Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 17 ERLEIMT Kínastjórn rýfur þögnina um ræðu Hillary Glintons Segja gagnrýn- ina tilhæfulausa Peking. Reuter. STJÓRNVÖLD í Kína rufu í gær þögnina um ræðu Hillary Clinton, forsetafrúar Bandaríkjanna, á kvennaráðstefnunni í Peking. Hún var þó ekki nefnd á nafn en sagt, að gagnrýni sumra á ástand mannréttindamál í Kína væri ekki á rökum reist og Bandaríkin vöruð við að spilla samskiptum ríkjanna frekar. 14 norrænir þingmenn mótmæltu í gær kjarnorkuvopnat- ilraunum Kínverja. Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að ráða konur í tvær af hverjum þremur stöðum, sem losna fram til alda- móta. „Það hefur ekki farið framhjá okkur, að nokkrar manneskjur frá nokkrum löndum hafa verið með tilhæfulausar athugasemdir og gagnrýni á önnur lönd,“ sagði Chen Jian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, þegar hann var inntur eftir ræðu Hillary fyrr í vikunni. Sagði hann, að ummæli af þessu tagi gengju þvert á tilgang ráðstefnunnar og hvatti stjórnir viðkomandi landa til að líta í eigin barm áður en þeir kvæðu upp dóma yfir öðrum. Kjarnorkuvopnatilraunum mótmælt Fjórtán norrænir þingmenn, tólf konur og tveir karlar, komu saman í gær við Alþýðuhöllina í Peking og afhentu háttsettum, kínverskum embættismanni skjal þar sem skorað var á kínversku stjórnina að hætta öllum áformum um kjarnorkuvopnatilraunir. Sameinuðu þjóðirnar stefna að því, að um næstu aldamót verði jafn margar konur sem karlar í störfum fyrir samtökin. Til að ná því markmiði hefur nú verið ákveðið að ráða konur í tvær af hverjum þremur stöðum, sem losna fyrir þann tíma. Hlutfall kvenna hjá SÞ er nú 33%. Jeltsín með hótan- ir vegna loftárása Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gagnrýndi í gær harðlega loftárásir Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í Bosniu og sagði hugsanlegt að Rússar myndu endur- skoða samstarf sitt við bandalagið í framtíð- inni sökum þeirra. Rússar gerðust aðil- ar að friðarsamstarfi NATO og fyrrum að- ildarríkja Varsjár- bandalagsins þann 31. maí sl. og i viðræðum við Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar og Jacques Santer forseta framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins, í gær, gaf Jeltsín í skyn að því samstarfi kynni að verða slitið. Hann taldi Vesturlönd hunsa álit Rússa á fleiri sviðum og nefndi sérstaklega öryggismál í Evrópu. Svo virtist sem stefnt væri að því að búa til tvær herbúð- ir í Evrópu á ný. „Sprengjuárásir hafa aldrei skilað nein- um árangri og það er ekki hægt að leysa þessa deilu með valdi. Verði það reynt mun það leiða til 100-ára stríðs sem fleiri ríki munu dragast inn í,“ sagði Rússlandsforseti við blaðamenn er hann yfírgaf fundinn. Háttsettur embætt- ismaður í rússneska utanríkisráðuneytinu sagði Vesturlönd hafa gengið mun lengra í Bosníu en samþykktir Sameinuðu þjóðanna heimiluðu og gæti það haft. slæm áhrif á álit öryggisráðs- ins til lengri tíma litið. Andrei Kozyrev utanríkisráð- herra lét í gær í ljós þá skoðun að „þríeyki" er samanstæði af Igor Ivanov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, Richard Holbrooke, sendimanna Bandaríkjastjórnar í Bosníu, og Carl Bildt, sáttasemjara Evrópusambandsins, ætti héðan í frá að taka þátt í friðarviðræðum fyrir hönd tengslahópsins svokall- aða. Með því yrði hlutverk Rússa í viðræðunum aukið á kostnað Breta, Frakka og Þjóðverja. Rússneska þingið, Dúman, held- ur sérstakan fund á laugardag þar sem málefni fyrrverandi Júgóslavíu verða rædd. Forystumenn Dúmunn- ar eru hlynntir því að Rússar hætti þátttöku í Samstarfi í þágu friðar. Þá vilja þeir afnema einhliða refsi- aðgerðir gegn Serbum og taka upp refsiaðgerðir gegn Króötum þess í stað. Jeltsín kom til móts við kröfur þingmanna í gær er hann undirrit- aði lög í gær, sem Dúman sam- þykkti í síðasta mánuði, sem heim- ila rússneskum einstaklingum og fyrirtækjum að senda mannúðarað- stoð til fyrrverandi Júgóslavíu. Borís Jeltsín STOR- Frábærir HANKOOK sumarhjólbarðar á einstöku verði! HILLARY Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, heimsótti Mongólíu í gær og heilsaði meðal annars upp á hirðingja, sem búa ekki fjarri höfuð- borginni, Ulan Bator. Var henni fagnað þar að gömlum sið og færði fólkið henni gerj- aða kaplamjólk, sem Hillary drakk með bestu lyst. -----» » ♦----- 500 saknað vegna flóða General Santos. Reuter. FJÓRTÁN manns fórust og 500 var saknað í suðurhluta Filipps- eyja í gær vegna vatnavaxta í ám sem raktir voru til einhvers konar sprenginga í eldfjalli. Hermt er að sprengingarnar hafi valdið skriðum í stórt vatn í gíg eldfjallsins Parker, 1.000 km sunnan við Manila á Mindanao- eyju. Þetta hafi síðan valdið mikl- um vatnavöxtum í nálægum ám. Jarðfræðingar telja ekki að gos sé í nánd og haft var eftir vísinda- mönnum í rannsóknarstöð í Gener- al Santos, sem fylgjast með eld- fjallinu, að engar sprengingar hefðu greinst í mælingartækjum þeirra. Reuter Siðanefnd Bandaríkjaþings Vilja reka Pack- wood af þingi Washington. Rcuter. EKKI er óhugsandi, að bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bob Packwood verði rekinn úr deildinni en siðanefnd Bandaríkjaþings hefur lagt það til. Yrði þá um að ræða fyrsta brottreksturinn frá því í borgarastríðinu á síðustu öld en Packwood er sagður hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni og aðrar yfirsjónir. í siðanefnd þingsins var það sam- þykkt einróma, að Packwood, sem er öldungadeildarþingmaður repú- blikana í Oregon, yrði látinn víkja en hann er formaður fjárhagsnefnd- arinnar, sem er mjög valdamikil. Kemur það nú til kasta öldungadeild- arinnar að taka afstöðu í málinu. Til að Packwood verði vikið þurfa 67 af 100 öldungadeildarmönnum að vera því samþykkir. Siðanefndin hóf rannsókn í máli Packwoods fyrir rúmlega hálfu þriðja ári og í maí sl. tilkynnti hún, að sann- anir væru fyrir því, að Packwood, sem er 62 ára, hefði brotið reglur með áreitni við 17 konur um meira en 20 ára skeið, leitað eftir störfum fyrir fyrrverandi eiginkonu sína hjá talsmönnum þrýstihópa og breytt dagbókum. Packwood kvaðst ekki ætla að segja af sér þótt hann gæti með því tryggt sér lífeyri og annað, sem fyrr- verandi þingmönnum ber. 155R12 —3360- 155R13 “SÆTÖ- 165R13 3^50- 175/70R13 -4Æ9Ö- 185/70R13 -4^980- 2.315 stgr. 2.320 stgr. 2.370 stgr. 2.750 stgr. 2.985 stgr. 175R14 185R14 185/70R14 195/60R14 185/65R14 -&490- -5Æ60* %mo- 2.970 stgr. 3.290 stgr. 3.365 stgr. 4.130 stgr. 3.935 stgr. 30-9,50R15 Jeppadekk, 25% afsl. t0S50- 7.912 stgr. 31-10,50 R15 8.960 stgr. Vörubíladekk, 25% afsl. 12R2215/16PR 35 950 11R2215/16PR 32.500 26.960 stgr. 13R2215/18PR 39 400 24.375 stgr. 315/80R2215/18PR42 200 29.600 stgr. 31.650 stgr. m km Takmarkað magn mm SKUTUVOGI 2 SÍMI 568 3080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.