Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Arétting við svari menntamálaráð- herra vegna opins bréfs um beinasafn UM LEIÐ og ég þakka ráðherra fyrir að greiða götu nor- ræna „Byggða- og tímatalsverkefnisins", verð ég þó í allri vin- semd og virðingu að árétta eftirfarandi varðandi svör hans til mín í Morgunblaðinu 30.8. sl.: Varðandi svar hans við seinni spurningu minni, þ.e. um hugsanlegan flutn- ing beinasafns til Há- skóla íslands, sem hann svarar afdráttar- laust, þá útilokar 26. gr. þjóðminjalaga ekki að beinin mætti geyma við aðra opinbera stofnun en Þjóðminjasafn. I svari hans við fyrri spurningu minni, þ.e. „fæ ég afskiptalausan og óskertan aðgang að beinunum til að greina þau (þ.e. meta þau til sýnatöku) og þá hvernig og hve- nær?“, sem hann kýs að svara óbeint, verður svarið í viðleitni hans óljóst. Þar gætir misskilnings sem ég finn mig knúna til að árétta: 1. Ég hef ekki dregið í efa að þjóðminjaráð hafi viljað greiða götu verkefnisins. Það hefur þrisvar veitt mér leyfi til aðgangs að beina- safninu, ekki aðeins 12.1. sl. eins og getið er í svari ráðherra, heldur líka þ. 28.1. ’94 og 10.1. ’95. Það virðist hafa farið á milli mála, að vandinn fólst í því að þessum leyf- um var aldrei komið áleiðis skrif- lega, enda dugðu munnlegu leyfin engan veginn þegar á hólminn var komið. Tilefnislausar ásakanir, málþóf og takmarkanir stóðu í vegi. 2. Það þarf ekki annað en að skoða áframhald svars ráðherrans til að sjá vísbendingu um slíkt. Hann vitnar í fundargerð þjóð- minjaráðs þegar leyfið var veitt síðast, en þá var í fyrsta sinn hengt aftan í það takmörkun. En þar segir „. . . Var niðurstaðan sú að þjóðminjavörður, safnstjóri og for- maður hitti Margréti og óski eftir því að fjölda sýna verði haldið í iágmarki.“ í framhaldi af því álykt- ar ráðherrann: „Að sjálfsögðu verð- ur Margrét Hermanns- Auðardótt- ir, líkt og aðrir vísindamenn, að lúta þeim takmörkunum, sem þjóð- minjaráð setur við leyfisveitingar sínar, enda séu slíkar takmarkanir byggðar á skynsamlegum rökum.“ Eins sjálfsögð og bæði þessi atriði eru, felst í þessu tilefnislaus og ósanngjörn ásökun, sem erfitt er að sitja undir opinberlega án þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Með því að hengja þessa takmörkun aftan í leyfið í síðasta sinn sem það var veitt, er verið að gefa í skyn, að ég hafi gert órökstuddar kröfur um of mikið magn sýna og þriggja manna nefnd þurfi til að fá mig til að lúta takmörkunum ráðsins. Ég vil láta það öðrum eftir hvort ráðið er að greiða götu verkefnisins þarna. Málið hefur aldrei komist á það stig að hægt væri að ræða fjölda sýna. í fyrri tveimur leyfi- sveitingunum voru engar efasemdir uppi af ráðsins hálfu varðandi sýnatöku á beinunum. Þær efa- semdir komu fyrst upp þegar einn starfsmaður í Þjóðminjasafni hélt því fram, að ég, auk sérfæðinga við Þjóðminjasafn Danmerkur og aðrar virtar rannsóknastofnanir sem að verkefninu standa, ætli að stunda einhvers konar skemmdar- verkastarfsemi á beinum í Þjóð- minjasafni. Þetta atriði kemur m.a. fram í einni fundargerð þjóðminjar- áðs. 3. Og áfram vandar ráðherra um við mig í svari sínu og segir MHA „virðist því mið- ur ekki gefa mikið fýr- ir viðræður hennar og yfirstjórnar Þjóðminja- safns. Þær virðast þó hafa átt þann tilgang að komast að niður- stöðu um fjölda sýna.“ Fyrir mér hefur það alla tíð verið svo sjálf- sagt að ekki þurfi að tíunda að halda beri fjölda sýna í lágmarki til að rýra beinasafnið sem minnst. En maður kemst ekki að því hvert lágmark nauðsynlegra sýna er í samningaviðræðum við yfirstjórn. Til að komast að þessu Iágmarki ætti að vera ljóst að fyrst þarf að fá nauðsynlegan aðgang að beinun- um til að hægt sé að meta hvernig sýnatöku verði best háttað. Það hefur ekki gengið eftir þegar á hefur reynt. Þetta er í hnotskurn mitt vandamál. Það hjálpar ekki að safnið skuli ekki hafa krafist frumgreiningar danska mannfræð- ingsins, þess eina sem fengið hefur að greina beinasafnið í heild, þó ég búist ekki við að sú greining nægi verkefninu. Ég þakka ráðherra við- brögð hans, segir Mar- grét Hermanns-Auð- ardóttir, en verð að árétta nokkur atriði. 4. Að lokum get ég ekki varist að taka mér orð ráðherrans enn í munn, þar sem hann er að vanda um við mig fyrir tilhæfulausa meinta óhlýðni mína við ráðið: „ ... að lúta þeim takmörkunum, sem þjóðminjaráð setur við leyfisveit- ingar sínar, enda séu slíkar tak- markanirbyggðar á skynsamlegum rökum.“ Ég get þó ekki fengið mig til að álykta á þann veg sem hann gerir, heldur hinn gagnstæða. Til að byggja takmarkanir sínar, um lágmarkskröfu á fjölda sýna i þessu tilfelli, á skynsamlegum rökum, hefði ráðið, ekki síður en ég, þurft á niðurstöðum að halda úr vísinda- legri greiningu á beinunum eins ég sækist eftir að fá að gera. Skýrsla danska mannfræðingsins hefði ver- ið betra en ekkert, hefði Þjóðminja- safn hana með höndum. Ofangreindan misskilning vildi ég leiðrétta. Ég er þó enn í óvissu um hvernig og hvenær ég fæ ásamt sérfróðum aðilum óheftan aðgang að beinasafninu. Með tilvísun í „at- hugasemdir" Sturlu Böðvarssonar formanns þjóðminjaráðs í Mbl. 2.9. sl., og í ljósi mjög svo hlutdrægrar afstöðu hans í minn garð sem hann opinberar þar, fæ ég ekki séð, ef gæta á réttar míns og verkefnis- ins, að hann geti lengur talist rétt- ur aðili til að fjalla um mín mál fyrir hönd þjóðminjaráðs eða leysa vandamálið varðandi aðgang að beinum í Þjóðminjasafni. Að Iokum vil ég ítreka þakklæti mitt til ráðherrans fyrir skjót við- brögð við „opna bréfinu", hjálpina og góðan vilja til norræna „Byggða- og tímatalsverkefnisins". Höfundur er í rannsóknastöðu í fornlcifafræði í minningu dr. Kristjáns Eldj&ms. Margrét Hermanns- Auðardóttir „Gakktu hljótt um garða hjá gömlum tóttarbrotum“ SÉÐ frá Hildarseli. AUSTURDALUR í Skagafirði hefur bæði til að bera stórbrotna lands- lagsfegurð og athyglis- verða sögu, en segja má þó með sanni, að fáir séu þeir, sem hafi að ráði kynnt sér dalinn og sögu hans. Fram til síðari ára höfðu fæstir Skagfirðing- ar - hvað þá íbúar ann- arra héraða - stigið þar fæti, enda aðgengi að dainum óvenju örðugt frá náttúrunnar hendi, og vitneskja alls almennings um lífsbaráttu kynslóð- anna þar í dalnum hefur löngum verið stopul svo sem við má búast. Nú ■'orðið má hins vegar heita, að ferðamenn eigi allgreiða leið í dalinn, þótt ekki verði komið við bifreiðum nema að litlu leyti (einvörðungu í upphafi ferðar fram dalinn) og' má nú vissulega greina vaxandi áhuga á þessari náttúruperlu í upplöndum Skagafjarðar. Þó fer því enn fjarri, að fjölförult sé um dalinn og er reyndar óskandi að aldrei verði þar sú örtröð ferða- manna að hætt sé við ónæði eða landspjöllum af mannavöldum. Vélknúin farartæki eiga lítið erindi lengra inn í dalinn en þeim verður nú ekið með góðu móti, þ.e. yfir Jökulsá austari nálægt eyðibýlinu • Skuggabjörgum (milli Bústaða og Skatastaða) og þaðan fram undir Ábæjará. Er líklegt, að í Austurd- al framan byggðar muni á ókomn- um árum verða ríki göngumanna, sem vilja kynnast lítt snortinni náttúru lands okkar eins og hún getur fegurst orðið. Svo er almennt talið, að Austur- dalur hefjist að austanverðu við Gijótá, milli bæjanna Keldulands og Stekkjarflata, nálægt þeim stað þar sem Jökulsá austari og nafna hennar vestari koma saman - og má það til sanns vegar færa land- fræðilega - en sumir hafa þó kall- að, að norðurmörk dalsins séu við Merkigilið, nokkru ofar með Jök- ulsá austari. Kjálki nefnist sú byggð, sem er norður af austur- hlíð dalsins, og liggur bifreiðaveg- ur um Kjálka af brú nálægt mynni Norðurárdals og allt fram að norð- urbrún Merkigils, sem er eitt hið hrikalegasta og stórfenglegasta hamragil, er fundið verður í nám- unda við byggð ból hér á landi. Þar yfir verður einungis farið gangandi eða ríðandi um litla brú í botni gilsins og munu sumir þeir, sem lofthræddir eru, eigi telja gil- ið árennilegt yfirferðar, þótt víst megi þar teljast vel fært að sumar- lagi. Af leiðinni fram að Merkigili, úr norðri, er útsýn mikilfengleg, einkum til vesturs niður í gljúfur Jökulsánna vestari og austari, sameinaðra, og síðan Jökulsár austari þegar framar dregur. Fyrir framan Merkigilið, austan megin dals, er aðeins einn bær í byggð, Merkigil, sem á síðari tím- um varð kunnur vegna búsetu merkiskonunnar Moniku Helga- dóttur, sem þar bjó lengi við góðan orðstír, einnig eftir að hún varð ekkja með stóran barnahóp (sjá nánar hina kunnu bók Guðmundar Hagalín, Konan í dalnum og dæt- urnar sjö). Vestan ár eru Bústaðir * byggð en næsti bær framar í dalnum þeim megin, Skatastaðir, . fór í eyði fyrir fáum árum. Næsti bær fýrir framan jörðina Merkigil, austan megin ár, kirkjustaðurinn Ábær, fór í eyði laust eftir 1940, þótt jörðin væri síðan nytjuð í nokkur ár. Enn framar í dalnum voru allnokkur býli fyrrum, og voru hin kunnustu þeirra Tinnárs- el og Nýibær, sitt hvoru megin Tinnár, sén fellur í Jökulsá úr austri, 5-6 kílómetrum sunnan við Ábæ. Má enn sjá ummerki þeirra bæja. Á árunum 1824-1829 bjó í Nýjabæ Hjálmar Jónsson, síðar kenndur við Bólu í Blönduhlíð - á sínum tíma hálfgert olnbogabarn samfélagsins en þjóðkunnugt stór- skáld að ævidögum loknum. Nýja- bæ, sem fór í eyði árið 1880, fylgdi fyrrum upprekstrarland allt fram undir jökla, Nýjabæjarafrétt, sem stundum hefur reyndar verið nokkurt bitbein millum Eyfirðinga og Skagfirðinga. Það mun vera mat flestra, að einkar fagurt sé u_m að litast á kirkjustaðnum að Ábæ, þar sem saman fara hrikaleiki hárra og lit- sterkra fjalla, niður beljandi straumvatna og mildi grænna grunda. Þangað fram er, sem fyrr segir, fært kraftmiklum bifreiðum, því sem næst að Ábæjaránni, sem áður þótti illt vatnsfall en er nú auðfarin fótgangandi mönnum á vandaðri göngubrú. Kirkjan, sem er lítið hús og einfalt í sniðum, var hin fyrsta steinsteypukirkja í Skagafirði, vígð í ágústmánuði 1922. Er þar enn messað einu sinni á ári. Á slóóum Ferðafélags tslands \_______________________________/ Mjög er landslag svipmikið í Austurdal, en þó breytilegt nokkuð eftir því sem framar dregur í dal- inn, sem telst vera meira en fimm- tíu kílómetra langur. Há, brött og litfríð fjöll eru að dalnum báðum megin Jökulsár, þó ívið hærri og hvassbrýndari að austan, en „bak- iand“ dalsbrúnanna þar er Nýja- bæjarfjall, geysibreiður hálendis- fláki, sem skilur að Austurdal og framhluta Eyjafjarðardals. Ganga allmargir afdalir inn í austurfjöll dalsins og falla um þá straum- þungar þverár, sem auka mjög vatnsmagn Jökulsárinnar. Éru þær oft illar yfirferðar ríðandi mönnum, hvað þá gangandi, eink- um í leysingum, sem oft standa langt fram á sumar. Gat t.d. Ábæj- aráin orðið með öllu ófær vikum saman, áður en brúuð var. Svipuðu máli gegndi um Tinná, þótt oftast sé hún eitthvað vatnsminni en hin fyrrnefnda. Haustið 1994 byggði Ferðafélag Skagfirðinga hins veg- ar stóra og myndarlega göngubrú á Tinná, sem segja má að „opni“ göngumönnum framdal- inn, en þar er svo sannar- lega margs að njóta enda er gönguleiðin einkar greiðfær austan Jökulsár a.m.k. fram í Fögruhlíð. Framar í dalnum eru Ytri- og Fremri-Hvitá, Fossá, Hölkná og loks Geldingsá við dalbotninn, en í hlýlegum hvammi þar skammt framan við botn- inn er hinn kunni gangna- mannaskáli „Gráni". í framtíðinni þyrftu göngubrýr að koma á þessar þverár í framdaln- um. Vesturhlíð dalsins, brött og skriðurunnin, er að miklu leyti samfelld dalsenda á milli nema hvað allstór þverdalur, Keldudalur, sker hana nálægt miðjum megindalnum. Framan við Keldudal er hlíðarrunan þeim megin ár kölluð Jökuldalur allt inn að dalbotni, þar sem Jökulsáin fellur úr gljúfri niður á eyrar sín- ar, en eftir þeim rennur hún síðan marga tugi kílómetra út dalinn uns gljúfur taka aftur við er nær dregur dalsmynninu. Hvarvetna í dalnum er Jökulsá óvæð gangandi mönnum en örfá reiðvöð, varasöm og tæp, eru þar á henni. Skásta vaðið, svokallað Eyfirðingavað, var uppi á hálend- inu framan við dalbotninn, en þar frammi á öræfunum er Jökulsá nú ætíð farin á bílfærri brú. Kláf- dráttur, gamall að stofni til, er yfir ána niður í dalnum hjá Skata- stöðum, og er hann enn notkunar- hæfur kjarkmiklum en varkárum mönnum. Náttúrufar allt í Austurdal er fjölskrúðugt og athyglisvert, hvort heldur sem augu ferðamannsins beinast að bergmyndunum eða gróðurfari, og hefur það löngum vakið áhuga kunnáttumanna, þótt skipulegar rannsóknir hefðu mátt vera meiri. Sveinn Pálsson kann- aði t.d. fjöllin í grennd við Tinnárc^ al árið 1797 og taldi sig m.a. hvergi hafa séð fegurra stuðlaberg en þar. Brúnkol (mókol, surtar- brandur) eru á Tinnárdal og í Sandaijalli nokkuð framar í Aust- urdal (nálægt Hildarseli), sem Jón- as Hallgrímsson og fleiri kunn- áttu- og áhugamenn könnuðu á Ijórða tug 19. aldar, en eigi þótti þá svara kostnaði að vinna þau. Skógarleifar - birki og gulvíðir - eru víða á framdalnum, mest í svokallaðri Fögruhlíð, nálægt miðjum dal að austanverðu. Þar munu nú vöxtulegustu birkitrén vera um sex metra há. í Stóra- hvammi, fram undir dalbotni, vex birki í mestri hæð yfir sjávarmáli hér á landi, í rúmum 600 m, en utarlega í dalnum eru einnig ásjá- legar birkihríslur í Jökulsárgljúfr- inu. I Merkigilinu hafa verið taldar nær 100 tegundir háplantna. Veð- ursæld er mikil víðast um Austurd- al og gróðurfar eftir því. Ferðafélag Islands fór hina fyrstu hópferð úr Reykjavík í Áusturdal, framan við Ábæ, allt inn í Fögruhlíð, síðsumars 1994 og önnur sambærileg ferð var far- in nú fyrir stuttu. Tókust báðar þessar ferðir afburðavel og standa vonir til að framhald verði á um ókomin ár. Áður höfðu skagfirskir Ferðafélagsmenn reyndar átt þar mörg spor og fyrir fáeinum árum stóðu þeir, ásamt öðrum aðilum, að byggingu myndarlegs göngu- skála, Hildarsels, allnokkru fram- an við Tinná. í Hildarseli er nú hið ákjósanlegasta athvarf göng- ulúnum ferðalöngum, sem kynnast vilja margbreytni og fegurð dals- ins, þar sem fátt fær raskað óbyggðakyrrðinni nema þungur niður Jökulsár austari. PAII Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.