Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Tveir ungir lyfjafræðingar nýta sér auk- ið frelsi í smásöludreifingu lyfja Stofna lyfja- búð miðsvæðis íReykjavík TVEIR ungir lyfjafræðingar, Ingi Guðjónsson og Róbert Melax, hafa stofnað nýtt apótek, Lyfja hf., sem hefja mun starfsemi í nóvember- mánuði. Þá verða gengin í gildi lagaákvæði sem heimila lyfjafræð- ingum að stofna lyfjabúðir að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Lyfja hf. auglýsir eftir lyfja- fræðingi, lyfjatækni og afgreiðslu- fólki til starfa í Morgunblaðinu í dag. Fyrirtækið verður staðsett miðsvæðis í Reykjavík og verður reksturinn með öðru sniði en tíðk- ast hefur í apótekum hér á landi. kvæði,“ segja Ingi og Róbert, sem nú starfa hjá Astra ísland hf. „Lyfjabúðir verða þó að uppfylla þau skilyrði sem Lyfjaeftirlit ríkis- ins setur varðandi búnað og mennt- un og hæfni starfsfólks.“ Sjálfsafgreiðsla Ný lagaákvæði að taka gildi Ný lyfjalög tóku gildi 1. júlí á sl. ári en gildistöku ákvæða varð- andi lyfjaverð og opnun lyíjabúða var frestað til 1. nóvember á þessu ári. Þetta var gert til að gera þeim aðilum sem voru fýrir á fnarkaðn- um kleift að laga sig að nýjum aðstæðum. „Núna geta lyfjafræð- ingar opnað lyfjabúð að eigin frum- Fyrirkomulag hinnar nýju lyfja- búðar miðar að því að viðskiptavin- ir hafi greiðari aðgang að lyfja- fræðingi en áður hefur tíðkast, að sögn þeirra félaga. Þeir segjast jafnframt hafa ýmsar fyrirætlanir á pijónunum varðandi þjónustu. Mun meira verði af sjálfsaf- greiðsluvörum en áður hafi sést hér á landi, með líkum hætti og í Bretlandi og Bandaríkjunum. Um væntanlega samkeppni á lyfjamarkaðnum segja Róbert og Ingi að búast megi við að nokkur ný apótek verði stofnuð í kjölfar hins aukna fijálsræðis. „Við eigum ekki von á verulegri fjölgun og það verður engin breyting úti á landi.“ TTITV r4 VJfJ£ÍA\JVJLrQA\5T ALLJUGJJÐ J Frá og með 26. sept. munu bifreiðar sem voru á söluskrá Bílaþings Heklu fyrir 1. júní 1995 verða felldar út. Viðkomandi eru því beðnir um að hafa samband við sölumenn okkar óski Á þeir áframhaldandi skráningar á söluskrá. N O T A Ð I R LAUGAVEGI 1 74, B f L A R M I 5695 500 A TVINNUREKSTRAR T-'JR Y G G I N G runatrygging lausatjai nnbrotsþjófnaöartrygging lausa., atnstjónstrygging lausafjár • Rekstra. töðvunartrygging • Slysatrygging launþeg 'Almenn slysatryg^^^feirðasjúkra- og feró, ferðarofstryggin(jj|||||^^Farangurstryggir Glertrygging • Ka æli- og frystivöru’ élatrygging • Rekstrp:.. oövunartrygging ve velarbilunar • Raí Rafeindatækjat Aukakostnaða I: li iííh r* ru • i» m i »v« i. spummq unirekstrajroiyggl Atvinnurekstrartryggingin er margþætt trygging sem hægt er að laga að þörfum hvers atvinnu- rekanda. Mörg hundruð fyrirtæki búa nú við það rekstraröryggi sem tryggingín veitir. Er þitt fyrirtæki meðal þeirra? Ráðgjafar okkar veita nánari upplýsingar um þessa mikilvægu tryggingu og koma á staðinn sé þess óskað. SJOVAQIETALMENNAR Sími 569 2500 • Grænt númer 800 5692 Þú tryggir ekki eftir á! TEIKNING af gámaskipi Eimskips, sem nú er í smíðum í Póllandi. Skipið er 150 metrar að lengd og 22,3 að breidd. Burðargeta þess er 12.500 tonn og getur það flutt um 650 gáma miðað við 14 tonna meðal- þunga. Ganghraði þess verður 18 mílur á klukkustund, og er það því hraðskreiðara en önnur skip félagsins. Eimskip kaupir nýtt skip frá Póllandi Stærsta gámaskip í eigu Islendmga EIMSKIPAFELAG Islands hf. hefur gengið frá samningi um kaup á 12.500 tonna gámaskipi, sem er í smíðum í Stettin í Póllandi. Kaup- verðið er um 1.600 milljónir króna og tekur Eimskip við skipinu í apríl eða maí á næsta ári. Það verður stærsta gámaskip, sem verið hefur í eigu íslendinga. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, segir að gert sé ráð fyrir að skipakaupin verði fjármögnuð með erlendu bankaláni. „Kaupin á skipinu eru liður í reglubundinni endurnýjun skipastóls Evrópusigl- inganna. Þau tengjast einnig fyrir- huguðum breytingum á siglinga- áætlun félagsins í þeim. Auk nýja skipsins verður annað skip af svip- aðri stærð tekið á leigu og verður væntanlega gengið frá því innan fárra vikna. Það gerir okkur kleift að selja eða leigja erlendis Brúarfoss og Laxfoss.“ 18 míina ganghraði Skipið er nú í smíðum í Stocznia Szczesinska skipasmíðastöðinni í Stettin en hún er ein stærsta skipa- smíðastöð Póllands. Það er byggt á þýskri hönnun og segir Hörður að þessi skipagerð hafi reynst einkar hagkvæm í rekstri. Gert er ráð fyrir að í skipinu verði góð aðstaða fyrir 12 farþega en einni hæð verður bætt við til þess að koma henni fyrir. Eimskip lét síðast smíða skip á árunum 1969-71 þegar þijú systur- skip voru smíðuð í Álaborg í Dan- mörku. Að sögn Harðar gera breyt- ingar á skipasmíðakostnaði, í sam- anburði við verð eldri skipa af þess- ari stærð, það hagkvæmt á ný að kaupa ný eða nýleg skip í stað eldri skipa. Lufthansa fær nýjar vélar Frankfurt. Reuter. LUFTHANSA hyggst verja 1.7 milljörðum marka til kaupa á nýjum flugvélum á næstu tveimur árum. Keyptar verða fjórar Boeing 747-400 breiðþotur og ein Airbus A340 1997. Tólf þotum verður bætt við Evr- ópuflugflotann 1996: fimm brezk- um Aerospace Avro RJ85 og sjö Canadair-þotum. Lán verða ekki tekin til kaupana. Hlutabréf í Lufthansa hafa lækk- að í verði að undanförnu, til dæmis um 4,50 mörk, eða 2,1%, í 207 mörk 21. september. Sérfræðingur Dresdner Bank hefur lækkað mat á tekjum Luft- hansa 1995 og 1996. Mat á tekjum á hlutabréf 1995 hefur lækkað í 9 mörk úr 15 og matið 1996 í 12 mörk úr 17. Spá miklum hagnaði Lufthansa skýrði í síðasta mán- uði frá því að hagnaður félagsins hefði aukizt um 40% á hálfu ári og spáði miklum hagnaði 1995, þótt gjaldeyristengt tap og afskriftir vegna leiguskulda upp á 150 millj- ónir marka hefðu „dregið verulega" úr tekjum. Fjórar af fimm nýjum vélum Lufthansa á lengri leiðum verða viðbót við flugvélaflota félagsins, en ein á að koma í stað Boeing 747-200 Combi þotu. Níu af flug- vélunum á skemmri leiðum verða viðbót, en þrjár koma í stað Fokker 50 þotna. ISMÚS -TÓNLEIKAR RÍKISÚTVARPSINS í Háskólabíói fimmrudatrinn 28. sept. kl 20.00 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur léttklassíska suður-ameríska tónlist Hljómsveitarstjóri: Alberto Merenzon Einleiknrar: Bryndís Halla Gylfadóttir Guðrún María Finnbogadóttir Þorsteinn Gauti Sigurðsson EFNISSKRÁ: Astor Piazzolla: Milonga í d-moll Heitor VillaLobos: Bachianas Brasileiras nr.5 Jaures Lamarque Pons : Consertino te Otono Jose Pablo Moncayo: Huapango Astor Piazzolla: Serie de Tangos para orqesta MIÐAPANTANIR í SÍMA 515 3587 MIÐASALA í HÁSKÓLABÍÓI FRÁ KL. 16.30, 28.SEPTEMBER. I3IOMIEGA vítamín og kalk fæst í apótekinu OÍJW Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir fljótt stíflum Tuskur Feiti Lífræn efni Hár j Dömubindi Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 567 7878-fax 567 7022 > ► i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.