Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 17 VIÐSKIPTI VI safnar Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar breytt í hlutafélag um næstu áramót upplýsing- um um samkeppn- ishömlur VERSLUNARRÁÐ íslands hefur auglýst eftir upplýsingum um sam- keppnishömlur, sem eiga rætur að rekja til ójafnrar stöðu einkaaðila í samkeppni við opinber fyrirtæki eða fyrirtæki, sem njóta opinberrar vemdar. Ráðið hyggst koma þeim upplýsingum sem safnast á fram- færi við stjórnvöld ásamt tillögum til úrbóta. Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur Verslunarráðs, segir að því berist reglulega kvartanir frá aðilum í einkarekstri, sem telji að þeir keppi í ójafnri stöðu við opinber fyrirtæki eða fyrirtæki, sem njóti óeðlilegrar verndar hins opinbera. Aðstöðu- munurinn geti t.d. falist í í mismun- andi skattlagningu, ábyrgðum, að- gangi að lánsfé og lánskjörum. Mikið um kvartanir Jónas segir kvartanir félags- manna hafa færst mjög í aukana. „Svo rammt hefur kveðið að kvört- unum að undanförnu að við teljum rétt að hvetja félagsmenn Verslun- arráðsins og aðra aðila í einka- rekstri til að koma upplýsingum um slíkar samkeppnishömlur og í hvaða mynd þær birtast til okkar. Við munum síðan taka málið upp í heild sinni við stjórnvöld og koma með tillögur til úrbóta.“ Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, skipaði í síðasta mánuði nefnd, sem ætlað er að kanna hvaða opinber fyrirtæki eða fyrir- tæki, sem njóta opinberrar vernd- ar, séu í samkeppni við einkaaðiia. Jónas segir að auglýsing Verslun- arráðsins tengist nefndinni ekki en viðkomandi upplýsingum verði komið á framfæri við hana. -----♦—♦—4---- Reuters semja við Ráðgjöf og efnahagsspár RÁÐGJÖF og efnahagsspár hf. hafa undirritað samning við frétta- og upplýsingasamsteypuna Reut- ers um að verða markaðsfulltrúi fjármálaþjónustu Reuters hér á landi. Starfsfólk söludeildar og þjónustufulltrúar Reuters í Osló mun þó áfram veita þjónustu frá Noregi. Reuters er stærsta fyrirtæki í fréttaþjónustu og dreifingu fjár- málaupplýsinga í heiminum en 310.000 notendur hafa beinan að- gang að upplýsingakerfum fyrir- tækisins. Á Islandi eru yfir 20 áskrifendur. Ráðgjöf og efnahagsspár er sjálfstætt fyrirtæki í eigu Yngva Harðarsonar og Sverrir Sverrisson- ar. Fyrirtækið sérhæfir sig í fjár- málaráðgjöf og ráðgefandi upplýs- ingaþjónustu við fyrirtæki og fjár- málastofnanir á íslandi. SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Mest seldu flotefni í Evrópu ö h/f. IÐNAÐARQÓLF1 Smiöjuvegur 70, 200 Kópavogur Simar: 564 1740, 892 4170, Fax: 654 1769 Ekki einkíi- vætt í bráð NÝTT hlutafélag, Skýrr hf., tekur um næstu áramót við eignum og skuldbindingum sameignarfélagsins Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur- borgar og verður sameignarfélagið þá lagt niður. Eigendur Skýrr hf. hafa lýst því yfir að öllum núver- andi starfsmönnum sameignarfé- lagsins verði boðin störf hjá hinu nýja félagi. Pjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og borgarstjóri f.h. borgarsjóðs og Rafmagnsveitu Reykjavíkur undir- rituðu samning um stofnun nýja hlutafélagsins meðan á fundi borg- arstjórnar stóð á fimmtudag. Til- gangur félagsins er hvers konar starfsemi á sviði upplýsingaiðnaðar og annar skyldur rekstur. Hlutafé félagsins er 172 milljónir króna og skiptist að jöfnu milli ríkis og Reykj avíkurborgar. Eigendur hlutafélagsins hafa skuldbundið sig til að eiga meiri- hluta í félaginu a.m.k. þrjú fyrstu starfsár þess, og er meginástæða þess sú að hjá Skýrsluvélum hafa ríki og borg haldið veigamestu uppiýsingaskrár þjóðarinnar, svo sem þjóðskrá og fyrirtækjaskrá, skatt-og álagningaskrár, skrár al- mannatrygginga og fasteigna- skrár. Á stofnfundi félagsins voru eftir- taldir kjörnir í stjórn þess fram til fyrsta aðalfundar: Brynja Halldórs- dóttir, viðskiptafræðingur, Hallgrím- ur Snorrason, hagstofustjóri, Haukur Pálmason, aðstoðarrafmagnsstjóri, Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri og Óskar G. Óskarsson, borgarbók- ari. Samkeppnisstaðajöfnuð í ræðu borgarstjóra á fundi borg- arstjórnar kom fram að hún teidi rétt að selja hlutabréf borgarinnar í Skýrr hf, en ekki hefði verið tekin ákvörðun um hversu stór hluti af þeim yrði seldur. í samtali við Morgunblaðið sagði Þór Sigfússon ráðgjafi fjármálaráð- herra að ráðherra hafi fullan hug á því að selja hlutabréf ríkisins í Skýrr, en fylgi að sjálfsögðu þeim samning- um sem gerðir hafi verið við borgina í þeim efnum: „Með sölu hlutabréf- anna verður samkeppnisstaða fyrir- tækja í upplýsingaiðnaði á Islandi helst jöfnuð enn frekar.“ Aukin þjónusta við Þýskaland með beinum siglingum til Bremerhaven Samskip sigla nú beint til Bremerhaven og er þá megin flutningaleib félagsins inn í Þýskaland í gegnum Bremerhaven. Þar meb auka Samskip mjög viö flutningaþjónustu sína fyrir íslenska inn- og útflytjendur til og frá Þýskalandi. Eftir sem áöur er viöskiptavinum boöin vörumóttaka og afgreiðsla í Hamborg. Bremerhaven er í dag miöstöö sjávarafuröa í Þýskalandi og þar eru stærstu fyrirtækin í þeim iðnaði staðsett með framleibslufyrirtæki sín og dreifikerfi. Höfnin í Bremerhaven er ein sú stærsta í Evrópu með á fjórba þúsund starfsmenn og lengsta viblegukant í heimi. Meb stöbugri stækkun Evrópumarkaöarins er Bremerhaven mjög vel staðsett fyrir íslensk fyrirtæki sem leita nýrra markaötækifæra á meginlandi Evrópu. Þú færb allar nánari upplýsingar hjá Samskipum í síma 569 8B00. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.