnvart þýsku marki og fer t.d. yfir 1,70 mörk þá mun krónan styrkjast meira gagn- vart Evrópumyntunum en ella hefði orðið. Það gæti kallað á kröfur um gengisleiðréttingu innan vikmarka frá aðilum sem flytja vörur á markað í Evrópu." Jákvætt viðhorf hjá VSI Guðni Níels Aðalsteinsson, hag- fræðingur Vinnuveitendasambands íslands, segir að margt ávinnist með nýrri gengisvog krónunnar. „í fyrsta Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna * Námskeið sem tekur fyrir möguleika íslenskra fyrirtækja innan rannsókna- og tækniþróunaráætlana Evrópusambandsins Dagana 13., 14. og 15. september næstkomandi efnir Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna til námskeiðs fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér nánar þá möguleika sem fyrirtækjum á íslandi bjóðast innan 4. rammaáætlunar ESB. Námskeiðið verður haldið í Tæknigarði, Dunhaga 5 Reykjavík og verður kenntfram að hádegi alla dagana og er námskeiðsgjald kr 6000. Farið verður yfír þá þætti áætlunarinnar sem sérstaklega eru sniðnir að þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Einnig verða kenndar þær aðferðir sem beitt er við vinnu á umsóknum og farið yfir þá þætti sem liggja þurfa til grundavallar eigi verkefnishugmynd að teljast stuðningshæf. Leiðbeinendur á námskeiðinu koma frá systurskrifstofum Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna á Englandi og í Hollandi og fer stór hluti námskeiðsins fram á ensku. Nánari upplýsingar um skráningu og dagskrá fást hjá Rannsóknaþjónustu Háskólans í síma 525 4900. Einnig er hægt að senda inn skráningar á faxi 525 4905. * Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna er rekin t samvinnu Rannsóknurráðs íslands, Iðntœknistofnunar íslands og Rannsóknaþjónustu Háskólans. lagi verður gengisskráningin réttari þar sem vægi einstakra mynta er ekki lengur fast heldur er endurskoð- að einu sinni á ári. Gengisvogin end- urspeglar því betur utanríkisviðskipti okkar en hingað til. Það er einnig óhjákvæmilegt að bregðast við því að norska krónan hverfi úr ECU. Fljótt á litið tel ég einnig mjög ják- vætt að víkka út vikmörk gengis- skráningarinnar því möguleikar Seðlabanka íslands til að bregðast við einhveiju áhlaupi spákaupmanna eru mun minni en annarra seðla- banka. Það hafa skapast nýjar að- stæður á fjármagnsmarkaði vegna opnunar gagnvart útlöndum. Við lít- um því mjög jákvætt á þessa breyt- ingu.“ Hann segist aðspurður ekki telja hættu á auknum gengissveiflum vegna þessa. „Seðlabankinn hefur ekki nýtt sér allt það svigrúm sem hann hefur haft og framfylgt fast- gengisstefnu. Ég hef enga trú á því að breyting verði þar á.“ Olíufélagið hf. - J Úr milliuppgjöri 30. júní 1995 \»^ Milljónir króna Rekstrarreikningur 30. júní 1994 30. júnf 1995 Rekstrartekjur 4.033 4.009 Rekstrargjöld 3.776 3.795 Rekstrarhagn. fyrir fjárm.tekjur og (-gjöld) 257 214 Fjármunatekjur og (-gjöld) 6 27 Hagnaður fyrir reikn. tekju og eignask. 263 241 Hagnaður 167 162 Efnaha&sre'ikningur 31.12.’94 30.06.’95 Eignir: Veltufjármunir 2.538 3.095 Fastafjármunir 4.391 5.668 Eignir samtals Skuldir og eigið fé: 6.929 8.763 Skammtímaskuldir 1.920 2.746 Langtímaskuldir 1.466 2.309 Skuldir samtals 3.376 5.055 Eigið fé 3.553 3.708 Skuldir og eigið fé samtals 6.929 8.763 Sjóðsstreymi 1994 1995 Veltufé frá rekstri 225 Eiginfjárhlutfall ^ ^ 51% 42% t í i » & i I i Afkoma Olíufélagsins hf. svipuð þrátt fyrir verðlækkun á gasolíu Hagnaður nam162 » miHiónum króna HAGNAÐUR af rekstri Olíufé- lagsins fyrstu sex mánuði þessa árs var 162 milljónir króna sem er mjög svipuð rekstrarniðurstaða og á sama tíma í fyrra. Rekstrar- tekjur fyrirtækisins voru rétt rúm- ir fjórir milljarðar króna og dróg- ust lítilega saman miðað við fyrstu sex mánuði síðasta árs en rekstra- gjöld jukust á sama tíma um 19 milljónir króna og námu tæpum 3,8 milljörðum króna. Skuldir aukast Heildarskuldir Olíufélagsins hafa aukist um tæpar 1.700 millj- ónir króna frá áramótum. Sem kunnugt er keypti fyrirtækið 35% hlut í Olís hf. fyrr á þessu ári og segir Geir Magnússon, forstjóri félagsins, að hluta af þessari aukn- ingu megi rekja til þeirrar fjárfest- ingar en einnig sé þarna um að ræða árstíðabundnar sveiflur í birgðum og útstandandi skuldum. Birgðastaða fyrirtækisins sé nú um 300 milljón krónum hærri en venjulega og svipaða sögu sé að segja af útistandandi skuldum. Geir segir þessa afkomu ásætt,- anlega ef mið er tekið af aðstæð- um. „Við lækkuðum álagningu okkar á gasolíu í janúar á þessu ári og höfum verið að beijast við þá lækkun á fyrri hluta þessa árs. Við teljum það því þokkalegan árangur að ná svipuðum hagnaði og í fyrra þrátt fyrir þessa lækk- un. “ Geir segist gera ráð fyrir að afkoma fyrirtækisins á síðari hluta ársins verði aðeins lakari enda sé það í takt við rekstrarafkomu und- anfarinna ára. „Reynslan hefur verið sú að hagnaður af rekstri fyrirtækisins hefur alltaf verið aðeins minni á síðari hluta ársins. Á síðasta ári nam hagnaður á síð- ari árshelmingi rúmum 70 milljón- um króna og við erum nokkuð ánægðir ef niðurstaðan verður svipuð í ár.“ Eigið fé Olíufélagsins var 3.708 milljónir króna þann 30. júní síð- astliðinn og er eiginfjárhlutfall fyrirtækisins nú 42%. Þetta er nokkur lækkun frá áramótum en í lok árs 1994 var eiginfjárhlutfall Olíufélagsins 51%. Fjármagnstekj- ur fyrirtækisins umfram fjár- magnsgjöld námu 27 milljónum króna sem er öllu betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þá nam fjármagnshagnaður Olíufélagsins 6 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár var 9,1% á fyrri hluta ársins. Olíuverð háttífjórum sinnum lægra en 1981 London. Reuter. TUTTUGU ár eru liðin síðan fyrstu Norðursjæávarolíunni var landað í Bretlandi og í tilefni af því komu þúsundir sérfræðinga í olíuiðnaði saman til fundar í Aberdeen í Skot- landi nú í vikunni. Var það umræðu- efnið hvernig tiyggja skyldi olíu- vinnslu Evrópuríkjanna næstu 25 árin. Búist var við, að ráðstefnu- gestir yrðu um 20.000 frá um 70 löndum. Það, sem brennur mest á mönn- um, er að draga úr kostnaði við olíuvinnsluna með tilliti til hins lága verðs, sem er á olíu og gasi um þessar mundir. Sem dæmi um það má nefna, að olíufatið fer nú á rúm- lega 16 dollara en var í 34 árið 1981. Það þýddi með tilliti til verð- bólgu, að olíufatið væri nú í 61 dollara en ekki 16. Vinnslukostnaður hefur lækkað um þriðjung Olíufélögunum, sem reka borpall- ana undan Evrópuströndum, hefur tekist að minnka kostnaðinn við vinnsluna mjög verulega eða um þriðjung frá því snemma á síðasta áratug en það er ekki víst, að það dugi til. Flest bendir til, að olíuverð verði áfram lágt og æ minni líkur eru á, að nýjar og arðbærar lindir finnist í Norðursjó. Það skiptir hins vegar miklu fyrir efnahags- og at- vinnulífið í ýmsum löndum, ekki síst Bretlandi, að olíuiðnaðinum vegni vel en hann veitir hundruðum þúsunda manna atvinnu. Olíuframleiðsla Breta í Norðursjó frá upphafi var komin í 1,8 millj- arða tonna um síðustu áramót og var þá orðin meiri en sú olía, sem upphaflega fannst. Þær birgðir, sem nú er vitað um, eru um 575 milljónir tonna. Nú eru hins vegar mestar vonir bundnar við hafsvæðin fyrir vestan Hjaltland og þar verður hafíst handa fyrir alvöru á næsta ári. Útlitið í gasiðnaðinum er hins vegar dökkt, ekki vegna gasskorts, heldur vegna þess, að gasverðið hefur lækkað um 50% á hálfu öðru ári. L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.