Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Fornmaðurinn í Skriðdal hefur verið með hærri mönnum á sinni tíð I HÖFUÐKÚPA fornmannsins. Slit á tönnum hans sýnir að hann hefur verið kominn um miðjan aldur. Landnámsmaðurinn Ævar gamli Þor- geirsson fundinn? Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson SKJÓLIÐ hans Grétars frá Húsatóftum. Skjól fyrir útígangs- hross Syðra-Langholti - Samkvæmt hinum nýju lögum um dýravernd, sem tóku gildi í fyrra, ber eigend- um útigönguhrossa að hafa skjól fyrir þau svo að líðan þeirra verði betri í rysjóttum vetramíðrum. Víða hafa verið sett upp einföld skýli, óyfirbyggð, sem draga úr vindi sem eru til verulegra bóta. Grétar Guðmundsson frá Húsa- tóftum á Skeiðum hefur hannað nýja gerð af skjóli fyrir hross og hefur eitt slíkt verið sett upp í landi Húsatófta en þar býr Aðalsteinn, bróðir Grétars, ásamt konu sinni, Ástrúnu Davíðsson. Þau reka um- fangsmikla hestaleigu sem þau kalla Landhestar og þurfa því á góðu skjóli að halda fyrir hesta sína á veturna. Þetta nýja skýli er byggt úr sex límtrésbogum frá Límtrésverk- smiðjunni á Flúðum og á toppinn er fest segl frá seglagerðinni Ægi. Síðan eru settir upp veggir sem mynda þrjú hólf líkt og sums staðar hefur verið sett upp. Fyrir ofan veggina, sem eru úr kross- viði, er tvöfaldur stillanstrigi til að draga úr vindi. Skýlið vel opið Grétar sagðist hafa haft í huga að skýli væri vel opið til að minni hætta væri á að það fylltist af snjó. Til að timbrið verði ekki nag- að sem hross eiga til að gera er ætlunin að bera hráolíu á það. Eftir var að setja malarlag undir og kringum skýlið þegar fréttarit- ari leit á þetta sérstæða mannvirki fyrir skömmu. Grétar sagðist ekki vita með vissu hvað svona skýli myndi kosta enda færi það verulega eftir því hve menn ynnu mikið við þetta sjálfir, hvað flutningar á efni kost- aði o.s.frv. Það ætti því að fara vel um útigönguhrossin á Húsa- tóftum í vetur þegar þeim verður gefið rúllubaggahey í nýja skýlinu og ef mannvirkið reynist vel verða vafalaust fleiri sett upp víðsvegar í framtíðinni. Grétar sagðist að lokum einnig vera með á teikniborðinu skjól fyr- ir hross sem er þannig að veggirn- ir sem ganga út frá miðjunni geti lokast allir þrír í eina átt. BEINAGRIND fornmannsins, sem fannst í kumli sínu í Skrið- dal, var tekin úr gröfinni um síðastliðna helgi og flutt til Eg- ilsstaða. Fyrsta athugun bendir til að um sé að ræða góðbónda frá landnámsöld, nánar tiltekið fyrri hluta tíundu aldar, að sögn Steinunnar Kristjánsdóttur, for- stöðumanns Minjasafns Austur- lands. Mælingar á lærlegg mannsins sýna að hann hefur verið að minnsta kosti 180 sm að hæð, mun hærri en flestir samtímamenn hans. Steinunn vill að beinagrindin, ásamt öðr- um þeim munum, sem í kumlinu voru, verði til sýnis á Minjasafn- inu er það verður formlega opn- að næsta sumar. Munir þeir, sem fundizt hafa í kumlinu, eru úr ýmsum áttum. Grýta, sem fannst heil í gröf- inni, er úr norsku klébergi. Hringprjónn eða sylgja er með mynztri, sem gæti bent til kelt- nesks uppruna og rafperla, sem gæti verið úr hálsfesti, er ættuð frá Danmörku eða Eystrasalts- löndunum, en raf var mikilvæg verzlunarvara á miðöldum. Er Ævar Þorgeirsson fundinn? Steinunn segir að sverð forn- kappans sé sömu gerðar og sverð, sem fundizt hafi sem lausafundur í Hrafnkelsdal um seinustu aldamót. Sverð af þess- ari tegund séu algeng í Skandin- avíu og bendi gerð sverðsins til að það sé frá því snemma á tí- undu öld. Steinunn segir að menn hafi því getið sér þess til að um landnámsmann sé að ræða. Böndin berist að Ævari gamla Þorgeirssyni, landnáms- manni í Skriðdal, sem uppi var á 9. og 10. öld og bjó á Arnalds- stöðum, að því er segir í Land- námu. „Þetta er samt bara ágiz- kun og það á ekki að taka Land- námu of bókstaflega," segir Steinunn. Lengd lærleggs fornmannsins bendir til að hann hafi verið a.m.k. 180 cm á hæð. Meðalhæð íslenzkra karla á landnámsöld var hins vegar um 170 sm. Stein- unn segir að tennur mannsins séu talsvert eyddar og hann hafi því sennilega verið kominn á miðjan aldur. Lækur farinn aðspilla kumlinu Bein fornmannsins hafa nú verið tekin upp úr gröfinni og flutt á Minjasafnið. Síðar í vik- unni verða þau flutt á Þjóðminja- safnið í Reykjavík til frekari rannsóknar. Steinunn segist hins vegar munu beijast fyrir því að fá beinin aftur, og vill að kuml- ið, með beinagrindum forn- mannsins, hunds hans og hests og munum þeim, sem fundust með honum, verði þar til sýnis. Nú í vikunni hyggst Steinunn reyna að ljúka því að grafa upp beinagrindurnar af skepnunum, en hún telur að þær hafi færzt til vegna þess að lækur hafði brotið sér farveg í gegnum kumlið neðanvert. Nokkurn tíma hafi því tekið að átta sig á hvern- ig þær hafi upphaflega legið í gröfinni. Steinunn segir að eftir nokkur ár til viðbótar hefði læk- urinn sennilega grafið sig lengra upp í kumlið og spillt beinum fornmannsins. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir BEINAGRIND fornmannsins, sem hugsanlega er Ævar Þorgeirs- son, landnámsmaður í Skriðdal, í þeirri stellingu sem hún fannst i kumlinu. KLÉBERGSGRÝTAN, sem fannst í kumlinu. : 1« i i € i Þú getur unnið 2 milljónir i i € strax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.