Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 / MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR + Ólöf Sigurðar- dóttir var fædd í Reykjavík 22. nóvember 1947. Hún lést í Land- spítalanum 17. september síðast- liðinn. Foreldrar Ólafar voru Sig- urður Guðmunds- son, d. 1994, og Friðbjörg Ólafs- dóttir, d. 1994. 18. mars ^ árið 1967 gekk Ólöf að eiga eftirlifandi eigin- mann sinn, Sigurð Guðmundsson, f. 7. mars 1945. Börn Ólafar og Guðmundar eru Sigurður, f. 20. mars 1970, Einar Gunnar, f. 9. júní 1972, og Margrét Björg, f. 31. októ- ber 1980; Utför Ólafar verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elskuleg vinkona mín og frænka, Ólöf Sigurðardóttir, er látin eftir langt og erfítt dauðastríð, aðeins 47 ára að aldri. Lóló, eins og hún var ávallt nefnd á milli vina og kunningja, var dótt- ir hjónanna Friðbjargar Ólafsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar. Frið- björg fæddist í Reykjavík en var alin upp hjá ömmu sinni, Ásgerði Vigfúsdóttur, og manni hennar, Jóni Ólafssyni, bónda og skáldi í Ytra-Einarslóni í Breiðavíkur- hreppi, en Sigurður var frá Görðum í Beruvík. Lóló var einkadóttir þeirra hjóna og því sannkallaður sólargeisli í lífi þeirra. Þannig var allt hennar líf, geislandi af gleði og dugnaði, og vináttu hennar mátu allir mik- ils, sem henni fengu að kynnast. Vinahópurinn var því stór í gegn- um árin. Guð minn á fijálst að gefa og taka, Guð sem að ræður öllum heim. í mínu hjarta virstu vaka við þinnar náðar arm mig geym. Leggðu mér, Drottinn, mál í munn, mildur af þínum gæskubrunn. (Jón Ólafsson frá Einarslóni.) Lóló var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum og var gaman að vera í návist hennar. Hún átti mjög gott með að koma fyrir sig orði á manna- mótum og mat mikils skáldskap í bundnu máli og kunni mikið af ljóð- um. Söng mat hún mikils og elskaði að taka lagið með vinum sínum. Lóló var mikil vinkona mín og góð frænka. Við hittumst eins oft og nokkur kostur var og þess á milli töluðum við saman í síma næstum daglega. Hún var alltaf mannbætandi gleðigjafí. Þrátt fyrir hennar glaða viðmót fór hún ekki varhluta af sorgum í lífínu. Hún missti tengdaforeldra sina með stuttu millibili árið 1992 og síðan móður sína árið 1994 og stuttu síðar föður sinn og föður- bróðir. Þrátt fyrir þennan ástvina- missi reyndi hún alltaf að vera já- kvæð í viðmóti. Einmitt á þessum tíma í fyrra kom stóra höggið í lífi hennar. Lóló greindist með ólækn- andi sjúkdóm. Hún barðist hetjulegri baráttu, með allri þeirri hjálp sem nhögulegt var að veita, þar til yfír lauk og dauðinn sigraði lífið og hennar góða og glaða hjarta. Fyrir Lóló var lífíð fyrst og síð- ast fyrir eiginmann, börnin hennar og fjölskyldu. Hún lifði einnig fyrir vinnuna sína, sem hún bar mikla virðingu fyrir og mat mikils. Hún hóf ung að vinna hjá Almennum trygging- um hf. og vann þar allt til að það félag sameinaðist Sjóvá- tryggingarfélagi ís- lands hf. í Sjóvá Al- mennar hf. og þar hélt hún áfram starfi, þar til yfir lauk. Hún mat yfirmenn sína mikils, elskaði starfíð og þótti vænt um samstarfsfólk sitt af miklum innileik. Helsjúk reyndi hún sem allra oftast að koma í vinnuna stutta stund í einu. Að setjast í stólinn sinn á skrifstofunni fannst henni vera líkn í þraut, svo mikið þótti henni vænt um vinnuna sína. Lóló giftist ung eftirlifandi manni sínum, Guðmundi Einarssyni raf- virkjameistara, og samhent byggðu þau upp yndislegt heimili, nú síðast í Garðabæ, þar sem þau ólu upp 3 börn sín, Sigurð háskólanema, Ein- ar Gunnar rafvirkja og dótturina Margréti Björgu, sem nú er aðeins 14 ára. Það hefir mikil sorg kvatt dyra hjá ijölskyldunni og öllum hennar vinum. Það var eitt kvöld, að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi lífið sér dyra, og nú er það farið. (Jón Helgason.) Ég fékk mikið hjartahögg er ég frétti lát frænku minnar, en ennþá stærra högg sorgar og söknuðar hafa eiginmaður hennar og börn orðið fyrir. í minningu góðrar og vammlausrar konu getur sorgin mildast og í þeirri von og trú að henni hafí verið ætlað nýtt og göf- ugt ætlunarverk á æðri stigum. Kijúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (J. Hallgrimsson.)' Ég bið góðan Guð að blessa minningu kærrar frænku minnar og þakka henni fyrir allt sem hún var mér. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég eiginmanni, börnunum og fjölskyldunni allri og bið þeim bless- unar k framtíðarvegum. Ásgerður Annelsdóttir. Hún Lóló vinkona okkar beið að lokum lægri hlut í hetjulegri bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Þótt vitað væri að hveiju stefndi er fréttin um andlát góðs vinar ætíð jafn sár. Hvers vegna var hún kvödd á brott svo fljótt? Þau hjónin Lóló og Guðmundur hafa verið dugmiklir félagar í Skíðadeild KR um áratuga skejð. Þau lögðu dijúgan skerf af mörkum í þeirri þrotlausu vinnu, sem rekstur og uppbygging skíðasvæðis KR í Skálafelli krafðist. í slíku starfi kemur hinn innri maður fljótt í ljós og fólk tengist sterkum vináttu- böndum. Lóló var ætíð hrókur alls fagnað- ar í leik og starfi skíðadeildarinnar. Krafturinn og dugnaðurinn geislaði af henni og hún vílaði ekki fyrir sér hlutina, hvorki smáa né stóra. Ein- beitni hennar var orðlögð sem sýndi sig vel í keppnisskapi hennar á inn- anfélagsmótum. Þar stóð hún oftar en ekki á verðlaunapalli, þótt við harðsnúna andstæðinga væri að etja. Þegar litið er til baka hrannast minningarnar upp. Þar ber hæst myndin af lífsglaðri og skemmti- legri konu, sem var sannur vinur vina sinna og hafði ætíð eitthvað hlýlegt fram að færa. Við söknum hennar. Að leiðarlokum viljum við félagar í Skíðadeild KR þakka Lóló sam- fylgdina og vottum Guðmundi, börnunum og tengdabörnunum okkar innilegustu hluttekningu. Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þunp greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (E. Ben.) Skíðadeild KR. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Elskuleg vinkona mín, Lóló, er dáin langt um aldur fram, eftir hetjulega baráttu í rúmt ár við ill- vígan sjúkdóm, krabbamein. Og við sem áttum svo margt eftir að gera saman, eitt af því var að spila brids á elliheimilinu. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Það er sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir, en hver er tilgangur þeirra; við sem eftir sitjum harmi slegin veltum þeirri spurningu fyrir okkur. Minning- arnar hrannast upp í huganum um þessa fallegu, góðu, skemmtilegu, hugrökku og vel gefnu konu, sem var tekin alltof fljótt frá okkur. Lóló var sérstakur persónuleiki og allir sem kynntust henni elskuðu hana og virtu, annað var ekki hægt; hún var þess háttar, svo hjálpfús að hún vildi allt fyrir alla gera og mátti ekkert aumt sjá. Það er leitun að öðrum eins. Þann 18. mars árið 1967 giftist Lóló eftirlifandi manni sínum, Guð- mundi Einarssyni, rafvirkjameist- ara, og eignuðust þau þijú mann- vænleg börn; Sigurð sem nemur lögfræði, Einar Gunnar rafvirkja og Margréti Björgu, sem aðeins er 14 ára. Missir þeirra er mikill en Lóló fékk þeim gott veganesti sem þau munu búa að. Synirnir eru báðir lofaðir og það var Lóló mikið raunarefni að fá ekki að sjá barnabörnin sín. Það var mikil gestrisni og tíðar gestakomur í Grenilundinum; þangað var alltaf gott að koma og ævinlega fór maður frá Lóló og Mumma í góðu skapi. Lóló sagði svo skemmtilega frá öllu; jafnvel leiðinlegustu atvik urðu að skemmtilegri sögu í hennar munni og oft var mikið hlegið. Kynni okkar hófust fyrir 23 árum, þegar við samtímis byggðum hús í Garðabænum, og brátt varð mikill samgangur milli þeirra húsa og náin vinátta milli fjölskyldn- anna, sem aldrei bar skugga á. Við aðhöfðumst margt saman, fór- um í útilegur og ferðalög, grilluð- um, fórum á skíði og skokkuðum, en á því byijuðum við Lóló fyrir 12 árum. Við vorum mjög duglegar við æfingar og tókum þátt í skemmtiskokkinu þegar við gátum en við vorum einmitt að skokka í júlí í fyrra, þegar Lóló fyrst fann fyrir veikindum sínum. Við fylgd- umst með börnunum okkar stækka og þroskast, og drengirnir okkar urðu miklir vinir, nánast sem bræð- ur þegar þeir voru að alast upp. Allir þrír æfðu þeir fótbolta með Stjörnunni og við höfðum mikið gaman af að fylgjast með þeim og sjá þá þroskast í fulltíða menn. Tærar eru minningarnar — göngu- ferðirnar á jóladag og gamlárs- kvöldin þegar þið komuð til okkar svo við gætum verið öll saman og skotið upp flugeldum. Þegar við undirbjuggum veislur hvor hjá ann- arri, og þér fórst svo vel úr hendi að skipuleggja allt sem að undir- búningnum laut, og þegar Ítalíu- hópurinn hittist í skötuboðum, þorrablótum og í okkar árlegu ferðalögum, þá var oft glatt á hjalla og Lóló ævinlega hrókur alls fagnaðar. Síðasta ferðalagið okkar saman var til Parísar í maí með Svölu vinkonu okkar og þar áttum við yndislega daga. Viku eftir heimkomuna tók Lóló síðan að hraka aftur eftir erfiða lyfjameð- ferð síðastliðinn vetur, en hún var mjög dugleg og hörð af sér og barðist eins og hetja. Hún þráði lífið og sótti vinnu sína þar til tveim vikum fyrir dauða sinn, þó svo hún þyrfti að fara þangað í hjólastól síðustu mánuðina, en hún vann árum saman hjá Almennum Trygg- ingum og síðan hjá Sjóvá-Almenn- um og ég veit að þar er hennar sárt saknað. I fyrra missti Lóló móður sína og faðir hennar dó í september sama ár, en þá lá Lóló fársjúk á spítala eftir erfíðan uppskurð. Núna, ári síðar, er hún sjálf öll. Það er vissulega sárt að sjá á bak góðri vinkonu í blóma lífsins. Við fjöl- skyldan í Furulundinum eigum dýr- mætar minningar um Lóló og kunn- um henni miklar þakkir fyrir sam- fylgdina í þau 23 ár sem við fengum að njóta vináttu hennar. Það voru forréttindi að fá að kynnast slíkri konu. Elsku Guðmundur, Siggi, Einar Gunnar, Margrét Björg, Hrafnhild- ur og Nicola, ég veit að þessi fátæk- legu orð mega sín lítils í ykkar stóru sorg en megi allar góðar vættir styrkja ykkur á þessari stundu og framvegis. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Blessuð sé minning Ólafar Sig- urðardóttur. Þín vinkona, Kristín Þorsteinsdóttir. Kveðja frá Kvenfélagi Garðabæjar í dag kveðjum við kæra kvenfé- lagskonu, Ólöfu Sigurðardóttur, Grenilundi 2 í Garðabæ, sem lést á Landspítalanum þann 17. septem- ber sl. Iangt um aldur fram. Síðast- liðið ár höfum við fylgst með þess- ari dugmiklu konu beijast við þann sjúkdóm sem lagt hefur hana að velli aðeins 47 ára að aldri. Ólöf gekk í Kvenfélag Garðabæj- ar árið 1982 og varð strax mjög virk og áhugasöm á starfsvettvangi þess. Svo að dæmi séu tekin var hún strax árið eftir kosin í vara- stjóm félagsins, og í aðalstjórn 1984, ritari var hún 1985-1986 og loks varaformaður 1987. Öll voru störf þessi unnin af miklum dugn- aði og áhuga. Gott var að eiga hana að félaga að leita til og úr- ræðagóð var hún í hvívetna um málefni félagsins. Ólöf Sigurðardóttir flutti í Garðabæ ásamt eiginmanni sínum Guðmundi Einarssyni og sonunum tveimur árið 1973 og árið 1980 bættist dóttirin Margrét í hópinn. Á þessum árum var Garðabær í hraðri uppbyggingu og þegar rækta átti mannlífíð í bænum lét hún hendur standa fram úr ermum. Hún kom víða við i félagsmálum, hvort sem það var á sviði mannúðarmála, íþróttamála eða jafnvel á pólitískum vettvangi, þar fór Ólöf oftar en ekki í fylkingarbijósti, en nú er skarð fyrir skildi. Nú þegar komið er að leiðarlok- um, svo allt of fljótt, viljum við þakka Ólöfu fyrir samfylgdina og fyrir gott samstarf. Eiginmanni hennar Guðmundi og börnum þeirra Sigurði, Einari og Margréti vottum við innilega samúð okkar og biðjum þeim Guðs blessunar á þessari erf- iðu stundu. Þegar hugsað er til Ólafar Sig- urðardóttur þá birtist í hugum okk- ar hið fallega bros og hinn hlýi andblær sem fylgdi henni. Það voru sérstakir eiginleikar sem prýddu þessa góðu konu, létt lund, kraftur, félagslyndi og um- hyggja. Að þessu búa ástvinir henn- ar, Guðmundur og börnin, sem hún setti alltaf í fyrsta sæti. Það hafa sjálfsagt verið þessir kostir Lólóar sem urðu til þess að hún lenti í hringiðu félagsstarfsemi í sínu bæjarfélagi, en alls staðar var áhuginn eldheitur, hvort sem um var að ræða Sjálfstæðisfélagið, velgengni Stjörnunnar, skólamálin eða vinnuna. Þegar við í hestagrúppunni kynntumst Guðmundi í Víðidalnum þá leið ekki á löngu þar til við urð- um vör-við Lóló og auðvitað var hún alltaf jafn hress og ákveðin. Hún sagðist nú ekkert skilja eða vilja vita af ótemjunum hans Mumma, hún væri með sína eigin hesta sem treystandi væri á. Við geymum í hjörtum okkar dýrmætar minningar frá hesta- ferðalagi um Löngufjörur frá því í fyrrasumar þar sem lífíð lék við okkur, en stuttu síðar uppgötvaðist sjúkdómur Lólóar, en einnig þökk- um við fyrir að hafa fengið að sjá hana nú í sumar þegar hópurinn fór saman norður. Samúðarkveðjur sendum við Guðmundi og börnunum sem sjá eftir ástríkum félaga og móður en við vitum að Guð mun vaka yfir heimili þeirra og styrkja þau í sinni miklu sorg. Ferðafélagar frá liðnum sumrum, „Hestagrúppan". Elskuleg vinkona okkar, Ólöf Sigurðardóttir, Lóló, er látin aðeins 47 ára að aldri. í rúmt ár hafði hún barist hetjulegri baráttu við illkynja sjúkdóm, krabbameinið. Allt til hinstu stundar var hugsun hennar bundin umhyggju fyrir fjöl- skyldunni, ekki hvað síst sólargeis- lanum sínum, Margréti Björgu, sem aðeins er 15 ára. Lóló veiktist í ágúst 1994 og í september sama ár fór hún í erfiða skurðaðgerð og síðar bæði í geisla- og Iyfjameðferð, staðráðin í að vinna bug á sjúkdómnum, því að í hennar orðasafni var orðið „upp- gjöf“ ekki til. Um tíma var útlitið ekki sem verst og náði hún nokk- urri heilsu, en við vinir hennar vorum þó alltaf óttaslegnir. Strax og mögulegt var, fór hún til vinnu sinnar hjá Sjóvá-Almennum, en Lóló hafði árum saman unnið hjá Almennum tyggingum, síðar Sjóvá-Almennum. Ekki eru nema til þess að gera fáir dagar síðan hún varð að hætta að fara í vinnuna, en þá jafnframt var komið að lokabaráttunni og sjúkrahúsvist ekki lengur umflúin. Lóló var dóttir hjónanna Frið- bjargar Ólafsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar sem lengst starfsæfi sinnar vann á Melavellin- um í Reykjavík og margir þekktu. Bjuggu þau hjón á Lynghaganum og var Lóló því alin upp í vestur- bænum. Ung að árum kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Guð- mundi Einarssyni rafvirkjameist- ara, og eignuðust þau þijú elskuleg börn, en þau eru: Sigurður, f. 1970, lögfræðinemi við HI í sambúð með Hrafnhildi Sævarsdóttur, Einar Gunnar, f. 1972, rafvirki sem starfar með föður sínum, í sambúð með Nicolu I. Gerber, og Margrét Björg, f. 1980, nemandi í grunn- skóla hér í Garðabæ. Ungu hjónin, Lóló og Mummi, byggðu sér einbýlishús í Grenilundi 2 hér í Garðabæ og fluttu í það 1973, þar var heimili þeirra upp frá því og þar uxu börnin úr grasi. Á þeirra heimili höfum við í ótelj- andi skipti notið ánægjulegra stunda og fyrir það viljum við þakka. Lóló var sérstaklega lifandi per- sónuleiki, bráðgreind og skemmti- leg og ætíð hrókur alls fagnaðar. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lét ekki ósvarað einhveiju illa grund- uðu hjali viðmælenda sinna,- þá alvörumál voru rædd, en húmorinn var þó aldrei langt undan. Hún var vinmörg og tók þátt í allskyns fé- lagsstarfi svo og pólitík. Hún og þau bæði hjónin störfuðu í Skíða- deild KR, að hestamennskunni kom hún hin síðari ár með manni sínum sem fékk hestamennskubakteríuna fyrir nokkrum árum, þá var Lóló í Kvenfélagi Garðabæjar, spila- klúbbi, leikfimihópi og ef til vill einhveiju fleiru. Þá starfaði hún með Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar og var formaður þess félags er hún veiktist fyrir ári, starfaði einnig í ÓLÖF SIG URÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.