Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK './53* Ök á þrjá vegavinnu- menn ÞRIR menn, sem unnu við mal- bikun á Reykjanesbraut, slösuð- ust í gærkvöldi þegar bifreið var ekið á þá. Meiðsli þeirra eru þó ekki alvarleg, að sögn lög- reglunnar í Keflavík. Mennirnir voru að malbika á Reykjanesbraut við fyrirtækið Ramma, þegar bifreið var ekið í gegnum hindranir sem settar höfðu verið upp á veginum og á þá. Ökumaðurinn gaf þá skýr- ingu að hann hefði blindast af sólinni, en að sögn lögreglu er hann einnig grunaður um ölvun. Mennirnir þrír voru fluttir á sjúkrahús. Einn þeirra reyndist brákaður á ökkla, annar fingur- brotinn og allir voru þeir marð- ir og skrámaðir. Vísindamenn gera nákvæmar mælingar með aðstoð gervihnatta ^ Landbreytingar á Islandi rannsakaðar NÆSTU þijú ár munu vísindamenn frá ijórum löndum í Evrópu taka þátt í umfangsmiklu rann- sóknarverkefni sem lýtur að því að fylgjast með breytingum á landslagi á Suðurlandi. Dr. Ulrich Munzer, jarðfræðingur við Háskól- ann í Munchen, sem stýrir verkefninu, segir að ísland sé einstaklega áhugavert rannsóknarsvæði því nánast hvergi í heiminum ættu sér stað eins miklar náttúrulegar breytingar á landi. Aðeins 2,5 cm frávik Við rannsóknirnar er beitt nýrri tækni sem gerir vísindamönnum kleift að gera nákvæmari mælingar á öllum breytingum sem verða á lands- lagi. Nákvæmnin er það mikil að ekki skeikar nema innan við 2,5 sentimetrum. Notaðir eru tveir gervihnettir við rannsóknirnar, ERS-1 og ERS-2, en þeir senda radargeisla til jarðar og með þeim eru búnar til myndir. Geislarnir fara í gegnum ský og þess vegna er hægt að fá mynd- ir af jörðinni óháð skýjafari. Munzer sagði að íslenskt landslag tæki stöð- ugum breytingum. Jöklar væru að skríða fram, hopa og hækka og lækka. Eldvirkni á íslandi gerði það að verkum að mikið væri um jarðsig og landris og ár og vatnsföll tækju stöðugum breytingum. Allt þetta gerði ísland að einstaklega áhugaverðu rannsóknarsvæði. A milli 15 og 20 vísindamenn í Þýskalandi, íslandi, Póllandi og Bandaríkjunum taka þátt í rannsóknunum. Rannsakaðar verða breytingar á jöklum, jökuljaðrar verða skoðaðir sérstaklega og allt sem lýtur að jökulhlaupum. Gerðar verða mælingar á jarðsigi og landrisi og sérstök áhersla lögð á að fylgjast með eldvirkni í Heklu, Kötlu og Grímsvötnum. Loks verða svo allar breytingar á farvegi vatnsfalla skoðaðar. ■ ísland einstaklega/26 Svíar vilja smíða skó á Akureyri SÆNSKA fyrirtækið Gapap co. vill starfrækja skóverksmiðju á Akur- eyri, sem veitt gæti 30-40 manns atvinnu. Guðjón Hilmarsson, talsmaður fyrirtækisins, segir að fyrirtækið bíði nú svara bæjaryfirvalda um hvort það fái fyrirgreiðslu, s.s. aðstoð í bankaviðskiptum. ■ Verksmiðjan/12 -----4 » «----- Réttir að hefjast FYRSTU réttir á þessu hausti hefj- ast um helgina. Á morgun, laugardag, verður rétt- að í Hrútatungurétt í Hrútafírði, Auðkúlurétt í Svínavatnshreppi, Mið- fjarðarrétt í Miðfirði og Skarðarétt í Gönguskörðum. Um fímmtíu réttir verða um land allt, ef aðeins þær helstu eru taldar, auk um tugar stóðrétta. ■ Fyrstu réttir/10 „Bakkaði á fullu en of seint“ Morgunblaðið. Ólafsvík. DRAGNÓTARBÁTURINN Auðbjörg IISH kom með óvenjulegan feng að landi í Ólafsvík í gær, er hann kom með trilluna Björn Kristjóns- son SH í togi. Áuðbjörgin hafði verið að kasta nótinni er Björn, sem var á landleið, festist í belg hennar. „Ég var á heimleið á 25 mílna siglingu í góðu veðri og tók hreinlega ekki eftir nót- inni fyrr en of seint. Ég brást við með því að bakka bátnum á fullu en það var of seint,“ segir Jóhann Steinsson eig- andi og skipstjóri Björns Kris- Ijónssonar, sem er 2-3 tonna Sómabátur. Gerist iðulega Steinþór Guðlaugsson skip- stjóri á Auðbjörgu II, sem er 70 tonn að stærð, kveðst ekki telja þetta atvik mjög frétt- næmt og iðulega gerist að smábátar festist í nótum skipa. „Ég dró bara nótina að skipinu, dró síðan bátinn í land og hífði hann upp að aft- an til að hægt væri að losa úr Birni. Þetta var sáraeinfalt og ég fór strax út aftur,“ seg- ir Steinþór. Jóhann Steinsson brá sér í flotbúning og var myndin tek- in þegar hann var að ná drag- nótarpokanum úr skrúfu trill- unnar, sem gekk greiðlega. Engar skemmdir hlutust af þessum óförum, hvorki á skrúfubúnaði Björns né á dragnótarbelgnum. Má því segja að betur hafi farið en á horfðist. Reykjavík-Keflavík Hagkvæmni hrað- lestar könnuð NÝSKÖPUNARSJÓÐUR hefur styrkt fjóra verkfræðinema við Háskóla íslands til að reikna út hagkvæmni þess að reka farþega- lest milli Reykjavíkur og Keflavík- urflugvallar. Daglega fara um fimm þúsund bílar og rútur á milli Reykjavíkur og Keflavíkur og hefur farþega- fjöldinn verið áætlaður um 15 þúsund manns. Hugmyndin um rekstur lestar á þessari leið hefur verið rædd áður, en nú er í fyrsta skipti verið að reikna út arðsemi slíks rekstrar. Að sögn verkfræðinemanna fjögurra þarf lestin að vera hrað- skreið, ekki lengur en 20 mínútur á leiðinni. Brautin þyrfti að vera tvöföld og best að önnur stöðin væri við Keflavíkurflugvöll og hin við Mjóddina í Reykjavík. Ekki reiknað með hagnaði Ekki er áætlað að hagnaður verði af fyrirtækinu, en heildar- áhrifin yrðu að sögn verkfræði- nemanna jákvæð. Þar nefna þeir t.d. gjaldeyrissparnað þar sem lestin yrði knúin rafmagni auk þéss sem kostnaður við breikkun Reykjanesbrautar myndi sparast. Hann er talinn munu nema 50 milljónum á hvern kílómetra. ■ Hraðlestin/B8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.