Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTIÍDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AGUST SIGURÐUR GUÐJÓNSSON ELÍSABET ÞORBJÖRNSDÓTTIR + ÁgTÚst Signrð- ur Guðjónsson var fæddur 28. ágúst 1912 í Mel- koti í Leirársveit. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 3. september síðastliðinn. Elísa- bet Þorbjörnsdótt- ir var fædd í Bakkakoti í Skorradal. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 1. sept- ember síðastlið- inn. Utför þeirra fer fram frá Akranesi í dag og hefst athöfn- in kl. 14. ELSKU amma og afi. Um leið og ég kveð ykkur, lang- ar mig til að þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Stundimar voru margar og minn- ingarnar eru ljúfar. Elsku amma, þú varst alltaf heima og hafðir alltaf tíma, þú hjálpaðir mér að læra og kenndir mér að pijóna, þú huggaðir mig ef ég var leið og hjá ykkur var alltaf ró og friður. Og þú, elsku afi minn, gast spil- að við mig tímunum saman og leyfðir mér að fara með þér að veiða. Og þegar ég var orðin full- orðin og búin að eignast eigin fjöl- skyldu, komum við öll til ykkar, úr ys og þys borgarinnar, til að hvílast því hjá ykkur var alltaf gott að vera. Ég kveð ykkur með söknuði en er jafnframt þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem ég mun geyma í hjarta mínu. Ykkar’ * BIRGIRISFELD KARLSSON + Birgir ísfeld Karlsson, lekt- or í rússnesku við háskól- ann í Árósum, fæddist í Reykja- vík 28. apríl 1937. Hann lést í Árósum 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Karl ís- feld, rithöfundur, og Þórheiður Sigþórsdóttir. Birgir átti tvær hálfsystur sammæðra, Berg- þóru og Júlíönu Gottskálksdæt- ur, og tvo bræður samfeðra, Eirík og Sigurð Karlssyni. Eft- irlifandi eiginkona Birgis er Larissa Karlsson, hún er rúss- nesk og býr í Árósum. Birgir ^ og Larissa áttu tvö böm, Erik Ivan Karlsson, hann er búsettur í Kaupmannahöfn, og Kötju Karlsson, sem býr í Arósum. Birgir fór til náms í Rússlandi 1958 og nam rússnesku við Moskvuháskóla. Hann hóf störf við Háskólann í Árósum árið 1964 og starfaði þar til dauða- dags. SUNNUDAGINN 16. júlí sl. lést Birgir Isfeld Karlsson, lektor í rúss- nesku við háskólann í Árósum, að- eins 58 ára að aldri. í nærfellt tvö ár hafði blóðskiljan komið í stað ónýtra nýma, en þar kom að hjartað þoldi ekki álagið. Ég hitti Birgi aðeins einu sinni. Þá var hann á leið til Moskvu að lokinni sumardvöl á íslandi. Fyrir tæpu ári talaði ég við hann í síma. Erindið var að fala af honum byrj- endabók í rússesku sem vitað var að hann hafði í smíðum. En hann taldi ekki nægilega reynslu komna á verkið. Birgir var natinn í fræðun- um. Þetta urðu okkar síðustu viðskipti. Birgir nam rússnesku við Moskvu- háskóla. Kunnur sovéskur málvís- indamaður tjáði mér að persónulega þekkti hann engan útlending sem hefði jafn mikið vald á rússneskri tungu og Birgir. Eg hef kynnst mörgum sem num- ið hafa rússnesku í Árósum. Birgir virtist vera eins konar goðsögn í þeirra hópi, og ber þeim öllum sam- an um það að hann hafí verið nán- ast töframaður í kennslu. Þetta rím- ar við minningarorð forstöðumanns Slavnesku deildarinnar í Árósum, Thomasar Petersens, í Politiken 23. júlí sl. Þar segir hann um Birgi: „Hans fine fomemmelse for sprog- ets semantik, hans teoretiske og praktiske ballast og hans fænomena- le interesse for at sammenligne sprogene gjörde ham pá Slavisk Institut til en selvskreven lærer í de viktigste praktisk-sproglige discipliner...“ Mér er kunnugt um að auk venju- legrar kennslu bauð Birgir þeim sem reyndist námið erfitt upp á auka- tíma, eins konar „hjálp í viðlögum". Jafnvel eftir að sjúkleiki hans var kominn í algleyming hélt hann áfram að kenna fleiri tíma á viku en flestir í hans stöðu hefðu tekið í mál. Birgir hafði sig ógjarna í frammi - hann setti ljós sitt undir hið marg- umrædda mæliker. En það er vel bjart í því mælikeri. Helgi Haraldsson, Óslóarháskóla. * + Ástkaer eiginkona mín, ÞÓRA ALDÍS HJELM, Garðavegi 6, Keflavík, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn 9. september kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinbjörn Eiríksson. MINNINGAR + Sigurbjörg Jóns- dóttir andaðist 1. september sl. á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Hún fæddist á Litlu- Háeyri á Eyrar- bakka 3. ágúst 1903. Voru foreldrar hennar, sem lengst af bjuggu á Gamla- Hrauni, Jón Guð- mundsson formaður, fæddur 17. septem- ber 1856, dáinn 8. september 1941, og kona hans Ingibjörg G. Jónsdóttir, fædd 1. september 1867, dáin 2. apríl 1937. Þau eignuðust 17 börn, sem búin voru góðu líkamlegu og andlegu atgervi, og er það frásagnar- vert, að þau komust öll upp og flest þeirra urðu háöldruð, og voru æskuár þeirra þó tími mik- ils barnadauða og berkladauða. Nú er aðeins eitt þeirra mörgu systkina á Iífi og var þeirra yngst, Anna Katrín, fædd 1912, húsmóðir í Reykjavík. Sigur- björg giftist 17. október 1925 SIGURBJÖRG, föðursystir mín, hefur fengið hvíldina eftir langa og annasama ævi. Henni á ég margt að þakka, og þegar leiðir skilur vil ég kveðja hana með nokkrum orð- um. Foreldrar hennar á Gamla- Hrauni voru eigi efnum búin og ekki bætti um að hlaða niður ómegð. Því var það að fáein barn- anna ólust upp í senn í foreldrahús- um, en öðrum var komið fyrir á ýmsum bæjum á Suðurlandi, sum þá kornung, önnur farin að stálp- ast. Fyrir vikið kynntust mörg systkinanna ekki eða sáust fyrr en eftir ár og áratugi. Sigurbjörg var ellefta í röð systkina sinna, en á fyrsta ári var henni komið fyrir í fóstur hjá Jónínu Torfadóttur og Guðmundi Steinssyni, er bjuggu í Steinsbæ á Eyrarbakka og var það + Jónas Pálsson sjómaður var fæddur á Raufar- höfn 12. nóvember 1947. Hann lést 13. júlí síðastliðinn og fór útförin fram 20. júlí. ÞEGAR svo margs er að minnast og svo mörgu að segja frá vefst tunga um tönn og stílvopnið verður stirt í hendi. Við erum ekki enn búnir að átta okkur á því, að hann Jónas birtist ekki allt í einu inn á eldhúsgólfi snemma morguns og minni okkur á það sem við áttum að gera í gær en ætluðum að gera á morgun. Hann vildi láta hlutina ganga, hann Jónas, það var ekki hans hátt- Bernharði Helga- syni verkamanni frá Hólum í Eyja- firði, fæddur 24. september 1896, dáinn 9. maí 1970. Börn þeirra þrjú eru: 1) Anton Helgi, f. 15. september 1926, kona hans er Katrín Þorvalds- dóttir. 2) Guðrún Dóra, f. 8. júní 1928, og 3) Jón Guðmund- ur, f. 21. september 1930, hann var tví- kvæntur, fyrri kona hans var Bryndís Stefánsdóttir, þau skildu, en síðari kona hans var Steinunn S. Valdemarsdótt- ir, d. 8. desember 1985. Auk þess ólst upp hjá þeim Sigur- björgu og Bernharði systurdótt- ir hans frá unga aldri, Helga Sigurbjörnsdóttir, f. 22. nóvem- ber 1929, d. 22. mars 1991. Af- komendur þeirra hjóna eru tveir tugir. Utför Sigurbjargar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. vegna veikinda heima á Gamla- Hrauni. Hún minntist ævinlega með þakklátum huga fósturforeldranna í Steinsbæ og fóstursystur sinnar, Þórunnar Guðmundsdóttur. Sigurbjörgu var vinnusemi í blóð borin, enda vandist hún ung á að hafa eitthvað fyrir stafni, eins og þá var alsiða. Þegar hún hafði ald- ur til gerðist hún meðal annars stofustúlka í Húsinu á Eyrarbakka og kaupakona á stórbúinu í Kaldað- arnesi, en mestu réð um lífsgang hennar er hún hélt til Vestmanna- eyja. Þar kynntist hún ungum myndarlegum manni, eyfírskum, sem var á vertíð. Hann hét Bern- harð Helgason og felldu þau skjótt hugi saman. Þá urðu þau straum- hvörf í lífi Sigurbjargar að hún fluttist norður til Akureyrar og ur að fresta hlutunum. Það er ekki nema tæpt ár síðan við stofnuðum félagið Neshesta í þeim tilgangi að koma okkur upp hesthúsi og tilheyrandi aðstöðu til hestaiðkunar. Við fengum aðstöðu í Hö- skuldamesi og innrétt- uðum þar hlöðu og út- bjuggum hana sem 22 hesta hesthús. Tíminn var naumur fyrir veturinn því allt var svo að segja sprottið upp af engu. Að mörgu var að hyggja, afla fóð- urs, girða haga, reisa gerði og að þessu öllu saman komu margir ólík- ir menn. Þetta var mikil breyting fyrir okkur að hafa fengið aðstöðu til þess að stunda okkar aðaláhuga- mál, en Jónas og Hlynur, mágur reistu þau Bernharð ásamt bróður hans og systur hús að Krabbastíg 1. Á Akureyri stóð heimili hennar síðan í nær sjö áratugi. Þar kom ég 15 ára gömul í fyrsta sinn eða fyrir 50 ámm, og allar götur síðan hefur verið mikill samgangur milli fjölskyldna okkar. Þau hjón voru ákaflega gestrisin og voru þeir ófá- ir, sem hennar nutu. Sigurbjörg vann löngum utan heimilis, en oft var þröngt um vinnu fyrir stríð. í kreppunni miklu á fjórða áratugnum áttu konur auð- veldara með að útvega sér vinnu á vetrum en karlar og gengu margir þeirra þá atvinnulausir. Þá höfðu hjónin verkaskipti, Benni sá um eldhússtörfín, en Sigurbjörg gekk að launastörfum, hreingerningum, pylsugerð og öðru því sem til féll. Með dugnaði sínum og samhug komust þau frá fátækt til bjarg- álna. Síðustu starfsár sín unnu þau hjón í ullarverksmiðju Gefjunar, en missir hennar var mikill, þegar bóndi hennar lést 1970. Sigurbjörg og Dóra, dóttir hennar, héldu heim- ili saman, fyrst á Krabbastíg 1, en síðan í Lyngholti 14. Fram um ní- rætt var Sigurbjörg aldrei iðjulaus, hún var mikilvirk í allri handa- vinnu, heklaði og saumaði af mik- illi list, en að því kom að ellihrum- leiki sótti að henni og var þá ekki meiru i verk komið. Þijú síðustu misserin bjó hún í Hlíð og hlaut þar góða umönnun. • Síðustu tvo áratugina höfum við hjónin dvalist með þeim mæðgum, Sigurbjörgu og Dóru, árlega í or- lofsbústöðum, þar sem við höfum hugað að beijum, tekið í spil og rætt um dag og veg. Kynni okkar hafa því verið náin, en ástúð þeirra mæðgna og hógværð Sigurbjargar í öllum orðum sem gjörðum stendur okkur ævinlega í minni. Að fyrra bragði vakti hún aldrei máls á lið- inni tíð, en væri hún innt eftir ein- hveiju var henni greiðugt um svör, sagði skýrt og skipulega frá og minnið var afbragðsgott. Við Baldur sendum venslafólki hennar öllu innilegar samúðar- kveðjur og þökkum mikilli merkis- konu langa og ánægjulega sam- fylgd. Þóra Guðnadóttir. hans, höfðu verið með hesta í nokk- uð mörg ár í gömlu húsi niðri i Gamla Vogi svo að breytingin var einnig mikil fyrir þá. Það varð okkur til happs að velja hann Jónas til forystu í okkar fé- lagsskap og var hann ótrauður í að betrumbæta og laga allt fram á síasta dag. Við minnumst margra ánægju- stunda við þessi verkefni og ekki síst í kringum hestana okkar, þar sem við nutum reynslu og leiðsagn- ar Jónasar, enda var þá oft glens og gaman því Jónas var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var. Við höfum verið mislengi með Jónasi í hestamennsku, allt frá einu ári og upp í mörg ár, en allir minn- umst við góðs drengs sem aldrei varð ráðafátt og þekkti ekki orðið að gefast upp; það skyldi finnast leið. Við viljum þakka Jónasi fyrir samveruna, og sendum eiginkonu, fjölskyldu og vandamönnum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Víst brotnar eikin sem önnur tré jw oft verði bresturinn meiri. Eg bið þann sem lífsandann lét mér í té að lina okkar sorgir og með okkur sé, í ljósinu orð vor hann heyri. Félagar í Neshestum. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN EIRÍKSDÓTTIR, Votumýri, Skeióahreppi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 6. september. Eirikur Guðnason, Hallbera Eiríksdóttir, Búi Steinn Jóhannsson, Guðni Eiríksson, Helga Ásgeirsdóttir, Tryggvi Eiríksson, Ágústa Tómasdóttir. SIG URBJÖRG JÓNSDÓTTIR JÓNAS PÁLSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.