Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Oljóst með virðisauka- skatt af flotkví AKUREYRARBÆR hefur óskað eft- ir því við fjármálaráðuneytið að það endurskoði afstöðu sína til þess hvernig túlka eigi flotkví í eigu Akur- eyrarhafnar samkvæmt virðisauka- skattslögum. Samkvæmt virðisaukaskattslög- um ber að greiða virðisaukaskatt af öllu því sem flutt er inn til landsins, en ýmsar undanþágur veittar, m.a. vegna skipa- og flugvélakaupa. For- svarsmenn Akureyrarbæjar telja flotkví flokkast undir fljótandi far og því bæri ekki að greiða virðisauka- skatt vegna flotkvíarkaupa hafnar- innar, en í fjármálaráðuneytinu var ekki fallist á þá túlkun. Baldur Dýrfjörð, lögmaður Akur- eyrarbæjar, sagði að þegar þessi túlkun ráðuneytisins hefði legið fyrir fyrr í þessum mánuði hefði verið óskað eftir fresti til að fara nánar yfir málið og á það fallist af hálfu ráðuneytis. í kjölfar misskilnings sem upp kom milli starfsmanna Akureyrarbæjar og fjármálaráðuneytisins um þetta mál nú fyrir helgi stóð til að inn- sigla flotkvína í gærmorgun. Endur- skoði ráðuneytið ekki afstöðu sína í þá veru að um fljótandi far sé að ræða hyggst bærinn vísa málinu til yfirskattanefndar. Barnakór Glerár- kirkju BARNAKÓR hefur undanfarin ár verið starfandi í Glerárkirkju og er kórinn nú að hefja sitt árlega vetr- arstarf. í kórnum hafa verið um þrjátíu böm á aldrinum 10 til 12 ára og hefur hann tekið þátt í ýmsum at- höfnum í kirkjunni, m.a. sungið mánaðarlega í fjölskylduguðsþjón- ustum, tekið þátt í aðventukvöldi og séð um söng við guðsþjónustu á annan dag jóla. Æfingar eru á miðvikudögum kl. 15.30 til 16.30 í Glerárkirkju og eru allir áhugasamir krakkar velkomnir að vera með. -----»-♦.♦----- Kyrrðar- stund í Gler- árkirkju KYRRÐARSTUNDIR verða í Gler- árkirkju í hádeginu á miðvikudög- um í vetur líkt og undanfarna vet- ur. Þær standa frá kt. 12.00 til 13.00. Hver samvera samanstendur af orgelleik, lofgjörð, fyrirbæn og altarissakramenti. Að helgistund lokinni býðst þátttakendum að þiggja léttan málverð á vægu verði. Unnið að þróunaráætlun fyrir Menntaskólann á Akureyri Uttekt á gengi nemenda í skólanum og eftir námslok ÞRÓUNARÁÆTLUN fyrir Menntaskólann á Akureyri verður unnin í vetur, en þar er um að ræða sérstaka áætlun um starf skólans. Verður gerð úttekt á starfi skólans og viðhorfum til hans, gengi nemenda í skólanum og gengi þeirra eftir námslok í skólanum. Fram kom í máli skóiameistara, Tryggva Gíslasonar, við setningu skólans á sunnudag, að síðan verði mörkuð stefna sem skólinn vill fylgja þar sem tekið verður tillit til breyttra viðhorfa og þarfa nemenda sem vilja búa sig undir háskólanám. í áætluninni verður meðal annars fjallað um inntöku nemenda og skólasvæði, námsgreinar og náms- brautir, kennslugögn og kennslu- hætti, námsmat og gæðastjórnun, samstarf og tengsl við aðra skóla, búnað og nýtingu húsnæðis. Um er að ræða margþætt sam- vinnuverkefni sem kennarar skól- ans, nemendur og aðrir starfsmenn taka þátt í auk þess sem leitað verður út fyrir skólann. Skólinn fær styrk menntamálaráðuneytis til verksins. Ráð er fyrir því gert að þessi nýja þróunaráætlun fyrir Menntaskólann á Akureyri taki gildi næsta haust eða um leið og flutt verður í nýtt skólahús og verð- ur áætlunin síðan endurskoðuð í lok hvers skólaárs eftir því sem þurfa þýkir. Alls eru skráðir 606 nemendur við skólann í vetur, heldur fleiri en var á síðasta ári og er hann því fullskipaður í orðsins fyllstu merk- ingu. „Verður að búa við þessi þrengsli enn eitt árið en þá er lokið þrengslasögu Menntaskólans á Ak- ureyri þegar kennsluhúsnæði tvö- faldast,“ sagði Tryggvi. Stúlkur eru um 59% nemenda skólans eða 353 og piltar 248 sem er svipuð skipting og allmörg und- anfarin ár. Akureyringar eru 310 eða um 52% nemenda skólans og utanbæjarmenn eru 296, eða um 48%. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson HÚN var ekki sein á sér, hún Tinna Pétursdóttir, að finna snjóþotuna sína og bruna áff stað niður brekkurnar líkt og margir aðrir krakkar á Akureyri gerðu í gær. Þau fögnuðu snjónum með sínum hætti, en sjálfsagt þykir mörgum þeim sem eldri eru fyrstu snjókornin falla helst til snemma á þessu hausti. FYRSTI snjór vetrarins er fallinn norðan heiða, en alhvít jörð var á Akureyri í gær- Virkið varið morgun. Þessir galvösku fimmtubekkingar í Glerár- skóla tóku til óspilltra mál- anna og reistu sér heilmikið virki, sem eflaust hefur komið að góðum notum í snjókastinu Morgunblaðið/Margrét Þóra sem einkenndi daginn hjá skólabörnum. Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson Smábær í Hrísey tíu ára Hrísey. Morgunblaðið. BARNAHEIMILIÐ Smábær í Hrísey varð tíu ára í síðustu viku og var slegið upp grillveislu sem íbúar Smábæjar munu lengi minnast. Upphaf Smábæjar má rekja til þess að haldinn var almennur borg- arafundur í Hrísey 18. október 1984. Þar spurðist Sóley Björgvinsdóttir fyrir um möguleika á að koma upp dagheimili á staðnum en svarið var að að slíkt hefði ekki verið rætt í hreppsnefnd. Næsta skrefið var svo tekið á hreppsnefndarfundi 3. otkó- ber 1985 þegar samþykkt var að kaup Norðurveg 20 og koma þar upp dagvistun barna hið fyrsta og stefna einnig að því að koma þar á fót æskulýðsstarfsemi. Fjórar tillögur að nafni lágu fyrir og voru allir hreppsnefndarmenn sammála um að velja nafið Smábær. Húsið Norðurvegur 20 var í fyrstu nefnt Önnuhús en síðar Hrísalundur. Loks fékk það Smábæjarnafnið þeg- ar dagheimilið flutti þar inn, 20. september 1985. Áður hafði þar verið veitingahús. Sterkt foreldrafé- lag var strax stofnað til að styðja við starfsemina. Erna Erlingsdóttir, sem starfað hefur á einn eða annan hátt við dagheimilið frá upphafi, sagði að byrjað hefði verið á að setja upp vegasalt og rólu á leikvöllinn ásamt sandkassa, sem foreldrar hefðu smíðað. Hafa þeir alla tíð unnið mikið, bæði við húsið og umhverfis það, sem og við búnaðinn. Kofi á lóðinni er þannig afrakstur bingós sem foreldrafélagið hélt. Þá hafa teikningar barnanna verið gefnar út á jólakortum til fjáröflunar. Einn- ig hafa fyrri íbúar Smábæjar oft haldið hlutaveltur til styrktar stofn- uninni. Erna Erlingsdóttir er forstöðu- kona Smábæjar og unir hag sínum þar vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.