Morgunblaðið - 24.09.1995, Síða 12

Morgunblaðið - 24.09.1995, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Óhugnanlegt morðmál í Kanada PAUL Bemardo var nýlega fundinn sekur um morð á tveimur unglingsstúlkum, sem hann hafði áður nauðg- að og haldið föngnum á heimili sínu í St. Catherines í Ont- ario. Hann er einnig sekur um manndráp á yngri systur konu sinn- ar. Að auki er hann sekur um hátt í þrjátíu nauðganir í St. Catherines og Searborough. Réttarhöldin yfir Paul Bernardo hafa vakið mikla Óhugnanlegt morðmál í Kanada hefar vakið upp miklar umræður um réttmæti þess að gert sé samkomulag um mildarí refsingu við ákærða í þeirri von að hið sanna komi í ljós. Salvör Nordal segir frá þessu máli og efasemdunum sem kviknað hafa í Kanada. MORÐINGJARNIR virtust viðfelldin, venjuleg hjón. athygli og óhug hér í Kanada. Eitt aðalvitnið gegn honum var fyrrum kona hans, Karla Homolka, en hún tók þátt í nauðgununum með hon- um. Sterkustu sönnunargögnin í málinu voru hins vegar myndbönd sem Bernardo hafði tekið af nauðg- unum og misþyrmingum á fórn- arlömbunum. Þrátt fyrir að Paul Bernardo hafi verið fundinn sekur um morð er íjölda spurninga ósvarað. Hver var hlutur Karla Homolka í morðunum? Hvers vegna fann lögreglan ekki myndböndin, sem áttu eftir að verða aðalsönnunargögnin í málinu? Var samningurinn sem ákæruvaldið gerði við Karla Homolka mistök? Hvers vegna rannsakaði lögreglan ekki vísbendingar sem hefðu leitt til handtöku Bernardos miklu fyrr? Þetta eru aðeins nokkrar spurningar sem brenna á kanadísku þjóðinni í tengslum við þetta mál. Mál aldarinnar í Kanada Réttarhöldin yfir Paul Bernardo hafa staðið yfir í sumar og hefur þeim oft verið líkt við mál O.J. Simp- sons, sem mál aldarinnar í Kanada. En meðferð þessara mála hefur um flest verið frábrugðin. Ólikt O.J.- málinu, sem virðist engan endi ætla að taka, stóðu réttarhöldin i Tor- ;onto yfir í um Ijóra mánuði. Þá :hefur frásögn fjölmiðla af þessum tveimur málum verið gjörólík. í Kanada er hvorki leyft að sjónvarpa frá réttarhöldum né taka ljósmynd- ir. Þá fengu fjölmiðlar ekki aðgang að gögn>im, sem ekki voru lögð fyr- ir réttinn, fyrr en dómur hafði verið upp kveðinn. Flestir eru sammála um að umfjöllun kanadískra fjöl- miðla um málið hafi verið smekkleg. Mál Bernardos hefur vakið at- hygli fyrir margra hluta sakir, eink- um aðild konu hans. Karla Homolka tók oft á tíðum þátt í mannránum og nauðgunum eins og myndböndin sýna glöggt. Það er afar fátítt að kynferðisafbrotamenn og fjölda- morðingjar vinni með öðrum, síst af öllum konum. Þetta er því eina málið sinnar tegundar. Fjöldi sál- fræðinga og sérfræðinga í afbrota- fræði, sérstaklega þeirri er snýr að fjöldamorðum, hafa fylgst grannt með réttarhöldunum. Hvernig gat kona tekið þátt í slíku kynferðislegu ofbeldi? Á Homolka jafnmikinn þátt að málinu og Bemardo, eða var hún enn eitt fórnarlamba hans? Fimmtán ára systur Homolka nauðgað Paul Bernardo, sem nú er 32 ára, og Karla Homolka, nú 25 ára, kynntust í Scarborough í Ontario 1987. Samkvæmt framburði Hom- olka virðist samband þeirra strax hafa orðið náið. Fyrstu vikurnar heillaði Bernardo hana með dýrum gjöfum og kvöldverðum á góðum veitingahúsum. En smám saman kom hans rétta innræti í ljós. Hann hafði áhuga á afbrigðilegu kynlífi og vildi hafa mök við aðrar konur með Homolka - og hún lét undan óskum hans. Bernardo lét snemma í ljós áhuga á að hafa mök við yngri systur Homolka, Tammy. Eftir þráfaldar óskir lét Homolka loks undan. 24. desember 1990 dældu þau hjúin lyfjum í yngri systurina. Þegar Tammy var orðin meðvitundarlaus nauðguðu þau henni bæði og tók Bernardo atburðinn upp á mynd- band. Tammy, sem var 15 ára þeg- ar hér var komið sögu, lést þegar hún kafnaði í eigin ælu þegar hún var að ranka við sér. Krufning á Tammy leiddi hins vegar ekki neitt óeðlilegt í ljós. Urskurðurinn var slys. Unglingsstúlkum haldið föngnum á heimilinu Eftir dauða Tammy, færðist Bernardo allur í aukana. í júni 1991 sat Bernardo fyrir unglingsstúlk- unni Leslie Mahaffy. Hann rændi henni og fór með á heimili þeirra hjóna. Þar hélt hann henni í um sólarhring þar sem henni var nauðg- að margsinnis af Bernardo og Hom- olka. Mahaffy lést á heimilinu. Hom- olka heldur því fram að Bernardo hafi drepið hana meðan hún var í vinnunni. Þar sem Bernardo bútaði líkið í sundur áður en hann losaði sig við það var ekki hægt að úr- skurða um dánarorsök. Lík Leslie Mahaffy fannst tveimur vikum síð- ar, sama dag og Bernardo og Hom- olka gengu í heilagt hjónaband með pomp og prakt. í ágúst sama ár réðst Bernardo að stúlku sem gengur undir nafninu Jane Doe, hún komst hins vegar undan við illan leik, og bar vitni í málinu. En ennþá var eitt fórnar- lamb eftir. Bemardo og Homolka rændu Kristen French, 15 ára, þeg- ar hún var á leið heim úr skóla rétt fyrir páska árið 1992. Henni var haldið sem kynlífsfanga á heimili þeirra í næstum þijá sólarhringa. Henni var margsinnis nauðgað og misþyrmt á þeim tíma. Þar sem Homolka og Bernardo ætluðu að njóta páskalambsins með foreldrum Homolka á páskadag þurftu þau að ákveða hvað gera ætti við French. Þau gátu ekki hald- ið henni lengur á heimilinu. Á páska- dagsmorgun var Kristen French myrt. Homolka segir að Bernardo hafi kyrkt hana með rafmagnsvír i svefnherberginu en Bernardo segir að Homolka hafi myrt hana þegar hann skrapp út eftir skyndibita. Líkið skildu þau eftir á heimilinu á meðan þau nutu páskanna með fjöl- skyldu Homolka. Stuttu síðar fannst lík Kristen French þar sem það hafði verið skilið eftir við vegkant. Homolka gerir samning við ákæruvaldið Þegar hér var komið sögu taldi Homolka að hún yrði næsta fórnar- lamb eiginmanns síns. Og 5. janúar 1993 flutti hún frá honum eftir að hann hafði misþyrmt henni illilega. Homolka hafði samband við lögregl- una 9. febrúar og stuttu seinna var Bernardo handtekinn. Auk viðamik- illar lögreglurannsóknar tóku við nokkurra mánaða samningaviðræð- ur við Homolka. Þeim lauk á þann veg að ákæruvaldið samdi við hana um tólf ára fangelsisvist fyrir mann- dráp gegn því að hún bæri vitni gegn fyrrverandi eiginmanni sinum. Á meðan á rannsókn málsins stóð gerði lögreglan mjög nákvæma leit í húsi þeirra hjóna. I sjötíu daga var nánast öllu snúið við, fjalir losaðar frá gólfum og veggjum, og sönnun- argagna aflað. Þrátt fyrir þetta fann lögreglan ekki myndböndin sem Bernardo hafði tekið af misþyrm- ingum á Tammy Homolka, Kristen French og Leslie Mahaffy. Þetta þykir með ólíkindum. Og í skjóli þessa gerði Homolka fyrrnefndan samning. Það er deginum ljósara að hefðu myndböndin fundist hefði þessi samningur aldrei verið gerður og líklega hefði Homolka verið ákærð með Bernardo. Mörgum þyk- ir því Homolka sleppa vel. Myndbönd af misþyrmingnm Myndböndin hafði Bernardo falið í ljósakrónu í baðherberginu. Bern- ardo lét lögmann sinn, Ken Murray, vita af myndböndunum og fjarlægði hann þau úr húsinu eftir að lög- reglurannsókninni lauk. Lögmaður- inn afhenti þau hins vegar ekki fyrr en rúmu ári seinna sem sönnunar- gögn, sama dag og hann óskaði eftir lausn frá málinu. Hann sætir nú rannsókn vegna þessa. Aðeins örfáir hafa séð myndbönd- in en þau sýna hrottalegar misþyrm- ingar á fórnarlömbum Bernardos. Stúlkunum er nauðgað og misþyrmt margsinnis. Þar grátbiðja þær um að lífi þeirra sé þyrmt. Aðstandend- ur fórnarlambanna óskuðu eftir að mynd- böndin yrðu ekki gerð opinber og sýnd við réttarhöldin af tillits- semi við hinar látnu og aðstandendur þeirra. Dómarinn féllst á rök þeirra að hluta, einung- is kviðómendur sáu myndböndin en aðrir í réttarsalnum gátu hlustað á það sem fram fór. í fullum réttarsal sátu, meðal annarra, foreldrar stúlknanna sem heyrðu bænaróp dætra sinna rétt áður en þær voru myrtar. En það er fleira við rannsóknimar sem vekur athygli. Þegar lögreglan rannsakaði fjölda nauðgana sem áttu sér stað í Scar- borough á árunum 1987 - 1990 var Bernardo tekinn til yfirheyrslu og voru tekin af honum DNA-sýni. Sýnin voru tekin um 1990. Þau voru hins vegar ekki rannsökuð fyrr en rúmum tveimur árum síðar - árið 1993. Að auki fékk lögreglan vísbendingar frá nokkrum konum sem höfðu verið lagðar í einelti um það leyti sem French var myrt. Þær gáfu lögreglunni bílnúmer sem reyndist vera af bíl Bernardos, en þessum vísbendingum virðist ekki hafa verið fylgt eftir. Þetta eru sár- ar staðreyndir nú þegar nokkrar unglingsstúlkur liggja í valnum. Hefði verið hægt að stoppa Bern- ardo miklu fyrr? Þáttur Homolka í vitnaleiðslunni kom fram að Homolka var beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi af eiginmanni sín- um. Hún hélt því fram að hún hefði verið kúguð til að taka þátt i mis- þyrmingum og nauðgunum. Hom- oíka segir að eftir dauða Tammy hafi Bernardo hótað að sýna foreldr- um hennar böndin, ef hún gerði ekki það sem hann vildi. Með þessu reyndi Homolka að fá samúð réttar- ins og skýra aðild hennar að mál- inu. Það var líka í þágu ákæruvalds- ins að sýna að Homolka hefði í raun verið fórnarlamb Bernardos. Sú skýring réttlætir þann samning sem gerður var við hana. En mörgum finnst að í þessu máli séu glæpirnir of stórir. Homolka hefði margsinnis getað stoppað Bernardo. En hvernig gat Bernardo náð svona miklum tökum á Homolka? Þessari spurningu er ekki auðvelt að svara. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið kemur í ljós að konur, sem eru með kynferðisleg- um sadistum, eru barnalegar mið- stéttarkonur. Homolka tilheyrir þeim hópi. Henni hefur líka verið lýst á þann veg að athafnir hennar stjórnist meira af þeim sem hún hittir og umgengst-en eigin persónu- leika. Með öðrum orðum, hún er mjög áhrifagjörn. Bernardo notaði Homolka til að hjálpa sér við að tæla til sín ungar stúlkur. Þegar þau stöðvuðu Kristen French fór Homolka út úr bílnum og spurði hana til vegar. Þessi að- ferð dugði vel. Hver hefði trúað að ungt ástfangið par væri að leita að fórnarlambi til að nauðga? Fær Homolka reynslulausn eftir tvö ár? Máli Paul Bernardos er ekki lok- ið. Nú um stundir hugleiða hann og lögfræðingur hans hvort dómn- um um morð skuli áfrýjað. Ef hann áfrýjar ekki ber honum að taka út dóm um lífstíðarfangelsi sem er um 25 ár hér í Kanada. Að auki á hann yfir höfði sér refsingar fyrir meðal annars hátt í 30 nauðganir og manndráp á Tammy Homolka. Það er því ólíklegt að hann losni nokkru sinni úr fangelsi. Homolka hins vegar fékk 12 ára fangelsi fyrir manndráp og á mögu- leika á reynslulausn árið 1997. Samningurinn við Homolka hefur vakið upp mikla reiði almennings hér í Kanada. Þessum samningi er ekki hægt að breyta nema í ljós komi að Homolka hafi sagt ósatt um aðild sína að málinu, að öðrum kosti stendur 12 ára fangelsisdóm- ur. Þótt hún eigi möguleika á reynslulausn er ekki þar með sagt að hún verði veitt. Og reyndar minnka líkumar dag frá degi. Fólki finnst réttlætinu ekki fullnægt með aðeins 12 ára fangavist, hvað þá ef hún fær lausn mörgum árum fyrr. Og meðal annars þess vegna er líklegt að hún afpláni dóminn til fulls. Höfundur stundnr hnskolunáni í Kanada. FÓRNARLÖMBIN: Kristen French (t.v) og Leslie Mahaffy.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.