Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VIVAN HREFNA ÓTTARSDÓTTIR + Vivan Hrefna Ottarsdóttir var fædd í Reykjavík hinn 17. apríl 1956. Hún lést 9. septemb- ersíðastliðinn. For- eldrar hennar eru Elín Sólveig Bene- diktsdóttir, f. 19. júní 1937, og Ottar Hermann Guð- laugsson, f. 8. októ- ber 1931, d. 3. sept- ember 1991. Vivan bjó í Reykjavík fram til haustsins 1983 er hún fluttist til Kaupmannahafnar til fram- haldsnáms i líffræði. Þar bjó hún um fimm ára skeið, þar til hún fluttist til Genf í Sviss þar sem hún stundaði rannsóknar- störf á vegum Sameinuðu þjóð- anna og lauk doktorsritgerð sinni. Vivan eignaðist eina dótt- ur, Urði Úu Guðnadóttur, f. í Reykjavík 19. júlí 1980. Utför Vivan fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavik í dag og hefst athöfnin kl. 15. ÞAÐ var á árinu 1973 sem við kynntumst og urðum vinir, þú 17 og komin með bílpróf og bíl og ég 16 iðandi í skinninu eftir skírtein- inu. Þú fluttir inn á heimili okkar mömmu, með allt þitt dót í plastpok- um og pappakössum, komst þér fyrir í forstofuherberginu á Stekkj- arflötinni og bjóst þar í heilt ár. Við höfðum kannast við hvort ann- að áður, höfðum hist í Tónabæ og áttum eitthvað af sameiginlegum kunningjum, en vissum hvorugt að mæður okkar væru vinkonur og hefðu verið það síðan í barnæsku. En þannig var þetta nú samt, þú varst stelpan hennar Ellu Ben sem vantaði húsaskjól í smátíma og ég var strákurinn hennar Nönnu. Þú færðir líf og gleði inn á Stekkjarflötina. Við brölluðum ýmislegt saman, fórum á rúntinn og í bíó eins og gengur, fyrst á þínum bíl og svo á mínum, þegar ég var búinn að ná hinum lang- þráða bílprófsaldri. Þú minntir mig á það núna í sumar að einu sinni skruppum við á Austin Mininum mínum, sem ég hafði verið að breyta í bíl- skúrnum allan veturinn áður en ég fékk prófið, úr sumarbústaðnum yfir til hans Gulla bróð- ur þíns, sem var á heimavistinni á Laugarvatni. Við fór- um Lyngdalsheiðina, sem þá var lokuð vegna vegaframkvæmda og keyrðum hana á tæp- um átta mínútum. Þú sagðir mér það ekki fyrr en í sumar, 21 ári eftir bíltúrinn, að aldrei á ævinni hefðirðu orðið eins hrædd. Okkar leiðir skildu svo um tíma, þú fórst að búa, fluttir til Danmerk- ur og ég fór að búa og flutti líka til Danmerkur. Þú fórst til Sviss og ég aftur til Islands og það var ekki fyrr en 1988 sem við fórum að tala saman reglulega aftur. Löng og inni- leg nætursímtöl milli Genf og Reykjavíkur, þar sem við töluðum um allt milli himins og jarðar, um ástina, lífið, bömin okkar og allt sem á daga okkar hafði drifið gegnum árin. Og vissulega brá okkur stund- um hressilega þegar símareikning- arnir komu. Hlé varð á þessu sam- bandi okkar um nokkurt skeið, en síðasta árið hefur sennilega aldrei liðið sú vika að við ræddumst ekkf við. Það er einkennileg tilhugsun að þú munir aldrei hringja í mig aftur og vekja mig um miðja nótt, tilhugs- un sem ég er ekki farinn að skilja ennþá og skil kannski aldrei til fulls. Þú ætlaðir að koma og heim- sækja mig núna í júlí, en af því gat ekki orðið og í staðinn ætlaðir þú örugglega að koma um jólin. Eg veit að við hlökkuðum bæði jafn- mikið til að hittast þá, hafandi ekki sést síðan um jólin 1989, en allt er í heiminum hverfult og verðum við því að bíða enn um stund eftir að hittast aftur. Elsku Vivan mín, þú varst ekki komin heim úr vinnunni þegar ég hringdi í þig á föstudaginn í síðustu viku og ekki kann ég að hringja í þig þar sem þú ert núna. En nú ert þú búin að hitta pabba þinn aftur. Ég veit að hann hefur tekið vel á móti þér og að hann mun £ wWg \Gkesr FOSSVOGI _ PegaT' aneljcrt ber oið könáum Útfararstofa Kirkjugar&anna Fossvogi Sfmi 551 1266 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar ísíma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR Him LÖFTLEIIIIR Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. Bi S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677 : hjálpa þér að aðlagast þínum nýju heimkynnum. Vivan mín, ég hlakka til að fínna þig aftur og bið guð að gefa þér og Urði Úu allan þann styrk sem þið þurfið. Þinn vinur, Garðar. í desember 1983 stígur kona upp í leið tíu í Kaupmannahöfn. Varla er hún sest þegar hún heyrir barns- rödd syngja íslenska jólasöngva. Hún lítur við og sér þá í fýrsta skipti Urði Úu, þriggja ára, sitja við hlið Vivan, móður sinnar. Um haust verður annarri konu litið út um gluggann á íbúð sinni á Soffíugarðinum á Kristjánshöfn. Þá sér hún fíngerða konu úti í rigning- unni. Hún er í gúmmístígvélum og er að tína saman skóflur og fötu úr sandkassanum. Fyrr en varði voru mæðgurnar farnar að setja svip sinn á líf ná- grannanna á Soffíugarðinum. Urð- ur Úa eignaðist marga vini og varð hvers manns hugljúfi. Fólk heyrir nafn sitt kallað neðan úr ga'rði. Þar stendur Vivan í svörtum frakka með hlébarðakraga, með hatt á höfði. Á vordegi stendur hún með fangið fullt af rauðum túlipönum — kveðja frá ástvinum sunnan úr Evrópu. Á ljósmynd búa Vivan og Úa til engla í snjónum. Á vetrarkvöldi situr þreytt kona í íbúð sinni á fjórðu hæð, þegar barið er á gluggann. Hún dregur gluggatjöldin varlega frá og sér þá kústskaft. Um skaftið heldur Vivan þar sem hún stendur úti á svölum sínu á þriðju hæð. Hún heilsar hvat- lega og andlitið er uppljómað af stríðnislegu brosi. Vivan var alltaf á hreyfingu, allt fas hennar bar vott um dugnað og brennandi áhuga á því sem var að gerast í kringum hana. Hún settist varla niður, það var þá helst þegar hún talaði í síma. Þegar Urður Úa var sofnuð settist móðirin við sím- ann og ræddi heimspeki, vistfræði og önnur hjartans mál við vini og ættingja víðs vegar um heiminn. Þær voru varla fluttar inn, þegar tveggja herbergja námsmannaíbúð- in breyttist í menningarheimili. For- stofukrókurinn breyttist í spegla- sal. Einhvern veginn tókst henni að koma svörtu píanói fyrir á þess- um örfáu fermetrum að ógleymdum almennilegum hljómflutningstækj- unum, en þau voru nauðsynleg. í miðjum matarundirbúningi dettur henni í hug að fara að „betrekkja" borðstofustólana. Garnir gestanna róast við klassíska tóna sem leika um stofuna. Ilmurinn af esdragon-kjúklingi verður æ áleitnari á meðan „hanginluklan" bograst yfir hvolfdum stól, berfætt með granna fingur um hamarinn og nagla í munnvikinu. Einn gest- anna kvartar undan verðlagi á Barbie-dúkkum, Vivan gerir hlé á hamarshöggunum og spyr hvort ekki sé hægt að fá þær rangeygðar á niðursettu verði. Kvöldstund við kertaljós og klass- íska tónlist. Af mælsku og brenn- andi áhuga segir hún frá æsispenn- andi sambandi DNA við aðrar skammstafanir líffræðinnar, svo hlustendur standa á öndinni. Með töfrasprota í hendi vitnar hún í Hávamál og Völuspá. Nefnir stór- menni sögunnar eing og þetta hafi allt verið kunningjar hennar. Tónlist- in spannar allt frá sígildum tónsmíð- um til framúrstefnutónlistar, að ógleymdu pönkinu. Alit er skemmti- legt og kveikir forvitni hennar, hvort sem það eru galdrar eða atferli dúfna í tilhugalífinu. Eftir á gerir ekkert til þótt fólki hafi ekki orðið ekki mikið um svefn þá nóttina. Hún gat afþakkað veitingar með lengri vísindalegum útskýringum á því hvers vegna hún borðaði ekki skriðdýr, liðdýr, hryggleysingja eða hvað hún kallaði það. Gestgjafinn Crfisdrykkjur HVeitiogahú/lð CAPt-mn Sími 555-4477 skammaðist sín og fann sárlega fyrir lágstéttareðli sínu — að láta sér detta í hug að bera fram rækj- ur fyrir drottninguna. Því drottning var hún. Fyrir einhvern misskilning mannkynssögunnar eða duttlunga á endurholdgunarskrifstofunni hafði Vivan ekki fæðst í konungs- höll. Hún bar sig þó með reisn, þrátt fyrir að íjárhagur einstæðrar móður væri frekar í ætt við hagi landlausra ríkiserfíngja. Með út- sjónarsemi sinni og hugmyndaflugi tókst henni að byggja upp í kringum sig lúxus. Hvíta dúka á borðum og rauðvínsglösin öll af sömu sort. Hún fyrirgaf aldrei gestinum sem tæmdi hvítvínsflöskuna henanr. Ekki vegna þess að hann drakk vínið heldur gerði hann sig sekan um eindæma smekkleysi þar sem hann endurgalt dýrindisveigarnar með ódýru sykurvatni. Ef lausnar var leitað á vanda stöðvaðist hugurinn ekki við næsta götuhorn, heldur voru til kallaðir prófessorar úr öðrum heimsálfum ef því var að sinna. Hversdagsleik- anum var miskunnarlaust lyft upp í aðrar hæðir. í þvottahúsinu vorum við að vandræðast yfir öllum þess- um stöku sokkum. Þá vissi Vivan að skrifuð hafði verið doktorsrit- gerð í Kanada um þvottavélar sem éta sokka. Vivan hafði að sjálfsögðu lesið hana. Sumarið 1988 tók hún ákvörðun sem krafðist bæði dirfsku og skipu- lagshæfileika. Þær mæðgur fluttust búferlum með píanóið og allt sitt hafurtask suður til Genf. Daglegum samskiptum okkar við Vivan og Urði Úu lauk þegar þær óku héðan í ljósbláum Mercedes Benz. Þær voru þó engan veginn farnar úr lífi okkar. Vivan tók símabókina með sér. Nú fengum við að njóta sím- tala hennar, þar sem hún hreif okk- ur hálfsofandi með sér út á glæný pælingamið. Skriflegar orðsending- ar hennar voru djarfur listdans á svelli íslenskrar tungu. Það var erfítt að ímynda sér Vi- van einangraða bak við fjöllin sjö. Þegar Genf var heimsótt kom í ljós að hér var Vivan í essinu sínu sem fyrri daginn. Hún tók á móti gestum að höfðingjasið og færði þá um fallega borg við vatn. Hafnarbúar réttu úr kútnum og við blöstu fjöll og jöklatindar allt í kring. Hér var bæði bjart og víðsýnt og stutt í sveitina. Hér mæltu nýir vinir á franska, enska og íslenska tungu. Upplifanir hennar voru sterkar og ekki höfðum við alltaf við henni. Nú sitjum við eftir og minnumst ógleymanlegrar konu. Þar fór einn glæstasti fulltrúi íslensku þjóðar- innar á erlendri grund og þótt víðar væri leitað. Við hugsum til Urðar Úu og von- um að umheimurinn reynist henni góður. Þrátt fyrir erilinn í kringum Vivan var Úa alltaf umlukin ró og umhyggju. Vivan mun gæta hennar um alla framtíð. Og nú tekur vindur í trafið, tryllt dansa örlagaský, og þú berst burt yfir hafið að binda þinn skóþveng á ný. _ (Egill Ólafsson.) Anna Bella Saari, Erla Sigurðardóttir, Salvör Aradóttir. Hugurinn tók undir sig heljar- stökk þegar fréttin um sviplegt frá- fall Vivan braust inn í kyrrð haust- blíðunnar hér norður á Króki. Við kynntumst Vivan og Urði Úu á Soffíugarðinum, þar sem við bjuggum samtímis í fjögur ár eða frá 1983-1987. íslendingasamfé- lagið þar var um margt sérstakt. Þar voru börnin í öndvegi enda átt- um við um helming barnanna í bak- garðinum. Þar var frelsi til að fram- kvæma hugdettur augnabliksins án þess að af hlytust augngotur náung- ans og þar var þátttaka okkar í hvors annars lífi meiri en við eigum að venjast meðal hefðbundinna ná- granna. Samband okkar við Vivan var ef til vill enn nánara vegna þess að bömin okkar voru á svipuðum aldri og Urður Úa, enda var hún nánast daglegur gestur heima hjá okkur á þessum tíma. í þessu samfé- lagi krafðist Vivan vissulega mikils af sínu fólki, en hún hafði líka svo miklu meira að gefa bæði í gleði og í raunum. Hugurinn hvarflaði til danskra „hygge aftener" þar sem Kristjánshöfnin naut okkar og við nutum hennar. Hugurinn hvarflar líka til þess, að þegar Vivan heyrði um andlát pabba, eftir að hafa kynnst honum og mömmu í skam- man tíma á Soffíugarðinum, þá átti hún, eins og meðfædd ræktarsemi bauð henni, langt samtal við mömmu frá Sviss, með huggunarorðum og spjalli um lífið og dauðann. í minningunni er Vivan meira lifandi en aðrir lífsförunautar. Það er kannski ekki síst þess vegna sem það hefur verið svo erfitt fyrir okk- ur að trúa. Símtölin hafa gengið milli íslands, Danmerkur og Sviss. Minningar koma upp, huggunarorð eru töluð, en ráðgátunni „af hverju?" er ósvarað. Elsku Urður Úa, við sendum þér, pabba þínum og Gerard okkar innilegustu samúðarkveðjur, svo og ömmu, Sólveigu_ og Gulla. Guðm. Orn, Sigríður, Herdís, Ingólfur. Eftirminnileg manneskja er látin, Vivan Hrefna Óttarsdóttir. Ég gleymi aldrei þeim degi þegar ég sá Vivan fyrst. Ég var komin í fyrsta fyrirlesturinn í líffræði í há- skólanum. Stuttu eftir að fyrirlest- urinn byijaði gekk Vivan inn. Hún settist nálægt mér og ég fann hvernig persóna hennar fyllti sal- inn. Ég kom inn í námið um ára- mót og þekkti enga í hópnum, en Vivan tók mig strax upp á arminn og hjálpaði mér að skilja hvernig hlutirnir gengju fyrir sig. Við unn- um verkefni saman og varð þetta upphafið að langri vináttu. Stuttu síðar fór það svo að við hjónin bjuggum á sama stúdenta- garði og hún, Soffíugarðinum, með- an við vorum við nám í Kaupmanna- höfn. Á Soffíugarði bjuggu einnig nokkrar aðrar íslenskar fjölskyldur og var mikill samgangur þeirra á milli. Margir íslendinganna komu með börn og fleiri bættust við þeg- ar leið á dvölina. Það mynduðust sterk tengsl milli allra, barna jafnt sem fullorðinna, og lífið varð nán- ast eins og í stórri fjölskyldu. Dótt- ir Vivan, Urður Úa, var alltaf mið- punktur í lífi hennar. Samband þeirra var mjög náið og hlýtt. Vivan var einstök manneskja, frjó í hugsun og blátt áfram. Hún var mjög félagslynd og einstaklega gestrisin, naut sín vel í góðra vina hópi ásamt góðum mat, kaffí og koníaki. Hún var heillandi, skemmtileg og gædd einstakri frá- sagnargleði. Sögurnar hennar voru engu líkar, enda hafði hún upplifað margt. Hún lifði mjög stórbrotnu og stormasömu lífí, en tók alltaf öllum með opnu hjarta. Við urðum fyrir sterkum áhrifum af viðhorfum hennar til lífsins og tilverunnar og erum lánsöm að hafa fengið að njóta vinskapar hennar. Við hjónin viljum votta Urði okk- ar dýpstu samúð vegna missis móð- ur sinnar og sálufélaga. Á þjóðveginum líður líf vort skjótt og löndin bruna hjá með turna og hallir. Sumarið hefur sagt þér góða nótt og sólskinsdagar þínir munu allir. Sú höll er seinust höpp þér veitti og auð og hljóm af saung og ilm af rós á kveldi og teppi á gólf og tjöldin jólarauð, hún týnist nú í haustsins voðaeldi. (Halldór Laxness.) Katrín og Kristján. Þann dimma dag _sem andláts- fregn Vivan barst til íslands sigldu lágskýin yfir sem báru með sér sorg. Mann setur hljóðan einhveija stund. Harmafregn þessi er þyngri en tár- um taki. Olýsanlegt er umkomuleysi manns á slíku andartaki. Sorgin er djúpstæð, ung og orkumikil kona er látin. Hún var hluti þess umrótar- tíma er við Þeysarar upplifiðum og þá oft dvöldum við langtímum á heimili hennar, Guðna Rúnars og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.