Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 35 HVÍT fagurklukka — camp. persicifolia alba. WVi! " 4»(t^s|P- WmM y, wBfos FAGURKLUKKA Campanula persicifolia GARÐARNIR á suðvesturhom- inu eru orðnir ósköp niðurrigndir og samanbarðir eftir nær sam- felldan rigningarmánuð. Þó er einn hópur blóma, sem lítið lætur vætuna og vindinn á sig fá en skartar sínu fegursta frá því síð- ari hluta júlí og út allan ágúst- mánuð. Hér hef ég í huga ætt- kvíslina campanula eða bláklukku. Blá- klukkuættkvíslin vex á norðurhveli jarðar, í Miðjarðar- hafslöndum og í Litlu- og Mið-Asiu. Bláklukkur vaxa norður eftir allri Evrópu og meira að segja vaxa tvær tegundir viltar hér- lendis, bláklukka og fjallabláklukka. Bláklukkan er ein af einkennisjurtum Austurlands, en vex aðeins á stöku stöð- um þar fyrir utan, þá einkum á blett- um umhverifs Eyjafjörð, á Vest- fjörðum og suðvestanlands. Fjallabláklukkan er enn sjald- gæfari, hún vex hátt til fjalla og fmnst helst umhverfis Eyjafjörð. Margir telja að dreifing þessara tveggja tegunda sýni, að þær hafi lifað af síðustu ísöld á svo- kölluðum miðsvæðum, snjólaus- um svæðum, sem hafa staðið upp úr jökulbreiðunni, og síðan hafi þær dreifst lítillega út frá þessum miðsvæðum. Bláklukkan íslenska ber flest einkenni þessarar ætt- kvíslar. Nafnið eitt segir til um lögun blómsins, en latneska heitið campanula táknar einmitt lítil klukka. Bláklukkumar hafa 5 ydd, samvaxin krónublöð, krónan er ýmist trektlaga, bjöllulaga, eins og hjá íslensku bláklukkunni, eða mikið opin, jafnvel nær alveg hjól- laga. Blöðin mynda hvirfingu við jörð, þau eru ýmist heil eða smá- tennt, oft lensu- eða hjartalaga. Blómleggurinn er grannur, oft blaðlaus, einkum hjá lágvaxnari tegundum. Stöngullinn ber ýmist eitt blóm, líkt og hjá fjallablá- klukkunni, eða fleiri, blómin sitja þá í kolli eða lengri blómskipan, axi eða jafnvel klasa. Blómliturinn er eins og íslenska nafnið bendir til, oftast blár, en hann spannar þó frá hvítu um fölblátt yfir í dökkblátt. Eins eru til bleikar teg- undir og fjólublátt er nokkuð al- gengt. Órfáar gular bláklukkur eru til, en þær eru mjög sjaldgæf- ar í ræktun. í bláklukkuættkvísl- inni em 250-300 tegundir, afar breytilegar að stærð, allt frá tommu háar upp í mannshæð. 'BIáklukkurnar em ýmist einærar, tvíærar eða íjölærar. Þær em margar hveijar fýllilega harð- gerðar hériendis þótt sumar dek- urplöntur eigi best heima í köldu gróðurhúsi. Betlehemstjaman, sem var mjög vinsælt inniblóm hér áður fýrr, tilheyrir einmitt þessari ættkvísl. Ein af uppáhalds bláklukkunum mínum, sem flokk- ast undir íjölærar bláklukkur, er fagurklukkan, campanula persici- folia. Fagurklukkan vex viílt bæði í Evr- ópu og Asíu og hef- ur reynst hér all harðgerð, en þó er gott að taka hana annað veifíð upp og skipta henni. Hæð hennar er breytileg 40-80 cm. Blöðin era lensulaga og all- löng. Þau standa í blaðhvirfingu niður við jörð en grannur blómstöngullinn, sem ber þéttan blómaklasann, teyg- ir sig upp úr. Blómin eru allstór og blóm- klukkan mjög opin, nær hjóllaga og snýr upp á við. Fagurklukkan er oftast lavander- eða fjólublá á lit, en þó er hvítt afbrigði mjög algengt. Fagurklukkan getur sýnt á sér fleiri hliðar, því til eru fagur- klukkur bæði með breytilega blaðlögun og blómlögun, meira að segja fylltar, með tvöföldan og jafnvel margfaldan bikar. Þar sem blómstöngullinn er grannur er gott að veita honum stuðning, eigi blómklasinn að geta skartað sínu fegursta. Einn höfuðkostur fagurklukkunnar er blómgunar- tíminn, sem er nær allur ágúst- mánuður fram í september. Það er eftir hæð bláklukkunn- ar komið hvar þær eru ræktaðar í garðinum. Smávaxnar blá- klukkur, eins og íslenska blá- klukkan, eiga einstaklega vel heima í steinhæðum, enda flestar upprunnar í fjalllendi, en þær stærri sóma sér vel í blómabeðum meðal annarra íjölæringa. Fagurklukka, eins og blá- klukkur almennt, er nægjusöm jurt, sem gerir engar sérstakar kröfur til jarðvegs heldur þrífst ágætlega í venjulegri garðmold sem er þokkalega framræst. Blá- klukkur eru ekki kvillasamar jurtir, þó geta sniglarnir ekki stillt sig um að sýna dálæti sitt á þeim á áþreifanlegri hátt en garðeigendum líkar. Bláklukkum er yfirleitt auðvelt að fjölga, hvort heldur með sáningu, skipt- ingu eða græðlingum. Yenjulega eru fræ af mörgum bláklukku- tegundum á frælista G.I. Ath. Kolbrún Finnsdóttir skrifaði greinina um nellikur en nafn hennar féll niður. S.Ej. BLOM VIKUNNAR 318. þáttur Umsjón Ágústa Björnsdóttir Smyslov er kominn í gang SKAK Afmælismót Friðriks Ólafssonar og Skák- sambands íslands ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI 2-16. september 1995 ALDURSFORSETI Friðriks- mótsins, Vassilí Smyslov, 75 ára fyrrum heimsmeistari, vann ung- versku stúlkuna Soffíu Polgar í fjórðu umferð Friðriksmótsins á miðvikudagskvöldið. Smyslov er þar með kominn upp í miðjan hóp kepp- enda og virðist hafa náð sér eftir það áfall að tapa fyrir Jóhanni Hjartarsyni í aðeins 16 leikjum í annarri umferð. Svetozar Gligoric er 72 ára, en lætur engan bilbug á sér fínna. Öllum skákum hans hefur lyktað með jafntefli til þessa, hann lét Bent Larsen ekki komast upp með neinn moðreyk með hvítu mönnunum. Friðrik Ólafsson lagði alltof mik- ið á stöðuna gegn Hannesi Hlífari og tapaði. Hannes hélt þar með efsta sætinu. Æfingaleysi Friðriks segir til sín eins og vænta mátti. Hann hefur gert tvö jafntefli á hvítt, en tapað báðum skákum sínum á svart. Það eru þó allar líkur á því að Friðrik hressist þegar fingurnir verða farnir að liðkast seinna á mótinu. Úrslit 4. umferðar: Hannes-Friðrik 1—0 Smyslov-Soffía Polgar 1-0 Þröstur-Margeir 0-1 Larsen-Gligoric V*- 'A Jón L.-Helgi Áss Vt-Vt Helgi Ól.-Jóhann frestað Staðan: 1. Hannes Hlífar 3'A v. 2. Margeir 3 v. 3. Jóhann 2 v. og frestuð skák 4-7. Smyslov, Soffía Polgar, Jón L. og Gligoric 2 v. 8-10. Helgi Áss, Þröstur og Larsen 1 Vt v. 11. Helgi Ól. 1 v. og frestuð skák 12. Friðrik 1 v. Soffía teflir skemmtilega Þótt Soffía Polgar sé ekki alveg eins hættulega og Júdit yngri syst- ir hennar, ráða fáir við hana þegar hún nær rennsli í sókninni. Larsen varaði sig ekki á þessu í fjórðu umferð. Hann vandaði sig ekki nægilega í byijuninni og Soffía náði stórsókn með þekktu peðsfórn- arstefi. Hún opnaði línur að svarta kóngnum og Larsen réð ekki við neitt. Hvítt: Soffía Polgar Svart: Bent Larsen Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - Rf6 4. Rc3 - cxd4 5. Rxd4 - Rbd7 6. f4 - a6 7. Rf3 - Dc7 8. a4 - g6 9. Bd3 - Bg7 10. 0-0 - 0-0 11. Del - e6 12. Khl - Rc5 13. Dh4 - b6 14. f5! - exf5 15. exf5 - Rxd3 16. cxd3 - Bxf5 17. Rd4 - Dc5 18. Rxf5 - gxf5 19. d4 - Dc4 20. Hxf5 - Re8? Hér var 20. - De6 skárra. 21. Rd5! - Ha7 Hér mátti svara 21. — Dxd4 með 22. Re7+ - Kh8 23. Dxh7+! - Kxh7 24. Hh5+ - Bh6 25. Hxh6+ - Kg7 26. Rf5+ og vinnur drottn- inguna til baka og mikið lið. 22. Be3 - f6 23. De4 - Haf7 24. Re7+ - Kh8 25. Hh5 og Larsen gafst upp. í fjórðu umferðinni komst Soffía ekki á skrið. Það hefur gríðarlegur stöðuskilningur hlaðist upp hjá Smyslov á meira en 60 ára skák- ferli. Það er oft eins og hann þurfi ekki að hugsa, höndin finnur besta leikinn. Svona á að byggja upp stöðu: Hvítt: Vassilí Smyslov Svart: Soffía Polgar Réti-byrjun 1. Rf3 - d5 2. b3 - Rf6 3. Bb2 - Bg4 4. g3 - Rbd7 5. Bg2 - e6 6. 0-0 - Be7 7. d3 - 0-0 8. Rbd2 - a5 9. a4 - c6 10. e4 - dxe4 11. dxe4 - Dc7 12. h3 - Bh5 13. De2 - h6?! 14. g4 - Bg6 15. Rel! - e5 16. Rd3 - Bd6? Þrettándi leikur Soffíu var óþarfi og hér var 16. - Rh7 nauðsynlegt. Vassilí Smyslov, 75 ára. Nú springur hvíta staðan út: 17. Rc4 - b5 18. Rxd 6 - Dxd6 19*. f4! - exf4 20. e5 - Ha°e8 " Tapar manni, en 20. - Bxd3 21. cxd3 - Hfe8 22. d4 - Rd5 23. axb5 var einnig mjög slæmt. 21. Ddl - De7 22. exf6 - Rxf6 23. Bxf6 - Dxf6 24. Rxf4 - Be4 25. Bxe4 - Hxe4 26. Df3 - Dd4+ 27. Kg2 - He3 28. Dxc6 - g5 29. Hadl - De5 30. Rh5 - bxa4 31. bxa4 - Hc3 32. Df6 - Hxc2+ 33. Hf2 - Hxf2+ 34. Kxf2 - Dh2+ 35. Kf3 - Dxh3+ 36. Rg3 - Dh2 37. Hhl og Soffía Polgar gafst upp. 6. umferð í dag Sjötta umferðin hefst í Þjóðar- bókhlöðunni í dag kl. 17. Þá tefla saman Hannes og Gligoric, Helgi Ól. og Soffía Polgar, Jóhann og Friðrik, Smyslov og Margeir, Lar- sen og Helgi Áss, Jón L. og Þröstur. Frí er á mótinu á morgun, laugar- dag, en sú sjöunda hefst á sunnu- daginn kl. 14. Friðriksmótið á Intemetinu Þeir sem tengdir eru Internetinu geta séð skákirnar og úrslitin mjög fljótlega eftir að umferðum lýkur. Rita þarf sióðina: http://www.vks.is/skak/ I textavarpi RÚV er fjallað um mótið á síðum 241-243. Margeir Pétursson BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids FIMMTUDAGINN 31. ágúst mættu 20 pör í sumarbrids. Urslit urðu þann- ig: N-S riðill: BjömÞorláksson-JúlíusSnorrason 252 HalldórÞorvaldsson-KristinnKarlsson ’ 230 Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 230 A-V riðill: Ragnar T. Jónasson - Stefán Jóhannsson 309 VilhjálmurSigurðsson-ÞórðurSigfússon 236 Hallgrimur Hallgrimss. - Sigmundur Stefánss. 232 Miðlungur var 216 og er skor þeirra Ragnars og Stefáns sú hæsta í sum- arbrids til þessa eða 71,5%. Föstudaginn 1. september mættu svo 22 pör og þá urðu úrslit þannig: N-S riðill: JónStefánsson-PállÞ.Bergsson 316 GylfiBaldursson-JónHjaltason 309 Friðrik Jónsson - Tómas Siguijónsson 286 A-V riðill: ValdimarSveinsson -ÞorleifurÞórarinsson 314 Halldór Þorvaldsson - Kristinn Karlsson 289 Eggert Bergsson - Þórður Sigfússon 284 Miðlungur var 270. Bridsfélag Hafnarfjarðar Vetrarstarfið er að hefjast og hefir haustdagskráin verið ákveðin. 11. sept. Eins kvölds barometer með Monrad-röðun 18. sept. Eins kvölds barometer með Monrad-röðun 25. sept. - 16 okt. Aðaltvímenningur - A-Hansen-mót - barometer 23. okt. - 6. nóv. Minningarmót um Kristmund Þorsteinsson og Þórarin Andrewsson - michell 13. nóv. Barometer — eitt kvöld — peningaverðlaun 20. nóv. Aðalsveitakeppni 27. nóv. Aðalsveitakeppni 4. des. Keppt við Bridsfélag kvenna 11. des. Aðalsveitakeppni 18. des. Aðalsveitakeppni + jóla- sveinamót með óvæntum glaðningi 28. des. Jólamót BH og Sparisjóðs Hafnarfjarðar spilað í Þönglabakka 1 8. jan. Aframhald aðalsveitakeppni Spilastaður verður félagsálma gamla Haukahússins, innkeyrsla frá Flatahrauni. Keppnisstjóri verður Sveinn R. Eiríksson. Landsbréf úr leik í Bikarkeppninni ÞREMUR leikjum er lokið í fjórðu umferð Bikarkeppninnar 1995 og hafa þijár sveitir þvf tryg;gt sér rétt til þess að spila í undanúrslitunum sem verða spiluð laugardaginn 16. september nk. Sveit Hjólbarðahallarinnar spilaði við sveit Roche og vann sveit Hjól- barðahallarinnar með 77 impum gegn 74 eftir jafnan og spennandi leik. Sveit Sigurðar Vilhjálmssonar spil- aði við sveit Landsbréfa og vann sveit Sigurðar Vilhjálmssonar með 115 imp- um gegn 61 impa. Sveit Sigurðar vann allar loturnar. Sveit Samvinnuferða spilaði við sveit Estherar Jakobsdóttur sl. mið- vikudag. Leiknum lauk með öruggum sigri Samvinnuferða sem hafði skorað 120 gegn 47 þegar þijár lotur voru búnar og játuðu þá andstæðingarnir sig_ sigraða. Áætlað var að spila leik VÍB og Potomac í gærkvöldi. Frestur til að spila fjórðu úmferðina rennur út súnnudaginn 10. september nk. Dreg- ið verður í undanúrslit keppninnar þegar öllum leikjum er lokið. íslandsmótið í einmenningi 1995 íslandsmótið í einmenningi verður haldið í Þönglabakka 1, hetgina 7. - 8. október nk. Mótið verður með svip- uðu sniði og undanfarin ár og spilað eftir sama kerfi. Skráning er hafin á skrifstofu Bridssambands íslands í síma 5879360. Spilað er um gullstig og er þátttökugadið 2.500 kr. á mann. Núverandi Islandsmeistari í ein- menningi er Þröstur Ingimarsson, Bridsfélagi Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.