Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 15 Franskir iðnrekend- ur uggandi París. Reuter. FRANSKIR iðnrekendur eru sammála umhverfisvemdar- mönnum um það, að kjarnorku- vopnatilraunir franska hersins geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þeir óttast fyrst og fremst áhrifin á erlendum mörkuðum og margt bendir til, að óttinn sé ekki ástæðulaus. Áróður gegn franskri vöru er ekki enn farinn að segja til sín með óyggjandi hætti en iðn- rekendur segja, að hann muni gera það. Stjórnmálamenh og umhverfisvemdarsamtök víða um hafa hvatt almenning víða um heim til að sniðganga franska vöm og í Evrópu er mikið um, að hótel og veitinga- hús séu hætt að bjóða frönsk vín. Frakkar sprengdu fyrstu sprengjuna á þriðjudag og þar sem til stendur að halda spreng- ingum áfram er hætt við, að áróður gegn franskri fram- leiðslu þagni ekki á meðan. Ottast ofþenslu í Noregi Skien. Reuter. Torstein Moland, seðiabanka- stjóri í Noregi, hefur hvatt ríkis- stjómina til að taka fjármálin fastari tökum í því skyni að koma í veg fyrir ofþenslu í efna- hagslífínu. Kveðst hann vera sammála sérfræðingum OECD, Efnahags- og framfarastofnun- arinnar, um að hætta sé á ferð- um verði ekki dregið úr eftir- spumaraukningunni innan- lands. „Staðan er góð núna en það er ástæða til að óttast, að upp- gangurinn í efnahagslífinu verði meiri en talið var. Það gæti aftur valdið ofþenslu og aukinni verðbólgu," sagði Mo- land um síðustu helgi. Norski íjármálaráðherrann mun leggja fram fjárlögin fyrir næsta ár 4. október nk. og er búist við tugmilljarða ísl. kr. tekjuafgangi. Verðbólga í Nor- egi er nú um 2,5% og horfur eru á, að hagvöxturinn verði um 4% á árinu. Sameining fjölmiðlafyr- irtækja sögð vitleysa Hamborg. Reuter. MICHAEL Domemann, aðal- framkvæmdastjóri Bertels- mann AG, stærsta fjölmiðlafyr- irtækis í Þýskalandi, segir í tímaritsviðtali, að sameiningar- hrinan í bandarískum fjölmiðal- heimi að undanförnu sé „rugl og vitleysa" og spáir því, að menn eigi eftir að verða vitni að miklum kollsteypum. „Ég get aðeins sagt það eitt, að Bandaríkjamenn hljóta að vera búnir að missa glómna þegar þeir borga jafn háar upp- hæðir og raun ber vitni,“ sagði Dornemann í viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel. Gagn- rýndi hann sérstaklega kaup Walt Disney Co. á Capital Citi- es/ABC Inc. fyrir 19 milljarða dollara og sagði, að þau hefðu steypt Disney í gífurlegar skuldir. F LAS A/HÁRLOS? Við eigum ráð. ÞUMALINA Pósthiisstneti 13-S. 551 2136 VIÐSKIPTI Fokker gjaldþrota án ríkisaðstoðar Amsterdam. Reuter. TALSMENN Fokker-flugvélaverksmiðjanna í Hollandi sögðu í gær, að kæmi ríkisvaldið, sem á lítinn hlut í fyrirtækinu, ekki til hjálpar væri hætta á, að það yrði gjaldþrota. Meiri- hluti hlutafjár í Fokker er í eigu DASA, Daiml- er Benz Aerospace, en í síðasta mánuði var skýrt frá því, að tap á rekstrinum á fyrra misseri ársins hefði verið næstum 400 milljón- ir dollara. Af þeim sökum á fyrirtækið nú í miklum greiðsluerfiðleikum. Fokker kynnti í gær Hans Wijers, efnahags- ráðherra Hollands, áætlun um að bjarga fyrir- tækinu og fylgdi það með, að auk lánafyrirgre- iðslna yrðu hollenska ríkið og DASA að leggja fram verulegt fé. Telja sérfræðingar, að til að tryggja rekstur Fokkers allra næstu árin þurfi það ekki minna en rúma 60 milljarða ísl. kr. í bein framlög. Talsmaður Fokkers sagði, að yrði ríkið ekki við hjálparbeiðninni myndi DASA einnig draga sig í hlé. Tapið á fyrra helmingi ársins er það mesta í 75 ára sögu Fokkers og þurrkaði út allt eig- ið fé fyrirtækisins. Það hefur átt mikinn þátt í erfiðleikum Fokkers, sem framleiðir um 40 meðaldrægar flugvélar árlega, að viðskiptavin- irnir vilja æ oftar leigja vélarnar í stað þess að kaupa. Eru margir þessara viðskiptavina að stíga sín fyrstu skref í flugrekstri á misgóð- um grundvelli og fari illa, þá situr Fokker uppi með flugvélarnar. Komi hollenska ríkið til hjálpar Fokker er búist við, að það setji það sem skilyrði, að störf- in verði um kyrrt í Hollandi. Dagana 8.-15. september færöu 10.000 kr. afslatt af listaverði a öllum GSM-simtækjum a næsta sölustaö Posts og sima. I tilefni keppninnar veröur nyja þjonustumiðstööin i Kirkjustræti opin sunnudaginn 10. september milli kl. 13 og 18. Sölutk'iU \nnula 2~. simi • Si'VlikloiU Kringlunni. siini op'M Þjónustumiösiöö i Kirkjustr.eíi. stmi 550 og a póst-og siinasuiövum utn land alli. POSTUR OG SIMI Flare er nýjastl GSM-slminn frá Motorola. Hann vegur aðelns 212 gr og þú getur vallð um 3 lltl. íslenskar leiðbelnlnear fylgja. Léttasti GSM-slminn frá Motorola vegur aðeins 170 gr Hcegt er að stilla á titrara i stað hringingar. Símanum fylgir fullkomið hleðslutœki, tvœr rafhlöður og íslenskar leiðbeiningar. CHSEEHii) Frá Bang Ct Olufsen. Vegur aðeins 225 gr. Sfminn er einfaldur I notkun og með 10 númera endurvalsminni. Hleðslutœki fyrir rafhlöður og íslenskar leiðbemmgar fylgja. ICBB3S9I Vegur aðeins 225 gr. Síminn er einfaldur í notkun og með 10 númera endurvalsminni. Hleðslutœki fyrir rafhlöðúr og islenskar leiðbeiningar fylgja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.