Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 31 Af ESB og Aknr- eyrarþingi SUS ÁSTÆÐA er til að óska ung’um sjálf- stæðismönnum til hamingju með ályktun um ESB á 33. þingi SUS á Akureyri 18.-20. ágúst sl. Þing- ið breytti tillöguuppk- asti undirbúnings- nefndar í gagnstæðu sína. í stað orðanna „ekki er hægt að úti- loka aðild íslands að ESB“ ályktaði þingið með góðum meirihluta „hægt er að útiloka aðild íslands að ESB“. Auðvitað er þetta rétt og satt hjá meiri hluta unga fólksins. Fyrir það fyrsta tekur Evrópu- sambandið'ekki nýjar aðildarum- sóknir til afgreiðslu fyrr en eftir ríkjaráðstefnuna 1996. I öðru lagi verða væntanlega gerðar nokkrar breytingar á skipu- lagi og starfsháttum ESB á- ríkja- ráðstefnunni. Við vitum því ekki nákvæmlega um hvað við værum að sækja með aðildarumsókn fyrr en eftir 1996. Hitt er líka ljóst, að ný aðildar- ríki breyta ekki grundvallarskipu- lagi, meginmarkmiðum og starfs- háttum bandalagsins með aðildar- samningum. Þau verða að ganga í bandalagið eins og það er. Tak- markaðar undanþágur eru veittar í mesta lagi til 3-5 ára. Grundvöllur hins nýja Rómarréttar óbreyttur Ýmsu kann að verða breytt á ríkjaráðstefnu ESB. Helst er rætt um, að almennara verði að taka ákvarðanir með einföldum meiri- hluta í ráðherraráðinu; fjölgun atkvæða stærri ríkjanna en fækkun þeirra smærri; einhver breyting gerð á Evrópuþinginu; tak- mörkuð réttindi nýrra smáríkja í ráðherra- ráðinu; landbúnaðar- stefnan endurskoðuð o.s.frv. Hins vegar er nokkuð víst, að grund- vallarstjórnskipan ESB og markmið verða hin sömu og þau eru í dag. Rómarréttur hinn nýi verður áfram ríkj- andi. Hann er að finna í grundvallarsam- þykktum bandalagsins: Rómar- sáttmála frá 1957, einingarlögun- um frá 1987, Maastricht-sáttmá- lanum frá 1993, venjurétti mótuð- um af dómsúrskurðum Evrópu- dómstólsins o.fl. Á meðal grundvallarmarkmiða ESB, sem ekki munu breytast, er að skapa einn sameiginlegan innri markað með sameiginlegri við- skiptastefnu, án innri tolla og við- skiptahindrana með iðnvöru, vinnu, fjármagn og þjónustu, en með sameiginlegum tollmúr gegn utanbandalagsríkjum. Fórnir vegna EES Með EES-samningnum fengum við aðild að innri markaðinum. Fyrir það þurftum við að fórna miklu, m.a. að skekkja viðskipta- kjör við utanbandalagsríki eins og t.d. Bandaríkin, Japan og Rússland um 8% með því að lækka tolla frá EES-svæðinu um sem næst 4% en hækka tolla á vörum frá utan- SUS-ályktunin er í fullu samræmi, segir Hannes Jónsson, við raunsæja stefnu ríkisstjórnarinn- ar í Evrópumálum. bandalagsríkjum um sem næst 4%. Þá þurftum við að samþykkja EB-réttinn sem ríkjandi á samn- ingssviðinu og gerðum Alþingi þar með að afgreiðslustofnun erlendra herra um málefni samningsins. Einnig urðum við að samþykkja kröfu EB um aðild að auðlind gegn tollalækkun á sjávarafurðum og veita rányrkjuflota ESB heimild til þess að veiða árlega 3.000 tonn af karfa innan íslensku Iandhelg- innar. Áætla má, að tap okkar af samningnum um „allt fyrir ekkert“ verði upp á um 145 milljónir kr. á ári á árunum 1993-97, en um 45 milljónir kr. eftir 1997, svo sem ég sýndi fram á með tölutöflu hér í blaðinu 7. nóvember 1992. Af þessu má sjá, að upphaflega stefna Sjálfstæðisflokksins í Evr- ópumálum um að gera tvíhliða við- skiptasamning við EB á grundvelli bókunar 6 en sleppa EES var rétt. Með þessu mælti líka Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, á fréttamannafundi í ráðherrabú- staðnum í lok opinberrar heim- sóknar 29. ágúst 1990. Eftir þessu var ekki farið. Skað- inn er skeður. Við erum aðilar að EES. Þá er að reyna að gera það besta úr ástandinu. Alþingi vísaði veginn með samþykkt 5. maí 1993. Færu fjögur EFTA-ríkin inn í ESB Hannes Jónsson stæðir foreldrar ekki nýtt óráðstafaðan per- sónuafslátt barna sinna og njóta þannig einungis einfalds per- sónuafsláttar. Sama gildir um þá sem búa einir með öldruðum foreldrum sínum eða sjúkum ættmennum, þeir geta ekki nýtt óráðstafaðan persónu- afslátt þessara aðila. Hlýtur sú mismunun sem hér er lýst að telj- ast mjög óeðlileg. Fjárhagslegt sjálfstæði Auk þess sem núverandi kerfi felur í sér verulega mismunun eftir sambúðarformum er það til þess fallið að draga úr fjárhagslegu sjálf- stæði einstaklinga í hjónabandi eða sambúð. Má hér aftur sérstaklega nefna möguleika hjóna til milli- færslna á persónuafslætti. Þessi samnýting er til þess fallin að rýra fjárhagslegt sjálfstæði tekjulægri maka og felur í sér hvatningu fyrir hann til þess að starfa ekki úti á vinnumarkaðinum, þar sem hann sér e.t.v. fram á að ráðstöfunartekj- ur heimilisins standi í stað eða jafn- vel í sumum tilvikum minnki við það að hann fari út að vinna. Eins og öllum er kunnugt eru það kon- ur, sem í flestum tilvikum eru tekju- lægri, enda eru það í u.þ.b. 90% tilvika eiginmenn sem nýta óráð- stafaðan persónuafslátt eigin- kvenna sinna. Sanngjarnara skattkerfi Með hugmynd ungs sjálfstæðis- fólks um algjöra sérsköttun hjóna og þar með afnámi á möguleikanum til millifærslna á persónuafslætti, er ekki ætlunin að ná fram auknum ráðstöf- unartekjum fyrir ríkið. Gert er ráð fyrir að skattgreiðendur fái að njóta þessara fjár- muna, en þó með sann- gjarnari og eðlilegri hætti. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um breytingar í skattkerf- inu sem gætu átt sér stað samhliða því að möguleikinn á milli- færslu persónuafslátt- ar væri afnuminn. Ein hugmynd, sem komið hefur fram við umræð- ur um ijárhagslegt sjálfstæði meðal hjóna, er sú að í stað þess að úti- vinnandi maka sé heimilað að nýta óráðstafaðan persónuafslátt hins makans sem skattafslátt hjá sér, verði fjármunir sem svara til óráð- stafaða persónuafsláttarins greidd- ir beint til þess hjóna sem ekki nýtir hann. Þó að þessi leið feli vissulega í sér kost umfram núver- andi fyrirkomulag, þ.e. að viðkom- andi einstaklingur fái fjármunina beint í sínar hendur, felur hún að öðru leyti í sér flesta galla núver- andi fyrirkomulags. Annar möguleiki til þess að nýta umrædda íjármuni er sá að lækka einfaldlega tekjuskattshlutfallið og myndu fjármunirnir þá nýtast öllum skattgreiðendum að einhveiju leyti. Óski menn hins vegar eftir því að taka sérstakt tillit til þeirra sem eiga börn og að auðvelda öðru hjóna að vera heima til að gæta barna sinna, mætti t.d. nýta þessa íjár- muni til þess að hækka verulega barnabætur til allra foreldra. For- eldrarnir njóta þá fjármunanna án tillits til þess hvort þeir velja að vinna úti eða heima. Jafnframt mætti þá taka tillit til þeirra aðila er hafa á framfæri sínu aðra ósjálf- bjarga einstaklinga, t.d. veik ætt- menni, með því að greiða slíkum framfærendum sérstakar umönn- unarbætur óháð því hvort þeir vinni innan eða utan heimilis. Með þessum hætti væri að miklu leyti komið í veg fyrir þá óeðlilegu mismunun sem núverandi kerfi fel- ur í sér og getið var hér að ofan. Annar möguleiki til þess að koma að einhveiju leyti sérstaklega til móts við þá sem hafa börn og aðra ósjálfbjarga einstaklinga á fram- færi sínu gæti e.t.v. verið að ákvarða öllum slíkum aðilum hærri persónuafslátt en þeir njóta sem ekki hafa með höndum slíka fram- færslu. Afskipti ríkisins Með ofangreindum hugmyndum er alls ekki ætlunin að hvetja til þess að öll heimavinnandi foreldri fari út á vinnumarkaðinn eða að allir einstaklingar í hjónabandi haldi fjárhag sínum aðgreindum. Slík atriði verða auðvitað að fara eftir vilja og samkomulagi hjóna í hveiju tilviki. Hins vegar er mikilvægt að ríkið noti ekki löggjöf til þess að beina hjónum inn á ákveðna braut að þessu leyti, heldur búi svo um hnút- ana að hjón njóti raunverulegs valfrelsis. Jafnframt er mikilvægt að ríkið geri ekki upp á milli ein- staklinga í skattalögunum og um- buni þannig ákveðnum einstakling- um fram yfir aðra án þess að nokk- ur rökrænn mælikvarði sé lagður til grundvallar, svo sem hvort við- komandi þurfi að sjá fyrir börnum eða öðrum ósjálfbjarga einstakl- ingum. Höfundur er í stjórn SUS og starfar með Sjálfstæðum konum. Áslaug Magnúsdóttir skyldi ísland taka upp viðræður um tvíhliða viðskiptasamning við ESB. Vörumst að láta vont versna Sæluboðskapur hinnar flokks- pólitísku örveru, krata, er að ESB- aðild sé hjálpræðið mikla fyrir okk- ur fátæka og smáa. Þó er aug- ljóst, að með því fengjum við sára- lítinn viðskiptaábata umfram það, sem við höfum með EES, en stór- aukinn kostnað. Aðildargjöld okk- ar að ESB yrðu a.m.k. um 6 millj- arðar króna á ári hveiju. Hvar á Friðrik að taka það fé fyrir ekki neitt? Við þyrftum líka að lögtaka all- an ESB-réttinn og afsala herrun- um í Brussel enn meira af fullveldi okkar en með EES, gera Alþingi enn aumari afgreiðslustofnun, sætta okkur við útlenda fámennis- valdsstjórn í Brussel á samnings- sviðinu í stað okkar lýðræðishefða. Samningsrétturinn um tolla og viðskipti við utanbandalagsríki færðist frá okkur yfir á ESB. Af sameiginlegu sjávarútvegs- stefnunni leiddi, að ESB réði og úthlutaði fiskveiðikvóta við ísland, ekki við. Bandalagið gerði líka alla samninga um sjávarútvegsmál á okkar veiðisvæðum. Öll aðildarrík- in fengju sama rétt og við til að veiða á milli 12 og 200 mílna marka, athafna sig í íslenskri land- helgi og höfnum, fjárfesta hér í fiskvinnslu og útgerð, stofna útibú á íslandi til útgerðar erlendra skipa. Önnur svið fullveldistakmark- ana, sem fylgja mundu ESB-aðild, felast í sameiginlegri stefnu bandalagsins í efnahags-, gengis-, gjaldeyris- og landbúnaðarmálum. Stefnan er sú, að hlutur ESB verði meiri, aðildarríkjanna minni, á öll- um þessum sviðum. Síðan 1993 skal einnig stefnt að sameiginlegri ^ stefnu í utanríkis- og öryggismál- um. Þetta eru efnisatriðin, sem rétt- læta ályktun SUS. Þau þarf að ræða meira á rökrænum hags- munagrunni svo sannleikurinn verði öllum ljós. Víðsýn utanríkisstefna SUS-ályktunin er líka í fullu samræmi við víðsýna og raunsæja stefnu ríkisstjómarinnar í Evrópu- og utanríkismálum. Málefnasamn- ingurinn undirstrikar, að aðildar- umsókn sé ekki á dagskrá með því að minnast ekki á hana. Treysta skuli samskiptin við ESB á grund- velli EES-samningsins og íslenskir hagsmunir kynntir. Hugsað hnatt- rænt, fremur en svæðisbundið, eins og sæmir nútímamönnum. Evrópu- viðskipti verði ekki vanrækt en forðast að við einangrumst með 18 Evrópuríkjum í heimi 185 ríkja. Treysta viðskiptin við Bandaríkin og kanna möguleika á fríverslunar- samningum. Efla markaðssókn um allan heim. Nýta tækifæri GATT. Kanna sóknarfæri íslensks fram- taks og fyrirtækja í hnattrænu samhengi. Slíka stefnu væri ekki hægt að < framkvæma ef við værum aðilar að ESB. Með ungum sjálfstæðis- mönnum segjum við því: „Hægt er að útiloka aðild íslands að ESB.“ Höfundur er fyrrverandi sendiherra. SVEIGJANLEGUR SKÓLI. Fjölbreytt verkefnaval eftir áhugasviöi nemenda stuðlar að ánægjulegra tónlistarnámi. Píanó • Orgel Hljómborð • Harmonikka Kennt er á píanó, orgel, harmonikku og hljómborð af öllum gerðum auk tónfræði og hljómfræði. Einkatímar • Hóptímar Kennsla fer að mestu fram í einkatímum. Tónfræði, hljómfræði og fyrirlestrar verða í hóptímum að hluta. Nemendur á öllum aldri Byrjendur, ungir sem gamlir, eru jafn velkomnir og þeir sem eru lengra komnir í námi. Innritun og upplýsingar Innritun í síma 567 8150 og í Hljóðfæraversluninni RÍN. Nemendur skólans fá 10% staðgreiðsluafslátt aföllum vörum í Hljóðfæraversluninni Rín. TONSKOLI Guðmundur Haukur kennari og hljómlistarmaður Hagaseli I5,108 Beykjavík. Sími 56] 8156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.