Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Frystiskápar - kæliskápar á GAMAVERÐI! 'Tardo Gæðatæki frá einum stærsta heimilistækja- framleiðanda í Evrópu - á frábæru verði Dæmi um verð: Að auki bjóðum við þvottavélar, þurrkara og uppþvottavélar frá ARDO á frábæru verði. Kynntu þér ARDO heimilistækin, þú gerir vart betri kaup! KÆLISKAPAR KFS 250. Mál: H141xBS4xD57, 195L kælir/49L frystir. Verð kr. 43.605. KFS280. Mál: H153xB54xD57, 219L kælir/53L frystir. VerS kr. 46.455. KFS330. Mál: H179xB59xD60, 170L kælir/105L frystir. Verð kr. 65.455. KFS 140. Mál: H85xB54xD57, 113L kælir/18L frystir. Verð kr. 28.975. FRYSTISKAPAR FS130. Mál: H85xB54xD47,103 lítrar. Verð 32.205. IjyOO. Mál: H120xB54xÐ57,109 Verð 38.855. Margar aðrar stærðir fáanlegar. Ath.: Öll verð eru staðgreiðsluverð og öll lítramál eru nettó. HÉROGNÚ , 1 ýí __________________ " w Borgortúni 29, simat 562-7666 og 562-7667. frl Stjórntækniskóli íslands Hö'fðabakka 9. Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Stjórntækniskóli Islands gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki með góða almenna menntun, starfsreynslu í viðskip- talífinu eða þeim sem vilja bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Námsgreinar: Markaðsfræði. Sölustjórnun og sölutækni. Vöruþróun. Vörustjórnun. Ekki hika lengur! Stjórnun og sjálfstyrking. Auglýsingar. Tölvunotkun í áætlanagerð. Viðskiptasiðferði. Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. I3ICMIEGA vítamín og kalk fæst í apótekinu I DAG Með morgunkaffinu Ást er... 9-21 skref í rétta átt. Viltu skilja strax? Má það ekki bíða þar til leikurinn er búinn. Farsi /, Vcrum um kyrrt. - hef fteyrt cÁ þcÁ e/pi oá> reka^noftftra. úráftöfh/nnC." SKÁK Umsjön Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í tíu skáka einvígi stigahæstu skák- manna Hollands sem nú stendur yfir. Jan Timman (2.590) hafði hvítt og átti leik gegn Jeroen Piket (2.625) Svartur lék síðast 28. - h6- h5? 29. Rh6+! (Hann bað um það!) 29. - gxh6 30. Hg3+ - Kf7 (Reynir að bjarga sér á flótta, því 30. - Kh7 31. Dd4 - d5 32. Bb2 með mát- hótun á h8 er með öllu von- laust) 31. Dxh5+ - Ke6 32. Dg4+ - Kd5 33. He3 - De7 (Eða 33. - Bh7 34. Df3+ - Kc5 35. Hc3+ og svartur er í mátneti) 34. f3 - Bg7 35. Hxe4 - Be5 36. Hel - Dh7 37.Hdl + - Kc6 38. f4 og Piket gafst upp. Þetta var önnur skákin í einvíginu, en þeirri fyrstu lauk með jafntefli. Timman var í fijálsu falli niður skák- stigalistann þangað til í Amsterdam í ágúst að hann sigraði, en Piket varð neðstur. Það er engin logn- molla yfir fremstu skákmönn- um Hollands en svo virðist sem þeir Timman og Piket geti ekki báðir teflt vel í einu. Það er því líklegt að annar- hvor þeirra verði burstaður í einvíginu. Kasparov hefur hvítt í 10. einvígisskákinni við Anand í kvöld. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Um skattfríðindi þingmanna KONRÁÐ hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: „Varðandi þá umræðu sem í gangi er um þessar fjörutíu þúsund krónur sem þingmenn hafa ákveðið að greiða sjálf- um sér skattfrítt vil ég segja það að þetta er svolítið úr takt við annað sem hefur verið að ger- ast í þessu þjóðfélagi. Því sannleikurinn er að varla er hægt að snúa sér við án þess að greiða skatt, ef svo má að orði kom- ast. Að öðru leyti finnst mér þessi launahækkun vera í lagi en skilyrðið er að borgaðir séu skatt- ar af þeim launum. Og ég er fylgjandi því að greiða þingmönnum gott kaup, en skatta verða allir að borga af öllu sem þeir hafa á milli hand- anna.“ Konráð Friðfinnsson, Neskaupstað. Tapað/fundið Lyklar töpuðust Nokkrir lyklar á kippu töpuðust sl. laugardag. Mögulegir staðir eru fyr- ir utan Borgarspítalann, fyrir utan Háskólabíó eða í Kópavogi. Kippan er gyllt með kringlóttu merki og á henni voru m.a. húslykill og lykill að reiðhjólaiás. Hafi ein- hver fundið kippuna er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 564-3938 á kvöldin eða í síma 569-1323 frá kl. 8-16. Eyrnalokkur tapaðist TAPAST hefur smelltur, kringlóttur, gylltur eyrnalokkur með bláum lapis lazuli steini. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 561-2355. Gæludýr Kettlingur í óskilum STÁLPAÐUR kettlingur hefur verið í óskilum í austurbæ Kópavogs frá föstudeginum 15. sept- ember. Hann er svartur og hvítur. Uppl. í síma 554-1044. Kettling vantar heimili SJÖ vikna kettling vant- ar heimili. Dýravinir vin- samlega hringi í síma 456-6215. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur hafa lagt söfnun Rauða kross íslands Konur og börn í neyð lið og safnað 1758 krónum þeim til styrktar. Stúlkurnar eru Bjarma Magnúsdóttir, Anna Lind Björnsdóttir, Sunna Lilja Björnsdóttir og Auður Viðarsdóttir. Víkveiji skrifar... NÝR umræðuþáttur Stefáns Jóns Hafstein, Almannaróm- ur, sem hóf göngu sína í síðustu viku, var vel upp byggður og lífleg- ur, þótt búast hefði mátt við, að stjórnandinn tæki „nýrra“ mál til umræðu en för íslenzkra kvenna á kvennaráðstefnurnar í Kína. Þær konur, sem fram komu í þættinum voru vel að sér og málefnalegri í umræðunum en sumir karlanna, sem þátt tóku í þeim. Ein kvennanna vakti þó sérstaka athygli fyrir sterkan málflutning, en það var Inga Jóna Þórðardóttir. Þar fór saman yfirsýn yfir réttinda- baráttu kvenna bæði hér heima og erlendis, rökfastur málflutningur og mikill þungi, þegar það átti við. Inga Jóna situr nú í borgarstjórn Reykj avíkur fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Hún hefur ekki áður sýnt slíka yfirburði í umræðum um þjóðfélags- mál sem nú. Verði framhald á því má ætla, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eignast nýjan og sterkan for- ystumann á vettvangi borgarmála. ÞAÐ vakti töluverða athygli fyrir rúmum áratug, þegar sænskir iðjuhöldar, með Curt Nicolin, einn af helztu forystu- mönnum Wallenberg-samsteyp- unnar, í fararbroddi ákváðu að leggja fé í fiskeldi og til varð fyrir- tækið Silfurlax hf. Sl. laugardag var frá því skýrt hér í blaðinu, að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að gefa það upp til gjaldþrota- skipta. Þetta fyrirtæki hafði yfir um- talsverðu eigin fé að ráða, en skortur á því er oft talinn skýring á þvi, að fyrirtækjarekstur gangi ekki upp. Á bak við það stóðu menn með mikla reynslu í viðskipt- um og stjórnun, svo að ekki hefur verið skortur á slíkri þekkingu í rekstri fyrirtækisins. Úr því að hinum sænsku iðjuhöldum tókst ekki að reka fiskeldisfyrirtæki með viðunandi árangri, þurfa aðrir tæpast að skammast sín fyrir það, að þeim hafi mistekizt í þessari nýju atvinnugrein. SPARISJÓÐIRNIR tilkynntu nú um heigina, að þeir mundu kynna heimabanka sinn á tölvu- sýningu í Laugardalshöll síðar í þessari viku. Aður hafði Búnað- arbankinn tilkynnt að viðskipta- vinir hans ættu kost á slíkri þjón- ustu síðar í þessum mánuði. En eins og kunnugt er hafði íslands- banki forystu um að taka þessa nýjung upp fyrir nokkrum vik- um. Enginn vafi leikur á því, að þetta form bankaþjónustu mun breiðast út á næstu árum. Sá tækjabúnaður, sem til þarf er til á æ fleiri heimilum og fólk mun fljótt finna hve þægilegt það er að geta sinnt bankaviðskiptum á heimili sínu. Hvenær kemur að því að hægt verður að sinna innkaupum með sama hætti? Heimilisfólk sitji við tölvu og kaupi inn matvörur og aðrar nauðsynjar og fái þær heim- sendar. Er það ekki næsta skref- ið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.