Morgunblaðið - 24.09.1995, Side 6

Morgunblaðið - 24.09.1995, Side 6
6 SUNNUDAGUR 24. SEFfEMBER 1995 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ MONA eða Magga? hafa sænskir fjölmiðlar spurt undanfarna viku. Hvort á Mona Sahlin, jafnréttis- og aðstoðarfor- sætisráðherra, eða Margareta Winberg, landbúnaðarráðherra, að leiða Jafnaðarmannaflokkinn og Svía til nýrrar aldar og nýrra tíma? Eða koma fleiri til greina? Við erum í fandinu, sem sam- kvæmt skýrslu Sameinuðu þjóð- anna á heimsmet í jafnrétti. Það hefur lengi legið í loftinu að næsti formaður ætti helst að vera kona, og að mati flokksforystunnar gjarnan Mona Sahlin, til að ná betur til kvenkyns kjósenda, sem annars hafa tilhneigingu til að leita á önnur flokksmið. Stöllurnar Mona og Magga eru reyndar báð- ar jafnaðarmenn, en ganga þar ekki sömu erinda. Mona Sahlin er holdtekja markaðshyggju- og Evrópusinna flokksins, sem kjós- endur lýstu frati á í Evrópuþings- kosningunum um síðustu helgi. Margareta Winberg var gegn ESB-aðild, þó hún segi úrsögn Svía ekki raunhæfan möguleika, og nýtur stuðnings „Hreyfingar- innar“, sem er gælunafn Svía á verkalýðshreyfingunni. Nýir tímar inn um bakdyrnar Evrópusambandsaðildin kom inn um bakdyrnar í flokksforystu jafnaðarmanna. Upp úr þurru lagði flokkurinn til á þingi í des- ember 1990 að Svíþjóð gerðist aðili að ESB. Nokkrum mánuðum síðar lagði Ingvar Carlsson, þá- verandi forsætisráðherram, inn aðildarumsókn. Aldrei var útskýrt hvort og hvernig hlutleysisstefna Svía ætti að falla að ESB-aðild. Eftir millispil hægristjómar kom aftur að Ingvari Carlsson að sann- færa Svía um ágæti aðildar og það tókst fyrir tæpu ári. Síðan hafa skoðanakannanir sýnt að stuðningurinn hefur snarminnk- að. Hinn jákvæði meirihluti hefur samkvæmt skoðanakönnunum breyst í minnihluta. Svíar virðast spyrða stórfelldan niðurskurð íjárlaga undanfarið saman við aðlögun að ESB. Þeir sjá hana ekki sem nauðsynlega kúvendingu eftir áratuga sívax- andi ríkisforsjá, sem saug til sín vinnuafl, sem síminnkandi og að- krepptur einkageirinn réði ekki lengur við að hafa í vinnu. I kosningunum fyrir ári, þegar ískaldur raunveruleikinn var kom- inn í Ijós, sannfærðu jafnaðar- menn kjósendur um að sem bygg- ingarmeistarar velferðarkerfisins væru þeir best til þess fallnir að leiða nýskipan velferðarkerfisins. A það féllust kjósendur, vísast í von um að flokkurinn gæti aftur orðið „flokkur hinna góðu gjafa“, eins og hann kallaði sig á velmekt- ardögum sínum. En velmektar- dagarnir eru liðnir og niðurskurð- urinn blasti við. Og ESB er nefnt í öðru hveiju orði. í Evrópuþingskosningunum var kjósendum mikið niðri fyrir. Ann- ars vegar með að kjósa ekki og sýna þar með áhugaleysi og van- trú á Evrópuverkefni stjórnmála- mannanna. Hins vegar með að kjósa og þá ekki jafnaðarmenn, sem fengú verstu útkomu síðan 1911, heldur Vinstriflokkinn og Umhverfisflokkinn, sem saman- lagt fengu þriðjung atkvæða og eru gegn ESB. Kvenfólk og ungt fólk markhópur jafnaðarmanna Þó bæði kosningaþátttakan og útreið jafnaðarmanna væri mun hrikalegri en skoðanakannanir sáu fyrir, sá Ingvar Carlsso’n hvert stefndi. Afsögn sína tilkynnti hann 18. ágúst, enda alltaf legið í loftinu að hann ætlaði ekki að kemba hærumar í embætti. Metn- aður hans var aldrei að vera flokksformaður og forsætisráð- herra, þó morðið á Olof Palme skolaði honum í stólinn. Undanfarin fimm ár hefur Carlsson dyggilega haldið Monu Kosningauppgjör o g formannskjör sænskra jafnaðarmanna MONA Sahlin er holdtekja markaðshyggju- og Evrópu- sinna sænska Jafnaðar- mannaflokksins. Reuter INGVAR Carlsson og Margareta Winberg landúnaðarráðherra voru á öndverðum meiði um aðild að Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðið í fyrra. Sahlin eða Winberg í stól Carlssons? Leiðtogavandi sænskra jafnaðarmanna virtist leystur, þegar Mona Sahlin til- kynnti að hún gæfí kost á sér í sæti flokks- formanns og forsætisráðherra við form- annskjörið í mars. Sigrún Davíðsdóttir segir verkalýðshreyfínguna syngja óánægjusöng og það geri kjósendur einnig sem eigi erfitt með að sætta sig við niður- skurð eftir að vera aldir upp undir verndar- væng „flokks hinna góðu gjafa.“ Sahlin á lofti og gefið henni gott tækifæri til að stunda nám í flokksformennsku og forsætisráð- herrastarfinu, nú síðast sem vara- forsætisráðherra. Þau voru tví- eykið í fararbroddi þingkosninga- baráttunnar og í þjóðaratkvæða- greiðslunni skömmu síðar. Frá því Ingvar Carlsson til- kynnti afsögn sína hafa því augu allra hvílt á Monu Sahlin, um Ieið og skyggnst var eftir fleiri mögu- legum frambjóðendum. Hinn at- kvæðamikli Göran Persson fjár- málaráðherra aftók strax fram- boð, Margareta Winberg neitaði hikandi. Jan Nygren samræming- arráðherra virtist líklegt efni, þar til hann tilkynnti í vikunni að kvenfólkið og unga fólkið virtist styðja Sahlin. Þar væri vaxtar- broddur flokksins og því styddi hann ejnnig Sahlin. Samdægurs tilkynnti Sahlin að hún tæki áskorun. En kosningaútreið Jafnaðar- mannaflokksins gaf tilefni til sjálfskönnunar innan fiokksins. Spurningin er hvort Mona Sahlin er ekki einmitt holdtekja þeirrar stefnu, sem kjósendur höfðu lýst frati og vanþóknun á í kosningun- um á sunnudaginn. Ýmsir frammámenn innan Hreyfingar- innar lýstu vantrú á Sahlin og trú á Winberg. Tólf þingmenn skor- uðu á Winberg að bjóða sig fram. Eiga hinir minni máttar að vera í aðal- eða aukasetningu? Margareta Winberg er barna- kennari, fædd 1947 og hefur starfað innan flokksins og Hreyf- ingarinnar, mest að landbúnaðar- og jafnréttismálum. Hún var eld- heitur ESB-andstæðingur í klofn- um flokknum og ein þriggja and- stæðinga, sem Carlsson skipaði ráðherra. Sem landbúnaðarráð- herra hefur hún getið sér gott orð, ekki síst fyrir að sinna vel ESB-tengslunum. Stuðningur við Winberg er ekki aðeins bundinn ESB-afstöðunni, heldur nýtur hún góðs af kraum- andi óánægju innan flokksins, ekki síst Hreyfingarinnar, með niðurskurð og hægristefnu, þar sem lögmál markaðarins eru nefnd í aðalsetningu, en þarfir þeirra sem minna mega sín, eru orðnar að aukasetningu. Sam- vinna minnihlutastjórnar Carls- sons undanfarið við Miðflokkinn, sem ýmist starfar með hægri- flokkunum eða jafnaðarmönnum, hefur einnig vakið tortryggni um hægrisveiflu, sem birtist í lækkun atvinnuleysisbóta og annarra fé- lagslegra greiðslna. Flokksmenn horfa til Winberg sem fulltrúa gallharðrar og ómengaðrar jafn- aðarstefnu. Samkvæmt skoðana- könnunum eiga þær Sahlin og Winberg nokkurn veginn jafn miklu fylgi 'að fagna meðal landa sinna. Winberg hefur hikað við að til- kynna framboð. Spurningin er hvort hún ætli ekki að nota stuðn- ingin við sig til að styrkja vinstri- stefnu flokksins. Hún hefur sagt að úrsögn úr ESB sé ekki á dag- skrá, en hefur hug á að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu ríkjaráðstefnu ESB 1996 og um aðild að evrópska myntsambandinu. Og þeir sem þekkja hana velkjast ekki í vafa um að hún hyggist einnig nota stuðninginn til að styrkja eigin aðstöðu innan flokksins, þar sem hún hefur verið utan kjarnahóps- ins í kringum Sahlin og Persson og aðra markaðssinnaða jafnaðar- menn. Þó stuðningurinn við hana virð- ist vella upp meðal hinna óánægðu er vafasamt að hann muni duga henni til að bjóða flokksforystunni byrginn. Ef hún færi fram og tápaði yrðu áhrif hennar lítil og framaferill hennar tæki stefnuna niður á við. Hún virðist því fyrst og fremst spila djarft til að örva andstöðuna við stefnu flokksfor- ystunnar og þvinga hana þar með til að hlusta á óánægjuraddirnar. Kjósendur nútímans eru rás- andi læmingjar, ekki staðfastir flokksdátar. Sem stendur er best boðið á vinstrivængnum. Og þó sumir segi þau boð ábyrgðarlaust lýðsskrum hljóma þau vel í eyrum Svía, sem eiga erfitt með að sætta sig við að dagar hins gjafmilda jafnaðarmannaríkisvalds skuli vera á enda. Þetta er raunveru- leikinn, sem nýi fiokksformaður- inn þarf að takast á við, hvort sem hann heitir Mona, Magga eða eitt- hvað allt annað. 24 létu lífið í Alaska Fyrsta AWACS- vélin sem ferst Anchorage, Alaska. Reuter. RANNSÓKNARMENN könnuðu í gær brak úr AWACS-ratsjárflug- vél bandaríska flughersins sem hrapaði alelda skömmu eftir flug- tak frá Elmendorf-flugstöðinni í grennd við Anchorage í Alaska á föstudag. 24 voru um borð og fór- ust allir. Þetta er í fyrsta sinn sem slík vél hrapar frá því að byijað var að nota,þær árið 1977. Vélar af þessari gerð eru búnar afar fullkomnum hátæknibúnaði, geta fylgst með allri flugumferð á stóru svæði og eru eitt mikilvæg- asta tækið í vörnum Bandaríkj- anna. Þær eru af gerðinni Boeing 707, fjögurra hreyfla og auðþekkt- ar á ratsjánni sem er ofan á búkn- um. Veður var gott og er ekki talið geta hafa valdið slysinu. Að sögn sjónarvottar kviknaði í einum hreyfli vélarinnar en talsmaður flugstöðvarinnar sagði of snemmt að slá nokkru föstu um orsök slyssins. Svarti kassinn svonefndi, þar sem er að finna segulbands- upptökur af öllum tjáskiptum áhafnarinnar í fluginu, hefði ekki enn fundist. 56 tonn af eldsneyti Vélin hrapaði í um þriggja kíló- metra fjarlægð frá flugvellinum á skógi vöxnu svæði. Um 56 tonn af eldsneyti voru í geymum henn- ar og varð gífurleg sprenging á staðnum, þykkir reykjarbólstrar stigu upp og sáust í allt að 50 km fjarlægð. Er sagt að reykurinn hafi minnt á gorkúluský eftir kjarnorkusprengju. Björgunarmenn áttu í miklum erfiðleikum með að komast á stað- inn vegna staðhátta og urðu að bijóta sér leið með jarðýtu. Þeir fundu 22 lík, var talið fullvíst að þeir tveir sem ekki höfðu fundist væru einnig látnir. Tveir úr áhöfn- inni voru Kanadamenn, hinir bandarískir. ------♦ ♦ ♦----- Glaumur og gleði í Shizu Peking. Reuter. OPINBERIR embættismenn í Kína eru svo gjarnir á að lifa í glaumi og gleði á kostnað almenn- ings, að í einni fátækustu sýslu landsins, þar sem ekki er að finna eitt einasta iðnfyrirtæki, eru 10 danshús fyrir hina fótfimu skrif- finna. Kom þetta fram í Dagblaði verkamanna í gær. Shizu-sýsla í Sichuan-héraði er ein sú snauðasta í Kína og íbúarn- ir eiga í miklum erfiðleikum að brauðfæða sig af frumstæðum landbúnaði. Þar er enginn atvinnu- rekstur, ef undan eru skilin dans- húsin eða karaoke-staðirnir, sem embættismannaskarinn heldur uppi. . Blaðið nefndi ýmis fleiri dæmi um spillingu í Sichuan, sagði með- al annars frá háttsettum emb- ættismanni, sem farið hefði með milljónir króna af opinberu fé i hjákonu sína. Jiang Zemin, formaður kín- verska kommúnistaflokksins, hef- ur kallað spillinguna veiru, sem drepið geti flokkinn, og hefur fyr- irskipað herferð á hendur þeim, sem misnota völdin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.