Morgunblaðið - 26.09.1995, Page 46

Morgunblaðið - 26.09.1995, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Frystiskápar - kæliskápar á GAMAVERÐI! 'Tardo Gæðatæki frá einum stærsta heimilistækja- framleiðanda í Evrópu - á frábæru verði Dæmi um verð: Að auki bjóðum við þvottavélar, þurrkara og uppþvottavélar frá ARDO á frábæru verði. Kynntu þér ARDO heimilistækin, þú gerir vart betri kaup! KÆLISKAPAR KFS 250. Mál: H141xBS4xD57, 195L kælir/49L frystir. Verð kr. 43.605. KFS280. Mál: H153xB54xD57, 219L kælir/53L frystir. VerS kr. 46.455. KFS330. Mál: H179xB59xD60, 170L kælir/105L frystir. Verð kr. 65.455. KFS 140. Mál: H85xB54xD57, 113L kælir/18L frystir. Verð kr. 28.975. FRYSTISKAPAR FS130. Mál: H85xB54xD47,103 lítrar. Verð 32.205. IjyOO. Mál: H120xB54xÐ57,109 Verð 38.855. Margar aðrar stærðir fáanlegar. Ath.: Öll verð eru staðgreiðsluverð og öll lítramál eru nettó. HÉROGNÚ , 1 ýí __________________ " w Borgortúni 29, simat 562-7666 og 562-7667. frl Stjórntækniskóli íslands Hö'fðabakka 9. Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Stjórntækniskóli Islands gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki með góða almenna menntun, starfsreynslu í viðskip- talífinu eða þeim sem vilja bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Námsgreinar: Markaðsfræði. Sölustjórnun og sölutækni. Vöruþróun. Vörustjórnun. Ekki hika lengur! Stjórnun og sjálfstyrking. Auglýsingar. Tölvunotkun í áætlanagerð. Viðskiptasiðferði. Starfsmenntun. Fjárfesting til framtíðar. Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. I3ICMIEGA vítamín og kalk fæst í apótekinu I DAG Með morgunkaffinu Ást er... 9-21 skref í rétta átt. Viltu skilja strax? Má það ekki bíða þar til leikurinn er búinn. Farsi /, Vcrum um kyrrt. - hef fteyrt cÁ þcÁ e/pi oá> reka^noftftra. úráftöfh/nnC." SKÁK Umsjön Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í tíu skáka einvígi stigahæstu skák- manna Hollands sem nú stendur yfir. Jan Timman (2.590) hafði hvítt og átti leik gegn Jeroen Piket (2.625) Svartur lék síðast 28. - h6- h5? 29. Rh6+! (Hann bað um það!) 29. - gxh6 30. Hg3+ - Kf7 (Reynir að bjarga sér á flótta, því 30. - Kh7 31. Dd4 - d5 32. Bb2 með mát- hótun á h8 er með öllu von- laust) 31. Dxh5+ - Ke6 32. Dg4+ - Kd5 33. He3 - De7 (Eða 33. - Bh7 34. Df3+ - Kc5 35. Hc3+ og svartur er í mátneti) 34. f3 - Bg7 35. Hxe4 - Be5 36. Hel - Dh7 37.Hdl + - Kc6 38. f4 og Piket gafst upp. Þetta var önnur skákin í einvíginu, en þeirri fyrstu lauk með jafntefli. Timman var í fijálsu falli niður skák- stigalistann þangað til í Amsterdam í ágúst að hann sigraði, en Piket varð neðstur. Það er engin logn- molla yfir fremstu skákmönn- um Hollands en svo virðist sem þeir Timman og Piket geti ekki báðir teflt vel í einu. Það er því líklegt að annar- hvor þeirra verði burstaður í einvíginu. Kasparov hefur hvítt í 10. einvígisskákinni við Anand í kvöld. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Um skattfríðindi þingmanna KONRÁÐ hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: „Varðandi þá umræðu sem í gangi er um þessar fjörutíu þúsund krónur sem þingmenn hafa ákveðið að greiða sjálf- um sér skattfrítt vil ég segja það að þetta er svolítið úr takt við annað sem hefur verið að ger- ast í þessu þjóðfélagi. Því sannleikurinn er að varla er hægt að snúa sér við án þess að greiða skatt, ef svo má að orði kom- ast. Að öðru leyti finnst mér þessi launahækkun vera í lagi en skilyrðið er að borgaðir séu skatt- ar af þeim launum. Og ég er fylgjandi því að greiða þingmönnum gott kaup, en skatta verða allir að borga af öllu sem þeir hafa á milli hand- anna.“ Konráð Friðfinnsson, Neskaupstað. Tapað/fundið Lyklar töpuðust Nokkrir lyklar á kippu töpuðust sl. laugardag. Mögulegir staðir eru fyr- ir utan Borgarspítalann, fyrir utan Háskólabíó eða í Kópavogi. Kippan er gyllt með kringlóttu merki og á henni voru m.a. húslykill og lykill að reiðhjólaiás. Hafi ein- hver fundið kippuna er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 564-3938 á kvöldin eða í síma 569-1323 frá kl. 8-16. Eyrnalokkur tapaðist TAPAST hefur smelltur, kringlóttur, gylltur eyrnalokkur með bláum lapis lazuli steini. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 561-2355. Gæludýr Kettlingur í óskilum STÁLPAÐUR kettlingur hefur verið í óskilum í austurbæ Kópavogs frá föstudeginum 15. sept- ember. Hann er svartur og hvítur. Uppl. í síma 554-1044. Kettling vantar heimili SJÖ vikna kettling vant- ar heimili. Dýravinir vin- samlega hringi í síma 456-6215. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur hafa lagt söfnun Rauða kross íslands Konur og börn í neyð lið og safnað 1758 krónum þeim til styrktar. Stúlkurnar eru Bjarma Magnúsdóttir, Anna Lind Björnsdóttir, Sunna Lilja Björnsdóttir og Auður Viðarsdóttir. Víkveiji skrifar... NÝR umræðuþáttur Stefáns Jóns Hafstein, Almannaróm- ur, sem hóf göngu sína í síðustu viku, var vel upp byggður og lífleg- ur, þótt búast hefði mátt við, að stjórnandinn tæki „nýrra“ mál til umræðu en för íslenzkra kvenna á kvennaráðstefnurnar í Kína. Þær konur, sem fram komu í þættinum voru vel að sér og málefnalegri í umræðunum en sumir karlanna, sem þátt tóku í þeim. Ein kvennanna vakti þó sérstaka athygli fyrir sterkan málflutning, en það var Inga Jóna Þórðardóttir. Þar fór saman yfirsýn yfir réttinda- baráttu kvenna bæði hér heima og erlendis, rökfastur málflutningur og mikill þungi, þegar það átti við. Inga Jóna situr nú í borgarstjórn Reykj avíkur fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Hún hefur ekki áður sýnt slíka yfirburði í umræðum um þjóðfélags- mál sem nú. Verði framhald á því má ætla, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eignast nýjan og sterkan for- ystumann á vettvangi borgarmála. ÞAÐ vakti töluverða athygli fyrir rúmum áratug, þegar sænskir iðjuhöldar, með Curt Nicolin, einn af helztu forystu- mönnum Wallenberg-samsteyp- unnar, í fararbroddi ákváðu að leggja fé í fiskeldi og til varð fyrir- tækið Silfurlax hf. Sl. laugardag var frá því skýrt hér í blaðinu, að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að gefa það upp til gjaldþrota- skipta. Þetta fyrirtæki hafði yfir um- talsverðu eigin fé að ráða, en skortur á því er oft talinn skýring á þvi, að fyrirtækjarekstur gangi ekki upp. Á bak við það stóðu menn með mikla reynslu í viðskipt- um og stjórnun, svo að ekki hefur verið skortur á slíkri þekkingu í rekstri fyrirtækisins. Úr því að hinum sænsku iðjuhöldum tókst ekki að reka fiskeldisfyrirtæki með viðunandi árangri, þurfa aðrir tæpast að skammast sín fyrir það, að þeim hafi mistekizt í þessari nýju atvinnugrein. SPARISJÓÐIRNIR tilkynntu nú um heigina, að þeir mundu kynna heimabanka sinn á tölvu- sýningu í Laugardalshöll síðar í þessari viku. Aður hafði Búnað- arbankinn tilkynnt að viðskipta- vinir hans ættu kost á slíkri þjón- ustu síðar í þessum mánuði. En eins og kunnugt er hafði íslands- banki forystu um að taka þessa nýjung upp fyrir nokkrum vik- um. Enginn vafi leikur á því, að þetta form bankaþjónustu mun breiðast út á næstu árum. Sá tækjabúnaður, sem til þarf er til á æ fleiri heimilum og fólk mun fljótt finna hve þægilegt það er að geta sinnt bankaviðskiptum á heimili sínu. Hvenær kemur að því að hægt verður að sinna innkaupum með sama hætti? Heimilisfólk sitji við tölvu og kaupi inn matvörur og aðrar nauðsynjar og fái þær heim- sendar. Er það ekki næsta skref- ið?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.