Morgunblaðið - 26.09.1995, Page 16

Morgunblaðið - 26.09.1995, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Tveir ungir lyfjafræðingar nýta sér auk- ið frelsi í smásöludreifingu lyfja Stofna lyfja- búð miðsvæðis íReykjavík TVEIR ungir lyfjafræðingar, Ingi Guðjónsson og Róbert Melax, hafa stofnað nýtt apótek, Lyfja hf., sem hefja mun starfsemi í nóvember- mánuði. Þá verða gengin í gildi lagaákvæði sem heimila lyfjafræð- ingum að stofna lyfjabúðir að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Lyfja hf. auglýsir eftir lyfja- fræðingi, lyfjatækni og afgreiðslu- fólki til starfa í Morgunblaðinu í dag. Fyrirtækið verður staðsett miðsvæðis í Reykjavík og verður reksturinn með öðru sniði en tíðk- ast hefur í apótekum hér á landi. kvæði,“ segja Ingi og Róbert, sem nú starfa hjá Astra ísland hf. „Lyfjabúðir verða þó að uppfylla þau skilyrði sem Lyfjaeftirlit ríkis- ins setur varðandi búnað og mennt- un og hæfni starfsfólks.“ Sjálfsafgreiðsla Ný lagaákvæði að taka gildi Ný lyfjalög tóku gildi 1. júlí á sl. ári en gildistöku ákvæða varð- andi lyfjaverð og opnun lyíjabúða var frestað til 1. nóvember á þessu ári. Þetta var gert til að gera þeim aðilum sem voru fýrir á fnarkaðn- um kleift að laga sig að nýjum aðstæðum. „Núna geta lyfjafræð- ingar opnað lyfjabúð að eigin frum- Fyrirkomulag hinnar nýju lyfja- búðar miðar að því að viðskiptavin- ir hafi greiðari aðgang að lyfja- fræðingi en áður hefur tíðkast, að sögn þeirra félaga. Þeir segjast jafnframt hafa ýmsar fyrirætlanir á pijónunum varðandi þjónustu. Mun meira verði af sjálfsaf- greiðsluvörum en áður hafi sést hér á landi, með líkum hætti og í Bretlandi og Bandaríkjunum. Um væntanlega samkeppni á lyfjamarkaðnum segja Róbert og Ingi að búast megi við að nokkur ný apótek verði stofnuð í kjölfar hins aukna fijálsræðis. „Við eigum ekki von á verulegri fjölgun og það verður engin breyting úti á landi.“ TTITV r4 VJfJ£ÍA\JVJLrQA\5T ALLJUGJJÐ J Frá og með 26. sept. munu bifreiðar sem voru á söluskrá Bílaþings Heklu fyrir 1. júní 1995 verða felldar út. Viðkomandi eru því beðnir um að hafa samband við sölumenn okkar óski Á þeir áframhaldandi skráningar á söluskrá. N O T A Ð I R LAUGAVEGI 1 74, B f L A R M I 5695 500 A TVINNUREKSTRAR T-'JR Y G G I N G runatrygging lausatjai nnbrotsþjófnaöartrygging lausa., atnstjónstrygging lausafjár • Rekstra. töðvunartrygging • Slysatrygging launþeg 'Almenn slysatryg^^^feirðasjúkra- og feró, ferðarofstryggin(jj|||||^^Farangurstryggir Glertrygging • Ka æli- og frystivöru’ élatrygging • Rekstrp:.. oövunartrygging ve velarbilunar • Raí Rafeindatækjat Aukakostnaða I: li iííh r* ru • i» m i »v« i. spummq unirekstrajroiyggl Atvinnurekstrartryggingin er margþætt trygging sem hægt er að laga að þörfum hvers atvinnu- rekanda. Mörg hundruð fyrirtæki búa nú við það rekstraröryggi sem tryggingín veitir. Er þitt fyrirtæki meðal þeirra? Ráðgjafar okkar veita nánari upplýsingar um þessa mikilvægu tryggingu og koma á staðinn sé þess óskað. SJOVAQIETALMENNAR Sími 569 2500 • Grænt númer 800 5692 Þú tryggir ekki eftir á! TEIKNING af gámaskipi Eimskips, sem nú er í smíðum í Póllandi. Skipið er 150 metrar að lengd og 22,3 að breidd. Burðargeta þess er 12.500 tonn og getur það flutt um 650 gáma miðað við 14 tonna meðal- þunga. Ganghraði þess verður 18 mílur á klukkustund, og er það því hraðskreiðara en önnur skip félagsins. Eimskip kaupir nýtt skip frá Póllandi Stærsta gámaskip í eigu Islendmga EIMSKIPAFELAG Islands hf. hefur gengið frá samningi um kaup á 12.500 tonna gámaskipi, sem er í smíðum í Stettin í Póllandi. Kaup- verðið er um 1.600 milljónir króna og tekur Eimskip við skipinu í apríl eða maí á næsta ári. Það verður stærsta gámaskip, sem verið hefur í eigu íslendinga. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, segir að gert sé ráð fyrir að skipakaupin verði fjármögnuð með erlendu bankaláni. „Kaupin á skipinu eru liður í reglubundinni endurnýjun skipastóls Evrópusigl- inganna. Þau tengjast einnig fyrir- huguðum breytingum á siglinga- áætlun félagsins í þeim. Auk nýja skipsins verður annað skip af svip- aðri stærð tekið á leigu og verður væntanlega gengið frá því innan fárra vikna. Það gerir okkur kleift að selja eða leigja erlendis Brúarfoss og Laxfoss.“ 18 míina ganghraði Skipið er nú í smíðum í Stocznia Szczesinska skipasmíðastöðinni í Stettin en hún er ein stærsta skipa- smíðastöð Póllands. Það er byggt á þýskri hönnun og segir Hörður að þessi skipagerð hafi reynst einkar hagkvæm í rekstri. Gert er ráð fyrir að í skipinu verði góð aðstaða fyrir 12 farþega en einni hæð verður bætt við til þess að koma henni fyrir. Eimskip lét síðast smíða skip á árunum 1969-71 þegar þijú systur- skip voru smíðuð í Álaborg í Dan- mörku. Að sögn Harðar gera breyt- ingar á skipasmíðakostnaði, í sam- anburði við verð eldri skipa af þess- ari stærð, það hagkvæmt á ný að kaupa ný eða nýleg skip í stað eldri skipa. Lufthansa fær nýjar vélar Frankfurt. Reuter. LUFTHANSA hyggst verja 1.7 milljörðum marka til kaupa á nýjum flugvélum á næstu tveimur árum. Keyptar verða fjórar Boeing 747-400 breiðþotur og ein Airbus A340 1997. Tólf þotum verður bætt við Evr- ópuflugflotann 1996: fimm brezk- um Aerospace Avro RJ85 og sjö Canadair-þotum. Lán verða ekki tekin til kaupana. Hlutabréf í Lufthansa hafa lækk- að í verði að undanförnu, til dæmis um 4,50 mörk, eða 2,1%, í 207 mörk 21. september. Sérfræðingur Dresdner Bank hefur lækkað mat á tekjum Luft- hansa 1995 og 1996. Mat á tekjum á hlutabréf 1995 hefur lækkað í 9 mörk úr 15 og matið 1996 í 12 mörk úr 17. Spá miklum hagnaði Lufthansa skýrði í síðasta mán- uði frá því að hagnaður félagsins hefði aukizt um 40% á hálfu ári og spáði miklum hagnaði 1995, þótt gjaldeyristengt tap og afskriftir vegna leiguskulda upp á 150 millj- ónir marka hefðu „dregið verulega" úr tekjum. Fjórar af fimm nýjum vélum Lufthansa á lengri leiðum verða viðbót við flugvélaflota félagsins, en ein á að koma í stað Boeing 747-200 Combi þotu. Níu af flug- vélunum á skemmri leiðum verða viðbót, en þrjár koma í stað Fokker 50 þotna. ISMÚS -TÓNLEIKAR RÍKISÚTVARPSINS í Háskólabíói fimmrudatrinn 28. sept. kl 20.00 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur léttklassíska suður-ameríska tónlist Hljómsveitarstjóri: Alberto Merenzon Einleiknrar: Bryndís Halla Gylfadóttir Guðrún María Finnbogadóttir Þorsteinn Gauti Sigurðsson EFNISSKRÁ: Astor Piazzolla: Milonga í d-moll Heitor VillaLobos: Bachianas Brasileiras nr.5 Jaures Lamarque Pons : Consertino te Otono Jose Pablo Moncayo: Huapango Astor Piazzolla: Serie de Tangos para orqesta MIÐAPANTANIR í SÍMA 515 3587 MIÐASALA í HÁSKÓLABÍÓI FRÁ KL. 16.30, 28.SEPTEMBER. I3IOMIEGA vítamín og kalk fæst í apótekinu OÍJW Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir fljótt stíflum Tuskur Feiti Lífræn efni Hár j Dömubindi Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 567 7878-fax 567 7022 > ► i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.